Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 47 Borgarfjöröur eystri: Veturiim hefur aldrei fæst hefir hlotið atkvæði á listan- um, að hann sé úr leik, því að hann er vonlaus um að komast í úrslit. Skulu atkvæðaseðlarnir, sem báru nafn hans í reit eitt, nú teknir og þeim skipt yfir á þann sem á nafn í reit tvö á hverjum seðli fyrir sig. Þannig flyst atkvæði landsfund- arfulltrúans, þegar talningin leið- ir í ljós, að það nafn sem hann setti í fyrsta reit kemst ekki í úr- slit, óskert í fullu gildi yfir á það nafn, sem fulltrúinn setti í annan reit. Fjöldi þeirra atkvæðaseðla, sem skipta um hendi, skal skráður i nýjan dálk og síðan samanlagður fjöldi atkvæðaseðla hvers manns á listanum í þriðja dálkinn. Þetta skal endurtaka, þar til tveir menn standa eftir. Þá er sá rétt kjörinn, sem fleiri atkvæða- seðla hefur hlotið. Séu annar og þriðji maður jafn- ir að atkvæðum, skal hlutkesti ráða, ef ljóst er, að hvorugur þeirra nái fyrsta sæti. Sé fyrsta sætið í húfi, skal kjósa aftur. Hljóti efsti maður ekki meira en helming greiddra atkvæða, skal kjósa aftur. Að úrslitum fengnum skal til fróðleiks gera annan lista yfir þá sem skráðir eru í reit tvö á þeim seðlum, sem höfðu sigurvegarann í fyrsta reit. Þriðja listann skal gera til fróðleiks yfir þá, sem skráðir eru í reit tvö á þeim seðl- um, sem höfðu í fyrsta reit þann sem næstflest atkvæði hlaut. Birta skal þessa þrjá lista strax að talningu lokinni. Þó skal ekkert nafn á þeim birta, sem hlýtur lægri tölu en 30 á viðkomandi lista, heldur færa þær tölur á ýmsa. Vilji meirihlutans Kosning með úrslitaatkvæðum leiðir í ljós vilja meirihluta lands- fundarfulltrúa, hvernig svo sem atkvæðin kynnu að hafa dreifst og fallið dauð með gamla fyrirkomu- laginu. Nú ræður ekki hending úrslit- um, því að engin hætta er á því að atkvæði falli dauð, jafnvel þótt þrír álíka fylgissterkir menn séu um hituna. Enginn möguleiki er á þvi, að stuðningur fulltrúans við þann, sem hann setur í reit tvö, komi þeim i koll, er fulltrúinn setur i reit eitt. Nú er fulltrúinn þarf ekki að hafa áhyggjur af, að atkvæði hans falli dautt, verður val hans auð- veldara og hann getur kosið af kaldari yfirvegun. Þar sem engin atkvæði falla dauð, getur nú enginn gert sér ýktar hugmyndir um, að hann kunni að eiga dulið fylgi meðal dauðu atkvæðanna. Kjör með úrslitaatkvæðum hef- ir alla kosti tveggja umferða, en sneiðir hjá göllum þeirra. Hér er engin ábyrgðarminni fyrri umferð, heldur ein umferð sem leiðir lýðræðislegan vilja meirihlutans tryggilega í ljós. Til fyrirmyndar Hér er öllum gert jafn hátt und- ir höfði, einnig þeim fulltrúum, sem setja sigurvegarann í reit eitt, eða þann sem honum er næstur að fylgi. Hér fá þeir fulltrúar tæki- færi til að setja í reit tvö, þann sem þeir kjósa næsthelst, og geta verið vissir um, að sá komist á blað á öðrum hvorum listanum, sem birtur verður til fróðleiks. Formannskosningar með úr- slitaatkvæðum eru tfðkaðar víða í þroskuðum lýðræðislöndum og eru algengari en tveggja umferða að- ferðin utan Norður-Ameríku. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætið réttilega litið á sjálfan sig sem al- íslenskan flokk, sem enga löngun hefur til þess að líkjast neinum eriendum flokki. Er því alveg þarflaust að nefna neinar erlendar fyrirmyndir varðandi þessa kosn- ingaaðferð. Sjálfstæðisflokkurinn er alveg fullfær að þróa sjálfur þá kosningaaðferð, sem honum hent- ar best. Enginn skyldi hafa áhyggjur af því, þó að andstæðingablöðin kynnu að reyna að rangtúlka nýju kosningaaðferðina. