Morgunblaðið - 12.11.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.11.1983, Qupperneq 48
Bítlaæðið BEOADNíÍ á HOUJWOOD Opiö öll Rvöld LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Rækjuveiðar f Isafjarðardjúpi stöðvaðar: Atvinnuleysi vofir yfir tvö hundruð manns ATVINNULEYSI vofir nú yfir um tvö hundruð mann.s í landi vegna stöðvunar rækjuveiða í ísafjarðardjúpi auk þess, sem bið verður á því, að sjómenn geti sótt aflamark sitt. Veiðarnar voru stöðvarar vegna seiðagengdar á miðunum og síldar og loðnu í aflanum. Líkur eru taldar á því, að veiðar verði ekki heimilaðar að nýju fyrr en um áramót. Til þessa hafa nálægt 300 lestum af rækju borizt á land úr Djúpinu, en veiðar hófust 28. október. Halldór Ásprímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta ástand væri mjög alvarlegt, sérstaklega fyrir fólkið í landi, en það gætu verið um 200 manns, sem atvinnu hefðu við rækjuvinnsluna. Þetta gerði minna til fyrir bátana, þar sem þeir héldu Sex ára barn la í ongviti eftir að sniffa „Ég varð fyrir miklu áfalli í sumar. Fagurt sumarkvöld vann ég fram- eftir í versluninni og á bak við verslunina kom ég að sex strákum í öngviti, froðufellandi — sá yngsti 6 ára. Ég hélt að sá yngsti væri að deyja og hringdi umsvifalaust í sjúkrabifreið og lögreglu," segir Jón Sveinsson, eigandi málninga- verslunarinnar Lækjarkot í sam- tali við Mbl. Daglega komu ungmenni, pilt- ar og stúlkur til þess að kaupa þynni og upplausnarefni. Hann hefur hætt að selja ungmennum þessi efni, því þau notuðu þau til þess að komast í vímuástand með því að hella til að mynda þynni í plastpoka og lúta höfði í pokann. Viðbrögðin við banninu voru þau, að bíll hans var skemmdur og krotað á veggi verslunar hans. Sjá miðopnu: Sex strákar lágu í öngvjtj, froðufellandi — sá yngstí sex ára.“ aflamarki sínu þrátt fyrir þetta, að- eins yrði dráttur á, að þeir næðu því. Þegar svona mikið af seiðum gengi á miðin væri ekki hægt að horfa upp á það, að þau væru öll drepin og þannig gengið á framtíð- ar forðabúr þjóðarinnar. Ákvörðun, sem þessi væri erfið, en óhjákvæmi- leg. Mikilvægt væri að allur al- menningur gerði sér grein fyrir þessu. Pétur Bjarnason, veiðieftirlits- maður, sagði að í ljós hefði komið að seiðamagn væri ofan þeirra marka, sem Hafrannsóknastofnun setti. I framhaldi þess hefði sjávar- útvegsráðuneytið tekið þá ákvörðun í gær að stöðva veiðarnar. Mikið væri af þorsk- og ýsuseiðum í aflan- um, en einnig talsvert um síld og loðnu. Gætti þessa um ailt veiði- svæðið og því yrði að loka því öllu. Fylgzt yrði með veiðunum og þegar seiðamagnið yrði komið niður fyrir viðmiðunarmörk yrðu veiðarnar leyfðar aftur, en ólíklegt væri að það yrði fyrr en um áramót. Neóansjávarmyndavélin, sem notuð var til að koma taug á aðra hjólafestingu þyrlunnar á hafsbotni. Önnur vél var flutt á staðinn í gærkvöldi og átti að freista þess að koma taug á hitt hjólið einnig. Morgunblaðið/ Fríðþjófur Borgardómur: Kröfu um ógildingu hjónabands vísað frá BORGARDÓMUR vísaði í gær frá kröfu 28 ára gamallar konu og tæplcga fertugs sjómanns þess efnis að hjónaband, sem þau gengu í undir minnnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í nóv- ember á síðastliðnu ári, verði lýst ógilt, þar sem ekki var stofnað til hjúskaparins með lögformlegum hætti að þeirra áliti. Forstöðumaður Ásatrúar- safnaðarins gaf fólkið saman eftir að þau færðu hjónavígslu í tal við allsherjargoðann, sem þau hittu í Óðali. Konan taldi að um glens hefði verið að ræða og ekki hefði hvarflað að henni að vígslan yrði marktæk. Þau undirrituðu þó plögg til staðfestingar vígslunni og voru skráð hjón í bókum Hagstofu íslands. Konunni varð ekki um sel þegar hún komst að þessu. Hún vili ekki lögskilnað þar sem hún telur að ekki hafi verið stofnað til hjúskaparins með lögformlegum hætti. Að sögn verjanda konunnar verður málinu áfryjað til Hæstaréttar, en það á sér ekki fordæmi. Taugum komið í flakið af TF-RÁN á hafsbotni: Sjö tíma tók að koma taug í hjólafestinguna í NÓTT átti að reyna að koma ann- arri taug í flak Landhelgisgæsluþyrl- unnar TF-RÁN, þar sem hún liggur á um 85 metra dýpi í Jökulfjörðum. í gær tókst að koma taug í aðra hjóla- festingu þyrlunnar. Akvörðun um framhald