Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Morgunblaðið er 70 ára í dag. Á þess- um sjö áratugum hefur blaðið verið í stöðugri þróun og sífellt hefur verið unnið að endur- bótum. Hvað, sem um fyrri tíma má segja, er þó ljóst, að mestar breytingar hafa orðið á tækni við framleiðslu blaðsins síðasta ára- tug, en fyrir 10 árum hófst offset- prentun blaðsins. Gæði hennar eru mun meiri en gömlu blýprent- unarinnar, sem notuð hafði verið allt frá upphafi, hinn 2. nóv. 1913. í fyrstu var Morgunblaðið hand- sett, en síðan kom setjaravélin og var hún notuð við framleiðslu blaðsins lengst af. í byrjun októ- ber 1973 var setjaravélin leyst af hólmi og ljóssetningarvélar tóku við. Talsverð þróun hefur verið á þeim vettvangi. Fyrst var texti settur á pappírsstrimla, sem tölva las af, en síðan komu tölvuskerm- ar og blaðamenn jafnt sem félagar í Félagi bókagerðarmanna sjá um setningu blaðsins, hinir síðar- nefndu setja allt aðsent efni, en blaðamenn setja mest af eigin efni beint inn á tölvuna. Nýtt framfaraskeið var hafið og síðan hafa allar deildir blaðsins verið tæknibúnar og er nú ekki stafur settur í blaðið án þess að tölva komi þar nærri. Blaðamenn Morgunblaðsins eru hinir einu ís- lenskra blaðamanna, sem setja efni sitt sjálfir, þótt enn sé gripið Vjg| u. .. ^ ■ wKgs - m K P i yl L/ | 4 Étáv, ' 1 HHðb 1 +■ <1 : ffa " J '' Tæknideild Morgunblaðsins eins og hún er í dag. Fremst á myndinni eru setjarar að vinnu, fjærst til vinstrí fer upplíming blaðsins fram á síður, en í herberginu til vinstri er móðurtölvan og Ijóssetningarvélarnar. Ljóamyndir Mbl. KÖE til ritvélanna á stundum. Morgun- blaðið hefur fyrir löngu tekið for- ystu hérlendis í þeirri tölvutækni, sem nú er notuð víða um heim til vinnslu dagblaða og er betur búið að tækni en sum stórblöð erlendis. Fyrsta tölvuvinnslan á Morgun- blaðinu hófst raunar nokkru fyrr. Árið 1965 hófst tölvuvinnsla á öll- um áskriftarreikningum blaðsins. Síðan hefur verið stöðug endur- nýjun í tölvubúnaði auglýsinga, áskrifta, afgreiðslu og bókhalds, og nú eru allar þessar deildir sam- tengdar í IBM tölvukerfi, sem 14 skermar og 3 fjarritar eru tengdir við. Þegar tölvusetning hófst í byrjun voru stúlkur ráðnar til að gata strimla og við gömlu blýsetn- ingarvélarnar var settur útbúnað- ur, sem gat lesið af þessum gata- strimlum. Þetta þótti í þá daga mikið undur, millistigið varð síðan það, að sérstök tölvusetningarvél tók við af setningarvélunum og þær hurfu af sjónarsviðinu. Tölvusetningarvélarnar skiluðu textanum settum á ljósmynda pappír og voru þær í upphafi tvær. Þær lásu af strimlunum með sama hætti og hinar endurbættu blý- setningarvélar höfðu gert, og enn eru slíkar vélar notaðar á öðrum dagblöðum, sem gefin eru út hér á landi. Um áramótin 1978 til 1979 tók Morgunblaðið í notkun fullkomna setningartölvu, sem var af Digit- al-gerð og vann eftir forskrift, sem framleidd var af norska fyrir- tækinu Comtec. Síðan hefur átt sér stað mikil þróun í þessum mál- um og nú er svo komið að svo til allur texti, sem skrifaður er á rit- stjórn Morgunblaðsins, er tölvu- unninn, skrifaður á sérstakan tölvuskerm og geymdur á segul- diski, unz hann er settur út á ljós- setningarvél, sem mótar hann í endanlegt form, eins og hann birt- ist lesendum blaðsins. Stöðugt hefur verið unnið að endurnýjun á þessum búnaði og í því skyni hafa verið keypt tæki frá norska tölvuframleiðandanum Norsk Data. Þetta kerfi býður í framtíðinni upp á fleiri möguleika við textavinnsluna, t.d. getur kerf- ið tekið við greinum, sem hafa sögulegt gildi og nauðsyn er á að geyma. Þessar greinar mun tölvan skrá í sérstakt safn, er síðan er hægt að leita í út frá ýmsum lykil- orðum eða nöfnum. Ennfremur er unnt að geyma inni á þessu kerfi Vélabúnaður, sem notaöur er til þess að pakka blaðinu inn er einnig mjög fullkominn og tölvuvæddur. Hann telur nákvæmlega eintökin, sem fara eiga í hvern pakka og setur plast utan um. Þótt okkur hafí orðið tíðrætt um þann tölvubúnað, sem Morgunblaðið notar í sambandi við framleiðslu blaðsins, má og geta þess, að á skrifstofu þess hefur undanfarin ár einnig átt sér stað mikil tölvuvæðing. Á myndinni er gjaldkeri Morgunblaðsins að störfum og við hlið hennar er IBM-tölva, sem gerir henni kleift að sjá á svipstundu stöðu viðskiptamanna blaðsins við blaðið. Úr „lay out“-deild blaðsins, þar sem hver síða fyrir sig er teiknuð upp áður en hún er uppiímd og frá henni er gengið í endanlegt form. Við stjórnborð móðurtölvunnar, þar sem gefnar eru fyrirskipanir um að frétt eða greinar fari út á Ijóssetningarvél, sem skilar henni settri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.