Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 37 hafði fyrir löngu gert mér grein fyrir því. Ég get nefnt í því sambandi, að árið 1937, þegar ég var í stjórn Prentarafélags- ins, þá kom Guðmundur Jó- hannsson bróðir minn heim frá Ameríku og stofnaði Lídó- prent, fyrstu offsetprentsmiðj- una hér á landi. Ég vakti máls á þessu og nefndi að við ættum að taka þetta allt inn í okkar félag, en á það var ekki hlustað; menn sögðu þetta ekki eiga neina framtíð fyrir sér.“ Bar út blaðið 1913 „Ég byrjaði eins og ég sagði að vinna við prentun Morgun- blaðsins 1928,“ heldur Samúel áfram, „en það voru þó ekki al- veg fyrstu kynni mín af þessu ágæta blaði. Ég var til dæmis við að selja og bera blaðið út þegar fyrsta árið, 1913. Vil- hjálm Finsen vantaði þá alltaf stráka til að selja blaðið, og hann var afskaplega duglegur að safna strákum saman í þetta. Vísir var byrjaður rétt á und- an Morgunblaðinu, og ég man að einhver rígur var á milli okkar, sem seldu Morgunblaðið, og þeirra, sem seldu Vísi. Mér er til dæmis minnisstætt að Vísisstrákarnir kölluðu stund- um á eftir okkar: Morgunblaðið datt í svaðið, ekkert í það varið! Allt held ég þó að þetta hafi verið í góðu, og okkur þótti gott að fá aura fyrir að selja blaðið." Sóðaleg vinna — Það er margt ólíkt við vinnslusal Morgunblaðsins fyrr og nú, var ekki oft óþrifalegt um að litast, þegar mikið var um að vera? „Jú, sannleikurinn er sá að þetta var sóðaleg vinna. Gömlu prenttækninni fylgir óhjá- kvæmilega talsverður sóðaskap- ur, og þar sem um dagblað var að ræða gafst ekki oft tími til stórhreingerninga. Oft mátti maður passa sig á því að snerta ekki neitt hreint eftir vinnu, jafnvel þótt maður teldi sig hafa verið búinn að þvo sér. Þá var líka mikið slit á fötum. Kjör prentara voru heldur ekki alltof góð, og þótt mikið væri unnið veitti manni ekki af laununum. Þetta lagaðist þó nokkuð um og upp úr 1950, þá fóru kjör prentara talsvert að batna." Bíð eftir Mogganum á morgnana — Lestu Morgunblaðið dag- lega ennþá? „Já, já, ég geri það. Ég vil endilega fá blaðið á morgnana, og ef það er ekki komið laust eftir átta, þá fer ég nú að hringja og gá hvað tefji! — Jú, Morgunblaðið er ágætt núna, en þegar ég skoða það vandlega finnst mér þó alltof mikið af villum í því, þó ekki séu þær fleiri en í hinum dagblöðunum. En þetta fylgir víst dagblöðun- um, verra er þegar maður hnýt- ur um villur í bókum, þar sem nógur tími er til að vinna." — AH. Munurinn á þessari og öðr- um búðum var líka sá, að þar þurfti að biðja um að fá bæk- urnar, og afgreiðslufólkið stóð yfir manni á meðan bækurnar voru skoðaðar. — Eitt af því sem ég gerði líka var að stilla nýjum bókum út í glugga viku- lega, en það gerðu ekki allir. Eftir einum keppinauta minna var til dæmis haft, að það þýddi ekkert að vera að setja bækur út í glugga, þær seldust þá um leið!“ Kiljan og Tómas vantaði útgefendur — Og eitthvað fékkstu við bókaútgáfu, er ekki svo? „Jú, ég gaf út nokkrar bæk- ur, það er rétt. Ég hafði til dæmis þann heiður að gefa út ekki ómerkari höfunda en Kilj- an og Tómas Guðmundsson! Það var Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness, sem ég gaf út. Mér er það minnisstætt, að Kiljan kom í búðina til mín dapur í bragði, og sagði að Menningarsjóður hefði ætlað að gefa bókina út, en nú væri Jónas frá Hriflu kominn þar í stjórn, og harðneitaði að gefa bókina út! — Svo fór því að ég gaf hana út, en hafði áður rætt við Menningarsjóð um kaup á hluta upplags árið eftir ef illa gengi, en til þess kom aldrei því bókin seldist fyrir kostnaði þegar á fyrsta ári. Síðan hefur verið ágætis kunningskapur með okkur Halldóri, þótt við hittumst ekki oft; ég bý ekki í bænum