Morgunblaðið - 01.11.1983, Page 39

Morgunblaðið - 01.11.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 47 „Þetta skeður ekki oft“: Ráðherra mæl- ir fyrir en gegn frumvarpi til laga ÞAÐ gerist ekki á hverjum degi að ráðherra mæli fyrir en gegn frumvarpi. Þetta bar þó við í efri deild Alþingis í gær er Sverrir Hermannsson, orkuráð- herra, mælti fyrir frumvarpi til stað- festingar á bráðabirgðalögum Hjörleifs Guttormssonar frá 8. aprfl 1983, þess efnis, að „breytingar á verðákvæðum i gjaldskrám orkufyrirtækja skuli háðar samþykki ráðherra orkumála". Orðrétt sagði ráðherrann í fram- sögu: „Ég mæli hér fyrir, en ekki með, frumvarpi til laga um staðfestingu á bráðabirgðalögum frá 8. apríl sl. Ekki skal um það dæmt nú, hver nauðsyn bar til setningar þessara bráðabirgðalaga á sinum tíma. Hitt má öllum ljóst vera, að það er ekki stefna núverandi ríkisstjórnar að hafa þann hátt á um ákvörðun orku- verðs sem í þeim lögum segir, og er þessvegna lagt til að frumvarpið verði fellt. I stjórnaryfirlýsingu seg- ir, að sveitarfélög skuli ákveða sjálf verð á þjónustu sinni og á það auð- vitað ekki sízt við um sölu á orku, sem þau hafa vel flest með höndum. Á hitt ber auðvitað að líta, að alls ekkert svigrúm er til hækkunar orkuverðs á þeim svæðum og í þeim greinum, þar sem það nú er hæst. Á það sérstaklega við um raforkusölu til húshitunar og orku nýjustu og dýrustu hitaveitna. Þvert á moti ber brýna nauðsyn til lækkunar húshit- unarkostnaðar þar sem þannig stendur á. Á vegum iðnaðarráðuneytisins fara nú fram ítarlegar kannanir í þessum efnum, t.d. hvernig bæta megi einangrun húsa, en þann veg hyggja sérfróðir menn að spara megi Sverrir Hermannsson stórfé. Komi það þeim enda bezt, sem verst eru settir og þyngstar byrðarnar bera af hitun húsa sinna. Á það ber að leggja áherzlu, að hverfa frá niðurgreiðslum og skatt- lagningu til þeirra og til orkuspar- andi aðgerða og lækkunar orkuverðs. Fast verður knúið á um að skattar verði felldir niður af orkusölu til húshitunar svo fljótt sem verða má. Meiri hluti þjóðarinnar býr nú orðið sem betur fer við ódýra orku til hús- hitunar frá hitaveitum, en fimmt- ungur þjóðarinnar býr enn við óbærilegar aðstæður í þessum efn- um, þar sem húshitunarkostnaður- inn er að sliga heimilin. Allt kapp ber að leggja á að leysa þann háska- lega vanda.” Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins: Greiðslum til skreið- arframleiðslu hraðað í GÆR var lagt fram á Alþingi stjórn- arfrumvarp, svohljóðandi: Á eftir 12. gr. laganna komi bráða- birgðaákvæði sem orðist svo: Stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn- aðarins er heimilt að inna af hendi greiðslur upp í verðbætur, sbr. 8. gr., vegna ógreidds skreiðarútflutnings og óseldrar skreiðar af framleiðslu áranna 1981, 1982 og 1983 sam- kvæmt reglum, sem sjóðsstjórnin setur að fengnu samþykki ráðherra. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta er flutt að tilmæl- um stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. Stjórn sjóðsins hefur rætt þann mikla vanda, sem nú steðjar að framleiðslu skreiðar vegna mikilla söluerfiðleika og mjög tregra greiðslna af hálfu kaupenda. