Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 23

Morgunblaðið - 12.11.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 23 Frá útfór Galmans. Til vinstri er móðir hans yfirbuguð at sorg. Meintur morðingi Aquinos jarðaður: Sem hetja væri til moldar borin Manila, FilipNeyjum. II. nóvember. AP. ROLANDO Galman, sá er stjórn- völd á Filipseyjum segja hafa ráðið stjórnarandstöðuleiðtogann Benigno Aquino af dögum, var til moldar bor- inn í gær og fylgdi slíkt fjölmenni honum að ætla hefði mátt að hetja væri borinn til grafar. Opin kista Galmans var borin með viðhöfn um götur Manila áður en haldið var út í kirkjugarðinn, hinn sama og Aquino hvílir nú í. Þúsundir manna fylgdust með og nokkur hundruð fylgdu honum til grafar. Utan á byggingar höfðu verið hengdir borðar og á þá ritað að Gaiman væri saklaus, hann hefði ekki verið morðinginn, held- ur fórnarlamb annarra sem hefðu í raun myrt stjórnarandstöðuleið- togann. Reynaldo, tíu ára gamall einka- sonur Galmans, fylgdi föður sín- um með ömmu sinni, móður Gal- mans. Voru þau ákaft hyllt. Sner- ist útförin upp í að vera mótmæla- aðgerðir gegn stjórn Ferdinands Marcosar. Lupino Lazaro, lögfræð- ingur Galman-fjölskyldunar sagði, að viðbrögð fólksins hefðu verið með þessum hætti, því það vissi að Galman var saklaus. Hann sagði jafnframt, að‘ eiginkona Galmans væri í felum þar eð hún óttaðist um iíf sitt. Treysta ekki stjórnarhernum Banjrkok, Thailandi. 11. nóvember. AP. Utvarpsstöö kambódísku rauðu khmcranna greindi frá því í gær, að síðan í septem- ber, hefðu hermenn Víetn- ama handtekið 400 kambód- íska stjórnarhermenn, þar á meöal offursta, í héraði nokkru í suðausturhluta Kambódíu. Víetnamar komu á fót núver- andi stjórn Kambódíu, undir for- saeti Hengs Samrins. Umrædd- um hermönnum er gefið að sök að hafa átt vinsamleg samskipti við kambódíska skæruliða og að sögn útvarpsstöðvarinnar, van- treysta Víetnamar í vaxandi mæli kambódíska stjórnarhern- um. Að sögn rauðu khmeranna, hafa vandræðin staðið síðan í maí og í allt hafi hundruð her- og embættismanna ýmist gerst liðhlaupar eða verið handteknir fyrir að leika tveimur skjöldum. í sömu útvarpsfregn rauðu khmeranna var þess getið, að Sovétmenn væru að hefja bygg- ingu fjarskiptastöðvar í Phnom Phen, höfuðborg Kambódíu og 20 hópar sovéskra „ráðgjafa og sérfræðinga" væru í landinu að vinna að uppbyggingu efnahags- lífsins. Afganistan: Eldflauga- árás gerð á sendiráð og ráðuneyti Nýja Delhi, 11. nóvember. AP. ÞÆR FREGNIR hafa borist frá ferðamönnum sem komið hafa frá Afganistan, að frelsissveitir hafi gengist fyrir mikilli eldflaugaárás á afganska varnarmálaráðuneytið, sovéska sendiráðið og íbúðarhverfi sovéskra herforingja og ráðgjafa í höfuðborginni Kabúl fyrir skömmu. Saed Mohammad Maiwad útlaga- leiðtogi hafði fregnina eftir umrædd- um ferðamönnum. Fregnirnar herma, að fjórir afg- anskir ráðuneytisstarfsmenn hafi látið lífið i árásinni, en um manntjón í sovéska sendiráðinu og íbúðarhverfinu var minna vitað, en all nokkrir munu hafa særst. Einu dauðsföllin voru í ráðuneyt- isbyggingunni. Fregnir af þessum atburði voru að öðru leyti mjög ónákvæmar. Samþykkt að borga verka- menn úr landi Bonn, 11. nóvember. AP. V-ÞÝSKA þingið samþykkti í gærkvöld umdeilt frumvarp, þar sem erlendum verkamönnum eru boðin 10.500 mörk (um 111.000 ísl. krónur) fyrir að flytja heim á ný. Fyrir hvern barn, sem verka- mennirnir taka með sér heim, fá þeir 1500 marka aukagreiðslu. Frumvarpi þessu er einkum ætl- að að draga úr atvinnuleysi í land- inu. Meira en 2,7 milljónir manna eru nú án vinnu og svarar það til þess að tæp 9% atvinnufærra manna séu atvinnulaus. Tíundi hluti atvinnulausra er útlend- ingar. Að sögn atvinnumálaráðherra landsins, Norbert Blúm, er gert ráð fyrir að um 20.000 erlendir verkamenn muni taka þessi tilboði stjórnarinnar strax á næstu vik- um og mánuðum. Þetta boð um 10.500 mörk mun standa til 30. september 1984. 2000 ára keisara- grafhýsi fundið Peking, 11. nóvember. AP. HÚSASMIÐIR nokkrir í kín- versku borginni Canton, hafa fundið rúmlega 2.000 ára gamla gröf keisara í húsagrunni í borg- inni. Kínverska fréttastofan Xinhua greindi frá fundinum og sagði líkamsleifarnar hvfla í jaðe- kistu með sex sverð sér við hlið. Nær væri að segja um smá- grafhýsi væri að ræða, því um sex hólfa jaðekistu er að ræða. Tvær kistur virðast hafa verið inni í aðalkistunni, en eru nú ekkert annað en duftið. Gull- innsigli með drekalöguðu hand- fangi staðfestir að um grafkistu Wen II, keisara af Nanyue er að ræða, en hann ríkti um það bil 200 árum fyrir Krist. Var Nany- ue keisaradæmi í 93 ár. Auk sverðanna sex fannst í gröfinni heilleg stálbrynja, rúmlega 500 smáhlutir úr bronsi, 200 úr jaðe, auk fjölda hluta úr silfri, fílabeini, viði og bambus. Diskar, pottar, drykkjarföng, leifar af silkifötum, auk beina af hænsnum, svínum, fiskum, naut- um og skjaldbökum mátti einnig sjá meðal grafarmunanna. Einn- ig má geta döðlusteina og skelja. Nokkuð er síðan að gröf Wens keisara fannst og hafa kínversk- ir fornleifafræðingar verið að rannsaka gögnin og flokka þau. Þykir fundurinn með hinum merkilegri á síðari árum. ■■■ ■ Nú kemur Kalmar r ,l”"” ftjwÁsí* Nú geta allir eignast Kalmar-innréttingu á viðráðanlegu verði og fengið hana afgreidda og uppsetta á stuttum tíma. OG ÞAÐ SEM MEIRA ER. Meö því aö panta FYRIR 15. NÓV. SPARAR ÞÚ 10% / nýju Kalmar-innréttingunum sameinast nútíma þægindi, skemmtileg hönnun og síðast en ekki síst hagstætt verð. Ekki missa af því. Þú getur sparað 10%. BAÐSKÁPAR - ELDHÚSINNRÉTTINGAR Kalmar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011 1 1 1 - ---- - FATASKÁPAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.