Morgunblaðið - 12.11.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.11.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 27 Úr hinu nýja þýska safni. Nýtt þýzkt bókasafn opnar í GÆR opnaði Goethe-Institut, menningarstofnun Sambandslýð- veldisins Þýskalands með aðalaðset- ur í Miinchen, nýtt útibú á íslandi undir nafninu „Þýska bókasafnið — Goethe-Institut“, sem verður til húsa í Tryggvagötu 26. Aðalritari stofnunarinnar, dr. Horst Harnisch- feger, mun vera viðstaddur opnun- ina. Forstöðumaður Þýska-bóka- safnsins verður dr. Coletta Burl- ing, en henni til aðstoðar er Lotte Gestsson. I safninu eru u.þ.b. 6000 bækur, og auk þess eru þar tíma- rit, blöð, plötur, segul- og mynd- bönd og allskonar kennslugögn fyrir þýskukennara. Safnið verður áfram miðstöð fyrir þýskudeild Háskóla íslands, og sendikennar- inn Jurgen von Heymann mun hafa þar aðsetur. Ýmislegt er á döfinni hjá safn- inu og má nefna að á dagskrá bókasafnsins verða á næstunni annarsvegar lestrarkvöld með Jóni Laxdal, þar sem hann les bæði úr verkum sínum og þýðing- um á íslenskum bókmenntum, og hinsvegar frumflutningur leikrits eftir Rainer Werner Fassbinder, sem Sigrún Valbergsdóttir þýddi og hópur íslenskra leikara undir stjórn hennar hefur sett á svið. Bíóbær efnir til ritgerðasam- keppni um myndina Línu Langsokk BÍÓBÆR hefur um þessar mundir helgarsýningar á kvikmyndinni Lína langsokkur og hefur ákveðið að efna til ritgerðarsamkeppni fyrir gesti bíósins um efni mynd- arinnar. Verða veitt verðlaun fyrir tíu bestu ritgerðirnar, en skila- frestur er 15. desember. Eitt verka Guðrúnar Elísabetar á sýningunni. Guörún Elísabet Halldórsdóttir sýnir í Gallerí Lækjartorgi LAUGARDAGINN 12. nóvember opnar Guðrún Elísabet Halldórsdóttir, málverkasýningu í Gallerý Lækjartorg, Hafnarstræti 20—22. Guðrún Elísabet lærði teikn- ingu, meðferð vatnslita og pastel- lita hjá Unni Briem í 6 ár. Hefur síðan sótt ýmis námskeið t.d. í teikningu hjá Handíða- og mynd- listaskólanum og Lasalle Extens- ion University í Bandaríkjunum 1974. Auk þess dvalið mánuðum saman erlendis og farið í fjöl- margar kynnisferðir á myndlista- söfn og sýningar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hefur aðallega málað olíumálverk síðan 1972, en einnig málað bæði á tré og postul- ín. Guðrún Elísabet var með einka- sýningu í Hamragörðum 1977, tók þátt í sýningunni Listiðn íslenskra kvenna að Kjarvalsstöðum í febrúar 1980 og var með einkasýn- ingu í Norræna húsinu í júní 1980. Sýning Guðrúnar Elísabetar í Gallerý Lækjartorgi verður opin dagana 12.—20. nóvember, mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag frá kl. 4—7. Fimmtudag til sunnudags frá kl. 4-10. Myndlistar- sýning í Asmundarsal BJÖRGVIN Björgvinsson opnar myndlistarsýningu í Ásmundarsal, laugardaginn 12. nóvember klukkan 14. f Björgvin stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1975—79 og Byam Show School of Art í London 1980—81 og í Uni- versity of Arts of Belgrade 1981-82. Á sýningunni eru 6 collage- myndir og 14 myndir gerðar með blandaðri tækni. Sýningin verður opin frá 12. til 20. nóvember frá klukkan 16 til 22 virka daga, en frá klukkan 14 til 22 um helgar. Opiö á laugardögum Bifreiðaeigendur Höfum opið á laugardögum frá kl. 8—18.40. Bón og þvottastöðin, Sigtúni 3. Basar Okkar árlegi basar er aö Hallveigarstöðum í dag kl. 14.00. Úrval muna til jólagjafa — kökur, lukkupakkar og happdrætti. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík. Skeljungsbúðin 30 LTR. VATNS- OG RYKSUGA Á EINSTÖKU VERÐI AÐEINS KR. 4.746.00 EINHELL „SOGMEISTARINN” SÝGUR FLEST SEM FYRIR ER SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 / Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Afgreiðsla í Valhöll, Háaleitisbraut 1, er opin í dag kl. 9—19. Sími 82900. Sækjum greiðslu heim ef óskað er. Vinsamlega gerið skil sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.