Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Svíþjóð:
Efnahagsbat-
inn hraðari en
búist var við
EFNAHAGSÁSTANDIÐ í Svíþjóð hefur batnad mun meira síðan gengi
sænsku krónunnar var fellt í október sl. en efnahagssérfræðingar stjórn-
valda höfðu spáð.
Janúar-ágúst:
Um 1.200 manns á
atvinnuleysisskrá
Atvinnuleysi hefur nær tvöfaldast í öllum mánuðum
SKRÁÐIR ATVINNULEYSISDAGAR í ágústmánuði sl. voru 14.744 á öllu
landinu, sem er því sem næst jafnmargir dagar og í júlí. Þetta svarar til þess
að 680 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan ágústmánuð, sem jafngild-
ir um 0,6% af mannafla samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar.
Þetta kemur m.a. fram í síaukn-
um útflutningi iðnaðarvara, batn-
andi viðskipta- og vöruskiptajöfn-
uði auk þess sem verðbólga hefur
farið lækkandi.
Gert er ráð fyrir, að útflutning-
ur Svía muni í heild aukast um
liðlega 11% á þessu ári, en sam-
kvæmt nýjustu tölum fyrir sjö
fyrstu mánuðina var aukningin
um 12%. Efnahagssérfræðingar
stjórnvalda spáðu því sl. haust, að
útflutningur myndi ekki aukast
nema í'kringum 6% á árinu.
Sölustofnun lagmetis hefur á
undanrórnum mánuðum lagt á það
áherslu að auka markaðsáhrif sín
á hinum ýmsu svæðum. Eftir
nokkra markaðskönnun er Ijóst,
að mati stofnunarinnar, að auknir
sölumöguleikar eru fyrir hendi,
ekki síst í Norður-Ameríku, m.a.
vegna styrkleika dollarans gagn-
vart Evrópugjaldmiðlum.
M.a. af þeirri ástæðu hefur
stofnunin ákveðið að sérstakur
Nýjustu spár gera ráð fyrir því,
að vöruskiptajöfnuður Svía verði
jákvæður um liðlega 5.500 milljón-
ir sænskra króna, en spár efna-
hagssérfræðinga sl. haust gerðu
ráð fyrir, að hann yrði jákvæður
um liðlega 3.500 milljónir króna.
Loks má geta þess, að fram-
færslukostnaður hækkaði um
6,0% frá ársbyrjun þar til um
miðjan ágúst sl. Til samanburðar
hækkaði framfærslukostnaður um
7,5% á sama tíma í fyrra.
markaðsfulltrúi SL starfi í
Bandaríkjunum og Kanada til að
vinna að sölumálum og hefur
sölustjóri SL, Eyþór ólafsson,
tekið við því starfi og þegar haf-
ið störf vestanhafs í sambandi
við umboðsfyrirtæki SL í Banda-
ríkjunum og Kanada.
Frá þeim sama tíma hefur
Kristinn Blöndal tekið við störf-
um markaðsstjóra hjá Sölu-
stofnuninni.
I ágústmánuði 1982 voru skráðir
atvinnuleysisdagar 6.720 talsins á
öllu landinu. Aukningin milli ára
er því tæplega 120%. Meðaltal
skráðra atvinnuleysisdaga í ág-
ústmánuði á árabilinu 1975—1982,
að báðum árunum meðtöldum, er
um 5.200 dagar.
Fyrstu átta mánuði ársins voru
skráðir atvinnuleysisdagar í heild
207 þúsund, en til samanburðar
voru atvinnuleysisdagar um 200
þúsund á öllu síðasta ári. Aukn-
ingin hefur átt sér stað alla mán-
uði ársins og hefur hver mánuður
fyrir sig komið út með sem næst
helmingi fleiri skráða atvinnu-
leysisdaga en í sömu mánuðum á
sl. ári.
Aukning atvinnuleysis hefur
verið mjög mismunandi eftir
landsvæðum og sker höfuðborg-
arsvæðið sig úr. Fyrstu átta mán-
uði þessa árs hafa um 42% af
skráðu atvinnuleysi fallið til á
höfuðborgarsvæðinu en hlutdeild
þess var rösklega 21% í sömu
mánuðum í fyrra.
í ágústmánuði féll um 56% af
skráðu atvinnuleysi til á höfuð-
borgarsvæðinu. Svipaðrar þróun-
ar virðist gæta á Norðurlandi.
Hlutdeild þess í skráðu atvinnu-
leysi fyrstu átta mánuði ársins
hefur aukizt úr um 20% 1982 í
tæplega 30% nú. Á tveimur svæð-
um, Vesturlandi og Vestfjörðum,
hefur skráð atvinnuleysi verið
minna fyrstu átta mánuði þessa
árs en á sama tímabili í fyrra.
I heild svarar skráð atvinnu-
leysi fyrstu átta mánuði ársins til
þess að um 1.200 manns hafi verið
á atvinnuleysisskrá, eða 1,1% af
mannafla.
Svört atvinnu-
starfsemi fer
vaxandi í Vest-
ur-Þýzkalandi
Á fyrri helmingi ársins 1982 voru í
Vestur-Þýskalandi dæmdar sektir
samtals að fjárhæó 2,3 milljónir DM,
tæplega 25 milljónir ísl. króna, vegna
svartrar atvinnustarfsemi þar í landi.
