Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Til umhugsunar Sönn lífsgildi — eða hégómi og loftkastalar eftir Svein Ólafsson, Silfurtúni í fyrri grein var lýst því hryggi- lega og um margt alvarlega ástandi, sem skapast hefir og ríkt á íslandi um langt árabil og farið hríðversnandi á seinni tímum. — Var þar vikið að bölvun opinberra afskipta af athafnafrelsi einstakl- ingsins og þeim herfilegu afleið- ingum sem þetta hefir leitt yfir samfélagið, þótt margir trúi því í blindni að reglugerðarmoðreykur, þvinganir og skattaáþján séu til góðs fyrir þjóðarheildina, og að sumir eigi að hafa meiri rétt og minni skatta en aðrir, af því að eitt rekstrarform sé göfugra en annað. — Og varað var við afleiðingum þeirrar öfugþróunar sem í þessu felst og bent á að fleira kæmi hér til en efnaieg „velferð" ein saman, því enn alvarlegri atriði væru þessu samfara, sem vörðuðu einstakl- ingana miklu, — en það er andleg og líkamleg heilbrigði, sem þessi þróun getur stefnt í voða, ef ekki er goldinn varhugur við, því hin hugræna og hin heilsufarslega hlið eru vissulega líka hliðar þessa máls. — !>ær eru það áreiðanlega meira en margur gerir sér grein fyrir. Og stutt er á milli hins lík- amlega og hins andlega, svo sam- anslungið sem þetta í raun er, og stundum greina menn hér ekki í milli. Spenna eða streita, sem orsak- ast af andlegu álagi og um leið sam- blandi þess og líkamlegs þreytu- ástands, skapar oft meiri hættu en menn gera sér grein fyrir. Andlegt og líkam- legt skipbrot Hér kemur að hinum alvarlegu afleiðingum, sem fáir gera sér grein fyrir í þessu sambandi. Og vitað er, að hér er meira um alls- konar vandræða-„úrlausnir“ en telja verður þörf á. Beint líkam- legt lífsskipbrot eins og sjálfs- morð er miklu aigengara en fólk almennt grunar. Drykkjuskapur og eiturlyfjaneysla eru vandræða- fyrirbæri af sama toga, samt væg- ari, þó nógu slæm séu, en lítið á við hinn algera ósigur sjálfsaf- máningarinnar. Samt er þó drykkjuskapurinn eins og þekkt er slíkt vandamál, að sumir segja jafnvel að stór hundraðshluti Is- lendinga hafi þurft á undanförn- um árum að fara til vesturheims í „afvötnun", — enda samtök slíks fólks svo fjölmenn að athygli vek- ur (og spurningar um leið) — þó þau útaf fyrir sig séu í raun af hinu góða og virðingarverð tilraun til að endurreisa fórnarlömb úr öskustó andlegra og veraldlegra harmleikja. — Átak er gert til byggingar hressingarmiðstöðva, til að lækna þetta sem sjúkdóm. Þessi „sjúkdómur" er samt að verulegu leyti samfélaginu sjálfu að kenna, því það fer einfaldlega rangt og óhyggilega að hlutum. Og það er af því, að menn greina ekki samhengið milli orsaka og afleið- inga. Sennilega er of stórt gap á milli, svo menn skilja hvorki upp né niður, þar sem þeir sjá ekki samverkun milli afleiðinganna og fjarlægra orsakandi þátta. Sam- verkunin hverfur út í þokuna. Hinar duldu orsakir En hverjar eru þá þessar orsak- ir, sem svo dyljast? Jú, eins og áður var vikið að, er hér og nú nánast ekkert hugsað um annað en efnalega afkomu og veraldargengi. Um leið kemur einnig til keppnin og metingurinn við náungann, sem fóstrar og elur af sér tortryggni, óvild, þröngsýni, öfund, mosa- skeggshátt og músarholusjónar- mið á flestum sviðum. — Víðari sjónarmið og heildarsýn gagnvart lífinu sjálfu lenda hreinlega utan- gátta. Mat á gildi og reisn einstakl- ingsins og þeim skilyrðum, sem þurfa að ráða ríkjum í samfélag- inu til að mannsæmandi sam- skipti viðhaldist, er fokið út í veð- ur og vind. Þetta lendir utan þess sjóndeildarhrings, sem samlífið á þjóðarheimilinu hrærist innan við, og á þetta jafnt við um almenning og þá er stjórna og leiðsögnina eiga