Morgunblaðið - 24.09.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
37
Eitt sinn var það, er þær mæðg-
ur komu úr kaupavinnu, að litli
bærinn, sem þær leigðu sér, var
brunninn. Allt var þá ein ösku-
hrúga. Þar brunnu þrir skautbún-
ingar með silfurbeltum, koffrum
og dýrri handavinnu. Arfur frá
ríkari formæðrum en ekkjurnar
voru.
Ég man allt bollaleysið og
áhaldaleysið fyrst á eftir, sagði
Pálína. — Enginn maður gaf þeim
neitt, engin samskot höfð af efn-
aðra fólki að bæta skaðann. Engin
brunatrygging þá, ekki heldur
barnastyrkur. Engin dagheimili.
Aftur á móti nutu föðurlaus börn
þeirra mæðgna þess í andlegri
uppbyggingu að búa við ástríki
góðra kvenna, sem hurfu ekki
sporlaust og óskiljanlega, eins og
góðar ungar stúlkur, sem börn
hafa tekið ástfóstri við, hverfa
dagheimilisbarni án útskýringar.
„Og enginn fær gert við því.“
Pálína var fullkomlega læs fjög-
urra ára gömul. Þetta set ég sem
dæmi um það, hvað góð andleg
umhirða þýðir fyrir gáfað barn.
Börn verða ekki læs af sjálfu sér.
— Þá var það talin undirstaða
undir allt bóknám og allar andleg-
ar framfarir að vera læs. Þessu
hafa nú íslendingar gleymt í
skólamálahringekjunni, þótt
ótrúlegt sé.
Þorgerður Halldórsdóttir var
hin trúverðuga, syrgjandi ekkja,
þótt hún tækist á við verkefni lífs-
ins. — Hún geymdi mynd hins
unga eiginmanns alltaf i hjarta
sínu, ásamt trú og dyggð. Engin
önnur mynd útrýmdi hennar
æskuást.
Ég held, eins og Gísli Jónsson
alþingismaður segir, að háar ættir
og stórmennska liðinna kynslóða
hafi búið svo ríkulega í erfðum, að
margir afkomendur þeirra stóðu
uppúr hinum erfiðustu lífskjörum,
og stóðust eldraun timans.
En því skal ekki gleymt, að
kynslóðir þriggja nefndra
mæðgna höfðu Guðsorð um hönd á
þeim tíma kvölds, sem vorri ungu
kynslóð eru sýndar morðmyndir í
sjónvarpi.
Lítil þjóð má vara sig á því að
gefa æskunni steina fyrir brauð.
Ingveldur amma Pálinu var lang-
amma Hauks Guðlaugssonar,
söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.
Pálína Pálsdóttir var í hörðum
húsmæðraskóla, í „Húsinu" á Eyr-
arbakka, sem kallað var. — Þar
var engin smágleymska 15 ára
unglingsstúlku tekin til afsökun-
ar, þótt hún ætti mörg verk að
vinna, öll munnlega fyrir sett.
Ljúkast áttu þau á tilsettum tíma.
Samt var hún alla tíð í vinfengi
við húsbændur sína og sérleg
vinkona einnar dóttur þeirra. Hún
mat mest allt, sem hún lærði á
þessu mikla gestaheimili. Þar nam
hún meðal annars söng og söng-
mennt.
Ég held samt, þótt hún bæri
ekki beiskju frá þeim árum, að
alltaf hafi búið inni fyrir einhver
sársauki frá viðkvæmum ungl-
ingsaldri, þar sem „engin afsökun
gilti“ fyrir óviljandi smáyfirsjón,
hjá ábyrgum og vandvirkum ungl-
ingi.
Sennilega hefur Pálína verið
mjög lík föður sínum, því að
mæðgurnar voru ekki líkar í sjón.
Þorgerður var smávaxin, hafði
mikið hár dökkt og dökkbrún
augu, sem ljómuðu af djúpu ást-
ríki, þegar hún fagnaði vinum sín-
um. í þeim bjó einnig geisli frá
heitri trú. — Hún var föst fyrir,
hljóðlát og duldist fyrir mönnum.
