Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 1

Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 260. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Forsætisráðherrar Bretlands og Kanada, Margaret Thatcher og Pierre Elliott Trudeau, heilsast við upphaf fundar síns að Downingstræti 10 í London í gær. Trudeau hélt að fundinum loknum til Ottawa, en hann hefur þá lokið ferð sinni til sex Evrópuríkja. AP/sím»myDd. Trudeau ánægður með viðtökurnar í Evrópu I^tnHon II nnvpmhor AP L«ndoii. II. nóvember. AP. PIEKKE Elliott Trudeau, forsætisráð- herra, Kanada sagði við lok ferðar sinnar til sex Evrópuríkja að hann hefði fengiö góðar undirtektir við til- lögur sínar um að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Trudeau sagði almennt fylgi við tillögurnar, sem ekki hafa verið birtar opinberlega. Boðaði hann meiriháttar ræðu á sunnudag, þar sem hann kveðst skýra frá tillögum sínum og undirtektum ráðamanna í París, Haag, Brussel, Róm, Bonn og London. Kvað Trudeau of snemmt að segja á þessari stundu hvort hann tækist á hendur ferð til Washing- ton og Moskvu. Á fundum sínum með Evrópuleiðtogum ræddi Trudeau einnig við þá um ástandið í Mið-Austurlöndum, Mið-Ameríku og innrásina á Grenada. Arafat harðneitar Trípólí Að sögn líbýsku fréttastofunnar Jana er verið að undirbúa flótta Arafats frá Líbanon til Líbýu. Segir fréttastofan Arafat hafa þegið boð Khadafys og viðræður eigi sér stað er miði að því að tryggja öryggi hans. Bandarískar orrustuþotur, sem staðsettar eru á flugmóðurskipinu Eisenhower, flugu lágt eftirlits- flug yfir Beirút og hæðirnar í kring í morgun og skutu sýrlenzk- ir hermenn að þeim, en hæfðu ekki, að sögn útvarpsstöðvarinnar “Rödd Líbanon". Nefnd allra deiluaðila í Líban- on, sem ræðst hefur við í Genf í vikunni, hefur samið drög að til- lögum um umbætur í Líbanon. Eru þær í 25 liðum í 20 síðna skjali og segja nefndarmenn veru- lega hafa dregið saman með deilu- aðilum og að lausn deilunnar væri möguleg. Hefur fundum nefndar- innar verið frestað fram í næstu viku. Oflugur vörður bíður Reagans Tókíó. 11. nóvember. AP. RÚMLEGA eitthundrað þúsund ör- yggisverðir eru tilbúnir að gæta ör- yggis Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta þegar hann kemur til Seoul frá Tókíó í fyrramálið. Yfirvöld í Suður- Kóreu, minnug sprengingarinnar í Rangoon, eru staðráðin í að koma í veg fyrir hugsanleg hryðjuverk vegna heimsóknar Reagans. Til mótmæla kom á lóðum þriggja háskóla í Seoul í dag, en lögregla braut aðgerðirnar nær samstundis á bak aftur. Heimsókn Reagans til Suður- Kóreu hefur fengið á sig aukna þýðingu í framhaldi af árás Rússa á kóresku farþegaþotuna í haust og sprengjutilræðinu í Burma þar sem 17 háttsettir Suður-Kóreu- menn týndu lífi. Mun Reagan fara til vopnlausa beltisins á landa- mærum Suður- og Norður-Kóreu. George P. Shultz, utanríkisráð- herra, hvatti í dag til aukinnar samstöðu með Suður-Kóreu- mönnum vegna þeirrar hættu sem þeim stafaði af kommúnistum. Kvað Shultz varnarsamstarf Bandaríkjanna og S-Kóreu afar mikilvægt, en búist er við að það samstarf verði meðal helztu um- ræðuefna í heimsókn forsetans og fylgdarliðs hans. Norður-Kóreumenn gagnrýndu Reagan harðlega í dag vegna heim- sóknar hans til Suður-Kóreu, þar sem þeir sögðu hann ætla efna til „stríðsveizlu" í Seoul. Reagan ávarpaði japanska þing- ið í dag og sagði við það tækifæri að Bandaríkjamenn vildu allt gera til að samkomulag næðist við Rússa um fækkun kjarnorku- vopna, en takmarkið væri að eyði- leggja þau öll. Kjarnorkustríð mundi enginn vinná, því slík styrj- öld mundi enda með eyðingu alls lífs. frá að fara TúnLs, Beirút, 11. nóvember. AP. YASSER Arafat, leiðtogi PLO, lætur í Ijós mikinn ugg með ástandið í Trípólí í viötali við blað í Túnis í dag, og segir bardagana þá mestu í sögu Palestínumanna. Jafnframt neitaði hann að yfirgefa borgina þrátt fyrir aukinn þrýsting þar að lútandi. Bardagar héldu áfram í dag milli stuðningsmanna Arafats og and- stæðinga hans innan PLO, sem Sýr- lendingar aðstoða. í viðtalinu var Arafat mjög harðorður í garð Sýrlendinga, sem hann segir vilja sig feigan. Arafat sagði Sýrlendinga hafa með fram- ferði sínu komið Rússum í hin mestu vandræði vegna góðra vensla þeirra, bæði við PLO og yf- irvöld í Damaskus. Af hálfu Kremlar var hvatt til „samstöðu" allra Palestínumanna í dag og Sýrlendingum veitt ofanígjöf fyrir að kynda undir sundrungu meðal skæruliða PLO. Arafat neitaði í dag að verða við áskorun Frashid Karami, fyrrum forsætisráðherra, um að hverfa frá Trípólí með menn sína til þess að forða næststærstu borg Líban- on frá blóðbaði. Hafa leiðtogar Palestínuskæruliðanna, sem berj- ast gegn Arafat, veitt honum frest til sunnudagskvölds til að koma Skæruliði PLO, sem fylgir Arafat að málum, með hjálm og höfuðklút, í sér frá borginni, ella ráðist þeir Trípólí í gær. AP/Sfm»mynd. jnn j borgina. Njósn- arans bíður líflát Boston, 11. nóvember. AP. AUSTUR-þýzkur vísindamaður hefur verið sakaður um njósnir og er ákæruskjalið í átta liðum. Reynist hann sekur á hann yfir höfði sér dauðadóm. Vísindamaðurinn, Alfred Zehe, sem er 44 ára, var hnepptur í varðhald í gær, þar sem hann sótti ráðstefnu bandarískra vísindamanna. Er hann sakaður um að hafa borgað starfsmanni banda- ríska sjóhersins 16 þúsund dollara fyrir upplýsingar um rafeindastjórnkerfi sjóhersins. Starfsmaður sjóhersins fór 11 sinnum til Washington, Mexíkóborgar og Austur- Berlínar til að afhenda Zehe skjöl og ljósmyndir. f A-Berlín átti hann einnig fundi með starfsmönnum a-þýzku leyni- þjónustunnar. Sami starfsmaður hlaut 5.500 dollara frá þremur starfsmönnum austur-þýzka sendiráðsins í Washington og Mexíkóborg. Gerði hann FBI og leyniþjónustu sjóhersins viðvart um starfsemi Zehe. Ráðherra rekinn Búdapesl, 11. nóvember. AP. ADAM Bonifert aðstoðar- dómsmálaráðherra Ung- verjalands hefur verið vik- ið úr starfi fyrir að misnota völd sín, að sögn ríkis- fréttastofunnar, MTI. Fréttastofan skýrði ekki nánari ástæður brottvikn- ingarinnar, en sagði einung- is að hann hefði misnotað embættisvöld sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.