Morgunblaðið - 12.11.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983
9
itomgOsí máD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
í beinu framhaldi af síðasta
þætti og svo sem til frekari
áherslu, tilfæri ég hér úr
Bókmenntum Hannesar Pét-
urssonar það sem þar segir
undir orðinu alþýðuskáldskap-
ur:
„Alþýðuskáldskapur nefnist
í venjulegum skilningi sú
vísna- og kvæðagerð almenn-
ings í landinu, sem er tækifær-
isbundin, óbókleg, einnig þjóð-
kvæði og rímur. Stundum eru
mörkin dregin þannig, að al-
þýðuskáldskapur kallast það,
sem ort er af leikum en ekki
lærðum, en sú skilgreining er
óglögg, því leiðir féllu saman í
vísnagerð og rímnakveðskap
t.d., þar eð báðir aðilar lögðu
stund á þær greinar.
Það er ekki fyrr en eftir
siðaskipti, að ástæða þykir til
að greina á milli lærðra og
leikra í íslenskum bókmennt-
um. Sjálfsmenntun sumra
leikra manna dró þó úr munin-
um á þeim og lærðum mönnum
og gerði hann stundum, þegar
lengra leið, næsta litinn
(Bólu-Hjálmar, Stephan G.
Stephansson)."
Fyrir mér eru Bólu-Hjálmar
og Stephan G. bæði alþýðu-
skáld og þjóðskáld. Kem ég þá
nánar að orðinu þjóðskáld
samkvæmt fyrra fyrirheiti. í
orðabók Menningarsjóðs er
þjóöskáld skýrt: „höfuðskáld,
skáld sem (öll) þjóðin ann og
metur.“ Blöndalsorðabók:
„fremragende Digter, Nation-
aldigter."
Áður en lengra er haldið,
þykir mér rétt að gera grein
fyrir þvi, að í orðum, sem sam-
sett eru með þjóð að fyrra lið,
er tvennt til. Þjóð getur táknað
eitthvað gott, sbr. gotnesku
þiuþ = góður, þiuþeigs = bless-
aður, og þjóð getur táknað
heildina, fólkið allt, gotn.
þiuda = fólk, þiudan-gardi =
(konungs)ríki, lat. totus = all-
ur, e. total.
Líklega merkir þjóðráð gott
ráð, heillaráð, þótt sjálfsagt
gæti það táknað ráð sem allri
þjóðinni hentaði. Þjóðsaga og
þjóðerni eru vafalaust mynduð
af þjóð í síðargreindu merking-
unni.
Eftir skilgreiningum orða-
bóka ætti þjóðskáld þá að vera
þjóðarskáld, þótt auðvitað sé
það gott skáld líka.
Svo segja skilríkir menn, svo
sem sr. Sigurður Stefánsson,
að dr. Magnús Stephensen há-
yfirdómari m.m. hafi fyrstur
manna gefið fyrsta manni
sæmdarheitið þjóðskáld. Það
var sr. Jón Þorláksson á Bæg-
isá. Á titilblaði Paradísarmissis
stóð og: Á íslensku snúinn af
þjóðskáldi Islendinga, Jóni
Þorlákssyni.
Sr. Pétur Pétursson á Víði-
völlum í Skagafirði, kvað eftir
Jón:
Scraí lægsti sig má vara,
söngva þegar kemur í skara
þjóðakáldið Jón l'orláksson.
Ef hann hafdi engils tungu
yfír kleddur dufti þungu:
Hvers mun sídar vera von?
Jónas Hallgrímsson hefur
augljóslega skilið orðið þjóð-
skáld í merkingunni þjóðar-
skáld, höfuðskáld, þegar hann
minntist Bjarna Thoraren-
sens:
Kættir þú margan að mörgu,
svo minnst verður lengi,
þýðmennið, þrekmennið glaða
og þjóðskáldið góða.
Skal svo ekki fjölyrt um
þjóðskáld að sinni.
*
í bréfi Eggerts Ásgeirsson-
ar, sem fyrr hefur verið til
vitnað, var þessi eftirskrift, og
er ég honum öldungis sam-
mála:
„Ég hef þá skoðun að venjan
að skrifa dagsetningar t.d. 06.
09. 83 sé þannig til komin að
það lítur betur út í uppsetn-
ingu bréfa með mörgum dag-
setningum að tölurnar stand-
ist á í dálkum." Smekkur minn
er hins vegar slíkur að hann
býður mér að hafa ekki núllið
þarna samræmisins vegna.
*
Við auglýsinga- og fréttamál
höfum við Þórir Áskelsson á
Akureyri þetta að athuga nú
um sinn:
1. Okkur þykir böngulegt að
kjósa undirbúningsnefnd til
að undirbúa mál. Nægilegt
217. þáttur
ætti að vera að kjósa nefnd
til að undirbúa það.
2. Rjúpnabringur þykir okkur
betra orð en rjúpubrjóst,
þegar sagt er frá veislukosti
Grænhöfðingja og annars
mikilmennis á Akureyri.
