Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Fjárlagaumræða á Alþingi Albert Guðmimdsson, fjármálaráðherra: Verðbólga febrúar-maí var 132%, stefndi í 168% maí-ágúst að óbreyttu Gengur ekki lengur að ríkissjóður nærist á umframeyðslu í þjóðarbúinu Hér fara á eftir fjórir fyrstu kaflar fjárlagaræðu Al- berts Guðmundssonar fjár- málaráðherra er hann mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 1984 á Alþingi í fyrri viku. (Kaflafyrirsagnir eru Mbl.) Eina færa leiðin að draga úr eyðslu Það fjárlagafrumvarp sem ég mæli hér fyrir endurspeglar á margan hátt þær miklu efnahags- þrengingar sem ríkisstjórnin og þjóðin öll glímir nú við. Þetta frumvarp og sú lánsfjáráætlun sem lögð hefur verið fyrir Alþingi bera það glöggt með sér að ríkis- fjármálunum í heild er mjög þröngur stakkur skorinn á næsta ári, eins og raunar einnig í ár. Þetta er því aðhaldsfrumvarp, frumvarp sem ber það með sér að ríkið hefur orðið að taka á sig byrðar til jafns við iandsins þegna. Það er reyndar fátítt að hægt sé að ræða samtímis á Alþingi um fjárlagafrumvarp og lánsfjáráætl- un, þrátt fyrir lagafyrirmæli um að lánsfjáráætlun skuli fylgja fjárlagafrumvarpi. Núverandi rík- isstjórn einsetti sér hins vegar að ganga frá báðum þessum skjölum um svipað leyti, þannig að hægt væri að fjalla um þau samtímis á Alþingi, enda brýn nauðsyn að svo sé, jafn náskyld og þessi plögg eru. Eg vil taka það fram í upphafi, að út fyrir þann ramma sem út- gjöldum ríkisins hefur verið sett- ur með fjárlagafrumvarpinu fyrir 1984 og lánsfjáráætlun verður ekki farið. Þingmenn sem hafa vafalaust margir uppi góðviljuð áform um útgjaldaaukningu verða strax að gera sér grein fyrir því, að hvorki er hægt að auka við er- lendar skuldir né yfirdrátt í Seðla- bankanum. Og það kemur ekki til greina að auka álögur á lands- menn við núverandi aðstæður. Eina færa leiðin er að draga sam- an seglin eins og ráðgert er með þessu frumvarpi. Ríkissjóður hefur nokkur und- anfarin ár nærst á umframeyðsl- unni í þjóðarbúinu og fengið toll- tekjur af innflutningi sem keyptur hefur verið fyrir lánsfé og sölu- skattstekjur af viðskiptum sem byggst hafa á lánum erlendis frá. Þetta getur ekki gengið lengur eins og öllum má vera ljóst. Dregið úr verðbólgu og viðskiptahalla Segja má að við undirbúning þessa fjárlagafrumvarps hafi þrjú meginmarkmið verið höfð í huga: • I fyrsta lagi að styðja við hina almennu efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar og stuðla að því að sá veigamikli þáttur efna- hagskerfisins sem ríkisbúskap- urinn er sé samstiga öðrum þáttum í hagstjórninni. Ríkis- fjármálin eru, eins og kunnugt er, alls staðar afar mikilvægur liður í almennri efnahagsstjórn og fjárlög ríkisins áhrifamikið hagstjórnartæki sé þeim rétt beitt. í baráttunni við verð- bólgu og viðskiptahalla á Is- landi á næsta ári skiptir ekki síst máli, að taumhald sé haft á útgjöldum ríkisins og öflug stjórn verði á öllum ríkisbú- skapnum með heildarjafnvægi í huga. Að því er stefnt með frumvarpi þessu. • í öðni lagi hefur það verið meg- inmarkmið í fjárlagagerðinni að gera fjárlögin á ný að raunhæfu, marktæku plaggi gagnvart þeim aðilum sem fjár- veitinga njóta samkvæmt fjár- lögum. Á síðustu árum hefur því farið víðs fjarri að fjárlögin hafi verið raunhæf þótt í ár hafi tekið út yfir allan þjófa- bálk að þessu leyti, þegar margar stofnanir og ráðuneyti voru búnar með fjárveitingu alls ársins löngu fyrir mitt ár. Þess eru t.d. ýmis dæmi að fjár- veiting til stofnana og ráðuneyta á fjárlögum ársins 1983 hafi verið lægri en raunverulegur kostnaður var 1982 samkvæmt ríkisreikn- ingi, þrátt fyrir gríðarlegar verð- hækkanir milli þessara tveggja ára. Þetta er auðvitað skrípaleikur og nær engri átt. í fjárlagafrum- varpinu nú er gerð alvarleg hrein- gerning í þessu efni og reynt að áætla raunhæft fyrir þeim rekstri sem ráðgerður er. Þetta ástand hefur ekki aðeins skapað óþægindi og óvissu fyrir alla hlutaðeigandi heldur