að veita, er sinna lítt öðru en rifr- ildinu og dægurþrasinu og gleyma sér í moldviðri veraldarvafsturs- ins. Að vísu eru til undantekn- ingar, en alltof fáar og lágróma, svo þeirra gætir í allt of litlum mæli og svefngangan heldur því áfram án merkjandi stefnubreytinga til að uppræta orsakirnar, að því er bezt verður séð. Sveinn Olafsson „Er ekki kominn tími til aÖ íhuga, hvað sé til úr- bóta? Hvaö horfi til mannbóta og almennrar háleitari stefnu í samlífi fólks? Er ekki tíma- bært, aö hin trúarlegu mannræktarsjónarmið fái byr undir vængi.“ Önnur grein Þeir menn, sem þannig gera sér grein fyrir umbótaþörfinni, hafa of lítil áhrif, þrátt fyrir góðan vilja. Hróp þeirra drukkna í him- ingnæfandi hávaða fjöldans, þannig að þeir komast nánast ekki upp með neinn „moðreyk", því við- leitnin til að milda, sætta, lempa og liðka hlutina til er yfirleitt bar- in niður. Viðleitnin til að koma víðari samfélagslegum sjónarmið- um að fær ekki hljómgrunn fyrir hinni þrotlausu og óseðjandi kröfu- hörku í baráttunni fyrir „betri lífskjörum" — eins og það heitir víst. — 1 þessu reykskýi, sem ekk- ert leiðir af sér annað en misrétti, blindni og mismunun, er allt rekið áfram af þröngsýnustu sérhyggju og í raun leitast hóparnir við að snúa á og knésetja hver annan, fyrir stundarhag, — þar er ekki einu sinni sjúkum hlift, — sællar minningar!! Önnur viÖhorf { öllu þessu amstri og brambolti fara ýms meginatriði milli mála. — Það virðist t.d. gleymast al- gjörlega, að það líf, sem við lifum hér, varir ekki að eilífu.Mönnum er að vísu vorkunn í lífsbaráttunni, sem játað skal að er ávallt marg- slungin og erfið. En þessu má ekki gleyma, — því ekkert varir til eilífð- ar, allt breytist. Menn fæðast, lifa og deyja og viðstaðan hér er í raun ekki svo íkja löng. Við vitum lítið hvað var áður og þeim mun minna hvað verður. Við erum eins og fuglar, sem setjast á grein og fljúgumsvo á brott, til annars um- hverfis, til annars lands, til ann- arra óþekktra heima. — Og þegar menn „kljúfa moldarskaflinn", sem þetta jarðlíf er, þá sýnist ekki úr vegi, að þeir hygðu líka að því, að lífið er meira en matur og drykk- ur, klæði og húsaskjól, þægindi og skemmtan. — Hér ber að huga að æðri verðmætum og útsýn til víðari sjónarmiða, um leið og daglegum lífsþörfum er sinnt. f raun er slíkt jafnmikil skylda og almenn, dag- leg skyldustörf, sé lengra horft. — Hér munu eflaust margir vilja spyrja: Hver eru þessi verðmæti, hver eru þessi sjónarmið, hverjar eru þessar skyldur? í rauninni er svarið einfalt — og um leið aug- ljóst — að þessar skyldur eru ekk- ert ok, þótt margir ekki vilji fall- ast á það atriði og hreinlega loki fyrir því augunum. Víðari sjón- armið er að fá í gegnum trúna, hinn heimspekilega, sálfræðilega og mannbætandi skilning, og þar liggja ný andleg verðmæti. Og að þessu þarf fólk að huga í miklu ríkara mæli en verið hefir á síðari árum og áratugum. Án slíkrar æðri sýnar til þess lífs, er vér lif- um, verða þröngsýnin og músar- holusjónarmiðið ríkjandi; það hugarástand þar sem allt kafnar í gróskuleysi hugræns myrkviðar dægursjónarmiðanna; þar sem æðra ljós og víð yfirsýn yfir lífs- sviðið kemst ekki inn í vitund ein- staklinganna; þar sem samhygðar- laust myrkur einstaklings- hyggjunnar ræður og ríkir, og allir hugsa um sjálfan sig, en gleyma náunganum og láta sig hans hag engu skipta. Ábyrgö og hlutverk æÖri menntastofnana í rauninni koma hér allir inn í dæmið, stjórnvöld, velferðarsam- tök, efnaðir og snauðir, fáfróðir og fróðir eða fólk með almenna sem og æðri menntun; þar með há- skólaborgarar og æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar, Háskóli ís- lands. Á