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki beðið eftir því, að aðrir ríði á vaðið. Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur að vera öðrum til fyrirmyndar, ella staðnar lýðræðið (landinu. Kinar H. Ásgrímsaon er deildar- rerkfrædingur hji Varnarliðinu í Kefla ríkurfhigrelli. Bókaskrá Bókavörðunnar: Upplýsingar um 733 bækur, blöð og tímarit SEND hefur verið út bókaskrá Bóka- vörðunnar í Reykjavík, — verslunar með gamlar bækur og nýlegar, og er þetta tuttugasta og fjórða skrá versl- unarinnar frá upphafi. í fréttatilkynn- ingu sem Morgunblaðinu hefur borist segir svo meðal annars, en í skránni eru 733 númer: „Skráin skiptist að þessu sinni eftir efnum í: Þjóðsögur og þjóðleg- ur fróðleikur, héraðasaga og ætt- fræði, íslenzk og norræn fræði, tímarit og ritsöfn, saga lands og heims, ljóð og kvæði, skáldsögur og smásögur, landlýsingar af norður- slóð, trúmál og prédikanasöfn, nátt- úrufræði, auk viðbætis og blöndu nýkominna rita. í þessari skrá er óvenjulega mik- ið af fágætum og merkum bókum, sem sjaldan eru á markaði. Má þar t.d. nefna Alþýðubókina eftir Hall- dór Laxness, 2. útgáfu, Reykjavík 1947, en útgáfa þessi var einungis prentuð í 15 eintökum og eru nöfn viðtakenda skráð á eintökin. Einn- ig: Saga Reykjavíkur 1,—2. bindi eftir Klemens landritara Jónsson, Árbækur Reykjavíkur eftir dr. Jón Helgason biskup, Kvæðabók Jó- hanns Jónssonar skálds, hin fágætu smákver eftir Jón Thoroddsen yngra: Flugur og María Magdalena. Einnig öll skáktímarit, sem prentuð hafa verið á Islandi: Tfmaritið Skák frá upphafi, íslenzkt skákblað, Skákritið, Skákblaðið og fleiri. Fágætasta bók í skránni er tvf- mælalaust bók R. Konrads Maur- ers: Islándische volkssagen der Gegenwart, en bók þessi var gefin út í Leipzig í Þýzkalandi árið 1860, tveim árum fyrir hið mikla þjóð- sagnasafn Jóns Árnasonar, Maurer var velgjörðarmaður og leiðbein- andi Jóns Árnasonar við söfnun þjóðsagna, auk þess að vera virtur vísindamaður í réttarsögu og lög- vísi. Ekki er vitað til að bók þessi hafi verið seld hérlendis sfðustu 30 árin, nema einu sinni. Bóksöluskrá þessa geta allir dreifbýlisbúar feng- ið senda ókeypis, en Stór-Reykja- víkurbúar fá hana afhenta í verzlun Bókavörðunnar á Hverfisgögu 52.“ komið jafn Borg*r(ir6i ejstra, fjreu relrardtg 1983. Oft hefur nú veturinn verið stund- vís og stundum jafnvel komið fyrir tímann, en í þetta skipti sló hann öll met, því að í morgun vökuðum við við norðanrok og 10 stiga frost. Nú eru öll fjöll hvít og snjór niður f byggð. Nú er sláturtíð lokið hér i Borg- arfirði. Lógað var 4.434 dilkum. Var meðalfallþungi 15 kg. Þyngsti dilk- ur vó 24,9 kg og var eigandi hans Jón Sveinsson i Hvannstóði. Einnig var lógað 440 fullorðins fjár. Enn sem komið er hefur sildin alveg svikið okkur Borgfirðinga og má þar lika kenna um slæmum löndunaraðstæðum. Þó kom Vísir frá Hornafirði með smáslatta fyrir alllöngu og voru saltaðar 50 tunnur, svo að ekki er hægt að segja að Borgfirðingar hafi þó ekki séð sfld og vonandi kemur fleira sfðar. Verkstjóri á síldarplaninu er ólaf- ur Áðalsteinsson. Gæsasláturhús eitt mikið er hér tekið til starfa og er slátrun senn