Pálína var há og svipmikil með
brúnjarpt hár, þykkt og sítt,
skapstór, skapstillt, hafði mikið
vald yfir sjálfri sér og umhverfi
sínu, skemmtin, virtist hafa
sangvínska glaðværð og flegmat-
íska festu. Sjaldgæft saman. —
Hún hafði gráblá augu, athugul,
gáfulegan og lifandi svip. Fölan
yfirlit hafði hún og smáar, hvítar
hendur, þrátt fyrir mikla vinnu
allt frá æsku. — Hún var hefðar-
kona í fasi og framgöngu. Sagðist
alltaf hafa verið hlýðin.
Þegar Pálína var komin í leik-
list í Reykjavík og var beðin að
halda því áfram, sagði móðir
hennar: „Komdu heim, barn!“ —
„Ég hlýddi og kom heim,“ bætti
Pálina við. Stúlkan var um tví-
tugt.
Pálína giftist ung, um tuttugu
og tveggja ára. Maður hennar var
Guðmundur Ebenesarson. Hann
hafði skósmfði og skóverslun á
Eyrarbakka.
Þorgerður Halldórsdóttir bjó
alla tið hjá dóttur sinni og tengda-
syni og Pálína uppfyllti þá ósk
sína frá barnæsku að láta ömmu
sinni líða vel í ellinni.
Guðmundur og Pálina bjuggu i
Hraungerði á Eyrarbakka. Hús
þeirra mun á þeirri tið ekki hafa
verið talið lítið. í höndum Pálínu
og Þorgerðar öðlaðist það óþekkta
stærð.
Fögur blóm uxu við húsið. Vel-
hirtur matjurtagarður í nánd.
Þó að Pálína væri oft önnum
kafin i húsi sinu, hafði hún tima
til þess að sækja kirkju hvern
sunnudag, sem messað var. Hún
hafði fagra söngrödd og söng allt-
af í Eyrarbakkakirkju. Hún hirti
Eyrarbakkakirkju svo, að gólfið
glansaði alltaf nýbónað. Fram yfir
áttræðisaldur hélt hún því mikla
starfi áfram. Hún var sóknar-
nefndarformaður i áratugi og i
fjöldamörg ár formaður kvenfé-
lagsins á Éyrarbakka og vann þar
mikið starf og gott. Hún var sókn-
arfulltrúi og kirkjuþingsmaður.
Segja má, að hún héldi nokkurs
konar hótel í húsi sínu, Hraun-
gerði. Húsið hennar hafði það
fram yfir önnur hótel, að matur og
gisting var ókeypis. Þar var að
jafnaði íslenskur matur á borðum.
Lá mikil vinna hjá mæðgunum
þar á bak við. Nú heitir sumt af
því, sem þar var jafnan á boðstól-
um, hátíðamatur og þorrablóts-
réttir.
Tvær rúmgóðar stofur eftir sín-
um tima voru niðri og litið gesta-
herbergi, svefnherbergin uppi á
lofti. Þar voru rokkarnir, sem
tvinnasmátt band var spunnið á.
Það var kembt i kömbum og
spunnið úr kembu. — Togsjölin
höfðu þann glans, sem er fágætur,
þelið þann mjúka yl í áferð sem
líkingamál islenskrar tungu hefur
gefið sálarlegum eiginleikum hins
göfuga hjarta. Þegar samfellur
urðu að ösku, gull og silfur for-
mæðra brann, hélst listhæfileiki
til handavinnu, hugsunar og söngs
áfram í ætt. Vaðmál og einskipta
úr spuna þeirra mæðgna gaf tæp-
ast eftir útlendum, vönduðum ull-
arvefnaði til fata. Sjölin úr hönd-
um þeirra gætu, hvar sem væri,
skartað með indverskum gull-
vefnaði. Þannig efni er í raun og
veru hin verðlága, íslenska ull.
Hús Pálínu og Guðmundar var
svo búið, að allt var þar fallegt
inni. — Þar var eins og sýnishorn
af fegursta íslenska handbragði.
— Vefnaður úr íslenskri ull, út-
Minning:
Fæddur 23. mars 1905
Dáinn 15. september 1983
Þórður var sonur hjónanna
Ingibjargar Jónsdóttur og Guð-
mundar Þórðarsonar, fyrrum
oddvita í Gerðahreppi. Þau voru
bæði ættuð úr Kjósinni en fluttu
suður í Garð árið 1095.