Er þetta hæsta sektarfjárhæó á einum
árshelmingi, er dæmd hefur verið í
Vestur-Þýskalandi vegna brota, sem
rekja má til svartrar atvinnustarfsemi.
Þessar upplýsingar er að finna í
nýjasta fréttabréfi Landssambands
iðnaðarmanna.
Samsvarandi upphæð vegna fyrri
árshelmings 1981 var 1,7 millj. DM.
Þessar upplýsingar er að finna í
skýrslu frá Þýska handverkssam-
bandinu (Zentralverbandes des
Deutschen Handwerks, skammstaf-
að ZDH). I skýrslunni er og fullyrt,
að svört atvinnustarfsemi hafi auk-
ist verulega á árinu 1982, þrátt fyrir
viðleitni af hálfu stjórnvalda að
takmarka hana, m.a. með strangari
iagaákvæðum. Verst er ástandið í
ýmsum greinum byggingariðnaðar,
en þar næst koma bílaviðgerðir.
Ráðinn rekstrarráð-
gjafi hjá Hagvangi
Friðrik Friðriksson hefur verið ráð-
inn rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf.,
en hann mun einnig sinna hagrænum
verkefnum fyrir Fjárfestingarfélag ís-
lands hf.
Friðrik lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla íslands 1977 og
cand. oecon.-prófi frá viðskiptadeild
Háskóla íslands 1981. Hann hélt
síðan til framhaldsnáms i Banda-
ríkjunum og lauk tveimur fram-
haldsprófum — M.A.-prófi í hag-
fræði 1982 og M.B.A.-prófi í rekstr-
arhagfræði, með markaðsfræði sem
sérsvið, 1983, báðum frá Virginia
Polytechnic Institute & State Uni-
versity.
Sölustofnun lagmetis:
Markaðsstarfsemi auk-
in í Bandaríkjunum
Eyþór Ólafsson ráðinn markaðsfulltrúi
Janúar-júlí:
Útflutningur hefúr
aukizt að raungildi
Útflutningur iðnaðarvara hefur aukizt um 49%
Álútflutningur hefur aukizt um 88%
Kísiljárnsútflutningur hefur aukizt um 16%
Heildarútflutningur íslendinga
jók.st um 1% fyrstu sjö mánuði árs-
ins, þegar samtals voru (lutt út
338.814.8 tonn, borið saman við
335.963.9 tonn á sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukningin milli ára er um
113%, eða 9.160,2 milljónir króna,
borið saman við 4.302,3 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Þessar
upplýsingar koma fram í samantekt
Útflutningsmiðstöðvar iðnaöarins.
Meðalgengi dollarans á tímabil-
inu janúar til júlí sl. var 22,66
krónur, en var hins vegar 10,54
krónur á sama tímabili í fyrra. Því
er ljóst, að til þess að afla sama
gjaldeyris í dollurum þarf útflutn-
ingur að aukast í námunda við
100% milli ára í íslenzkum krón-
um. Því er ljóst, að um er að ræða
raunaukningu, bæði í magni talið
og krónum.
IÐNAÐARVÖRU-
ÚTFLUTNINGUR
Á umræddu sjö mánaða tíma-
bili jókst iðnaðarvöruútflutningur
um 49%, þegar samtals voru flutt
út 135.362,2 tonn, borið saman við
90.932,4 tonn á sama tíma í fyrra.
Verðmætaaukning iðnaðarvöru-
útflutnings var um 195%, eða
2.733,6 milljónir króna, borið sam-
an við liðlega 925,7 milljónir
króna á sama tíma í fyrra.
ÁL OG ÁLMELMI
Ál og álmelmi vegur þyngst í
iðnaðarvöruútflutningi, en sá út-
flutningur jókst um 88% á um-
ræddu tímabili, þegar út voru
flutt samtals 64.360,4 tonn, borið
saman við 34.184,0 tonn á sama
tíma í fyrra. Verðmætaaukningin
milli ára er um 299%, eða 1.655,7
milljónir króna, borið saman við
415,4 milljónir króna á sama tíma
í fyrra.
KÍSIUÁRN
Útflutningur á kísiljárni jókst
um 16% á umræddu tímabili, þeg-
ar út voru flutt samtals 29.318,4
tonn, borið saman við um 25.217,6
tonn á sama tíma í fyrra. Verð-
mætaaukningin milli ára var um
148%, eða tæplega 326,7 milljónir
króna á móti liðlega 131,9 milljón-
um króna á sama tíma í fyrra.
ULLARVÖRUR
Um 10% samdráttur varð í ull-
arvöruútflutningi fyrstu sjö mán-
uði ársins, þegar samtals voru
flutt út 732,0 tonn, borið saman
við 809,8 tonn á sama tímabili árið
á undan. Verðmætaaukningin
milli ára var um 89%, eða um
322,5 milljónir króna, borið saman
við liðlega 170,7 milljónir króna á
sama tímabili í fyrra. Samdrátt-
urinn í ullarvörunum kom allur