Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 59 34. ársþing Landssambands hestamannafélaga: Ný lög samþykkt - vilja- prófun gæðinga afnumin — Kona kosin í aðalstjórn í fyrsta sinn f sögu LH Merkur áfangi náöist á 34. ársþingi Landssambands hestamanna um helgina þegar samþykktar voru breytingar á lögum samtakanna. Voru þingfulltrúar yfirleitt ánsgðir með þennan áfanga en eins og kunnugt er var reynt að koma lagabreytingum í gegn á síðasta þingi sem haldið var í Mosfellssveit, en var ekki talið tímabsrt af meirihluta þingfulltrúa þá. Stefán Pálsson, formaður LH, setti þingiö á föstudag fyrir há- degi en því lauk um klukkan átján á laugardag eins og áætlað hafði verið. Jón Helgason, land- búnaðarráðherra, og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, ávörpuðu þingið í upphafi þess. Egill Bjarnason, ráðunautur, og stjórnarmaður í LH flutti erindi sem bar yfirskriftina „íslenski hestastofninn, stærð hans og dreifing". Greinilegt var að menn voru ánægðir með þetta þing í heild enda var vel unnið og þingfull- trúar virkari í atkvæðagreiðsl- um í hinum ýmsu málum en oft áður. Af öðrum samþykktum má nefna hér breytingar á gæð- ingakeppni. Verður nú aftur tek- ið upp form það sem notað var í úrslitum 1982. Var þetta sam- þykkt með meginþorra atkæða gegn tveimur. Einnig var sam- þykkt að afnema viljaprófun sem viðhöfð hefur verið allt frá ’79. Þingið beindi þeim tilmælum til stjórnar LH að hún beitti sér fyrir því að tekin verði upp tölvuvinnsla dóma og að notuð verði ljósatafla við birtingu þeirra. Jafnframt að stefnt verði að því að þetta verið komið á þann rekspöl að hægt verði að nota þetta fyrirkomulag á næsta fjórðungsmóti sem verður á Vesturlandi. Eins og áður hefur komið fram sá hestamannafélagið Faxi um þinghaldið og verður ekki annað sagt en vel hafi tekist til og aðstaðan á Hótel Borgarnesi eins og best verður á kosið. Kosið var i stjórn LH eftir nýju lögun- um en samkvæmt þeim átti að fjölga aðalmönnum í stjórn úr fimm í sjö. Úr stjórn áttu að ganga þeir Kristján Guðmunds- son, Fáki, varaformaður, og Eg- ill Bjarnason, Léttfeta, með- stjórnandi, og gáfu þeir kost á endurkjöri. Voru þeir báðir endurkosnir og Guðrún Gunn- arsdóttir, Freyfaxa, hlaut ör- ugga kosningu í stjórnina. Er hún fyrsta konan sem kosin er í aðalstjórn en var áður í vara- stjórn. Samkvæmt gömlu lögun- um hafði varaformaður ekki at- kvæðisrétt en eftir breytingarn- ar telst hann fullgildur meðlim- ur stjórnarinnar. í varastjórn voru kosnir Guðmundur Jóns- son, Herði, Gunnar B. Gunnars- son, Sleipni, Jónas Vigfússon, Funa, Árni Guðmundsson, Faxa, og Gunnar Egilsson, Létti. Nán- ar verður sagt frá þinginu síðar. Stjóm Framkvæmdastofnunar ríkisins: Nefnd til að kanna sölu á hluta í Álafossi Skipuð fulltrúum Framkvæmdastofn- unar og Starfsmannafélags Álafoss STJÓRN Framkvæmdastofnunar ríkisins ákvað á fundi sínum 25. október sl. að setja á fót nefnd fulltrúa Framkvæmdastofnunar og Starfsmannafélags Álafoss í því skyni að kanna til hlítar með hvaða hætti unnt verður að koma í kring kaupum starfsmannaféiigsins á hluta í fyrirtækinu. Frá þessu segir í fréttatilkynn- ingu frá Framkvæmdastofnun, en