Morgunblaðið - 12.11.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 12.11.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 37 hugðist nú minnka við sig eða jafnvel hætta að búa. Ekki varð nú samt úr því og voru þau þar í sambýli í tíu ár við landþrengsli og fremur þröngan kost. Börnin voru nú orðin sjö lifandi af tíu fæddum. Því var það, að aldamótaárið 1900 var enn flutt út í Hreppa og nú að Miðfelli í Ytri-Hrepp. Það var tvíbýlisjörð en bústærðin var um 50 ær og 3—4 kýr, sem víða var títt á þeim árum. Umrætt ár varð Kristján 13 ára. En 15 ára gamall, veturinn eftir fermingu, fór hann fyrst til sjávar, en fékk slæma aðbúð og viðurværi, svo að hann kom létthlaðinn heim áður en tíminn var útrunninn. Um þessar mundir var nýstofnað rjómabú í sveitinni og fluttu bændurnir smjörið til Reykjavík- ur. Sumarið 1905 kom það í hlut Kristjáns 16 ára gamals að flytja fyrir föður sinn. Þá mætti hann á miðri Hellisheiði stórum hópi bænda, sem um miðjan túnaslátt höfðu tekið sig upp til að mótmæla öðrum eins fjárglæfrum eins og að fara að leggja síma til landsins. í Miðfelli var fjölskyldan í átta ár eða til 1907. Þá var enn breytt til og flutt á aðra jörð, Gröf í sömu sveit. Gröf var í þá daga talin fremur góð jörð, tún allstórt og engjar grasgefnar. En húsakynni voru þar gömul og léleg. Varð því ekki hjá því komist að byggja þar baðstofu og síðar hlöðu. Sá Krist- ján um alla efnisflutninga úr kaupstað og veggjahleðslu, því hann varð síðar orðlagður hleðslu- maður. Þá fór hann að stunda sjó á vetrum, líkaði allvel þau verk, en þótti aðbúnaður ekki góður. Árið 1910 má telja, að yrðu þáttaskil í ævi Kristjáns. Þá um haustið komu Biskupstungna- menn að Gröf með fjárhóp. Höfðu þeir tekið að sér að reka sláturfé til Reykjavíkur, sem kaupmenn höfðu keypt fyrir austan fjall. Fyrir þeim var Jón Jónsson bóndi á Laug. Þá vantaði tilfinnanlega mann í viðbót. Varð það úr, að Kristján slóst í för með þeim að reka. í þessari ferð gat Jón á Laug þess við hann, að þar eð bóndinn í Haukadal, Greipur Sigurðsson, hefði dáið þá um sumarið, vantaði ekkjuna, Katrínu Guðmundsdótt- ur, vetrarmann og fyrirvinnu. Varð það nú úr, að Kristján réðst til hennar, var þar um veturinn og árið eftir vinnumaður. En árið 1912 réðst svo, að Kristján tæki við skuld, sem á jörðinni hvíldi, og fengi þar með eignarhald á henni hálfri. Og árið eftir, 1913, gengu þau í hjónaband, Kristján og Guð- björg Greipsdóttir frá Haukadal, og hófu búskap þá um vorið. Haukadalur er sem kunnugt er eitt af frægustu höfuðbólum þessa lands, skólasetur og landrýmis- jörð mikil. Fjárbeit var þar af- bragðsgóð, þegar til jarðar náði, en vetrarríki mikið í snjóatið, og gat þá tekið fyrir alla jörð svo vik- um skipti. Túnið fóðraði 3—4 kýr en vantaði, sem víða var í þá daga, tilfinnanlega áburð. Engjar voru reytingssamar. Búskapur hafði gengið þar saman, hjónin fátæk, stór barnahópur og húsbóndinn heilsulaus. Húsakostur allur orð- inn fremur lélegur og af sér geng- inn. Snemma mun hugur Kristjáns hafa hneigst til búskapar, enda um fátt annað að velja á þeim tím- um, framsýnn og glöggur á nýj- ungar á mörgum sviðum og at- orkumaður að hverju sem hann gekk. Nú var hann kominn á jörð, sem talin var mikil fjárjörð og byggðist því afkoman að mestu leyti á sauðfé, og hafði hann því hug á að fjölga því eftir föngum. En til þess að svo mætti verða, varð hann fyrst að byggja upp fjárhús og hlöður með, því að ann- að var ekki fært. Síðar byggði hann einnig fjós og hesthús við hlöðu. Hafði hann fjósið