einnig grafið undan því fjárhagslega að- haldi sem fjárlögin eiga að veita þeim sem fjárveitingar hljóta. Útilokað hefur verið að beita greiðsluáætlunum í alvöru í þessu skyni. Loks hefur þetta ástand leitt til þess að hjá einum manni, fjármálaráðherra, hefur safnast mikið og óeðlilegt geðþóttavald. Albert Guðmundsson fjármílaráð- herra. Þetta vald birtist í aukafjárveit- ingum, sem fjármálaráðherrann hefur vald til að heimila. Með þessu valdi er Alþingi í raun svipt hluta fjárveitingavaldsins þótt seint og um síðir sé flutt frumvarp til fjáraukalaga, sem i raun er ekki hægt að gera breytingar á. í þessu efni er mál til komið að sporna við fótum og takmarka þetta óþingræðislega vald. Áhrifa- ríkasta leiðin til þess er að setja ríkinu raunhæf fjárlög eins og stefnt er að með þessu frumvarpi. Ég vil vekja athygli alþing- ismanna á viðhorfum ríkisend- urskoðunar í þessu efni. í skýrslu hennar um framkvæmd fjárlaga árið 1982 segir m.a.: „Ríkisend- urskoðun telur mjög mikilvægt að fjárlög séu þannig afgreidd af Al- þingi, að þau sýni raunverulegan vilja Alþingis um fjárveitingar til einstakra viðfangsefna og að fjár- lög séu marktæk til stjórnunar á ríkisbúskapnum. Þá telur ríkis- endurskoðun ennfremur að kveða verði fastar á um heimildir fram- kvæmdavalds til ákvarðana um aukafjárveitingar en gert er nú. Ríkisendurskoðun vill benda á, að lausn á þessu máli gæti verið að Alþingi tæki fjárlög til endurmats innan fjárlagaársins." • Þriðja meginmarkmiðið sem haft hefur verið að leiðarljósi við samningu þessa fjárlagafrum- varps er að draga úr umfangi ríkisins í þjóðarbúskapnum, minnka ríkisumsvifin og tak- marka hlutdeild ríkisins í þjóð- artekjunum. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er þetta markmið orðað á eftirfarandi hátt: „Gagnger endurskoðun fari fram á ríkisfjármálum við undirbúning og gerð fjárlaga framvegis, með það fyrir aug- um að draga úr ríkisumsvifum og útgjöldum." Þetta þýðir ein- faldlega að ríkið hyggst soga minna til sín af aflafé því sem atvinnuvegir og einstaklingar skapa. Þetta kemur glöggt fram í fjárlagafrumvarpinu eins og ég mun víkja nánar að síðar. Hitt er svo annað mál, að margra ára þróun í átt til auk- innar útþenslu ríkisbáknsins verður ekki snúið við á einni nóttu eða með einum fjárlög- um. Þar verður að vera um að ræða skipulega áætlun til nokk- urs tíma. M.a. verður í því sam- bandi að huga að lagabreyting- um vegna tilfærslu verkefna og tekjustofna til sveitarfélaga. Mun ríkisstjórnin væntanlega beita sér fyrir tillögum í þessu efni von bráðar. Ljóst er að minnkun ríkisum- svifa kallar á verulegt sparnaðar- og hagræðingarátak af hálfu hins opinbera. Ég vil nota þetta tækifæri til að skýra frá því, að samstarf hefur tekist milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sér- stakt hagræðingarátak í opinber- um rekstri á næsta ári. í undir- búningi er sérstök herferð í þessu skyni, sem kynnt mun almenningi fljótlega. Ætlunin er m.a. að leita eftir hugmyndum hjá starfs- mönnum opinberra fyrirtækja og stofnana og þeim sem njóta opin- berrar þjónustu um aukna hag- kvæmni í rekstri og bætta þjón- ustu. Markmiðið er að sjálfsögðu að leita leiða til að bæta þjónust- una og lækka tilkostnað. Ég vil þakka Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga fyrir frum- kvæði og gott framtak í þessu máli. Hættuástand — Verðbólga 132—168% Þetta fjárlagafrumvarp ber merki þeirrar upplausnar og þess hættuástands er ríkti þegar ríkis- stjórnin tók við völdum á síðast- liðnu vori. Þegar hafist var handa um undirbúning frumvarpsins kom í ljós, að ástandið í efnahags- og ríkisfjármálunum var enn verra en haldið var þegar stjórnin var mynduð. Verðbólgan stefndi langt yfir 100%. Árshraði verðbólgunnar miðað við verðbreytingar í febrúar-maí á þessu ári var 132% og hefði orðið 168% í mai-ágúst, samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar, ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið í taumana. Árshraði verðbólgunnar miðað við hækkun lánskjaravísitölu í maí- mánuði var 159%. Sýnt var á síð- astliðnu vori, að verðbólgan var að verða stjórnlaus og við svo búið mátti ekki sitja. Þessi þróun stefndi atvinnulífi landsmanna í stórkostlega hættu og hefði hún ekki verið stöðvuð, hefði atvinnu- brestur fylgt í kjölfarið. Því var sem betur fer afstýrt. Megin- ástæða þess hvernig komið var var sú, að vegna innra ósamkomulags í hæstvirtri fyrrverandi ríkis- stjórn og viljaleysis Alþýðubanda- lagsins til að taka á vandanum, horfði sú ríkisstjóm aðgerðarlaus á það gerast, að þjóðarframleiðsl- an og þjóðartekjurnar stórmjnnk- uðu. í stað þess að laga útgjöld þjóðarbúsins að lækkuðum tekjum þess, sat stórnin með hendur í skauti og lét reka á reiðanum, þrátt fyrir góðan vilja ýmissa sem í henni áttu sæti. Afleiðingin varð vitaskuld mjög alvarlegur viðskiptahalli, eða 10 af hundraði miðað við þjóðarfram- leiðslu. Halli varð reyndar einnig á viðskiptum þjóðarinnar við út- lönd á metaflaárunum 1980 og 1981 eða um 2,3% 1980 og 5% 1981 miðað við þjóðarframleiðslu. Þetta hafði auðvitað það eitt í för með sér að skuldir þjóðarbús- ins erlendis stórjukust. Á tíma síðustu ríkisstjórnar voru tekin meiri erlend lán til að fjármagna eyðslu umfram efni en nokkru sinni fyrr. Það voru meira að segja tekin erlend lán til að greiða hluta af útflutningsuppbótum á landbúnaðarvörur og af þessum lánum verðum við að borga 40 m.kr. á næsta ári, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Nú er svo komið, að því er spáð er, að um næstu áramót muni Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokks: Ýmsar veilur eru í fjárlagafrumvarpinu Hér fer á eftir stuttur kafli úr upphafsorðum Kjartans Jó- hannssonar (A) í fjárlaga- umræðu í fyrri viku: „Ég vil segja það fyrst að ég segi það fjármálaráðherra til hróss að hann skuli hafa lagt fram láns- fjáráætlun núna strax við 1. um- ræðu fjárlaga. Á þetta hefur skort á undanförnunj árum og það hefur verið til mikils baga, reyndar til vansa. Þannig að það er mikil framför að ráðherra skuli hafa séð til þess að við fengjum nú láns- fjáráætlun jafnframt því sem 1. umræða um fjárlögin fer fram. Það er Ijóst að í þessu fjárlaga- frumvarpi er leitast við að gæta aðhalds á ýmsum sviðum, og ég held að allir séu meira og minna sammála um það, að eins og árar hjá okkur núna, þá sé enn meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að sýna aðhald í ríkisrekstrinum. En það er náttúrulega ekki sama hvernig það er gert, og ekki nema von að menh deili um það, hvort sá niðurskuðrur, sem framkvæmdur er, sé með réttum hætti eða ekki, vegna þess einfaldlega, að við höf- um á því mismunandi skoðanir. Þingmenn Alþýðuflokks hafa látið koma fram þau sjónarmið, m.a. kom það fram hjá Karvel Pálmasyni hér fyrr í þessari um- ræðu, að við værum ekki sammála því, hvernig aðhaldinu væri beitt. Ég held að það sé nauðsynlegt að aðhaldið byrji að ofan og að stjórnarstofnanir ríkisins sýni fordæmi um það aðhald sem beita þarf. Það á auðvitað við um stjórnarskrifstofurnar, þær sem standa næst ráðherrunum, en þess sjáum við lítinn stað hér. í frumvarpinu eru ýmsar veilur. Þær hafa verið raktar. Bæði að það sé í rauninni fjárvöntun, þannig að dæmið gangi ekki upp, en líka held ég að það séu veilur að því er varðar sumar hugmyndir um aðhald og niðurskurð. Það eru gefnar ákveðnar pró- sentur sem eiga að vera til að- halds, 2,5% á launum og 5% á öðru. Þetta hefur verið reynt áður og framkvæmdin hefur, held ég, ævinlega farið úr böndunum. Það er mikill vandi að framkvæma þetta. Ráðherra og ríkisstjórn er mikill vandi á höndum að standa við þetta markmið. Það dugar ekki að setja þetta niður á pappírinn, það verður að sjá til þess að fram- kvæmdaaðilar séu fyrir hendi, sem sjá til þess á hverjum tíma að þetta gerist — og að ábyrgðin hvíli á ákveðnum aðila, ef menn ætla að framkvæma niðurskurð af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.