Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 45 atriðið er áhugi og viðhorf for- eldra barnanna, sem er ferskur og fullur eftirvæntingar á fyrstu skólagönguárum barnanna. Er ég lít til baka yfir starfið og umræður, finnst mér sem áhugi foreldra og kennara fyrir ungling- um sé í skugga. Umræður um þetta aldursstig skólans fara að mestu fram innan viðkomandi skóla. Öllum sem þar starfa mun ljóst vera að unglingarnir eru við- kvæm börn, þarfnast ástúðar og umhyggju e.t.v. á annan hátt en e.t.v. í enn ríkara mæli en yngri börn. Oft er fjallað um þetta ald- ursskeið á neikvæðan hátt í fjöl- miðlum, til mikils tjóns. Þar sem ég nefni að sérgreina- kennsla á bernskuskeiði þarfnist öðruvísi vinnuaðstöðu en á ungl- ingastigi vil ég útskýra það svolít- ið betur. Mér er næst hendi að taka smíðakennslu sem dæmi. Smíðastofa fyrir 6—10 ára bðrn hlýtur að vera allt öðruvísi útbúin, vinnuborð og hefilbekkir auðvitað lægri, verkfæri öðruvísi valin, vél- ar ekki aðrar en borvél o.s.frv. Jafnframt tel ég að einangrun sérgreinanna skuli rofin. Smíða- stofan skal vera í beinu sambandi við annað starfsrými skólans. Sama er að segja um aðrar grein- ar svo sem hannyrðir, mynd- mennt, hússtjórn, íþróttir og tón- mennt. í öllum stofum þurfa að vera til ýmis hljóðfæri, svo sem klöppur, sílófónar, flautur o.m.fl. Mér virðist margt benda tii þess í þróun grunnskólans á bernsku- stigi, að list og verkgreinar komi þar í auknum mæli við sögu sem stefnumarkandi uppeldisgreinar. Þetta er mjög athyglisvert. Jafn- framt vékur það fögnuð með mér, að sjá að KHÍ hefur undangengin ár veitt kennurum prýðilegan undirbúning til að þetta megi verða. Vona ég að kennarar list- og verkgreina komi auga á þá opnu möguleika sem nú blasa við augum á þessu sviði. Hið unga fólk sem tekið hefur alm. kennarapróf og auk þess valgrein á stóru sviði verkm. þyrfi að fá tækifæri til að taka að sér störf við einn slíkan barnaskóla og sýna hvað í því býr. Að síðustu vil ég víkja nokkrum orðum að síðustu hugdettunni, nr. 5. Kennaraháskóla Islands er of þröngur stakkur skorinn. Hann er miðaður við að veita lágmarks- menntun til kennslu við grunn- skóla, en má síðan halda einstök viðbótarnámskeið. í sumum val- greinum er menntun sú, er skólinn getur veitt, það naum að ekki nægir til að veita kennurum ör- yggi við kennslu í efstu bekkjum grunnskóla. Þarna þarf að auka með fjórða árinu við og einnig þarf að auka meira valfrelsi á ýmsum sviðum. Þökk þeim er að ráðstefnunni stóðu. Bjami Ólafssoa er lektor í smíðum. Vík í Mýrdal: Gistirými aukið EINS og mörgum ferðamanni er kunn- ugt er bótelaðstaða í Vík í Mýrdal mjög takmörkuð hvað gistingu snertir. Enda um húsakost að ræða sem að mestum hluta er 70 ára gamall og því ekki nema eðlilegt að fylgi ekki nútíma- kröfum. Atvinnumálanefnd Hvamms- hrepps í Mýrdal hefur um nokkurt skeið rætt bætta gistiaðstöðu 1 Vík. Hafa þær viðræður einkum farið fram við Eystein Helgason, fram- kvæmdastjóra Samvinnuferða, sem er mikill áhugamaður um ferðamál. Málið mun nú það langt komið að ákveðið er að reisa fimm lftil hús tii að byrja með, sem hýst gætu fjóra menn hvert. Gerð húsanna er hugsuð þannig að í hverju húsi verði tvö herbergi með snyrtiaðstöðu og sturtu og lítill krókur fyrir eldun- arpláss, svo gestir geti ráðið hvort þeir matreiði sjálfir í sig, eða leiti annað með þá fyrirgreiðslu. Ýmsum fyrirtækjum á staðnum og utan hans mun hafa verið boðið að eignast slík hús. Þegar mun vera bú- ið að ráðstafa til eignar þremur af þeim húsum sem risa eiga í fyrsta áfanga. Uppbygging húsanna er þannig hugsuð að Samvinnuferðir fá gistiaðstöðu fyrir sína hópa 3 sumarmánuðina, júní, júlf og ágúst, en réttir eigendur geta ráðstafað þeim þess utan. Valdimar Harðarson arkitekt mun hafa með höndum um- sjón með gerð húsanna, en ætlunin er að byggja þau úr einingum á staðnum og er ákveðið að þau risi rétt við nýgert tjaldsvæði austast i Víkurþorpi. — Sigþór Harður árekstur á Arnarneshæð MJÖG harður árekstur varð á Arn- arneshæð í Garðabæ á föstudags- kvöldið, þar sem saman skullu leigu- bifreið á leið úr Reykjavík og jap- önsk fólksbifreið á leið úr Hafnar- firði. Leigubíllinn er mikið skemmd- ur og fólksbifreiðin talin ónýt. Óveruleg meiðsl urðu á fólki. Samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk hjá Hafnar- fjarðarlögreglunni í gær, varð áreksturinn um klukkan 23.25 á föstudagskvöld. Leigubifreið sem ók í áttina til Hafnarfjarðar, beygði til vinstri og í átt austur Bæjarbraut til Garðabæjar. Áður en leigubifreiðin kæmist yfir Hafnarfjarðarveginn kom fólks- bifreið af Toyota-gerð akandi úr Hafnarfirði og skall á henni. Varð áreksturinn talsvert harður og kastaðist Toyota-bíllinn til og valt margar veltur. Er hann talinn gjörónýtur, og leigubíliinn mikið skemmdur sem fyrr segir. Leigubílstjórinn slapp ómeiddur og ökumaður Toyota-bifreiðarinn- ar lítt meiddur. Höfum fengið sendingu af sérstæðum ítölskum rúmteppum. Efnismikil, litaglöð og falleg. Sérlega vönduð. Púðar í stíl við teppin fást einnig, tvær stærðir. Getum pantað teppi eftir ykkar Sérverslun meö listræna'hú Borgartún 29 Simi 2064tó j Clasaow-YerslunarferJ Nú getur þú aftur farið í verslunarferð til Glasgow og fengið fullt verð fyrir krónuna. j Og ekki má gleyma óperunni, leikhúsunum, j pöbbunum og öllum veitingahúsunum. Þér mun sko áreiðanlega ekki leiðast, „Skotinn" FERDA Ferðaskrifstofa Hverfisgötu 105 Sími: 19296 tekur nefninlega vel á móti sínum. Kynningarrit og upplýsingar á skrifstofunni. HELGARFERÐIR OG VIKUFERÐIR VERÐ FRÁ KR. 8.202.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.