með fóð- urgangi, sem lítt var þekkt á þeim tímum. Segja mátti, að búskapur gengi fremur vel í áttina fyrstu árin, og fénaði fjölgaði nokkuð. En ýmsar hindranir voru þar á vegi, t.d. var árferði misjafnt á þeim árum. Sumarið 1913 var einstakt óþurrkasumar sunnanlands og vorið eftir, 1914, eitt hið versta á þessari öld. Um vorið var víða mikill fjárfellir og lambadauði gífurlegur. Þá kom best í ljós, hvers virði beitin í Haukadal var, því Kristján átti 30 sauði og rak þá inn á heiði, og komust þeir vel fram, og fyrir teljandi lamba- dauða varð hann ekki. Þetta var nú allt fremur á góðri leið og lyfti nú heldur undir, að fyrra stríðinu, sem þá var að ljúka, fylgdi hærra verðlag á af- urðum, sem vonast var eftir, að héldist. En bæði skyndilegt verð- fall eftir stríðið og slæmt árferði kom i veg fyrir, að svo yrði. Vetur- inn 1919—1920 lagðist snemma að og varð einn hinn erfiðasti og snjóþyngsti, sem elstu menn mundu. Þá setti Kristján á vetur fleira fé en hann hafði áður gert. Fannfergi var svo mikið, að tekið var fyrir alla haga um miðjan nóvember. Hey voru þrotin á mið- góu við öll útihús. Um vorið varð hann að koma í fóður einum hesti og tveimur kúm. En þrátt fyrir allt komst féð sæmilega af fram undir vorið. En þá kom áfallið. Þegar snjóa leysti, urðu víða eftir snjóbrýr yfir giljum og sprænum. Þegar féð fór svo þar út á, hrundi allt niður og það fórst í stórum stíl. Eins og gefur að skilja var þetta mikið efnahagslegt áfall fyrir bónda. Auk þess höfðu í lok stríðs- ins allar erlendar vörur stór- hækkað í verði. Haustið 1919 átti verðið að vera hæst, en þá skeði það, að markaðurinn lokaðist, var- an stórféH í verði, varð lítt seljan- leg og bændur sátu með skarðan hlut, skuldirnar hlóðust upp, og úr þeim komust þeir ekki fyrr en verðhækkanir seinna stríðsins komu til skjalanna. Það má segja, að sauðfjárbú- skapur, fjárgeymsla öll, fjallferðir og réttir hafi verið höfuðáhuga- mál Kristjáns og Haukadalur var fjárjörð, þótt erfið væri fyrir ein- yrkja. Og lengi vel mun hann ekki Fædd 24. ágúst 1925. Dáin 1. maí 1983. Kamma Jensen andaðist í Danmörku á síðastliðnu vori. Hún fæddist í Horsens á Jótlandi 24. ágúst 1925 og var sjöunda í röð þrettán systkina. Faðir hennar var smiður, en þrátt fyrir mikla ómegð hafði fjöl- skyldan nóg að bíta og brenna, enda urðu börnin að byrja að hjálpa til og vinna á unga aldri. Kamma lauk venjulegu barna- skólanámi og var góður nemandi. Að loknu skólanámi byrjaði Kamma bakaranám og var við það nokkur ár. Eftir það hóf hún störf við heimili, sem Hjálpræðisherinn rak fyrir heimilislausa og vann þar nokkur ár, aðallega við matar- gerð og bakstur. Eftir það vann hún á ymsum stöðum, einkum veitti hún forstöðu stórum heimil- um, þar sem þekking hennar kom að góðum notum. Eftir stríð fór Kamma til Nor- egs og var þar í vinnu í nokkur ár. Árið 1957 urðu enn þáttaskipti í lífi Kömmu. Þá réðst hún sem ráðskona til Jóns Stefánssonar listmálara og fór með honum til íslands. Ekki var ætlunin að vera lengi á íslandi, en dvölin varaði þó í 22 ár. Árið 1959 réðst hún ráðskona til Helga Hermanns Eiríkssonar að Sóleyjargötu 7 og var þar í 18 ár. Helgi var barnlaus ekkjumaður er þetta var, en vildi halda uppi rausnarheimili og tókst það með tilstyrk Kömmu. Kömmu þóttu samt ekki verk- efnin á þessu fámenna heimili nægileg. Fljótlega fór hún að vinna hlutastörf á ýmsum stofn- unum, svo sem Hjálpræðishern- um, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og St. Jósefsspítala Landa- koti. hafa hugsað, að