Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 38

Morgunblaðið - 01.11.1983, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 Eiður Guðnason (A) mclti í gær fyrir frumvarpi til laga, sem hann flytur ásamt Karli Steinari Guðna- syni (A), þess efnis, að bflafríðindi ráðherra falli niður. Eiður minnti á, að stjórnarfrumvarp hafi verið flutt um þetta efni 1979, sem samþykkt hafl verið í annarri þingdeildinni — en dagað uppi í þeirri síðari. Eiður sagði efnislega að bíla- hlunnindi ráðherra stangist á við réttarvitund almennings. Sá rök- stuðningur, sem með frumvarp- inu 1979 fylgdi, eigi enn við, en þar segi m.a. „að ríkisstjórnin telji óeðlilegt að ráðherrar fái bifreiðir, er verða einkaeign þeirra, með öðrum kjörum en al- mennt gilda í landinu". Hann Eiður Guðnason Bflafríðindi ráðherra rædd í efri deild: „Stangast á við réttar- vitund almennings“ — sagði Eidur Guðnason (A) innti fjármálaráðherra sérstak- lega eftir því, hver vaeri afstaða hans til þessa máls, en nú stæði yfir sparnaðarherferð í ríkis- búskapnum. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, minnti á, að vinnu- skylda ráðherra væri mikil, á Al- þingi, í ráðuneytum og stjórnar- ráði, og ekki óeðlilegt, að tillit væri til hennar tekið að þessu leyti, enda hefði þessum „félags- málapakka" ekki verið breytt af fyrrverandi ríkisstjórnum, sem allir hinir eldri stjórnmálaflokk- ar hefðu átt aðild að. Þau eru mörg fríðindin, sagði ráðherra efnislega, sem viðgangast í þjóð- félaginu, samkvæmt samningum og reglugerðum, og e.t.v. er tíma- bært að taka þau öll til endur- skoðunar. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, rakti forsögu þessara mála, hvern veg þau hafi þróast í meðferð margra ríkis- stjórna. Hann sagði og, að eftir að hann hefði kynnt sér rekstur ráðherrabíla, sem ríkið eigi, og kostnaðarþátt þess fyrirkomu- lags, efist hann stórlega um að rétt sé að afnema þessi meintu réttindi. Það kom og fram f máli forsætisráðherra, að ríkisstjórn- in hefur ákveðið að setja á laggir nefnd sem taki bflamálin f heild til endurskoðunar. Auglýst skv. „lögum“ sem eftir er að semja frumvarp að Guðmundur Einarsson: Auglýsing frá Veðdeild Búnaðar- banka rædd utan dagskrár á Alþingi Guömundur Einarsson (BJ) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Al- þingis í gær og gerði að um- talsefni útvarpsauglýsingu, þar sem bændur eru hvattir til að senda umsóknir til Veðdeildar Búnaðarbanka íslands með tilvísun til frum- varps að lögum, sem ríkis- stjórnin hyggist flytja, til að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Ekki skal ég leggja dóm á lausafjárstöðu bænda, sagði Guðmundur efnislega, en mér finnst einum og langt gengið að auglýsa eftir umsóknum áður en dregið hefur verið til stafs um sjálft frumvarpið, hvað þá Al- þingi fengið það til umfjöllunar og ákvörðunar. • Guðmundur Einarsson (BÍ) spurði, hvort þingflokkar stjórn- arliða hefðu hér um fjallað og hvort landbúnaðarráðherra teldi eðlilegt að auglýst væri eftir um- sóknum um lán, sem eiga að byggjast á frumvarpi, sem enn hefur ekki verið samið, lagt fram eða rætt á hinu háa Alþingi. • Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, vitnaði til stefnuræðu forsætisráðherra, hvar þing- heimi hafi verið kunngjört, að unnið væri í þá veru, sem nú væri um spurt. Hann minnti á að fyrr- verandi ríkisstjórn hefði skipað nefnd til þess að athuga fjár- Guðmundur Einarsson hagsstöðu bænda og þörf skuld- breytinga vegna lausaskulda. Þessi nefnd lauk ekki störfum fyrr en í næstliðnum mánuði. Ríkisstjórnarflokkar komu sér saman um að standa svo að mál- um, sem nú hefur verið gert, við myndun stjórnarinnar, og hefur nefnd frá viðkomandi ráðuneyt- um unnið að framkvæmdinni. Auglýsingin, sem birt var með vitund ríkisstjórnarinnar, er til þess eins fram sett, að afla nauð- synlegra upplýsinga um umfang málsins. • Halldór Blöndal (S) minnti á ákvæði í Ólafslögum, þess efnis, að hverju frumvarpi, sem hefði kostnað í för með sér, eigi að fylgja yfirlit um kostnað, sem af samþykkt þess gæti leitt. Hér væri um hliðstæðu að ræða. • Jón Baldvin Hannibalsson (A) sagði þessa framkvæmd meira en lítið ámælisverða. Hvar sem Framsóknarflokkur kæmi fæti milli stafs og hurðar I fyrir- greiðslupólitíkinni væri grunnt á vafasömum vinnubrögðum. Fleiri tóku til máls i umræð- unni, þó ekki verði frekar rakið. Bandag Islandsmotið i handknattleik: Toppslagurinn heldur áfram Laugardalshöll í kvöld kl. 20.00. Tekst KR-ingum að stöðva sigurgöngu FH-inga? ATH. Heimaleikur KR í Evrópukeppni bikarhafa gegn HC Benchem verður laugardaginn 12. nóvember kl. 15.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.