Þarfnast það varla skýringa
né rökstuðnings.
3. Okkur þykir ekki smekklegt
að tala um eða auglýsa jóla-
kort í neytendaumbúöum.
Erum jafnvel ekki alveg
vissir um hvað átt sé við.
4. Okkur þykir það bera vott
um sagnfælni að segja í
fréttum frá þorski, sem „er í
veiði", í staðinn fyrir þorski
sem veiðist.
Kristjáni frá Djúpalæk þykir
að vonum undarlegt að sjá orðið
vetrarskammdegi í auglýsingu.
Hann heldur, og það halda
fleiri, að skammdegið sé býsna
háð vetrinum. Þá þykir um-
sjónarmanni ástæða til að
vekja athygli á nýyrði hans
góðsteinn. Þetta orð notaði
hann, þegar hann sagði frá
steinasafni Ágústs Jónssonar.
Orðið er svo eðlilegt, sbr.
góðmálmur, góðvilji, góðhestur,
að það ber ekki á sér þjalarför
eða hamarshögg sumra ný-
smíða málsins.
*
í blöðum fyrir skemmstu át
hver eftir öðrum að hrútakjöt
væri „nánast óseljanlegt og því
myndi sláturhúsið (K.Þ.) ekki
greiða fullt verð fyrir slíka
dilka“ (leturbreyting hér).
Ekki er ljóst hvaðan röng
notkun orðsins dilkur í þessu
sambandi er upprunnin, en
rúmsins vegna bíður frekara
dilkatal næsta þáttar. Gefst
ykkur þá líka færi á að segja
til um hvað þið teljið að dilkur
sé í eiginlegri merkingu.
P.S.
Ekki þarf fullorðna menn til
þess að búa til skemmtileg ný-
yrði. Meðfram vegum má víða
sjá stafi sem lýsir af í myrkri.
Slíka stafi nefndi þriggja ára
stúlka, Þórhildur Sigurðar-
dóttir Briem í Reykjavík, vega-
kerti.
Fasteignasala — Bankastræti
SÍMI 29455 — 4 LÍNUR
Opiö í dag 1—4
Stærri eignir
Vesturberg
Einbýli á góöum staö. Kjallari. hœö og
ris. Ca. 250 fm. Sóríbúö í kjallara. Stór
lóö sem hægt er aö skipta i tvennt og
byggja hus fyrlr nokkrar íbúöir á annarri
lóöinni. Miklir möguleikar. Telkn. á
skrifstofu Akv. sala.
Tjarnarbraut — Hafn.
Einbýli ásamt bílskúr á fallegum staö.
Húsiö er traust steinhús á 2. hæöum.
Gunnflötur ca. 70 fm. Mögulegt aö
skapa innréttingar eftir eigin höföi. Ákv.
sala. Verö 2,3 millj.
Meistaravellir
Góö ca. 145 fm íbúö á 4. hæö ásamt 24
fm bílskúr. Stofa, herb. eöa boröstofa,
eldhús meö búri og þvottahús ínnaf. Og
á sér gangi 3 svefnh. og gott baöherb.
Góö eign á góöum staö. Ákv. bein sala.
Verö 2,1—2,2 millj.
Blómvangur Hf.
Glæsileg ca. 150 fm efri sérhæö ásamt
25 fm bílskúr. samliggjandi stofur, 4
herb., búr geymsla og þvottahús innaf
eldhúsi, fataherb. innaf hjónaherb.
Stórar suöur- og vestursvalir. Mjög
góöar innréttingar. Ákv. sala Verö 2,9
millj.
Garðabær
Ca. 90 fm nýlegt raöhús á 2 hæöum.
Níöri er stofa, eldhús og baö. Uppi:
stórt herb. og geymsla. Bílskúrsréttur.
Verö 1800 þús.
Laxakvísl
Ca. 210 fm raöhús á tveimur hæöum,
ásamt innb. bílskúr. Skilast fokhelt.
Niöri er gert ráö fyrir eldhúsi meö búri,
stofum og snyrtingu. Uppi 4 herb.,
þvottahús og baö. Opinn laufskáli, góö
staösetning viö Árbæ. Verö 2 millj.
Miðvangur — Hf.
Endaraöhús á tveim hæöum 166 fm
ásamt bílskúr. Niöri eru stofur, eldhús
og þvottahús. Uppi 4 svefnherb. og gott
baöherb. Teppi á stofum. Parket á hinu.
Innangengt í bílskúr. Verö 3—3,1 millj.
4ra—5 herb. íbúðir
Melabraut
Rúmgóö ca. 110 fm íbúö á jaröhasö í
þríbýli. 3 svefnherb. og 2 stofur. Gott
eldhús meö parketi á gólfi. Verö 1550
þús.
Eskihlíð
Ca. 120 fm íbúö á 4. hæö. 2 stórar
stofur 2 rúmgóö herb. Gott aukaherb. í
risi. Nýtt gler. Danfoss hiti. Verö
1650—1700 þús.