Þórður fór í Verslunarskóla ís-
lands og lauk verslunarprófi.
Að því námi loknu starfaði
hann við fyrirtæki föður síns að
fiskverkun og fleiru.
Árið 1932 keypti hann, ásamt
Finnboga bróður sfnum, vélbátinn
Ægi. Hann var með bátinn í nokk-
ur ár eða þar til þeir bræðurnir,
ásamt fleirum, stofnuðu Hrað-
frystihús Gerðabátanna, árið
1942.
Þórður stjórnaði hraðfrystihús-
inu þar til þeir seldu það árið 1972.
Þórður var talinn mikill afla-
maður og farsæll skipstjóri.
saumur f myndum og dúnkoddum.
Kom þar saman kúnstbróderi,
góbelín-saumur og skattering, þá
hvítsaumur, harðangur og hekl.
Þar inni í stofunum tveimur
voru nýir hlutir og gamlir dýra-
gripir, þar með orgel húsmóður-
innar. Þar var öllu raðað upp
þannig að sýndi, hvernig niðurröð-
un hlutanna hefur hið stærsta
gildi og smekkvísi húsmóðurinnar
er hennar aðal, þegar gestrisni
fylgir.
Hér voru nosturverk þess tíma,
sem bjó inni í íslands hreina and-
blæ í nokkurs konar eilífð á jörðu
hér. Sá tími þekkti ekki það eina
fagra nýyrði, sem íslensk tunga
hefur eignast síðustu 2—3 áratugi,
orðið tölva.
Gott var að koma á heimili
hússins rúmgóða. Gestum var
fagnað. Börn sögð velkomin. Þar
var eiginlega listamannlegt frjáls-
ræði yfir öllu og allt um kring:
Velkominn, snemma eða seint, svo
sem hentar þinni ferð.
Húsbóndinn, meðan hann lifði,
átti sjóð í brjósti af kvæðum Ein-
ars Benediktssonar. Hann fór afar
vel með þau — og þurfti ekki bók.
íslendingasögur og Heimskringla
voru honum tiltækt efni. — Trú-
mál og önnur þjóðmál voru einnig
rædd á he<milinu sérstæða.
Heimur andans var opinn. Pál-
ína minntist þess oft, að amma sín
hefði þakkað Guði fyrir líf og
starf. Það gerði Pálína líka, einnig
eftir að heilsan var þrotin.
Gleymið ekki gestrisninni, er
biblíulegt orð og bjó hjá þeim
mæðgum í ríkum mæli. — Skyldi
það annars ekki vera meðfætt?
Skaðar þó ekki að hafa skilríki
fyrir því.
Pálína var komin yfir 85 ár,
þegar hún varð fyrir sorglegu
slysi. Brot, sem brotnaði aftur við
endurhæfingu, þegar farið var að
gróa. Hún bar hjólastólsveru og
einmanaleika sjúkravistarinnar,
sem væri „dýrasta drottning".
Húsmóðirin gestrisna hlaut að
reyna einmanaleikann þungbæra í
langri sjúkrahússvist. En Ingi-
björg Vigfúsdóttir, vinkona henn-
ar og náin frændkona, fylgdist
alltaf með og brást aldrei.
Frú Pálína hélt vinum sínum
veislu, þegar hún varð áttræð.
Laufey, frændkona hennar, hjálp-
aði henni til, því að þetta var mikil
veisla. Þá var Pálína enn í fullu
fjöri og minnti mjög á Auði djúp-
úðgu að allri reisn og skörungs-
skap.
Nú á dögum væri talið ófært að
taka á móti slikum mannfjölda,
sem þar kom í afmælið, nema í
samkomuhúsi. — Það vafðist ekki
fyrir Pálínu Pálsdóttur. — Enda
var ekki fyrsta veislan í Hraun-
gerði.
Þegar Pálína varð níræð, var
hún komin að Reykjalundi.
Frændkonur hennar sáu um af-
Þórður var kosinn í hrepps-
nefnd 1938 og var hreppsnefndar-
maður í um 30 ár. Hann var sér-
staklega samvinnuþýður og rétt-
sýnn í þeim málum. Ég þakka
honum samstarfið.