aðgerða verður tekin þegar björgunarmenn eru öruggir um að allar festingar séu í lagi „og að okkur sé alveg Ijóst hvað við erum að gera“, eins og Gunnar Bergsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, orðaði það í samtali við blm. Morgunblaðs- ins f gærkvöldi. Varðskipið Óðinn og rækjubátur- inn Siggi Sveins héldu á slysstað- inn frá ísafirði um áttaleytið í gærkvöld. Fulltrúar Gæslunnar, Loftferðaeftirlitsins, Sikorsky- verksmiðjanna og fleiri héldu fund um borð í Óðni síðdegis í gær og skoðuðu m.a. fundið brak og mynd- band, sem tekið hafði verið af flak- inu neðansjávar. í gærkvöld var farið út með aðra neðansjáv- armyndavél, sem fengin var frá Reykjavík, og á hún að geta gefið betri mynd af flakinu og aðstæðum á sjávarbotni. „Vonandi fáum við betri myndir með þessari nýju vél, en hún tekur upp myndir í litum. Fyrri vélin var svarthvít en hún er í eigu netáverkstæðis á ísafirði, sem lánaði okkur hana góðfúslega og menn með henni,“ sagði Gunnar Bergsteinsson. „Flakið sýnist heil- legt en það er skiljanlega mjög erf- itt að hemja myndavélina á þessu mikla dýpi frá báti, sem hreyfist í straumi og fyrir vindi. Þetta hefur því verið ákaflega tímafrekt, eins og sést á því, að það tók þá sjö tíma 75 milljóna króna vaxta- skuld Herjólfe felld niður Pennastriksaðferðin í verki, segir Albert FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur notfært sér hcimild í fjárlögum yfirstand- andi árs til að fella niður vexti og dráttarvexti af skuldum Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs. Heimildin var til að fella niður allt að 75% af áföllnum vöxtum og dráttarvöxtum. Heildarupphæðin er 74—75 milljónir króna, að því er Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi. „Eftir eru erlend lán og ég vona að þeir Herjólfsmenn geti staðið undir þeim með rekstri ferjunn- ar,“ sagði Albert. „Hér er ein- faldlega verið að koma rekstr- argrundvelli fyrirtækisins í lag. Skuldir þess vegna vaxta og drátt- arvaxta voru að ná vátryggingar- upphæð skipsins. Þá getur hver maður séð í hvert óefni stefnir — slíkar kvaðir á fyrirtæki, sem ætti að geta borið sig, eru ósanngjarn- ar, svo ekki sé meira sagt. Herj- ólfur er þjóðbraut til Vestmanna- eyja og þangað er ekki hægt að leggja annan veg. Mín skoðun er raunar sú, að það ætti að reka skipið á vegum Vegagerðarinnar. Þetta er allt annað mál er til dæmis Akranessferjur Skalla- gríms hf. — það eru alitaf að batna vegir á milli Akraness og t.d. Reykjavíkur en til Eyja er enginn vegur. Fjármálaráðherra tók undir það, að niðurfelling vaxta Herj- ólfs væri „pennastriksaðferðin" í verki. „Hér tökum við uppsafnað- an kostnað, sem hefur fallið á upphafiega fjárfestingu, og setj- um fyrirtækið í rekstrarhæft form. Með þessu er komist að rót meinsins — og það á að gera með pennastriki en ekki með því að gefa stöðugt aspirín,“ sagði Al- bert Guðmundsson, að koma tauginni á hjólafesting- una. Þegar tekist hefur að koma festingu á hitt hjólið verður tekin ákvörðun um framhaldið," sagði hann. Fyrir hádegi í dag eru væntan- legir til landsins tveir sérfræðingar frá björgunardeild bandaríska flot- ans (US Navy Salvage Corps). í gærkvöld var ekki vitað hvort eða hvernig útbúnað þeir hefðu með- ferðis en strax eftir komu þeirra átti að setjast á rökstóla með þeim. Gunnar Bergsteinsson gat þess, að það hefði fyrst og fremst verið að þakka bandarísku sérfræðing- unum af Keflavíkurflugvelli og hlustunartæki þeirra, að flakið fannst svo fljótt sem raun varð á. „Án þeirra hefði leitin tekið mun lengri tíma. Þeir hafa svo unnið ötullega með okkar mönnum þarna fyrir vestan," sagði Gunnar. „Við stöndum líka í þakkarskuld við sjó- menn og björgunarsveitamenn frá ísafirði, Bolungarvík og Hnífsdal, sem hafa aðstoðað okkur mjög dyggilega. Þeirra þáttur er jafn mikill ef ekki meiri en okkar eigin manna." Athugun á brakinu, sem fundist hefur, og myndanna, sem teknar voru á hafsbotni, hefur ekki leitt í ljós hvað olli því að TF-RÁN fórst. Þyrlan liggur á hvolfi og hefur ekki tekist að greina hvort áhöfn þyrl- unnar er enn í henni, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni, Flugslysa- nefnd og Flugmálastjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.