Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 01.11.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 1970, í verkalýðsráði Sjálfstæðis- flokksins 1970—1976, og gegndi störfum í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum borgarstjórnar. M.a. var hann endurskoðandi Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis frá 1967 til dauðadags. í stjórn Iðnþróunarstofnunar var hann 1974—1978. Síðast en ekki síst skal þess getið, að hann var kosinn í trúnaðarráð Iðju 1962 og í stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, frá 1963 til 1976 og þar af var hann formaður félags- ins frá 1970 til 1976. öllum þeim störfum, sem honum voru falin í félaginu, gegndi hann með prýði og aldrei var nein lognmolla í kringum hann. Þessi ár, sem við Runólfur unnum saman hjá Iðju, verða mér alltaf minnisstæð, m.a. vegna þess hve skeleggur hann var í baráttunni fyrir bættum kjörum iðnverkafólks, bæði á vinnustað og í samningum. Á þessum árum náðust fram í samningum ýmis mikilvæg hlunnindi, svo sem líf- eyrissjóður, sjúkrasjóður, orlofssjóður o.fl. og á þessum ár- um eignaðist Iðja Svignaskarð og Fróðhús og stóran hluta í Skóla- vörðustíg 16. Runólfur sá að miklu leyti um framkvæmd vatnsveitu- lagnar fyrir orlofshúsin í Svigna- skarði og þegar hann varð formað- ur félagsins var hafist handa um byggingu orlofshúsa, sem nú standa sem óbrotgjarn minnis- varði um framtak og dugnað for- ystumanna félagsins. Það gerir enginn einn maður alla hluti í stéttarfélagi, allra síst í félagi eins og Iðju. Þar verður hin samvirka forysta að leggjast á eitt með þunga til að koma málum fram. Slíka samvirkni gat hann beislað með eldmóði og áhuga, enda var hann áhiaupamaður til allra verka. Runólfur var glaðvær og hnitt- inn í svörum, en gat verið mein- hæðinn, ef því var að skipta, eins og svo margir í Mýrarholtsætt- inni. í orðaskiptum á félagsfund- um og annars staðar varð honum aldrei orða vant; það sproksetti hann enginn. Við pólitíska and- stæðinga var hann óvæginn og hreinskilinn, en alltaf sáttfús. Þegar ég að leiðarlokum kveð minn látna vin er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa mátt ganga með honum nokkurn spöl á vegi lífsins. Ég vil þakka vináttu hans og tryggð og margar glaðar stund- ir. Ég vil þakka drengskap hans, kjark og baráttuþrek hans til hinstu stundar. Farðu vel vinur og frændi og hafðu þökk fyrir sam- fylgdina. Ruth, börnum hennar og systk- inum hins látna votta ég innilega samúð. Guðjón Sigurðsson Vinur minn og félagi, Runólfur Pétursson, lést laugardagskvöldið 22. október sl. Hann hafði þjáðst mikið og lengi, svo það var Guðs vilji að hann fékk að kveðja þessa jarðvist. Runólfur verður jarðsett- ur frá Dómkirkjunni í dag. kl. 13.30. Runni var „Sólvallagötumaður" fæddur hér í Reykjavík, sonur Péturs Runólfssonar, sem lengi vann hjá toilstjóra, og Guðfinnu Ármannsdóttur. Þau voru sóma- fólk og hafði ég af þeim góð kynni. Runni var einn sex systkina, en hin eru Ásgeir, búsettur í Dan- mörku, Ármann, Pétur og syst- urnar Ólöf og Helga. Við vorum ekki háir í loftinu þegar með okkur tókst góð vin- átta, sem hélst alla tíð. Eftir að við höfðum báðir stofnað heimili og eignast börn, voru oft rifjuð upp atvik frá þeim gömlu góðu dögum þegar allur Vesturbærinn var okkar vettvangur, óbyggður að mestu vestan Hringbrautar. Þar voru m.a hermanna„kampar“ og mikið um að vera ekki síst eftir að þeir voru yfirgefnir. Runni var mjög duglegur og fylginn sér sem polli, yfirleitt sá harðasti í hópn- um, já, þetta myndi kallast hörku- lið á nútímamáli. Runni giftist ungur