Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Ljónni. Mbl./KEE Roar Kvam, hljómsveitarstjóri „Dýrmætt tækifæri fyrir nemendur“ „Ætli þetta sé ekki í fyrsta sinn frá því einhverntíma um 1950 að hljómsveit tekur þátt í sýningu hér,“ sagði Roar Kvam, stjórnandi Passíukórsins á Akur- eyri. Hann stjórnar 15 manna hljómsveit í sýningunni, en einn- ig koma fram söngvarar úr Passíukórnum. „Að flytja tónlist í leikhúsi er góð reynsla fyrir hljóðfæra- leikarana og töluvert öðruvísi vinna en þeir eru vanir. Hljómsveitina skipa kennarar og nemendur Tónlistarskólans og enginn þeirra hefur spilað jafn langt verk. En tækifæri fyrir nemendur til að prófa svona vinnu er dýrmætt. Roar Kvam í hljómsveitargryfjunni Hljómsveitin byrjaði að æfa mánuði fyrir frumsýningu, en kórinn er búinn að vera með frá upphafi, enda taka söngv- ararnir þátt í leiknum og eru á sviðinu. Til þess að hljómsveitin kæmist fyrir þurfti að taka burt fremsta áhorfendabekk- inn og búa þar til hljómsveit- argryfju. Hljómburðurinn í þessu húsi er ágætur miðað við leikhús. Tónlistin og söngurinn ná að blandast vel saman og ég held að við getum verið tölu- vert ánægð með útkomuna, þó auðvitað leyfi maður sér aldrei að vera fullkomlega ánægður með það sem maður er að gera.“ Þráinn Karlsson, leikari Stórskemmti- legt hlutverk Þráinn Karlsson LJósm. mw./kee „Doolittle eða Dúlli, eins og samleikararnir kalla hann, er allveg toppnáungi. Hann er svo fullkomlega meðvitaður um þjóðfélagsstöðu sína og virðir hana umfram allt að það er hreint dásamlegt. Maður sem fyrirlítur allt peningapakk, en getur síðan ekki komist undan þeirri hörmung að njóta pen- inganna þegar hann eignast þá,“ sagði Þráinn Karlsson sem leik- ur Alfred Doolittle, föður Elísu. Ferill Doolittle er að vísu öllu veglegri í Pygmalion, en þetta hlutverk er stór- skemmtilegt, svo ég tali ekki um sönginn og dansinn sem fylgir því. Ég sá í leikdómi að leikstjórinn gæti jafnvel feng- ið símastaura til að dansa! Það fannst mér nú ekki beint vera hól, en þó maður sé fæddur ’39 býr ennþá í manni kraftur og gleði yfir því að leika fyrir áhorfendur og ekki síst fyrir sjálfan sig. Það er miklu til kostað við þessa sýningu, enda til mikils að vinna. Ég tek leikmyndina sem dæmi. Eg hef unnið sem smiður í þessu húsi í nær 15 ár og ég man aldrei eftir sviðinu svona yfirfullu af leikmynd, án þess að það fari í raun nokkuð fyrir henni. En Nonni (Jón Þórisson) hefur mikið hugvit og leikmyndin er mjög góð.“ sagði Þráinn Karlsson, Dúlli öðru nafni, að lokum. Marínó Þorsteinsson Ljósm. MbL/KEE. Marinó Þorsteins- son, leikari Á fullt í fangi með þessa einu „aríu“ „Þetta er viðamesta sýningin sem ég hef verið í á þeim tuttugu árum sem ég hef leikið á Akur- eyri,“ sagði Marínó Þorsteins- son sem fer með hlutverk Pick- erings. „Það er virkilega gaman að spreyta sig á söngleik, þótt ég eigi fullt í fangi með þessa einu „aríu“ mína. En það er með þessa uppsetningu eins og aðrar, að þegar vel er að unnið og allir leggjast af krafti á eitt, þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Pickering er þessi enski sjéntilmaður sem hefur verið á Indlandi og gengur með þá grillu í höfðinu að hann sé að rannsaka indverskar málvenj- ur. Það held ég að sé nú bara einhver hugarheimur sem hann lifir í til að fylla upp í tíma sem hann á alltof mikið af. Við erum auðvitað ánægó með viðtökurnar og það að hafa þessa stóru sýningu nú er liður í uppbyggingu leikfélags- ins sem hefur reynst vel. Þetta höfum við gert á undanförnum árum með sýningum eins og Atómstöðinni, Bréfberanum frá Arles og Jómfrú Ragn- heiði." Þeir heita Sigurður Ásgeirsson og Ellert Þór Jóhannsson þessir drengir og eiga heima í gamla Austurbænum. Þeir efndu til hlutaveltu fyrir Blindrafé- lagið og söfnuðu 670 kr. til félagsins. Þessar ungmeyjar, sem eiga heima við Langholtsveg, Hólsveg, í Goðheimum, Hjallavegi og víðar, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross fslands og söfnuðu tæplega 560 kr. Þær heita Ásdís Jónsdóttir, Berglind Bragadóttir, Ásta Sif Gísladóttir, Harpa Gísladóttir, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, Guðlaug María Júlíusdóttir og Perla Ingólfsdóttir. — Á myndina vantar úr þessu hlutaveltu-kompaníi Soffíu Guðrúnu Magnúsdóttur. Þessar vinkonur efndu til hlutaveltu að Melási í Garðabæ til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. — Söfnuðu þær rúmlega 660 krónum til félagsins. Þær heita Ragna Gunnarsdóttir og Ingibjörg Lind Karlsdóttir. Þessar ungu dömur eiga heima suður í Hafnarfirði og efndu til hlutaveltu á Vesturvangi 10 þar í bænum til ágóða fyrir Rauða kross íslands. Þær söfnuðu nær 700 krónum. Þær heita Guðrún Guðmundsdóttir og Bergþóra Hjartardóttir. Þessir drengir efndu til hlutaveltu á Blöndubakka 15 í Breiðholtshverfi til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þeir söfnuðu alls um 460 krónum. — Strákarnir heita: Edilon Þór Ellertsson, Sveinn Haukur Magn- ússon, Hlynur Höskuldsson, Davíð Hauksson og Víðir Óli Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.