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum, sem sjóðurinn nú hefur frá framleiðendum ásamt öðrum aðil- um, sem málið snertir, er gert ráð fyrir verulegum greiðslum verðbóta á alla óselda og ógreidda skreið. Óvissa um söluverð á þeirri skreið, sem enn liggur óseld í landinu gerir að svo stöddu erfitt um að áætla heildarbætur. Inneign skreiðarinnar er nú um kr. 220.000.000,00. Sýning Sigurð- ar framlengd SÝNING Sigurðar Brynjólfssonar í Gallerí Langbrók verður fram- lengd til nk. fimmtudags 4. nóv- ember, og lýkur henni kl. 18 þann dag. Á sýningunni eru um 100 smáteikningar. Sýningin hefur staðið yfir sl. hálfan mánuð og hefur aðsókn verið mjög góð. Með tilliti til þessa hefur sjóðs- stjórnin rætt um það, hvernig hraða mætti greiðslum upp í væntanlegar verðbætur, en samkvæmt lögum sjóðsins er ekki heimilt að inna slík- ar greiðslur af hendi fyrr en gjald- eyrisskil liggja fyrir. Sjóðsstjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaöarins, deildar fyrir skreið- arafurðir, var sammála um, að fara þess á leit við sjávarútvegsráðherra, að gert yrði mögulegt með fram- angreindu viðaukaákvæði til bráða- birgða við lög sjóðsins, að greiöa upp í væntanlegar verðbætur og að til framkvæmda geti komið sem fyrst. Skákmót á Sel- tjarnarnesi og í Hafnarfiröi HAUSTMÓT skákfélags Hafnar- fjarðar hefst þriðjudaginn 1. nóv- ember kl. 19.30 í félagsálmu íþrótta- hússins við Strandgötu. Teflt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldið, samtals 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Unglingaæfingar verða á sama stað á þriðjudögum kl. 17 til 19. (FrétuUlkynning.) — o — HAUSTMÓT Taflfélags Seltjarnar- ness hefst í kvöld kl. 19.30 f Valhúsaskóla. Teflt verður á þriðju- dag og fimmtudag kl. 19.30 og á laugardag kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir Mondrad-kerfi. (FrétUtilkjnning.) M / Sjafrimyndi er þörf bók fyrir þroskað folk. Hún fjallar í máli og myndum tun hmýmsu tilbrigði ástarleikja. Bókin er kjörin fynr þá sem vilja gera gott kynlíf enn fjölbreyttara og unaðsríkara. 'r>Ur ,, Ftrst hjá bóksölum urri land allt á kr. 988. ÖÓ og rpóstkröfu. r i VINSAMLEGAST SENDIÐ MÉR EITT EINTAK AF BÓKINNI SJAFNARYNDI í PÓSTKRÖFU. • NAFN HEIMILISFANG ORN&ORLYGUR PÓSTNÚMER Siðumúiari.sími 84866 i______________________________________________________i PREKMIÐSIOÐIN Æfingar og leikir viö allra hœfi! Nú bjóöum við upp á fjölbreyttari dagskrá en áður hefur þekkst, svo sem: JANE FONDA-LEIKFIMI. Fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari: Hrefna Geirsdóttir. ALMENN LEIKFIMI. Konur: Morgun- og kvöldtímar. Karlar: Kvöldtimar KARATE. Kvöldtímar fyrir byrjendur. Kennari: Ómar ívarsson. TENNIS. Upplýstur útivöllur með snjóbræðslu. VEGGJATENNIS. (Racquet-Ball og Squash) Námskeið fyrir konur: Morgun- og dagtíroar. Námskeið fyrir unglinga: Dagtímar. ÁTAK í MEGRUN. Leikfimi, tæki, matseðill og vigtun. ÆFINGAKERFI, í tækjasal. ÍÞRÓTTASALUR, leigður út til hópa, t.d. starfshópa. GOLFÆFINGAR, í sal, sunnudaga kl. 10 - 13. Komið með kylfurnar. Heitur nuddpottur, gufubað, Ijós og margt fleira. Sjúkraþjálfari og íþróttakennarar eru á staðnum, þér til aðstoðar. OPIÐ:___________________________ Mánudaga og miðvikudaga kl. 9 - 22 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14 - 22 Föstudaga kl. 14 - 19 Laugardaga kl. 10 - 17 Sunnudaga kl. 10 - 15 ATHUGIÐ BREYTTAN OPNUNARTIMA ÞREKMIÐSIÖDIN Dalshrauni 4 Hafnarfirði Sími: 54845j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.