að Ijúka. Slátrað hefur verið um það bil 2.500 gæsum, vfðsvegar af Aust- urlandi. snemma í grunnskóla Borgarfjarðar eru nú í vetur 28 nemendur og er það talsverð fjölgun frá fyrra ári, enda hefur færst fjör hér f barneignir og nú sjást stundum konur með barna- vagna hér á götunni, sem var nær óþekkt fyrirbrigði fram til seinni ára. Enn hafa orðið skólastjóra- skipti við skólann og heitir sá Olaf- ur Arngrímsson sem nú ræður þar ríkjum. Auk hans starfa við skól- ann einn fastakennari og þrfr stundakennarar. Borgfirðingar bjóða skólastjórann og hið nýja kennaralið velkomið og vænta hins besta af því. Ekki er hægt að segja að hér séu miklar framkvæmdir, en þó eru þrjú fbúðarhús f smíðum og helj- armikið gripahús (og hlaða?) f Njarðvfk. Úti í Njarðvík hefur önn- ur jörðin, samnefnd vfkinni, staðið f eyði undanfarin ár. Nú hefur ungur og áhugasamur bóndi, Andrés Hjaltason frá Snotrunesi, tekið jörðina til ábúðar og flutt þangað með fjölskyldu sinni. En þar sem hann kemur af ríðusýktu svæði, hefur hann ekki mátt flytja neitt af sínu fé með sér en orðið að kaupa sér nýjan fjárstofn annarsstaðar frá, t.d. Mjóafirði. Andrés lætur þó slíkt ekki aftra sér og vonum við að hann sigrist á þeim erfiðleikum og kostnaði. f sumar voru gerðir hér út um 20 bátar, flest trillur og öfluðu sæmi- lega. Fyrsta september voru komin á land 467 tonn, auk 279 tonna tog- arafisks, sem fluttur var landleið- ina frá Eskifirði, nema hvað togar- inn landaði hér einu sinni 30 tonn- um. Mest af þessum fiski fór í fryst- ingu. Nokkrar skotglaðar skyttur hafa nú tekið hólka slna og arkað til fjalls og telja þeir öllu meira af rjúpu nú en undanfarin ár. Áf þeim 90 hreindýrum sem leyft var að skjóta hér, hafa nú verið felld 54 dýr og er aðalveiðisvæðið Loðmundarfjörður og Húsavlk. Að lokum skal þess svo getið að i dag kom hingað flokkurinn „Hálft i hvoru“ og hélt hér tónleika. Skemmti hann hér við ágætar und- irtektir og voru margir textar og lög, sem þeir fluttu, eftir þá sjálfa. Aðsókn var góð, listamennirnir klappaðir upp og að lokum var þeim færður forkunnarfagur platti til endurgjalds fyrir skemmtilega stund og til minningar um komuna hingað. Platti þessi var hannaður og gerður í steiniðjunni Álfasteini, Borgarfirði. Sverrir Nú kemur Kalmar JMú geta auir eignast Kalmar-innréttingu á viðráðanlegu verði ogfengið hana afgreidda og uppsetta á stuttum tíma. OG ÞAÐ SEM MEIRA ER. Með því að panta FYRIR 15. NÓV. SPARAR ÞÚ 10% / nýju Kalmar-innréttingunum sameinast nútíma þægindi, skemmtileg hönnun og síðast en ekki síst hagstætt verð. Ekki missa af því. Þú getur sparað 10%. BAÐSKÁPAR - ELDHÚSINNRÉTTINGAR - FATASKÁPAR Kalmar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011 TÁ Luxemburg er ákjósanlegur dvalarstaður í helgar- eða vikuferðum. Það er líka stutt að fara þaðan til nærliggjandi landa, t.d. Hollands, Belgiu, Fiakklands eða Þýskalands. Helgarferðir - Verð frá kr. 9.201.- Flug og bíll - Verð frá kr. 8.190 - FERÐA Ferðaskrifstofa Hverfisgötu 105 Sími: 19296 Trier stendur á bökkum Mósel og er elsta borg í Þýskalandi, uppfull af skemmtilegum sögulegum menjum og frábærum verslunarmöguleikum. Frá Trier er stutt akstursleið til Mósel og Rín, fegurstu vínræktarhéraða Þýskalands. Flug, bíll og gisting í 4 nætur - Frá kr. 10.781.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.