Þórður var kvæntur Ingibjörgu
Guðjónsdóttur frá Marðarnúpi í
Vatnsdal og áttu þau eina dóttur,
Ingu Rósu, kennara á Egilsstöð-
um. Hún er gift Guðmundi Stein-
grímssyni kennara. Þau eiga 3
börn. Ingibjörg Guðjónsdóttir
andaðist fyrir nokkrum árum.
Ingu Rósu og fjölskyldu hennar
sendi ég samúðarkveðju, svo og
systkinum hans sem eru á lífi.
Ég og fjölskylda mín þökkum
þessum góðu vinum, Þórði og Ingi-
björgu, fyrir samfylgdina og
óskum afkomendum þeirra alls
góðs í framtíðinni.
Björn Finnbogason
mælið. Það var haldið í stórum
sal. — Þar kom biskupinn yfir Is-
landi. Komu margir gestir þann
dag, hvaðanæva.
Með gleði og skemmtilegu við-
tali naut afmælisbarnið þess.
Þannig var hin sterka skaphöfn
hennar.
Síðan færðist sjkrahússkyrrðin
aftur yfir.
Eins og séra Hallgrímur segir:
Dvínar og dregst í hlé
á dauðastundinni,
ástvinir, frændur, fé,
fallvalt hygg ég að það sé.
Pálína Pálsdóttir hafði aldrei
látið dekra sig, eins og hún sagði.
— Hún átti því erfitt með, eins og
margir, að þola það, að vera ekki
sjálfbjarga. Hún kvartaði samt
ekki. — Hún tók á móti hverri
heimsókn með gleði, fagnaði þeim,
sem kom. Nú hefur föðurlausa
barnið vonandi fengið að sjá föður
sinn í fyrsta skipti.
Einn af síðustu þegnum þeirrar
kynslóðar, sem mundi, þegar 20.
öldin gekk í garð, hefur kvatt.
Sonur minn, Sigurður Örn, er
nú fjarkominn að fylgja sinni
trúföstu vinkonu síðasta spölinn.
Bót í máli, að ylrík hugsun til
ástvina í eilífðinni á þangað tæp-
ast lengri leið frá Ameríku en frá
íslandi.
Með söknuði kveðjum við öll,
fjölskyldan, Hraungerði á Eyrar-
bakka og þann íslenska aðal, sem
var.
Rósa B. Blöndals
„Kenn oss að telja daga vora, að
vér megum öðlast viturt hjarta.“
Þessi orð koma mér í hug, er ég
hugleiði minningu Pálínu Páls-
dóttur er lézt þann 13. þessa mán-
aðar á nítugasta og þriðja aldurs-
ári. Pálína var fædd í Hákoti í
Fljótshlíð þann 5. maí 1891. Barn
að aldri fluttist hún með móður
sinni og ömmu að Eyrarbakka,
þar sem hún ólst upp og átti
heima alla tíð eftir það. Meira en
hálfa öld var Pálína húsmóðir i
Hraungerði á Eyrarbakka, en
maður hennar var Guðmundur
skósmiður, sem lézt 1961. Lífssaga
Pálínu var orðin löng, er hún
kvaddi þennan heim, og mun hún
af öðrum betur rakin á komandi
tíð enda mundi örðugt að rita sögu
Eyrarbakka á þessari öld án þess
að geta þessarar konu nokkuð.
Hvorki átti Pálína til auðugra
að telja, né var hún borin til
neinna mannaforráða, en þess
háttar var manngerð hennar, að
hún hlaut að gegna nokkru for-
ystuhlutverki meðal samferða-
manna sinna. Var þessi forysta
hennar ótvíræðust á sviði menn-
ingarmála. Var hún mikill unn-
andi fagurra lista og átti vinum að
fagna meðal margra þekktustu
listamanna þjóðarinnar. Kirkj-
unnar maður var hún alla tíð og
gegndi á því sviði mörgum trúnað-
arstörfum. Ávallt munaði um
framlag hennar þar sem hún
beitti sér. Brennandi hugsjónir og
framfaraþrá knúðu hana áfram og
miklu vildi hún fórna fyrir fram-
gang góðs málefnis. Fylgdi hún
málum fast eftir svo að stundum
gustaði nokkuð um hana, eins og
gerir um þá, sem ekki vilja verzla
með grundvallaratriði sannfær-
ingar sinnar. Ávallt hlaut hún líka
virðingu af örlæti sínu og rausn.
