Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 Ljósm.: JG Sungið í „rigningu“ llnnur Steinson, ungfrú ísland 1983, tekur um þessar mundir þátt í keppn- inni Ungfrú heimur í London. Myndin var tekin á Trafalgar-torgi þegar allir þátttakendur í keppninni sungu lagið „Singing in the Rain“. Þar eð besta veður var meðan upptakan fór fram, varð að framkalla rigningu með allmörg- um slökkvibifreiðum. Úrslit keppninnar verða tilkynnt 17. nóvember. Mýrdælingar kjósa nýja hreppsnefnd MYRDÆLINGAR ganga í dag til kosningar sameiginlegrar hreppsnefndar hins nýja Mýrdalshrepps. í síðustu hreppsnefndarkosningum samþykktu íbúar Hvammshrepps og Dyrhólahrepps að sameina hreppina og tekur sam- einingin gildi um næstkomandi áramót. Þrír listar eru í kjöri, B-Iisti Framsóknarflokks, D-listi Sjálf- staeðisflokks og Z-listi Umbóta- sinna. Hina nýju hreppsnefnd munu 7 menn skipa. Kosið verður á tveimur stöðum. íbúar Dyrhóla- hrepps kjósa í Barnaskólanum á Ketilsstöðum, en íbúar Hvamms- hrepps kjósa í Grunnskólanum í Vík. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 í Vík, en 13.00 á Ketilsstöðum. Á kjörskrá eru 435. Af hálfu B-listans skipa Eyjólf- ur Sigurjónsson, Pétursey, Símon Gunnarsson, Vík, og Málfríður Eggertsdóttir, Vík, þrjú efstu sæt- in til hreppsnefndar, en Birgir Hinriksson, skipar efsta sæti list- ans til sýslunefndar. Af hálfu D-listans skipa Finnur Bjarnason, Vík, Sigríður Tómasdóttir, Álfta- gróf, og Tómas Pálsson, Litlu- Heiði, þrjú efstu sætin til hrepps- nefndar, en Einar Kjartansson, Þórisholti, skipar efsta sæti list- ans til sýslunefndar. Af hálfu Z-listans skipa Vigfús Þ. Guð- mundsson, Vík, Sigríður Magn- úsdóttir, Stóru-Heiði, og Einar Hjörleifur Ólafsson, Vík, þrjú efstu sætin til hreppsnefndar en Þórir Kjartansson, Vík, skipar efsta sæti listans til sýslunefndar. Ekki skíðaveður um helgina SÆMILEGASTA veður ætti að verða um allt land um helgina og allar líkur á að það verði frost- laust, skv. upplýsingum Veðurstof- unnar. Sunnan- og vestanlands mun sennilega rigna í dag í sunnan- áttinni en norðanlands og aust- an vérður úrkomulaust. Á morg- un snýst í allhvassa vesta'nátt með skúrum eða slydduéljum á Suðurlandi, Vesturlandi og vest- anverðu Norðurlandi. Þá verður veður ágætt í öðrum landshlut- um. Víðast hvar um landið er greiðfært, skv. upplýsingum Vegaeftirlitsins. Mosfellsheiði er þó aðeins fær jeppum og Krýsu- víkurleið gæti verið erfið fólks- bílum. Hlýindi og rigning und- anfarinna daga hafa orðið til þess, að afar hæpið er að nokkur maður komist á skíði nærri byggðum um helgina. NEW YORK Ný ljóðabók eftir Kristján Karlsson komin út MORGUNBLAÐINU hefur borist svofelld fréttatilkynning frá Al- menna bókafélaginu. „Ut er komin hjá Almenna bókafélaginu ný ljóðabók eftir Kristján Karlsson. Er þetta þriðja ljóðabók skáldsins. Þessi nýja bók er kynnt þannig á bókarkápunni: „Um skáldskap Kristjáns Karls- sonar má segja með sanni að þannig hafi ekki áður verið ort á íslensku og eiga slík ummæli ekki hvað síst við um hina nýju bók hans, New York. Þarf engum að blandast hugur um að þarna er á ferðinni mikill skáldskapur og gleðilegt vitni um frumleg efnis- tök og grósku í íslenskri ljóðagerð. New York er eins konar ljóða- flokkur, en samband kvæðanna óþvingað með öllu og form þeirra margvísleg. Þau eru sjaldnast ein- föld við fyrstu sýn, jafnvel ekki þau sem eru annars ljóðrænust. Ef til vill má hér minna á athuga- semd höfundarins sjálfs í öðru sambandi: „Merking kvæðanna er að finna í yfirborði þess; það á að vera hús, sem lesandinn getur gengið um fram og aftur eða tekið sér bústað í. Hann kann að reka sig á ókunn- ugleg húsgögn, en hann þarf ekki að varast ósýnilega innanstokks- muni ef hann tekúr fullt tillit til þess sem kvæði segir berum orð- um.