Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 39 Gagnrýni þá og nú „Aldrei hefur hér í bæ leiksýning verið rædd af meiri áhuga og spenningi manna á meðal en hin væntanlega sýning Þjóðleikhússins á „My Fair Lady“,“ sagði Sigurður Grímsson, gagnrýnandi Morgun- blaðsins, í leikdómi þann 13. mars 1962, þremur dögum eftir frumsýn- ingu Þjóðleikhússins. Sigurður heldur áfram: „Það leyndi sér heldur ekki á frumsýningunni að eftirvænting leikhúsgesta var geysimikil. Menn ræddust venju fremur mikið við áður en sýningin hófst og maður fann einhverja óvenjulega spennu í loftinu.“ Söngleikurinn fær mikið lof 1 leikdómi Sigurðar. Hann hafði séð sýninguna í Lundúnum tveimur árum áður og segir uppfærslu Þjóðleikhússins ekki síðri. Leikstjórann Sven Áge Larsen, hljómsveitarstjórann Jindrich Rohan og ballettmeistarann Erik Bisted segir Sigurður skila sínum hlut á mikilfenglegan hátt og eins er með leikara, þó sérstaklega þau Völu Kristjánsson, Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum Elísu, Higgins og Pickering. í lok dómsins hvetur hann Reykvíkinga til að sjá sýninguna og meta að verðleikum. Víst er að margir hafa orðið til að fara eftir þeim orðum Sigurðar því að alls urðu sýningar 68 talsins og var þeim hætt fyrir fullu húsi í lok leikársins. Hvort haldnar verða 68 sýningar á My Fair Lady í Samkomu- húsinu á Akureyri skal ekki sagt, en hvað segir gagnrýnandi Morgunblaðsins, Bolli Gústavsson, um sýningu LA: „Og nú hefur hið tíu ára gamla atvinnuleikhús á Akureyri minnst merkra tíma- móta með frábærri sýningu á My Fair Lady, sem með sanni má kalla ótrúlegt afrek samstilltra og dugandi listamanna ... Vel hefur tekist með skipan leikara í hlutverk ... Sýningin er gædd leikandi töfrum. Snilldartök leikstjórans virðast undraverð og bera svo sannarlega marglit og ilmandi blómstur." Hér syngja þau Rúrik Haraldsson (t.v.), Vala Kristjánsson og Róbert Arn- finnsson af innlifun í uppsetningu Þjóóleikhússins á My Fair Lady 1962. Myndin birtist í Morgunblaöinu 11. mars, daginn eftir frumsýningu. Ragnheiður Stein- dórsdóttir, leikari „Ég hef sjaldan eöa aldrei unnið meö jafn einbeittum og áhugasöm- um hóp og viö uppsetninguna á My Fair Lady,“ sagði Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Elísa Doolittle í söng- leiknum. „Það var mjög spennandi að fást við tungumál Elísu, cockney- íslensku ef svo má kalla það. Slík íslenska er ekki til, en málið er sett saman úr ýmsum málvilium og ambögum og auðvitað flámælg- inni, sem mest ber á. Við notuðum það mál sem Egill Bjarnason og Ragnar Jóhannesson bjuggu til í þýðingu sinni, en bættum ýmsu við. Enda verður það að segjast að Ragnheiöur Steindórsdóttir LjAsm. Mbl./KEE. Spennandi að fást við „cockney-íslensku“ ýmislegt sem þótti rangt mál árið 1962 myndi ekki særa málkennd margra í dag, því miður, liggur niér við að segja. Jú, það gengur ágætlega að syngja með flámælgi, en auðvitað verður að fara vægar í sakirnar í söng en tali, annars er hætta á að söngtextinn skiljist síður. Það er mikill húmor í sýning- unni og leikstjórinn spilar á alla kómíska möguleika, sérstaklega í fyrri hlutanum. Dramatísku átök- in á milli Elísu og Higgins skýrast betur í lokin og spurningin vaknar um hvort það sé hægt að rífa manneskju upp með rótum og færa hana í annan