núna og hann ekki heldur. Útgáfa Sjálfstæðs fólks var annars einnig merkileg fyrir þá sök, að bókin var fyrsta bókin sem gefin var út með kápu hér á landi. Jóhann Briem frændi minn gerði kápu- teikninguna." — Og þú gafst út ljóð Tómas- ar? „Já, ég gaf út ljóðabókina hans Tómasar Guðmundsson- ar, Fögru veröld. Tommi var í vandræðum með útgefanda og ég tók við bókinni, og ekki hafði ég nú nein vandræði- af henni, hún seldist vel fyrir kostnaði. Mér er auðvitað ekkert ann- að en heiður að því að hafa gef- ið út verk þeirra Kiljans og Tómasar, en sumum kann að þykja það undarlegt nú, að þeir áttu erfitt með að fá verk sín útgefin! — Bókaverslun og út- gáfu hætti ég s'vo aftur fljót- lega, kreppan kom, og það varð erfitt að eiga við þetta.“ Sett eftir hand- skrifudum blöðum — Ef við víkjum aðeins aftur að Morgunblaðinu, fengu setj- arar efnið vélritað á þessum fyrstu árum, eða settu þeir eft- ir handskrifuðum blöðum? „Það var allt handskrifað, ritvélar voru ekki teknar að ryðja sér til rúms þá. Ég kynntist ritvélum hins vegar sjálfur tiltölulega fljótlega, sigraði meðal annars tvívegis í ritvélakeppni hér, og fékk Im- perial-ritvél í verðlaun í annað skiptið. En á blaðinu notuðu menn ekki ritvélar, það var eins og annað, frekar frum- stætt í byrjun, en krafturinn og dugnaðurinn í Finsen yfir- vann hins vegar alla þessa erf- iðleika og blaðið var bara gott þegar frá byrjun eins og ég nefndi fyrr.“ — AH Breyttum blaðinu __ vegna Hótel íslands-brunans „Þegar ég byrjaði að vinna við Morgunblaðið árið 1940 var það enn unnið í fsafoldarprentsmiðju við Austurstræti, og þar var það allt þar til flutt var í Aðalstræti 6, árið 1956,“ sagði Óskar Söebeck prentari, er blaðamaður heimsótti Óskar og konu hans, frú Lilju Jónsdóttur, fyrir skömmu í tilefni sjötugsafmælis Morgunblaðsins. Þrír setjarar og tveir í umbroti „Á þessum fyrstu árum voru þrír vélsetjarar sem settu Morg- unblaðið,“ heldur Óskar áfram, „og við vorum tveir í umbrotinu. Að auki voru svo fengnir láns- menn frá ísafold eftir þörfum, en hafa verður í huga að blaðið var ekki ýkja stórt á þessum árum, ekki miðað við það sem nú er að minnsta kosti. Við unnum að þessu sína vikuna hvor, á kvöldin og nóttunni, ég og Samúel Jóhannsson. Við vorum í umbrotinu, en Karl Jónasson var í setningunni öll árin, auk fjöl- margra sem komu og fóru, stöns- uðu skemur en við. Þetta var fámennur en samheld- inn hópur, sem vann Morgunblað- ið í þá daga, mest minnir mig að ég hafi unnið með þeim Árna óla og svo Jóni Kjartanssyni og Valtýr Stefánssyni af blaðamönnum. Eins gæti ég nefnt þá Matthías Jóhannessen, Sverri Þórðarson^pg Þorbjörn Guðmundsson, sem enn er starfandi blaðamenn við blaðið. Þetta voru allt ágætis menn, og ekki spillti framkvæmdastjórinn fyrir, Sigfús Jónsson, einstakur öðlingsmaður." Ljósm. ÓI.K.Mag. — segir Oskar Söebeck fyrrum prentari við Morgunblaðið Breytilegur vinnutími — Ekki hefur alltaf verið vitað fyrirfram hve lengi vaktin stæði á þessum árum? „Nei, það var nú eitthvað annað, eins og þið blaðamenn og aðrir, sem að blöðum vinna, þekkið auð- vitað af eigin raun enn þann dag i dag. Það gat oft komið fyrir að við þyrftum að vinna lengi frameftir, og stundum komumst við ekki heim fyrr en um áttaleytið á morgnana. — Þannig var það til dæmis þegar Hótei fsland brann. Þá þurfti að skipta um útsíður í blaðinu og beðið var eftir hver framvinda mála yrði og svo eftir fréttum og myndum. Þá nótt var ekkert sofið, og ég hætti ekki að vinna fyrr en morgunvaktin kom í prentsmiðjuna klukkan átta. Það kom einnig oft fyrir á stríðsárunum að þetta dróst, og oft vissi maður ekkert hvenær maður kæmist heim. Verst var þó að geta aldrei látið vita heima, hvers vegna þetta drægist eða að ég væri enn að vinna, það fór auð- vitað illa með konuna að bíða heima og vita ekkert." — Lilja skaut því hér inn í samtalið, að hún hefði oft verið hrædd þegar ekkert bólaði á Óskari, enda stríð- ið í algleymingi og mikill fjöldi hermanna hér, og framhjá brögg- um þeirra að fara á leiðinni heim. „Þetta breyttist hins vegar allt til batnaðar, þegar Sigfús gekkst fyrir því að við fengjum síma,“ sagði Lilja, „þá gat ég fylgst með og fengið að vita að allt var í lagi.