Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Frá landsfundi Kvennalistans, en hann var haldinn á Hótel Loftleiðum um síðustu helgi. tym. Mbl. RAX. Landsfundur Kvennalistans: Kvennalistinn verði áfram „lárétt grasrótarsamtök“ — eða „flöt samtök“, eins og Kvennalistakonur orðuðu það í UMRÆÐUM á landsfundi Sam- taka um kvennalista á sunnudag, en fundurinn stóó yfir laugardag og sunnudag, bar mest á kröfu fund- armanna um að samtökin yrðu áfram „lárétt grasrótarsamtök" eða „flöt samtök“, eins og fundarkonur nefndu það og voru lög samtakanna og starfsreglur, sem gengið var frá á fundinum, orðuð í samræmi við það. Þá hlaut nýyrðið „angi“ um félags- deildir samtakanna mikla umraeðu, en fundurinn vísaði ákvarðanatöku um beitið til félagsfunda, sem varð niðurstaða afgreiðslu nokkuð margra mála. Stefnuyfirlýsing lands- fundar var undirbúin í hópvinnu á laugardag. Drög að ályktuninni sem lögð voru fram eftir hádegi á sunnu- dag þóttu af nokkrum fundarkvenna ekki nægilega hörð og var þeim því vísað í fjögurra manna nefnd. Snarp- ar pólitískar deilur urðu síðan við afgreiðslu stjórnmálaályktunarinn- ar, síðdegis á sunnudag. Málsmeðferð stjórnarmála- ályktunar var gagnrýnd harðlega af nokkrum fundarkvenna, sem þótti lítið mark vera tekið á starfi hópanna á laugardag. Helstu rök- semdir gegn fyrstu drögum voru, að þau væru ekki nægilega harð- orð, — „hnykkja þyrfti betur á“, eins og ein konan orðaði það. Þá væri alltof mikið af orðum eins og „fagna", „þakka“ og yfirleitt já- kvæði í drögunum. í fjögurra manna nefndinni sem yfirfór fyrri drög áttu m.a. sæti Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingis- maður. Er þeirra drög lágu fyrir um kl. 18 voru margar fundarkon- ur farnar af fundi, enda átti hon- um að ljúka samkvæmt dagskrá kl. 12. Varð þá snörp umræða bæði vegna málsmeðferðar og eins vegna setningar sem bæst hafði inn í ályktunardrögin, svohljóð- andi: „Ríkisstjómin lætur ekki þar við sitja heldur tekur helming af kaupi launafólks ófrjálsri hendi og flytur í vasa atvinnurekenda". Kom fram tillaga um brottfall setningarinnar undirrituð af fjór- um fundarkonum, Kristín Hall- dórsdóttir alþingismaður var þeirra á meðal. I umræðunum sögðu flutningskonur m.a. að þarna væri um rangtúlkun að ræða. Einn flutningskvenna sagð- ist sjálf vera atvinnurekandi og þekkja það af eigin raun og þetta væri rangfærsla. Þá bentu sumir ræðumenn á, að kvennalistinn væri iðulega flokkaður f ákveðinn pól stjórnmálanna. Þessi setning gæfi þessari flokkun byr undir báða vængi, enda væri hún ekkert annað en áróður úr herbúðum vinstri rnanna. Guðrún Jónsdóttir var í fararbroddi þeirra sem halda vildi setningunni inni og urðu lyktir málsins þær, að gengið var til atkvæða. Setningin var felld brott með 13 atkvæðum gegn 10, en 29 konur voru þá eftir á fundin- um, sem upphaflega sátu um 60 konur. I staðinn var sett inn setn- ing úr eldri drögunum, svohljóð- andi: „Kvennalistinn krefst þess að ríkisstjórnin skili aðilum vinnumarkaðarins aftur samn- ingsrétti sínurn." Stjórnmála- ályktunin var síðan samþykkt eft- ir fleiri minniháttar breytingar með 27 samhljóða atkvæðum. Við umræður um stjórnmála- ályktunina