Þannig bjó hún yfir persónulegum
yfirburðum, sem ógleymanlegir
eru þeim sem kynntust henni. Hún
var höfðingskona.
í uppeldi sínu hlaut Pálína holla
mótun á heimili móður og ömmu.
Á unglingsaldri var hún þjónustu-
stúlka í Húsinu á Eyrarbakka og
kynntist þar því sem fram úr
skaraði í heimilishaldi hérlendis á
þeirri tíð. I hjúskap sínum vann
hún mikið. Höfðu þau hjón um-
talsverðan búskap lengst af.
Ávallt var heimilið gestkvæmt.
Þar voru gestir verlkomnir og
ávallt þau umráð og úrræði, sem
þyrfti til að hverjum sem var gæti
liðið þar vel. í marga áratugi sá
Pálína um alla hirðu á Eyrar-
bakkakirkju. Var hún lengi í sókn-
arnefnd og safnaðarfulltrúi. Um
skeið sat hún kirkjuþing. Þrátt
fyrir annasama stöðu gaf hún sér
tíma til að auðga hugarheim sinn
með lestri og að njóta uppbyggi-
legra samræðna við fólk um bók-
menntirnar, tónlist, kirkjumál eða
leyndardóma lífsins. Varð Pálína
af lífsreynslu sinni öll meiri
manneskja. Bjó hún yfir mikilli
mannþekkingu og mannskilningi,
átti viturt hjarta.
Mér er Pálína Pálsdóttir mjög
minnisstæð frá æskudögum mín-
um. Þegar ég var að alast upp í
Hraungerði í Flóa, bar það við svo
sem tvisvar á ári, að boð kom um
að við værum boðin til Pálínu. Var
þessari fregn ávallt fagnað af
okkur börnunum, því að nú var
ekki aðeins verið að bjóða foreldr-
um okkar heim, heldur okkur öll-
um jafnt. Þannig voru líka mót-
tökurnar, að vikið var að hverjum
og einum, og finnst mér að Pálína
sé einhver fyrsta fullorðna mann-
eskjan, sem stofnaði til persónu-
legra kynna við mig. Við börnin
sátum við veizluborð og drukkum
súkkulaði úr postulínsbollunum
frá Lefolí. öllum var fengið
eitthvað að skoða og fást við og
Pálína skipulagði notin af ruggu-
stólnum, til þess að allir kæmust
að. Annað erindi var svo rekið í
þessum ferðum, en það var að
skoða sjóinn. Við áttum heima
fjarri sjó. Ég man að mér stóð
nokkur stuggur af sjónum fyrst.
Mér fannst ég sjá í honum dular-
fulla dimmu og í hljóðinu var
eitthvað í ætt við trega. Þá var
bjart og hlýtt að koma aftur inn
til Pálínu, og þar inni skildi maður
ekkert í sjálfum sér að hafa orðið
hræddur við sjóinn. Þess vegna
nefndi ég þetta, að í því kynni að
felast nokkur vísbending um það,
hvernig Pálína mótaði umhverfi
sitt. Af henni stóð traust og hlýja
þeirrar manneskju, sem kann að
ráða og knýja á en einnig að hugga
og fórna. Pálína var því mann-
eskja sem uppbyggilegt var að
þekkja, og í þökk og virðingu er
hún kvödd. Góðum Guði felum við
hana og þökkum honum það sem
hann gaf í lífi hennar og starfi.
Sigurður Sigurðarson
Útför Pálínu fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag kl. 14.
Þórður Guðmunds-
son, Gerðum
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginkonu minnar og móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR A. SÖRENSEN,
Kleifarvegi 8.
Ólafur Þ. Pálsson,
Georg Ólafsson, Margrét Siguröardóttir,
Hafsteínn Ólafsson, Vilborg Árnadóttir,
Ágúst Ólafsson, Elísabet Einarsdóttir,
Jónína Ólafsdóttir, Eric N. Zimmerman,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö
og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur,
JUNÍÖNU JÓHANNESDÓTTUR
frá Hellissandi.
Friðbjörn Ásbjörnsson,
dætur og aörir vandamenn.