“ — En hvað fannst þér um vinnutímann að öðru leyti, Óskar, líkaði þér vel að vinna svona á vöktum? „Nei, mér líkaði það ekki vel, og það var einmitt ástæðan fyrir því að ég hætti á Morgunblaðinu um það leyti sem flutt var út í Aðal- stræti. Ég hafði gaman af að vinna við blaðið, þetta var talsvert spennandi fannst mér, en óreglan á vinnutímanum hafði slæm áhrif á mig. Einkum fannst mér óþægi- legt að geta oft ekki sofið á dag- inn, þótt ég hefði unnið alla nótt- ina. Það fór því svo að lokum, að ég hætti á Mogganum samkvæmt ráði læknis, sem mælti ekki með að ég væri lengur í vaktavinnu af þessu tagi.“ Vann fyrst við blað í Kanada — En hvernig atvikaðist það að þú fórst að vinna við Morgunblað- ið? „Það er nú dálítil saga að segja frá því, og auðvitað réðu tilviljan- irnar þar mestu eins og svo oft vill verða. Ég fæddist norður í Reykja- firði á Ströndum, en fluttist síðar í Trékyllisvík með foreldrum mín- um, þar sem ég ólst upp til 17 ára aldurs. Þá fluttist fjölskyldan til Akureyrar, og þannig fór að ég lærði prentiðn í Prentsmiðju Björns Jónssonar, sem enn starfar þar í bæ. Þar lauk ég námi, en árið 1928 fór ég vestur til Kanada í ævintýramennsku ásamt tvibura- systur minni. Hún fór alla leið vestur á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna og settist að í Seattle og giftist þar, en ég fékk vinnu í Winnipeg. Þar vann ég við blaðið Lögberg-Heimskringlu, sem þá var eins og nú gefið út á islensku, og vann þar í tvö ár. Ég festi hins vegar ekki yndi í Winnipeg, og at- vinnuástand var heldur ekki alltof gott. Til þess að hafa það gott þarna hefði ég þurft að komast betur inn í enskuna, en það varð ekki vegna þess að ég umgekkst nær eingöngu fslendinga, þarna töluðu allir islensku; nærri þvf öll gatan var byggð íslensku fólki, i kirkjunni var töluð íslenska, á samkomustöðunum og í búðunum. — Mér leiddist einhvern veginn í Kanada, og fór því aftur heim árið 1930. Fyrst eftir að ég kom heim fékk ég vinnu í Herbertsprenti, sem var í Bankastræti baka til, þar sem nú er verslunin Stella. í Herberts- prenti var ég allt til ársins 1939,. en þá missti ég vinnuna og var atvinnulaus í 9 mánuði. Þá var það vorið 1940, hernámsdaginn nánar tiltekið, að ég er á gangi í Austur- stræti og hitti þar Gunnar Einars- son í ísafoldarprentsmiðju. Við tökum tal saman, og ég spyr hann svona hálfgert í rælni, hvort hann hafi ekki vinnu handa mér. Hann svarar að bragði, að hann skuli taka mig til reynslu í hálfan mán- uð, og það varð langur hálfur mánuður, rösk fimmtán ár. Þannig atvikaðist það að ég kom í ísafold og fór að vinna við Morg- unblaðið, og var þá sem sagt ekki alveg ókunnugur blaðaútgáfu." Reykjavík er stærri... — Reykjavík hefur breyst mikið frá því þú komst fyrst í bæinn, hafa þær breytingar orðið til góðs? „Borgin hefur stækkað mikið, það er satt, en ég er ekki viss um að borginni hafi farið fram að öðru leyti. Þetta var allt miklu friðsælla og rólegra áður, nú er hraðinn og hávaðinn óskaplegur, en þess ber raunar að geta að við búum við óvenju ónæðissama götu, Snorrabrautina," sagði Óskar Söebeck að lokum. — AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.