jarðveg, eins og hún væri blóm eða jurt. Lifir hún það af eða visnar hún og deyr? Ég er mjög ánægð með sýning- una í heild og það hefur verið sér- staklega gaman að vera þátttak- andi í svona djarfri tilraun, að setja upp stóran söngleik í litlu leikhúsi með fáum atvinnuleikur- um. En leikhópurinn hér er firna góður og svo á ég ekki orð yfir áhugann og úthaldið hjá hljóm- sveitinni og kórnum. Þetta er allt fólk í fullu starfi eða námi sem leggur á sig gífurlega aukavinnu og oftast nær með bros á vör.“ Arnar Jónsson, uppáklæddur sem prófessor Higgins, með börnum sínum. Þorleifí Erni og Oddnýju. Ljósm. MM./KEE. Arnar Jónsson, leikari______________ Higgins er leið- indagaur „Viðkynning okkar Higgins er nú ekki löng, en þetta er stórskemmti- legt hlutverk, þó við myndum líkleg- ast kalla hann leiðindagaur," sagði Arnar Jónsson sem fer með hlutverk prófessors Higgins. „Það væri meiri leikleg glíma að fást við Higgins í Pygmalion en í My Fair Lady, en þvf fylgir ákveðin spenna að leika, syngja og dansa á sama tíma. Þó að málvöndunin sé nánast þungamiðjan hjá Shaw í Pygmal- ion þá kemst það atriði tæplega til skila að ráði hjá okkur. En sem betur fer fjallar hvorki uppruna- lega verkið né söngleikurinn um það atriði eingöngu, heldur er höf- undur einnig að velta fyrir sér samskiptum kynja og til dæmis því hvort ein manneskja hefur rétt til að umskapa aðra og þá hver sé ábyrgð þess sem umskap- ar. í dæminu Higgins-Elisa er mikil togstreita og barátta, þvi bæði hafa sterkan vilja. Þetta ger- ir verkið spennandi og skemmti- legt, en nú fjallar verkið ekki ein- göngu um þau tvö heldur ótal- margar aðrar persónur sem Shaw hefur tekist að gæða miklu lifi, ekki sist föður Elisu, Doolittle, og hans félaga. Hér á Akureyri hef ég ekki leik- ið frá þvi 1975. Það var þvi virki- lega gaman að koma norður aftur og eins er aldrei skemmtilegra að vinna en þegar mikill metnaður er í gangi, eins og hjá LA í sambandi við þetta verk.“ Stórgóð sýning „Ragnheiöur, Arnar og Þráinn fóru á kostum“ „Þau Ragnheiður, Arnar og Þráinn fóru á kostum,“ sagði Dóra Guðlaugsdóttir, verslunar- maður, sem var á meðal frumsýn- ingargesta á My Fair Lady. „Sýningin í heild er mjög skemmtileg og sést á henni að full ástæða er fyrir leikfélagið hérna að sýna söngleiki auk leikrita. Ég held að flestir sem hafa séð sýninguna séu mér sammála, allavega eru þeir sem ég hef talað við mjög ánægðir." Dóra Guðlaugsdóttir, verslunarmaður. „Sýningin fannst mér í einu orði sagt góð,“ sagði Kolbeinn Sigurbjörnsson, umboðsmaður. „Þarna fer saman af prýðilegri útsjónarsemi leikur blandaðs hóps, atvinnu- og áhugafólks, svo og tónlistin sem hljómsveit- in flutti nær hnökralaust. Þau Ragnheiður og Arnar standa mjög vel í aðalhlutverkunum, en mest gaman hafði ég af Þráni. Hann sýnir þvflíkan kraft og leikgleði í túlkun sinni á Doo- little. Nú, leikmyndin fannst mér frábær. Við Akureyringar getum víst öruggglega verið hreyknir af leikfélaginu okkar og ætt- um að styðja rækilega við bak- ið á því og fjölmenna á sýning- una. Ég held að besti vitnis- burðurinn um My Fair Lady sé að þarna situr maður frá klukkan hálf níu til klukkan að verða tólf og þykir tíminn full fjótur að líða.“ Kolbeinn Sigurbjörnsson, umboðs- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.