hún hljóðar svo: „Að undanförnu hefir sala ríkisfyrirtækja verið til umræðu í fjölmiðlum. Meðal þeirra fyrirtækja, sem nefnd hafa verið, er Álafoss hf., en hlutafélag félagsins er í eigu Framkvæmda- sjóðs Islands og lýtur félagið sér- stakri stjórn eins og önnur hluta- félög. Á fundi stjórnar Framkvæmda- stofnunar rikisins 25. október sl. var tekið fyrir erindi Starfs- mannafélags Álafoss þess efnis, að athugaðir yrðu möguleikar á því, að starfsfólk fyrirtækisins fengi keyptan hlut í fyrirtækinu. Það var álit stjórnar Fram- kvæmdastofnunar að rétt væri að kanna til hlítar með hvaða hætti hægt væri að koma þessum kaup- um í kring og hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja í því sam- bandi. Því hefir verið sett á fót nefnd fulltrúa beggja aðila til að vinna áfram að málinu. Það kom jafnframt fram á fundi stjórnarinnar, að gefnu tilefni, að sala hlutabréfa í Álafossi hf. væri málefni stjórnar Framkvæmda- stofnunar, sem hefði á hendi stjórn Framkvæmdasjóðs og ráðstöfun á fjármunum sjóðsins, þar með töldum hlutabréfum í eigu sjóðsins.“ Alþjóðleg dans- keppni í fyrsta sinn haldin á Islandi FYRSTA alþjóðlega danskeppnin sem haldin hefur verið hér á landi verður dagana 10. og 12. nóvember. Keppendur verða fjögur pör frá fjórum löndum, allt dansarar í fremstu röð áhugadansara í heiminum í dag, að sögn fyrir- svarsmanna keppninnar. Keppt verður f fimm suður-amerískum dönsum: sömbu, jive, paso doble, rúmbu og cha cha cha. Fyrir keppninni standa Nýi dansskólinn sem á 5 ára starfs- afmæli um þessar mundir, Gildi hf. og enska tímaritið Dance News, en keppnin er haldin með stuðningi Almennra líftrygginga hf. íslenskir áhugadansarar sem áhuga hafa á að taka þátt f keppn- inni eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Níels Einarsson f Nýja dansskólanum. Pörin fjögur frá löndunum fjór- um, sem koma hingað til lands, eru: Colin James og Lene Mikkel- sen, frá Danmörku, David Griffin og Adele Preston, frá Englandi, Kevin Lee og Susan Cliff, frá Hong Kong, og Steve og Caroel Octogen, frá Ástralíu. Sögðu fyrir- svarsmenn keppninnar að danska parið væri nú talið það besta í heiminum í hópi áhugadansara og öll hefðu pörin unnið til fjölda al- þjóðlegra verðlauna, meðal annars á mótum sem hafa verið sýnd í íslenska sjónvarpinu á undanförn- um mánuðum. Fyrirkomulag keppninnar verður þannig að tvö pör verða í einu á gólfinu, en gert er ráð fyrir að hún standi í 1—l'Æ klukkustund. Forsala aðgöngumiða á Álþjóð- legu danskeppnina fer fram á Hótel Sögu 1. og 2. nóvember klukkan 17—19. „Harðari en stál“ FKRTUGASTA bókin í bókanokknum um Morgan Kane er komin út og ber hún heitið „Harðari en stil“. Ný demantsnáma finnst og dem- antar lækka í verði. US Marshall finnst myrtur í húsasundi með dem- ant í jakkafóðrinu. Háfði hann verið drepinn vegna þess að demantsnám- an væri svindl eitt. „Nýjum lögregluforingja var falið verkið: Morgan Kane. Hann varð að sanna að hann væri eins og demant- arnir sem hann leitaði að — harðari en stál — eða láta lífið ella,“ segir í fréttatilkynningu frá bókaútgáf- unni. KRISTJfiíl SIGGEIRSSOfi HF. m LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.