Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 49 eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Þrátt fyrir karlarembugort Egils Skalla-Grímssonar (sbr. lausavísu) er fátt sem bendir til að misnotkun áfengis og áfeng- issýki hafi verið verulegt vanda- mál á bjóröld. En á 17. öld gekk brennivíns- öld í garð. Breyttust þá á skömmum tíma áfengisvenjur íslendinga til hins verra. Eftir það bar æ meira á því sem nú á tímum er kallað áfengisböl. „Mesta mein aldarinnar" Þrátt fyrir að medalneysla vín- anda á íslandi sé um það bil sú lægsta á Vesturlöndum eru fá heimili hérlendis sem ekki hafa kynnst áfengisbölinu í einni eða annarri mynd. Ein ástæða fyrir mikilli mis- notkun áfengis í landinu er sú að íslendingar fá nær allan sinn vínanda úr sterkum drykkjum en hvorki bjór né léttum vínum eins og þorri Vesturlandabúa. Önnur ástæða er sú að íslend- ingar eru því vanir — eins og aðrir norrænir menn — að kneyfa vikuskammtinn á nokkrum tímum um helgar og verða þá gjarnan ölvaðir, jafnvel ofurölvi. í þriðja lagi eiga fslendingar sér ekki lengur neina hefð í notk- un áfengis aðra en helgarþambið með öllum þeim vandamálum og hættum sem hún leiðir af sér. f fjórða lagi eiga fslendingar oft erfitt með að tjá eigin tilfinn- ingar og þjást ósjaldan af feimni og minnimáttarkennd sem þeir reyna að yfirvinna með áfeng- isneyslu. í fimmta og síðasta lagi gætir streitu- og firringareinkenna iðn- ríkisins æ meira hér á landi og bætist þá við þá landlægu vinnu- þrælkun til lands og sjávar sem hér tiðkast. Áfengi á íslandi Það voru danskir einokunar- kaupmenn sem beindu áfengis- neyslunni í þennan óheppilega farveg því brennivínið var ódýr- ara í flutningi, entist lengur en bjór og gaf meiri arð. Því miður gripu íslensk stjórnvöld ekki til þess ráðs að endurreisa hinn forna vímugjafa fslendinga til vegs og virðingar þegar þjóðin fékk sjálfstæði á ný árið 1918. Því auk þess að vera óhollast allra áfengra drykkja er brenni- vín (og aðrir sterkir drykkir) svo sterkt að erfitt er að stýra neysl- unni og lítið þarf til að komast í vímu. Þetta er afar mikilvægt fyrir þá sök að þvi meira sem innbyrt er af vinanda í eitt og sama skipti þeim mun meiri hætta er á ofurölvun ... og þar með áfeng- issýki. Áfengissýki og samfélag Mannkynið hefur erft tilhneig- ingu til áfengissýki. Jafnframt er ýmislegt sem bendir til þess að sumir hafi erft þennan eigin- leika í ríkara mæli en aðrir. þjóð FÆÐA OG______ HEILSUFAR En tíðni áfengissýkinnar á hverjum stað fyrir sig fer fyrst og fremst eftir umhverfi á við- komandi svæði, þ.e. eftir því hvers eðlis þetta tiltekna samfé- lag er. I rótgrónu þjóðfélagi þar sem stéttaskipting og trúarbrögð eru í föstum skorðum er áfengi eink- um notað til hátíðabrigða til að efla félagslega samloðun og sam- kennd. í slíku samféiagi læra börn og unglingar sjálfkrafa að tileinka sér þær venjur sem taldar eru sjálfsagðar og eðlilegar. Sérstök fræðsla í þeim efnum er því óþörf. Ölvar mik, því Ölvi öl gervir nú fölvan, atgeira lætk ýrar ýring og grön skýra; öllungis kannt illa, oddskýs, fyr þér nýsa, rigna getr at regni, regnbjóðr, Hávars þegna I rótslitnum þjóðfélögum iðn- ríkjanna er þessu öfugt farið: áfengisvenjur eru út og suður og auk þess yfirleitt mismunandi eftir því hvaða þjóðfélagshópar eiga í hlut. í slíku samfélagi eru allar hefðir í þessum efnum svo brota- kenndar að einungis með mark- vissri fræðslu er hægt að beina áfengisvenjunum í skynsamleg- an farveg. Þetta er því mikilvægara þeg- :.c haft er í huga hve hættulegur vímugjafi áfengið er, vaxandi framboð enn hættulegri vímu- gjafa og sú félagslega upplausn sem einkennir nútímann. Það er því miður annað tímanna tákn að enn skuli látið viðgangast að unglingar fá enga eða nær enga fræðslu á þessu sviði fyrr en þeir afla hennar sjálfir ... á götunni. Spurningin er nefnilega ekki sú hvort heldur með hvaða hætti fræðsla um áfengismál á að fara fram. Um það þyrfti umræðan að snúast ... að minnsta kosti fyrst um sinn. Fatnaöur á alla fjölskylduna — Sængurfatnaöur — Handklæöi — Barna- fatnaöur — Lopapeysur — Leikföng ___ Gjafavörur í miklu úrvali. FÁLKIN N Hljómplötur innlendar og erlendar frá Fálkanum á sprenghlægilegu verði. Þaö borgar sig aö líta inn. Góöar vörur á stórlækkuöu veröi. STÓR ÚTSÖLUMARKAÐURINN í kjallara Kjörgarös.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.