“ Enginn vafi er á því að útkoma þessarar sérstæðu ljóðabókar er viðburður í íslenskri ljóðagerð. Ljóðin í New York eru 50 að tölu og bókin er 72 bls. að stærð." Morgunblaðið sneri sér til Kristjáns Karlssonar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar í tilefni af útkomu ljóðabókar hans. Hann kaus að svara þeim í einu lagi og fer svar hans hér á eftir: „Ég veit ekki hvort hægt er að kalla bókina ljóðaflokk og geri það ekki. Kvæðin eru með ýmsu móti og eiga að hafa fulla merkingu hvert í sínu lagi. Milli nokkurra persónanna í kvæðunum er sam- band og þær koma sumar fyrir aftur og aftur. Jú, það er samræmi í myndríki kvæðanna, að ég held. Landsfundi Alþýðubandalagsins: Guðmundur J. kominn í pólitískt veikindafrf — vill fá Þröst Ólafsson í framboð til varaformanns ÞAÐ var þröngt setinn bekkurinn í kringum sjúkrarúm Guðmundar J. Guðmundssonar á Landspítalanum sl. miðvikudag, en þar voru saman- komnir nokkrir forustumenn Alþýðubandalagsins, formaður flokksins og helztu verkalýðsleiðtogar, m.a. Ásmundur Stefánsson. Samkvæmt heimild- um Mbl. mun Guðmundur þar hafa ítrekað við gesti sína, að hann vildi fá Þröst Ólafsson, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, í framboð til varafor- manns flokksins, en Ásmundur Stefánsson hefur stungið upp á að fulltrúi verkalýðsins í framboði til þess embættis verði Grétar Þorsteinsson. Guð- mundur J. mun ákveðinn í að mæta ekki á landsfundi flokks síns um aðra helgi, nema e.t.v. ef Þröstur fær fylgi í varaformannsframboð og mun verkalýðsleiðtoginn hafa orðað það svo, að hann eigi lítið erindi á lands- fund flokks síns „á hlutkesti". Guðmundur hefur legið á Landspítalanum í læknisrann- sókn frá í fyrri viku, en fór heim í gær. Ekki bað hann þó um að varamaður hans tæki sæti á með- an, en það er Ólafur Ragnar Grímsson. í samtali við blm. Mbl. í gær, sagðist Guðmundur sam- kvæmt læknisráði verða að taka sér hvíld nú frá þingstörfum, þannig að varamaður tæki sæti hans, Iiklega nk. þriðjudag. Guð- mundur sagðist ekki vilja tjá sig efnislega um deilur hans og flokksforústunnar. Hann var spurður, hvort hann ætlaði að sitja landsfund flokks síns. „Við skulum segja að ég sé kominn í pólitiskt veikindafrí," svaraði hann. Samkvæmt heimildum Mbl. mun Guðmund J. óa við þeirri breytingu sem orðin er á Alþýðu- bandalaginu í þá átt að fjarlægj- ast uppruna sinn, eins og hann er sagður orða það. Á síðustu stóru samkomu flokksins gekk hann á dyr og skellti hurðum, eftir að margir af helstu frammá- mönnum úr verkalýðsstétt voru ýmist felldir eða rétt náðu kjöri í miðstjórn. Þá fengu þessir aðilar sömu meðferð, er kosnir voru fulltrúar á komandi landsfund í Reykjavíkurdeild flokksins ný- verið og náði Guðmundur J. sjálf- ur kjöri á hlutkesti eins og Mbl. hefur skýrt frá. Guðmundur mun treysta Þresti Ólafssyni bezt allra manna til að rétta hlut verkalýðsarms flokksins. Guðmundur mun m.a. hafa sagt, að flokkur hans sé orðinn „kjaftaklúbbur herstöðvaand- stæðinga og gamalla rauðsokku- kerlinga", athygli flokksins sé engin hvað varðar verkalýðs- hreyfinguna, enda ítök hans þar ört þverrandi. í framhaldi af því hefur Guðmundur sagt, að færi skoðanakönnun nú fram innan Verkamannasambandsins kæmi í ljós að Alþýðubandalagið ætti þar mjög fáa talsmenn. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um komandi samningaviöræður: Höfuðáhersla lögð á að lyfta þeim tekjulægstu Ekki efni til hefðbundinna kauphækkanna, segja vinnuveitendur EKKI ER búist við því að samninga- viðræður Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands hefjist allra næstu daga, að því er fram kom í samtölum Mbl. við for- ystumenn þessara samtaka í gær. Hins vegar kom það fram hjá Ás- mundi Stefánssyni, forseta ASÍ að í komandi kröfugerð yrði megin- áhersla lögð á að bæta kjör þeirra tekjulægstu, en Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að ekki væru efni til hefðbundinna kauphækkana. Magnús sagði í gær að vinnu- veitendur myndu ganga til við- ræðna þegar óskað væri, en ekki kvaðst hann viss um að viðræður myndu hefjast í næstu viku. Ásmundur sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að hefja samn- Kristján Karlsson En fyrir mér sjálfum eru kvæðin óslitin heild af því, að þau snúast um tíma og stað og fólk, sem hefir einangrast í huga mínum. Ég get ekki giskað á, hvort það samhengi kemst til skila eða skiptir lesand- ann máli; hver og einn hefir sína reynslu af því, hvernig endur- minningar taka að fara sínu fram með tímanum, skýrast, renna saman eða jafnvel búa sig til, án þess að spyrja leyfis." ingaviðræður fljótlega, en menn vildu væntanlega sjá til með hvernig framvinda mála yrði á Al- þingi. Hins vegar myndu menn jafnframt kanna hver viðbrögð vinnuveitenda kæmu til með að verða. Hins vegar minnti Ás- mundur á að vinnuveitendur hefðu sagt að engin kauphækkun kæmi til, nema í skiptum fyrir félagsleg réttindi, en þau réttindi skiptu það fólk, sem við verst kjörin býr, miklu máli, þannig að slíkar lausnir væru ekki raunhæfar. „Það er ljóst að við munum í okkar kröfugerð leggja höfuðáherslu á að lyfta þeim sem tekjulægstir eru, því að við höfum ótvíræðar kröfur um það frá okkar fólki," sagði Ásmundur Stefánsson. — Sjá miðopnu. Albert Guðmimdsson fjármálaráðherra: Söluskattur af bókum ekki felldur niður Gef engar vonir um ad hann falli niður á næsta ári „SVAR MITT er nei. Þetta er stór tekjuliður á fjárlögum og ég hef ekki fundið neina leið til sparnaðar á móti. Þá þykir mér ekki líklegt að það finnist leið til þess að fella þetta niður á næsta ári,“ sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra, er hann var spurður í gær, hvort hann ætlaði að verða við óskum bókaútgefenda um að fella niður söluskatt af bókum. Albert sagðist hafa kannað mál- þetta niður verður að finna leið til ið til hlítar og niðurstaðan væri, að engin smuga væri til að fella niður söluskattinn. „Þetta er stór tekjuliður í núverandi fjárlögum, eitthvað um 56 millj. kr. Ef fella á sparnaðar upp á sömu upphæð, en hún hefur ekki fundist, og ég gef engar vonir um að hún finnist á næsta ári,“ sagði fjármálaráð- herra. Félagsmálaráðuneytið: Ekki lagaheimild til að úr- skurða í máli Félagsmálaráðuneytið úrskurðaði í máli Bjarnfríðar Leósdóttur í gær, og er úrskurðurinn þess efnis að ráðuneytið telur sig ekki hafa laga- heimild til þess að skera úr um það hvort Bjarnfríður sé rétt kjörin í framkvæmdastjórn Verkamanna- sambands íslands. Þessar upplýs- ingar fékk Mbl. hjá Hallgrími Dal- berg, ráðuneytisstjóra. Félagsmálaráðuneytinu barst sl. miðvikudag bréf frá Bjarnfríði þar sem þess var óskað að ráðu- Bjarnfríðar neytið skeri úr um það hvort hún væri rétt kjörin í framkvæmda- stjórn Verkamannasambands ís- lands, en kosning fór fram á þingi Verkamannasambandsins í Vest- mannaeyjum nýlega. Bjarnfríður Leósdóttir, sem er kennari og jafnframt varaformað- ur kvennadeildar Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, sagði í samtali við Mbl. í gær, að hún vildi ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefði fengið úrskurð ráðu- neytisins í hendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.