leið sín lægi það- an. En svo gat þó til skipast, að á annan veg færi. Árið 1927 hafði Sigurður Greipsson hafið byggingu íþrótta- skóla við Geysi. Hann hafði nokk- urt bú og taldi sig vanta landrými. Hann hafði auk þess ráð á helm- ingi jarðarinnar, þá voru börnin orðin átta talsins, skuldir höfðu aukist, og leist Kristjáni þá ekki á, að verulega þrengdist um, þegar börnin kæmust upp. Einnig kom til það viðhorf, að börnin voru komin og að komast á skólaaldur, en þá var nýreistur heimavist- arskóli, þá var hægara um að sækja þangað nær og framar í sveitinni. Veturinn 1928—29 var einmuna- góður, festi ekki snjó og klaki kom ekki í jörð. Komst Kristján þá af með lítil hey. En þá um vorið 1929 seldi hann Sigurði Greipssyni jörðina og flutti burt frá Hauka- dal eftir 18 ára búskap. Jarðnæði lá þá ekki laust fyrir. En eldri maður einn í sveitinni Fjölskylda mín kynntist Kömmuji þessum árum, þegar tví- buradætur mínar unnu með henni sumarlangt á Landakoti og hélst sú vinátta síðan. Á árunum 1971—1975 tók hún að sér hlutastarf á heimili mínu, einkum við gæslu elsta barna- barnsins, Páls, sem hún tók upp frá því miklu ástfóstri við. Þessi dvöl Kömmu hjá okkur varð til þess, að við kynntumst henni nán- ar og betur en áður. Hún var bæði dugleg og velvirk, hvort sem hún fékkst við matar- gerð eða hússtörf, en greinilega hafði hún mest yndi af bakstri. Á þessum árum gekk Kamma ekki heil til skógar, en hún fékkst lítt til að sinna sínum veikindum og fór ekki að læknisráðum. ókunnugum gat hún komið fyrir sjónir sem frek og kaldlynd, en hún var í raun mikill vinur vina sinna. Eftir lát Helga skipti Kamma enn um starf og tók nú að sér um- sjón með heimili frú Ragnheiðar Thorarensen að Sóleyjargötu 11. Þar vann hún til ársins 1979, að veikindi hennar ágerðust og hún ákvað að fara aftur heim til Dan- merkur. Kamma settist aftur að í Hors- ens og vann þar ýmis störf eftir því sem kraftar entust. Enginn vafi er á því, að hún saknaði vina og kunningja á ís- landi enda voru móttökurnar góð- ar, þegar dætur mínar komu í heimsókn með barnabörnin. Þegar ég dvaldist sl. vetur i Kaupmannahöfn hringdi ég til Kömmu og var það í síðasta sinn sem ég heyrði til hennar. Hún var glöð og þakklát vinum sínum á Is- landi og forsjóninni fyrir hand- leiðslu i erfiðum veikindum. Framundan var spítalainnlögn með vorinu, en engan bilbug var á henni að finna. Þann 7. mai sl. hafði gefið eignarjörð sína, Fell, barnaskólanum, og hafði skóla- nefndin ráð á henni. Þessa jörð fékk Kristján á leigu og fluttu þau hjón þangað á fardögum 1929. Hún er vel í sveit sett og lá nærri þjóðvegi. Þar var þá nýbyggt hús en langt- frá því fullgert. Utihús gömul og léleg. Túnið í órækt og kargaþýft. Tvö fjárhús voru uppi- standandi en samt vantaði hús yf- ir féð og varð hann að byggja það strax um haustið. Jörðin er nokk- uð stór, vetrarbeit allgóð, kvistur, en slægjur fremur rýrar og reyt- ingssamar. Þessi fyrstu ár á Felli voru erf- ið, þá var heimskreppan skollin yfir með öllum sínum þunga. Aldrei höfðu afurðir fallið eins í verði og því erfiðara um allar greiðslúr en nokkru sinni fyrr. Smám saman byggði Kristján upp þau hús, sem á jörðinni voru, og sléttaði túnið. í byrjun seinna stríðsins 1939—41 fór fyrst að rofa til í efnahagsmálum bænda og þeir að byrja að rétta úr kútnum eftir ofurþunga kreppuáranna. Og 1940 hafði rýmkast svo um hjá Krist- jáni, að hann gat fest kaup á jörð- inni. Árið 1953 tóku synir hans, Loft- ur og Ketill, við jörð og búi, en hann hélt áfram með nokkuð af