Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 14

Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 Læknahúsið hf. við Síðumúla: JÚL 1983 Tvær skurðstofur fyrir aðgerðir þar sem sjúklingar geta farið heim samdægurs LÆKNAHÚSIÐ hf. nefnist ný læknamiðstöð við Síðumúla í Reykjavík, sem taka mun til starfa í næsta mánuði. Hlutafélagið var stofnað í vor, og var þá keypt hús- næði við Síðumúla 29 í Reykjavík, þar sem unnið hefur verið að inn- réttingum síðan. Það eru þrettán læknar sem að Læknahúsinu hf. standa, flestir skurðlæknar, og einn- ig verða þar starfandi svæfingar- læknar og stundaðar rannsóknir af ýmsu tagi. Þórarinn Ólafsson svæfinga- og deyfingarlæknir er einn læknanna þrettán. Hann sagði i samtali við biaðamann Morgunblaðsins, að hér væri um það að ræða að hópur lækna, sem hefðu starfrækt læknastofur víða um borgina, væri að taka sig saman til að geta Aðsókn að leikhúsunum: Meira en 25% aukning hjá Þjóðleikhúsinu — Samdráttur hjá LR „VIÐ HÉR getum ekki verið ann- að en ánægð með aðsóknina í haust, því hún er meira en 25% meiri en á sama tíma í fyrra,“ sagði Gísli Alfreðsson Þjóðleikhús- stjóri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er spurst var fyrir um aðsókn að leikhúsinu. „Fyrr í vikunni tók ég saman tölur um aðsóknina," sagði Gísli enn- fremur, „og þá höfðu komið um 10.500 manns, en á sama tíma í fyrra voru gestir um 8.300 talsins. Aukningin er því 26,5% nákvæm- lega, og rétt er að taka fram að árið í fyrra var meðalár hvað að- sókn snerti. Eina breytingin, sem ég get sagt að við finnum á aðsókninni hér að öðru leyti er sú, að fólk kemur meira um helgar en í miðri viku, en hvað veldur þess- ari auknu aðsókn er ekki gott að segja um. Ég vona bara að fólk haldi áfram að koma, við erum með skemmtileg verk, og það er allt uppselt nú um helgina," sagði Þjóðleikhússtjóri að lok- Stefán Baldursson leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Reykjavík- ur sagði á hinn bóginn í samtali við Morgunblaðið í gær, að þar hefði orðið vart samdráttar í haust. Ekki hefði hann þó tölur um aösóknina, og sagði of snemmt að tala um nokkra „katastrófu" í þessu sambandi. Enn væri aðeins búið að frum- sýna eitt verk í haust, Hart í bak, og það gengi vel, og eins gengi vel með sýningar í Austur- bæjarbíói. „En aðsókn er minni en í fyrra, það er ljóst," sagði Stefán að lokum. veitt betri þjónustu. Þarna yrðu framkvæmdar hvers kyns rann- sóknir og framkvæmdar minni- háttar aðgerðir, þar sem sjúkling- urinn getur farið heim samdæg- urs. Tvær skurðstofur verða í hús- inu. „Það er að mínum dómi mikil þörf fyrir skurðstofur eins og þessar, utan sjúkrahúsanna," sagði Þórarinn. „Þessari þörf hef- ur ekki verið sinnt hér á landi, og í nýlegu tölublaði bandaríska vikublaðsins Time má sjá að þessi sama þróun á sér stað hvarvetna i heiminum. Það er verið að ná niður kostnaði við sjúkrahúsrekst- ur, og um leið er því fólki veitt lausn, sem ekki kemst að á sjúkra- húsum, vegna þess að þar ganga alvarlegri sjúkdómar eins og krabbamein fyrir smáaðgerðum. En með þessu er fólki gefinn kost- ur á að komast fyrr að, en eftir- meðferðinni og umönnuninni að sjálfsögðu velt yfir á heimilin um leið. Það er raunar oft mjög vel þegið, að fóik fái að fara heim þeg- ar að lokinni aðgerð, svo sem börn eða fullorðið fólk þar sem heimil- isaðstæður eru góðar." Þórarinn sagði að þeir læknar í Læknahús- inu hf., sem starfað hafa í sjúkra- húsum undanfarið, yrðu þar áfram, enda væri ekki ætlunin að yfirtaka starfssvið sjúkrahús- anna, heldur aðeins að fram- kvæma ýmsar þær rannsóknir og aðgerðir, sem gera má utan spítal- ÍSLAND Jólafrímerki Thorvaldsensfélagsins: Komið út í 69. sinn JÓLAMERKI Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins 1983 er komið á markaðinn. Að þessu sinni er merkið teiknað af Guðnýju Harðardóttur. Á þessu ári eru liðin 70 ár síðan fyrsta jólamerki Barnauppeldis- sjóðsins var gefið út, eða árið 1913, til fjáröflunar sjóðnum, sem stofn- aður var árið 1906 innan Thorvald- sensfélagsins. Þó leið eitt ár, það er árið 1917, án þess að merkið væri gefið út, vegna óviðráðanlegra orsaka, og er merkið 1983 því það 69. í röðinni. Markmið sjóðsins var i upphafi stofnunar hans, og hefir ætíð síðan verið, að leggja lið aðallega börnum, sem vegna veikinda eða einhverra annarra ástæðna hafa þurft aðstoð- ar við, svo og öðrum liknarmálum. Jólamerkið er til sölu á Thorvald- sensbazar, Austurstræti 4, hjá fé- lagskonum Thorvaldsensfélagsins, og einnig hefir frímerkjavarsla Pósts og síma verið svo vinsamleg að dreifa merkinu á pósthúsin í Reykja- vík og úti um land. nú er nýtt líf að fæðast síðast seldist allt upp Ford Cargo Eigum fyrirliggjandi FORD CARGO 1013 vörubíla á hagstæöu veröi og greiöslu- kjörum. Leitiö frekari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. FORD CARGO — Vörubíll árs- ins í Evrópu 1982. Sveinn Egilsson Skeifunni 17, sími 85100. við komum á 150 km hraöa með blaðið rétt strax. nr TÍZKUBLAÐ — FASHION MAGAZINE ARMULA 18 105 REYKJAVÍK SiMI 82300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.