sagði ein fundar- kvenna, Guðrún Sæmundsdóttir, að hún drægi í efa réttmæti setn- Lagasamþykkt lands- fundar Kvennalistans: Brot á Jafnrétt- islögunum? Á LANDSFUNDI Kvennalistans um helgina kom upp sú spurning, hvort í lögum um starfshætti Kvennalistans sem samþykkt voru á fundinum, fælist brot á Jafnréttislögunum. Fram kom breytingartillaga vegna Jafnrétt- islaganna um að niður félli orðið „kona“ um starfsmann Kvenna- listans og í staðinn kæmi: starfs- maður. Tillagan náði ekki fram að ganga og því stendur i lögun- um: „Framkvæmdaráð Kvenna- listans ráði sér konu til starfa.“ Mbl. spurði Guðríði Þor- steinsdóttur, formann Jafn- réttisráðs, hvort hér væri um brot á Jafnréttislögunum að ræða. Hún sagðist ekki hafa heyrt af þessu máli fyrr og vildi því ekki tjá sig um það, áður en og ef Jafnréttisráð fjallaði um það. Guðríður vitnaði þó til 3. gr. laga um Jafnréttisráð sem hún sagði svohljóðandi: „Atvinnu- rekendum er óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði og gildir það m.a. um ráðningu og skipun í starf, stöðuhækk- un, stöðuheiti, uppsögn úr starfi, veitingu hvers konar hlunninda og almenn vinnu- skilyrði." ingarinnar: „Kvennalistinn mót- mælir einnig eindregið þeim stór- auknu hernaðarframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar hér á landi“. Sagði hún þar væntanlega átt við framkvæmdir í Helguvík o.fl., en það væru bara alls ekki hernaðarmannvirki að hennar mati. Ábending hennar fékk ekki hljómgrunn og bentu konur þær sem tóku til máls í kjölfarið á, að ef tekin væri skóflustunga að ein- hverju sem gæti geymt vopn, eða ef rekinn væri niður pinni sem borið gæti ratsjárstöð, þá væru kvennalistakonur á móti því, eins og ein ræðukona orðaði það og hlaut hún mikið klapp fyrir. Landsfundur gekk einnig frá nýjum lögum samtakanna og reglugerð um starfshætti. í hóp- umræðum á laugardeginum var rætt um ýmis þjóðmál og kvenna- pólitík. Þá var einnig samþykkt ályktun þar sem vakin er sérstök Akranes: Sjálfstæðisfélögin hefja vetrarstarfið Vinningaskrá bíl- beltahappdrættisins Akranesi, 28. september. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi hafa nú byrjað vetrarstarf sitt, en á und- anförnum árum hafa þau haldið uppi öflugu félagsstarfi. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn mánudaginn 3. okt. sl. i Sjálfstæðishúsinu. Var hér um að ræða almennan stjórnmálafund. Frummælendur á þessum fundi voru þingmenn flokksins í Vestur- landskjördæmi og ræddu þeir viðhorfin í stjórnmálunum. 1 upp- hafi fundarins minntist formaður fulltrúaráðsins, Friðrik Jónsson, Gunnars Thoroddsen fyrrv. for- sætisráðherra. Fundarmenn vott- uðu hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Félögin innan Sjálfstæðisfélags Akraness hafa nú öll haldið sína fyrstu fundi á þessum vetri. Aðal- mál þessara funda hefur verið að kjósa fulltrúa á væntanlegan landsfund Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðiskvennafélagið Báran hélt sinn fund 4. október sl. For- maður félagsins er Ragnheiður Ólafsdóttir bæjarfulltrúi. Þór, fé- lag ungra sjálfstæðismanna, hélt sinn fund 9. október sl. Formaður Þórs er Guðjón Kristjánsson. Sjálfstæðisfélag Akraness hélt fund 