kindum. Frá 1963 hafa Auður dóttir hans og hennar maður búið á jörðinni. Tengdafaðir minn er nú geng- inn, 96 ára að aldri. Guðbjörg Greipsdóttir kona hans lést 1973 og minntist ég hennar í Islend- ingaþáttum Tímans 8. desember sama ár. Börn þeirra hjóna urðu alls 13, fimm synir og átta dætur, komust tíu þeirra til fullorðinsára. Einn sonurinn, Loftur, andaðist á síðasta ári, ókvæntur og barnlaus. Kristján Loftsson var um margt dæmigerður fulltrúi íslenskrar bændastéttar. Lítillar skólagöngu hringdi Gerda, systir Kömmu frá Horsens til dætra okkar og tjáði andlát hennar. Hún hafði veikst heima hjá sér alvarlega og verið flutt á spítala, en lést þar fljótlega þann 1. maí. Hún var jarðsett í Horsens 7. maí. Skömmu áður höfðu bréf og gjafir borist til vina naut hann í æsku nema lítilshátt- ar undir fermingu. Bókhneigður var hann og las bækur eftir föng- um, var fróður um íslendingasög- ur og þjóðfræði, sagði vel frá og las lengi fram eftir upphátt á kvöldvökum heima í Haukadal, sem eldri börn hans minnast. Ungur tók hann að fást við byggingar þeirra tíma, þ.e. að hlaða úr torfi og grjóti. Féll hon- um það verk vel og ferðaðist nokk- uð um og hlóð fyrir aðra. Fjall- ferðir þóttu honum mesta skemmtun, hlakkaði jafnan til þeirra, enda fór hann til fjalla því nær óslitið frá fermingu til 83 ára aldurs. Þótt Kristján bæri ekki hug sinn á torg, átti hann hið innra þá trú, sem veitti honum hjálp gegn- um lífið. Hann lét einu sinni í við- tali svo ummælt: „Foreldrar mínir voru trúrækið fólk, kenndu okkur bænir og sálma. Það hefur verið mér gott veganesti, þótt ég hafi nú ekki fetað í fótspor þeirra eins og vera bar. En sú trú hefur ávallt fylgt mér, að þetta líf okkar vari ekki út í bláinn, ekki til einskis barist hér á þessari jörð. Ég trúi því, að þeir, sem á undan eru farn- ir, lifi áfram. Þess vegna kvíði ég öngu, þegar öllu er lokið hér.“ Hér koma orð frá Auði dóttur hans og fjölskyldu hennar: „Hjartans þakkir fyrir allan tím- ann, sem hann fékk að dvelja hjá okkur í ellinni." Slíkt ljós var þessi viljasterki maður á efri árum orðinn, sem áð- ur vart lét hlut sinn fyrir neinum. Og nú er aðeins eftir ferðin heim að síðasta hvílustaðnum, kirkju- garðinum í Haukadal, þangað sem eiginkona hans og fjögur börn voru komin á undan honum, þang- að heim þar sem hann ungur hóf lífsstarf sitt, vígði síðastur ábú- enda Haukadals krafta sína höf- uðbólinu forna, og þar með var sögu þess lokið. Sigurður Sigurmundsson hennar á Islandi, sem sýndu fá- dæma tryggð hennar og rausn þrátt fyrir alvarleg veikindi, hún var m.a. orðinn hálfblind. Trúmennska, fórnfýsi, listrænt handbragð og hugvit einkenndu öll störf Kömmu. Hún bar virð- ingu fyrir hverju verkefni, sem hún vann og einnig fyrir þeim, sem hún vann þau fyrir. Hún hafði alist upp við kristnar dyggð- ir og var ræktarsöm við foreldra sína og systkini. Ævinlega gerði hún stærstar kröfur til sjálfrar sín og hún þurfti ekki að lifa það að þiggja af öðrum. Trúin veitti henni daglegan styrk í bæn og lestri Guðs orðs. Að leiðarlokum þakka ég Kömmu nærri tveggja áratuga kynni og vináttu við mig og fjöl- skyldu mína, og ég veit að ég mæli fyrir munn fjölda vina á Islandi þegar ég bið Guð að blessa minn- ingu hennar. „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja uppfrá þessu, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeirn." (Op. 14. kap. 13. vers). Guðrún Jónsdóttir. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kamma Jensen - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.