Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 36
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 >/ViYinuve.itcv\olíni'\ J>mn vildi aiS þú lr*e$&ir eldo’ áhyggjur af þuí„ cxb verkefnín • vinn - unni Krci^ubust upp, Suo Kann irwk þig. ... að eiya tilsagnar- kokk. I TM Reo. U S Pat. Off,—all rights reserved | c 1980 Los Angeles Times Syndicate Er það eina hreyfingin þín að setjast við sjónvarpið og standa upp frá því? Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI „ lausnar<5xaldie> hefúr. \jeeip öReitt.. • ■. af brjálue>u Bi'nu." „Síðasti kosturinn var að úrelda bátinn og gefast upp. En það er ekki beint fýsilegur kostur fyrir fólk, sem hefur starfaö í slorinu allt frá barnæsku og kann ekkert annað, þó að það hafi e.t.v. verið skásti kosturinn, þegar maður lítur á dæmið í dag.“ Hvað mundi gerast ef „und- irmálsfólkiðu tæki sig sam- an í smátíma og hætti að framleiða fyrir gjaldeyri? Gunnar Jóhannesson, Keflavík, skrifar: „Velvakandi. Um daginn sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra m.a. á þingi, að strika bæri út skuldir útgerðarinnar og byrja á nýjum rekstrargrundvelli vegna þess gíf- urlega vanda, sem útgerðin stæði nú frammi fyrir, m.a. vegna afla- brests. En hvernig voru viðbrögðin? Þau voru að mínu mati afar und- arleg og neikvæð. Allir virtust vera sammála um það, að ef efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar ætti að haldast tryggt, þá þyrfti útgerðin að fá viðunandi grund- völl til að starfa á. En enginn þeirra, sem létu álit sitt í Ijós, vissi hver ætti að borga brúsann. Háttvirtur sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, sem mér finnst persónulega lofa mjöggóðu, sagði í viðtali í útvarpsfréttum, ef ég man rétt, að erfitt væri að gefa eftir lán, sem hér um ræðir, vegna ákvæða í reglum um alþjóðavið- skipti, sem kveða á um að þau ríki, sem ekki geta staðið við lána- skuldbindingar sínar, yrðu gerð gjaldþrota. Vitnaði hann m.a. í Pólland og efnahagsþrengingarn- ar þar. Eg er alveg handviss um, að Al- bert Guðmundsson hefur það mik- ið vit á viðskiptum, að hann hefur ekki ætlast til þess, að við færðum heimatilbúinn vanda yfir á herðar útlendinga. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra sagði í viðtali við DV 28. okt. sl., að ef skuldirnar yrðu strikaðar út, þá væru menn bara að verðlauna skussana. Björn Dagbjartsson segir í kjallaragrein í sama blaði, að vandi útgerðarinnar stafi aðal- lega af of stórum flota og of mikl- um tilkostnaði við veiðarnar, og leggur til að gengið verði fellt án þess að afleiðingum þess verði hleypt út í verðlagið. Varðandi það sem Steingrímur sagði held ég að það sé engin ný bóla að verðlauna skussana. Ég veit ekki betur en menn hafi getað herjað út leyfi til skuttogara- kaupa, hafi þeir haft nóg pólitísk áhrif, alveg sama þótt borin von væri, að þessi skip gætu nokkurn tíma borgað sig, þó að miðað væri við toppafla. Meðan þetta hefur viðgengist, hefur mönnum, sem starfað hafa við útgerð með góð- um árangri allt sitt Iíf, verið bannað að kaupa ódýr notuð skip erlendis, til endurnýjunar á göml- um, vegna hagsmuna íslensks skipasmíðaiðnaðar. Ef þetta er ekki að verðlauna skussana, þá veit ég ekki hvað það er. Ég get bent á, að ég starfa hjá lítilli útgerð, sem á einn 50 tonna 40 ára gamlan bát og fiskverkun- arstöð. Við stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd á árinu 1981, að annaðhvort yrðum við að láta gera við bátinn, kaupa annan eða úr- elda gamla bátinn og hætta út- gerð. Byrjað var á því að athuga, hvort hægt væri að fá bát á inn- anlandsmarkaði. Þeir bátar sem hægt var að fá hér innanlands, á viðunandi verði, voru það gamlir, að það þótti ekki borga sig að kaupa þá vegna þess gífurlega viðhaldskostnaðar, sem um yrði að ræða mjög fljótlega. Síðan voru athugaðir möguleikar á að kaupa notaðan bát erlendis, en það var náttúrlega útilokað vegna stefnu stjórnvalda í þessum efnum. Okkur var gefinn kostur á að ganga inn í nýsmíðasamning hér innanlands, en við höfðum engan áhuga á að kaupa skip, sem okkur yrði fyrirfram ofviða að reka með hagnaði. Síðasti kosturinn var að úrelda bátinn og gefast upp. En það er ekki beint fýsilegur kostur fyrir fólk, sem hefur starfað í slor- inu allt frá barnæsku og kann ekkert annað, þó að það hafi e.t.v. verið skásti kosturinn, þegar mað- ur lítur á dæmið í dag. Það virðist nefnilega litið á fólk sem starfar að útgerð, sama hvort um er að ræða útgerðarmenn, sjómenn eða fiskverkunarfólk, eins og eitthvert undirmálsfólk sem sé baggi á þjóðfélaginu. Eins og Björn Dagbjartsson sagði getur það vel verið, að flot- inn sé of stór, en það eru bara „vitlausir" menn sem fá skipin. Ef nokkrar hræður úti á landi missa atvinnuna í smátíma, er komið með skuttogara á silfurfati. Síðan þarf að stækka frystihúsið og þeg- ar því er lokið er flutt inn verka- fólk frá Ástralíu. Varðandi gengisfellingu held ég að flestir geri sér ljóst, að hún leysir engan vanda, vegna þess að við fáum nú þegar það hátt verð fyrir fiskinn erlendis, að við erum hætt að vera samkeppnisfær. Og ég held að það sé illmögulegt að fella gengið án þess að slíkt komi fram í verðlagi. Það hefur a.m.k. ekki verið framkvæmanlegt hingað til. Að lokum vil ég nota tækifærið til að þakka Albert fyrir að koma af stað umræðu um þessi mál, því að þolinmæðin er á þrotum. Hvað mundi gerast, ef „undirmálsfólk- ið“ tæki sig saman og stoppaði í smátíma og hætti að framleiða fyrir gjaldeyri? Hvar mundi Jó- hannes Nordal þá fá „eigið fé“ til að byggja Seðlabankahöll? Það verður að endurskoða rekstrargrundvöllinn, þannig að skussarnir verði settir á hausinn, en hinir fái skuldaruppgjöf eða skuldbreytingar. Það verður að gera útgerðinni kleift að greiða hærri laun, þannig að fólk, sem starfar að sjávarútvegi, fái hæstu laun, sem greidd eru í þjóðfélag- inu.“ Þessir hringdu . . . Takmörk fyrir hvað við getum boröað af ostum og öörum mjólkurafurðum Neytandi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Erum við, al- múgafólk, skyldug til að taka þátt í og greiða fyrir auglýsingabruðlið hjá Mjólkursamsölunni og Osta- og smjörsölunni? Gaman væri að vita, hvað mánaðargreiðslur fyrir auglýsingarnar hjá sjónvarpinu eru. Ég hugsa, að þeir slái auð- hringinn Coca Cola út. Það er ein- GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir voru vissir um hjálp hvors annars. Rétt væri: Þeir voru vissir hvor um annars hjálp. Eða: Þeir voru vissir um hjálp hvors við annan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.