honum sýnist hvíla mikil og alvarleg ábyrgð: uppfræðsla hinna hæfustu samfélagsborgara til hagnýtra og göfugra starfa, byggðra á tæknilegri þróun og þekkingu og um leið hinum víð- ustu sjónarmiðum, sem aldrei verð- ur náð nema fyrir andlega víðsýni og trú. — En hvernig er umhorfs þar? Eitt er víst, að feður þessarar stofnunar hafa hugsað fyrir þessu, þegar grundvöllurinn var lagður. Þar var sett á stofn deild með það hlutverk, að opna hugi hinna upp- rennandi menntamanna samfé- lagsins fyrir víðari sjóndeildar- hring mannlífsins, áður en hugir þeirra beindust að þrengri sérhæf- ingu, til að vita meira og meira um minna og minna, — svo þeir ekki töpuðu sjálfum sér í hringiðu sér- þekkingarinnar, „sæju ekki skóg- inn fyrir trjánum", — heldur gætu ávallt haldið heildarsýninni, á hverju sem gengi. — Þetta er hin virðulega heimspekideild, þar sem hinir ungu framtíðarhugsuðir vor- ir eiga að læra að meta og skynja hin víðari sjónarmið á heimspeki- legan hátt, um leið og fengist er við smærri atriði vísinda, sem að sjálfsögðu skipta sköpum um hið veraldlega, en eru þó sjaldnast hið endanlega, heldur meðul og áfang- ar á leiðinni til hinna endanlegu og æðri markmiða mannlegs lífs. Þau markmið bera í raun í sér fegrun og göfgun mannlífsins, — gagnstætt öllum þeim sora, sem þjakar þjóðlífið í dag, eins og áður var vikið að, auknum afbrotum og siðleysi, eiturlyfjanotkun, drykkjuskap, ofbeldi, ránum og gripdeildum, og aliskyns annarri óáran er tröllríður íslenzku sam- félagi í dag, af völdum þröng- sýnna, óheflaðra og óuppalinna rudda, sem skortir alla víðari lífs- sýn, — og hafa lent á villigötum í lífinu, — svo ekki sé nú minnst á alla kröfu- og þrýstihópana, sem kasta skugga sínum á mannlífið í samfélögum samtíðarinnar, bæði hér og annars staðar. — Og í sambandi við háskólann okkar kemur upp sú spurning, hvort háskólamenn mættu ekki Aðalfundur Rauða kross íslands haldinn um síðustu helgi: Á aAalfund Rauða kross fslands mættu 80 fulltrúar Célagsdeildanna auk nokkurra gesta. Morgunblaðií/ KöE Heildarskipulagi þarf að koma á sjúkraflutninga AÐALFUNDUR Rauða kross íslands vegna reikningsársins 1982 var settur að Hótel Esju föstudag 28. október. Á fundinn mættu 80 fulltrúar félags- deilda Rauða krossins, auk nokkurra gesta. Matthías Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra, flutti ávarp, óskaði félaginu til hamingju með árangursrík störf þess að undanfornu og árnaði því allra heilla. Aðalfundurinn hélt áfram á laug- ardegi og stóð hann fram til kvölds. Ýmsar samþykktir voru gerðar, m.a. þess efnis að brýna nauðsyn bæri til að komið yrði á heildarskipulagi sjúkraflutninga i landinu og er fé- lagið reiðubúið til samstarfs við heilbrigðisyfirvöld um nýskipan þeirra mála. Benedikt Blöndal, hæstaréttarlög- maður og formaður félagsins, setti fundinn. Hann sagði meðal annars, að Rauði krossinn ætti nú 48 sjúkra- bifreiðir og ræki þær víðast í sam- vinnu við heilbrigðisyfirvöld. Sjúkrahótel Rauða krossins væri ávallt fullskipuð og starfsemi hjálpartækjabankans, sem rekinn er í samvinnu við Sjálfsbjörgu, hefði eflst að undanförnu. Benedikt minntist einnig á aukningu á sviði fræðslumála, einkum sem varðar kennslu í skyndihjálp. Rauði krossinn annaðist móttöku pólskra flóttamanna árið 1982 og haldið var áfram aðstoð við flótta- fólk frá Víetnam, sem kom til lands- ins árið 1979. í ræðu sinni gat for- maður einnig um þátt Rauða kross- ins í alþjóðasamstarfi, svo sem störf að líknarmálum í Afrfku, Asíu og Póllandi og að ríkur þáttur í starf- semi félagsins hefði verið í þágu aldraðra. Reykjavlkurdeildin vann á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.