10. október sl. Formaður þess er Halldór Sigurðsson. Fulltrúa- ráðið hélt fund 12. október sl. Formaður þess er eins og áður segir Friðrik Jónsson. Laugardaginn 15. október sl. var haldinn opinn fundur sjálfstæð- ismanna þar sem framsögumenn voru Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og alþingis- mennirnir Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriðason. Ræddu þau stefnu ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum og svöruðu fyrir- spurnum fundarmanna. Var góður rómur gerður að máli þeirra. Sunnudaginn 23. október hófust á ný fundir um bæjarmálefni Akraness, en tvo undanfarna vet- ur hafa slíkir fundir verið haldnir annan hvern sunnudagsmorgun kl. 10.30. Þessir fundir hafa verið vel sóttir, menn hafa komið saman og rætt málefni bæjarfélagsins yf- ir kaffibolla. Á þessum fundum hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins bæði í bæjarstjórn svo og í hinum ýmsu nefndum bæjarins sagt frá því helsta sem unnið er að hverju sinni. Almenn ánægja hef- ur verið með þessa fundi, enda skapast þarna náin tengsl milli bæjarfulltrúa og bæjarbúa. Er full ástæða til að hvetja alla þá sem áhuga hafa á starfi flokksins í bæjarmálefnum að mæta á þessa fundi. J.G. MORGUNBLAÐINU hefur borist vinningaskrá úr Bílbeltahappdrætti Umferðarráðs og er hún birt hér á eftir án ábyrgðar blaðsins: „Bílapakki" til umferðaröryggis. Gefandi: Bifreiðatryggingafélögin. 1145 - 6518 - 10775 - 12848 - 13431 - 14724 - 15150 - 15794 - 16582 - 17255 - 17595 - 18158 - 18805 - 19999 - 20658 - 21257 - 21401 - 21418 - 21422 - 21830 - 23202 - 25955 - 26175 - 26434 - 27461 - 28301 - 28992 - 29295 - 29636 - 30632 - 31108 - 33563 - 36908 - 37893 - 38406 - 39606 - 40752 - 40860 - 43290 - 45568 - 46144 — 46672 - 48489. Slökkvitæki í bíla „Gloría" og skyndihjálparpúðar Rauða kross íslands. Gefandi: Olíufélögin. 1213 - 3504 - 4118 - 10718 - 12673 - 14069 - 16043 - 16991 - 17163 - 21040 - 23288 - 24407 - 26300 — 27010 — 29396 - 32217 — 32554 - 33665 - 34020 - 34535 - 35709 - 36154 - 36776 - 37579 - 38584 - 40075 - 40083 - 40978 - 41967 — 41973 — 44180 - 44191 — 45010 - 45313 - 45580 - 46197 - 48750. „KL„ barnabílastóll. Gefandi: Bílanaust hf. — 28098. „Monroe" höggdeyfar. Gefandi: Bílanaust hf. — 11127 — 28803. Rafmagns- pumpa í bíl. Gefandi: Bílanaust hf. — 6530. Bílbeltasett í aftursæti. Gefandi: Bílanaust hf. — 4828, Mótorstilling. Gefandi: Bílastill- ingar Björns B. Steffensen — 21251 — 41043. Kvöldverður, gist- ing og morgunmatur fyrir tvo á einhverju Eddu-hótelanna. Gef- andi: Ferðaskrifstofa ríkisins — 23060 — 29294. Tveir 13“ radial hjólbarðar „Good Year“ með vetr- armynstri. Gefandi: Hekla hf. — 24943. „Tudor" 12v rafgeymir. Gefandi: Skorri hf. — 16938 — 19817. Mótorstilling. Gefandi: Sveinn Egilsson hf. — 8204 — 24139. „Klippan“-barnabílastóll. Gefandi: Veltir hf. - 18779 - 37417. „Superia" 10 gíra reiðhjól. Gefandi: Hjól & Vagnar — 32187. Kvöldverður, gisting og morgun- matur fyrir tvo á Þingvöllum. Gefandi: Hótel Valhöll — 14355 — 18053. Bókaflokkurinn „Aldirnar" 11 bindi 1501-1970. Gefandi: Ið- unn, bókaforlag — 38996. „Chlor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.