æskuvin- konu sinni, Rut Sörensen, og áttu þau þrjú börn, Garðar, Kristfnu og Ásdísi. Á yngri árum vann Runni hjá SÍS, bæði til sjós og lands. Seinna meir sinnti hann félags- málum og var formaður Iðju, fé- lags verksmiðjufólks, árin 1970—76, einnig varaborgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjón. Síðustu árin vann hann hjá Skorra hf. heildverslun, þar sem honum mun hafa líkað vel. Runni, vinur minn, deyr aðeins fjörutíu og sjö ára. Það er svo margt sem við skiljum ekki sem betur fer. Hið eina sem er öruggt í þessu lífi er að við deyjum. Hvern- ig ætli standi á því að dauðinn er eins skelfilegur í hugum fólks eins og raun ber vitni? Æskilegt væri að hugarfarsbreyting ætti sér stað. Það myndi gera margan að- skilnaðinn léttbærari. Þó vera kunni hlið milli heimanna er fyrir því þung hurð sem ekki bifast nema sterklega sé knúið á. Það er erfitt að velja orð í fá- tæklega minningu, enda kannski innantómt hjal. Minninguna um góðan vin geymum við innra með okkur. Ég er sannfærður um að Runni er í góðum höndum. Ég vona að algóður Guð varðveiti og styrki Rut og fjölskylduna alla. Magnús Th. Magnússon Runólfur Pétursson lézt í Landakotsspítala 22. október sl. eftir langa legu, aðeins 47 ára að aldri. Við höfðum ekki þekkst lengi, aðeins síðan í júní 1981, er hann réðst til starfa hjá Skorra hf. Vantaði okkur þá röskan mann sem gæti gengið í öll störf. Á þess- um stutta tíma sem hann var vinnufær, tæplega tveim árum, kom greinilega í ljós að þar var fyrir fyrirtækið réttur maður á réttum stað. Með störfum sínum sýndi hann vel hvern mann hann hafði að geyma, er hann oft undir miklu vinnuálagi þurfti að stjórna framleiðslu fyrirtækisins. Alltaf nægði aðeins að segja að þetta og hitt þyrfti að vera tilbúið á ákveðnum tíma og ekki brást það, allt tilbúið og viðskiptavinirnir ánægðir. Slík nákvæmni starfs- manna er ómetenleg fyrir öll fyrirtæki. Þótt störf Runólfs væru oft líkamlega mjög erfið, og okkur grunaði að hann gengi ekki eins heill til skógar og hann vildi vera láta, máttum við aldrei aðstoða hann á nokkurn hátt. Virðing fyrir vinnunni var honum í blóð borin. Hann mætti langfyrstur á morgnana og var búinn að hita kaffið og tekinn til við sína vinnu þegar aðrir mættu. Runólfur var hlýr í öllu viðmóti og glaður. Ef sá gállinn var á hon- um, kunni hann óteljandi sögur úr borgarlífinu og urðu það úr hans munni allt gamansögur. Ekki tafði hann sig við slíkar sögur í vinnu- tímanum heldur biðu þær þar til búið var að loka. Þá fyrst var tími til að taka upp léttara tal. Við vinnufélagarnir kveðjum Runólf með söknuði en sárastur er sökn- uður eiginkonunnar, Ruthar Sör- ensen, og þriggja barna þeirra sem hafa í allt sumar séð að hverju stefndi. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Örn Johnson 37 Tilboð 10 Ijósatimar kr. 390,- til 1. des. Veriö velkomin. Sólbaðsstofan Ströndin, Nóatúni 17, s. 21116. /J» Fjarstýrðu 20 tommu Orion gæða litsjón- varpstækin kosta aðeins 23.355 kr. Stflhrein og ódýr sófasett Áklæði í 5 litum. Verð kr. 14.100. Kjör sem allir ráða við. Sendum í póstkröfu. Valhúsgögn hf., Ármúla 4, sími 82275. ClasgowvcrslunaiferJ Nú getur þú aftur farið í verslunarferð til Glasgow og fengið fullt verð fyrir krónuna. i Og ekki má gleyma óperunni, leikhúsunum, j pöbbunum og öllum veitingahúsunum. Þér mun sko áreiðanlega ekki leiðast, „Skotinn" FERDA Ferðaskrifstofa Hverfisgötu 105 Sími; 19296 tekur nefninlega vel á móti sínum. Kynningarrit og upplýsingar á skrifstofunni. HELGARFERÐIR OG VIKUFERÐIR VERÐ FRÁ KR. 8.202.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.