Skaftahlíð
Ca. 115 fm íbúö á 3. hæö í góöri blokk.
Mjög stórar stofur, 3 svernherb. HaBgt
aö taka viöbótarherb. af stofu. Mjög
góö sameign. Ákv. sala.
3ja herb. íbúðir
Laugavegur
Ca. 80 (m ibúð á 3. hæð í steinhúsi með
timburínnréttingum. 2 góðar stofur, 1
svefnherb. og gott baöherb. ibúðin er
uppgerð með viöarklæöningum og
parketi. Verð 1200 þús.
Engjasel
Mjög góö ca. 96 fm ibúö á 1. haBÖ.
Góöar innréttingar. Rúmgóö íbúö. Verö
1450 þús.
Nýbýlavegur
Ca. 90 fm íbúö á 1. hæö í 5 íbúöa
steinhúsi. 3 herb., stofa, eldhús, sér-
geymsla eöa þvottahús. Sérinngangur.
Góöar innréttingar. Ákv. sala. Verö
1300—1350 þús.
Hverfisgata
Ca. 85 fm góö íb. á 3. hæö í steinhúsi.
Ekkert áhvílandi. Laus fljótlega. Ákv.
sala. Verö 1100 þús.
Hörpugata
Ca. 90 fm miðhæð í þríbýli. Sér inng.,
tvær stofur og stórt svefnherb. Ákv.
sala. Verð 1300—1350 þús.
2ja herb. íbúðir |
Hamrahlið
Ca. 50 fm mjög góö ibúð á jarðhæð i
blokk beint á móti skólanum. 1 herb.,
stofukrókur. Stórt og gott baöherb.
Geymsla inní íbúðinni. Sérinng. ibúöin
er öll sem ný. Ákv. sala. Verð 1200 þús.
Gaukshólar
Ca. 65 fm góð ibúö á 1. hæð í lyftu-
blokk. Góöar innréttingar. Parket á
gólfi, góð sameign. Verð 1150—1200
þús. Möguleg skipti á 3ja herb. í Bökk-
unum eða Háaleiti.
Blikahólar
Ca. 60 fm íbúö á 6. hæð i lyftublokk.
Góðar innréttingar. Suöursvalir. Akv.
sala. Verö 1150 þús.
Friðrik Stefánsson
viöskiptafræðingur.
iEgir Breiöfjörð sölustj.
.1
Opið í dag kl. 13—16
Setjendur:
Á fyrstu 6 mánuöunum
eru eftirfarandi greiöslur
mögulegar
í þá eign sem viö óskum eftir:
Viö samning . kr. 500.000
I janúar....kr. 200.000
I mars......kr. 350.000
í maí.......kr. 300.000
Þaö sem viöskiptavinur okkar
óskar eftir er:
1. Sérhæð í austurbæ.
2 Raöhús í Breiöholti.
3. Fokhelt sérbýli.
Hringiö í dag á milli kl. 13—16 og
fáiö nánari upplýsingar.
EFT1RFARANDI EIGNIR ERU í SÖLU HJÁ OKKUR:
Hraunbær — 2ja herb.
ibúöin er í kjallara en björt. Hún er ósamþ. af því að þaö vantar geymslu.
Verð 850 þús.
Vesturbraut í Hafnarfiröi
2ja herb. samþ. íbúð á 1. hæð. íbúöin er nýuppgerð. Verö 950 þús.
Laugavegur
Litil falleg íbúð í bakhúsi við Laugaveg. Verð 1 millj.
Seljavegur — stúdíóíbúð
Nýuppgerð rísibúö vestast í vesturbænum. Verð 1.050 þús.
Veghúsastígur tilb. undir tréverk
120 tm íbúö á tveim hæöum í steinhúsi. Lyklar á skrifst.
3ja herb. íbúö í Kópavogi
Góö íbúð á 1. hæð í blokk við Ásbraut. Verð 1,4 millj.
3ja herfo. sérhæð í Bústaöahverfi
ibúöin er á 1. hæð við Hæöargarð. Garður. Verð 1,5 millj.
Leirubakki — 4ra herb.
Ibúöin er 110 tm. Tómstundaherb. í kjallara. Búr og þvottahús innaf
eldhusi. Verð 1,7 millj.
Melabraut — 4ra herb.
110 fm sérhæö á jarðhæð. Verð 1.550 þús.
Sérhæð í Kópavogi
ibúðin er á 1. hæð og fyigir góður bilskur. Verð 2,5 millj.
Sólvallagata — parhús
Sórbýii, 2 hæðir og kjallari með bílskúr. Góðir greiðsluskilmálar. Verö 2,9
millj.
Nýtt í miðbæ — steinhús
ibúöin-er þakhæö um 80 fm og veröur skilað tilb. undir tréverk. Verð 1,4
millj.
VERÐMETUM Olafur Geirsson, viöskiptafræöingur.
SAMDÆGURS Guðni Stefánsson, heimasími 12639.
29766
HVERFISGÖTU 49