Morgunblaðið - 16.11.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.11.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Frá hinum fjölmenna fundi Verzlunarmannafélags Keykjavikur á Hótel Sogu, þar sem samþykktur var oreyttur afgreiðslutími verzlana. Verslunarmenn samþykktu breytingu á afgreiðslutíma: „Skársti kosturinn af mörgum vondum“ Þrír menn handteknir: Hugðust svfkja milljónir króna út úr bönkunum FÉLAGAR í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur staðfestu í fyrrakvöld á félagsfundi samkomulag um breytta tilhögun vinnutíma afgreiðslufólks í verslunum. Samkomulag þetta er í burðarliðnum á milli VR og vinnuveit- enda og er samhljóða tillögu, sem væntanlega verður afgreidd frá borgar- stjórn Reykjavfkur á morgun, fimmtu- dag. Félagsfundurinn samþykkti til- lögu stjórnar VR um breyttan vinnu- tíma með 178 atkvæðum gegn 78, en 72 skiluðu auðum og/eða ógildum seðl- Rjúpnaskytta fannst látin Sauöárkróki, 15. nóvember. UNGUR maður, Sæmundur Jónsson, Fosshóli f Sæmundarhlíð, sem fór að heiman klukkan 11.30 í gærmorgun til rjúpnaveiða. Fannst hann látinn um klukkan 7 í morgun, um 3 kílómetra frá bænum Dæli í sömu sveit. Þegar Sæmundur kom ekki heim síðari hluta dags var farið að grennslast fyrir um hann. Björgun- arsveit Slysavarnafélagsins á Sauð- árkróki var kölluð út til leitar um klukkan 22.00, og síðar björgunar- sveitirnar í Varmahlíð, Hofsósi og Blönduósi. Auk þess leitaði fjöldi fólks úr sveitinni. Stóð leitin yfir í alla nótt og sem fyrr segir fannst Sæmundur látinn um klukkan 7 í morgun. Talið er að hann hafi hras- að í brattlendi. Sæmundur var fæddur 2. júní árið 1962 og var ókvæntur og barnlaus. um, skv. upplýsingum, sem blm. Morg- unblaðsins fékk hjá Pétri A. Maack, stjórnarmanni í VR. „Þessi atkvæðagreiðsla snerist í raun og veru um breytingar á vinnu- tímaákvæði kjarasamnings VR,“ sagði Pétur. „Nú gerir samningurinn ráð fyrir, að á mánudögum til fimmtudags megi hafa verslanir opnar á tímanum frá kl. 8 til 20, á föstudógum kl. 8—22 og á laugardög- um kl. 8—16. Innan þessa ramma má þó aðeins nýta fimmtán stundir, þ.e. kaupmenn ráða í samráði við sitt starfsfólk hvernig þessar fimmtán stundir eru nýttar. Og það er tekið fram, að starfsfólki sé ekki skylt að vinna þessa aukavinnu og að það skuli ekki gjalda þess ef það hafni viðbótarvinnu umfram hinn hefð- bundna vinnutíma. Það mun vera einsdæmi, að slík ákvæði séu í samn- ingum." Pétur sagði engan fundarmanna hafa verið ánægðan með þessa niðurstöðu — „en eins og staðan er þá töldum við þennan kost skárstan af mörgum vondum. Þetta hefur I för með sér meiri vinnu fyrir versl- unarfólk og meginástæðan fyrir því að á þetta var fallist er sú, að þetta mun fjölga aukavinnustundum, og þar af leiðandi færa björg í bú. Af því veitir ekki eins og ástandið er í landinu," sagði Pétur Maack. „Það er vitað að í borgarstjórn er viss vilji fyrir því, að afnema reglu- gerðina um afgreiðslutíma verslana með öllu. Þar með værum við komin aftur á sama stig og við vorum fyrir 1917, þegar fyrstu reglur um tak- markanir á vinnutíma verslunar- manna voru settar í lögreglu- samþykkt. Við værum komin aftur fyrir setningu vökulaganna! Vinnu- tími verslunarmanna, einkum af- greiðslufólks, er þegar of langur, en þennan kost töldum við skárstan, eins og ég sagði, en við eigum von á, að í stað þess að borgarstjórn af- nemi reglugerðina með öllu, þá verði henni breytt til samræmis við þetta samkomulag VR og vinnuveitenda og niðurstöðu félagsfundarins," sagði Pétur A. Maack að síðustu. MIKII. óánægja er rfkjandi meðal kaupfélagsstjóra, sérstaklega á Suð- ur- og Vesturlandi, vegna opnunar Miklagarðs, stórverzlunar sam- vinnuhreyfingarinnar á morgun, en menn telja sig missa stóran spón úr aski sínum. Eignaraðilar Miklagarðs eru Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis, KRON, sem er meirhluta aðili með 52% hlutafjár, Samband íslenzkra samvinnufélaga, sem á TVEIR menn hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald og sá þriðji hand- tekinn í gærkvöldi, en gæsluvarð- haldskrafa hafði ekki verið sett fram þegar Mbl. fór í prentun, vegna rannsóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins á umfangsmiklu fjársvika- máli. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að svíkja stórfé — millj- ónir króna út úr bankakerfinu, ann- ars vegar með því að falsa vöru- reikninga á erlend fyrirtæki og þannig komast yfir gjaldeyri, sem greitt var fyrir með innistæðulausum ávísunum, og hins vegar með því að leggja stórar upphæðir inn á hand- hafa sparisjóðsbækur, en féð var greitt með innistæðulausum ávísun- um. Allar voru ávísanirnar gefnar út af einum mannanna og leikur grunur á að hann hafi haft í hyggju komast úr landi með hluta fjárins áður en svikin kæmust upp og hefur hann viðurkennt sinn hluta í fjársvikunum. Samkvæmt heimildum Mbl. þá hefur undirbúningur að gjaldeyr- issvikunum staðið um nokkurt skeið. Skjöl voru fölsuð og þannig fékk maðurihn gjaldeyrisyfir- færslur, sem hann greiddi fyrir með innistæðulausum ávísunum. Með þessum hætti hafði maðurinn komist yfir um 35 þúsund pund, sem nema um 1,3 milljónum króna, og auk þess 5 þúsund pund í ferðatékkum, sem hann hafði fengið vegna fyrirhugaðrar utan- ferðar. um fjórðung hlutafjár, og síðan Kaupfélag Suðurnesja, Kaupfélag Hafnarfjarðar og Kaupfélag Kjal- arness, sem eiga minni hluti. Fyrir liggur að verðlag verði lægra í Miklagarði en kaupfélögin geta boðið. Því óttast kaupfélags- menn, sérstaklega í Hafnarfirði, Suðurnesjum, Mosfellssveit, Vík, Hvolsvelli, Borgarnesi og síðan á Selfossi, að þeir missi viðskipti í verulegum mæli yfir til Mikla- Síðan hafði maðurinn, í samráði við hina tvo, að talið er, greitt há- ar upphæðir inn á handhafa spari- sjóðsreikninga í fjölmörgum bönkum og útibúum þeirra á höf- uðborgarsvæðinu. Allar voru greiðslurnar inntar af hendi með innistæðulausum ávísunum. En svikin komust upp og málið kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins skömmu fyrir helgi. Enn slys á Miklubraut TÆPLEGA sjötug kona varö fyrir bif- reið á Miklubraut í gær, gegnt versl- uninni Hagkaup. Konan var á leið noröur yfir götuna þegar hún varð fyrir bifreið, sem ekið var vestur Miklubraut. Konan viðbeinsbrotnaði. Undanfarin misseri hafa orðið mörg alvarleg slys á Miklubraut. Konan fór yfir götuna þar sem gangstétt liggur niður að henni, en síðan er engin gangbraut yfir sjálfa umferðaræðina. Sama er uppi á ten- ingnum á Miklubraut gengt Rauða- gerði, Stigahlíð og Reykjahlíð. Gangstéttir á þessum stöðum liggja allar að Miklubrautinni, en síðan engar merktar gangbrautir yfir um- ferðaræðina. Á öllum þessum stöð- um hafa orðið alvarleg umferðaslys á undanförnum misserum, þeirra á meðal nokkur banaslys. garðs. Telja viðmælendur Mbl., að með rekstri Miklagarðs sé sam- vinnuhreyfingin í raun farin að vinna gegn eigin hagsmunum. Mikillar óánægju hefur og gætt innan Sambandsins með þá þróun mála, að Sambandið hefur útvegað nær allt fjármagn til uppbygg- ingar Miklagarðs, bæði innanlands og utan. Sambandið mun hins veg- ar þegar til lengri tíma er litið hagnast mjög lítið á starfseminni, ekki sízt með hliðsjón af því, að Miklagarðsmenn hyggjast sjálfir sjá um innflutning vara þeirra er á boðstólum verða í framtíðinni. Til að byrja með mun Mikligarður hins vegar eiga mikil viðskipti við Innflutningsdeild SÍS, eða kaupa allt að þriðjungi þess er á boðstól- um verður. Þá mun risin upp deila með Miklagarðsmönnum og SÍS- mönnum um réttmæti þess, að koma Sambandsmerkinu fyrir á Miklagarði. Miklagarðsmenn segja verzlunina ekki vera Sambands- verzlun, en Sambandsmenn halda hinu gagnstæða fram. Ennfremur hefur það vakið at- hygli félaga í KRON, sem er meiri- hluta eignaraðili Miklagarðs, að 8% aðildarafsláttur þeirra gildir ekki í Miklagarði, eins og í öðrum verzlunum kaupfélagsins. Myndasögur Moggans fylgja blaðinu í dag, miðvikudag. Ég kannast ekki við varafor- mannsframboð hvað mig varðar — segir Grétar Þorsteinsson „ÉG kannast nú ekki við það hvað mína persónu varðar. Ég hef rætt við menn um þetta, en það hefur verið spjall fyrst og fremst, án þess að það lægi svona gífurlega mikið á bak við það,“ sagði Grétar Þor- steinsson, formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur, er Mbl. spurði hann hvort hann ætlaði að gefa kost á sér til kjörs varaformanns á landsfundi Alþýðubandalagsins um helgina. Grétar sagði einnig, að hann hefði mest orðið var við umræðu um mál þetta í blöðunum, en sagði síðar að hann teldi ekki óeðlilegt að fulltrúi verkalýðs- arms flokksins ætti frambjóð- anda til varaformanns á lands- fundinum. Eins og Mbl. hefur skýrt frá hafa Alþýðubanda- lagskonur komið sér saman um að standa sem einn maður að kjöri Vilborgar Harðardóttur. Steingrímur Sigfússon er einnig talinn líklegur til að gefa kost á sér. Þá hefur einn Alþýðubanda- lagsmaður lýst opinberlega yfir framboði sínu til gjaldkeraemb- ættisins. Það er Hilmar Ingólfs- son, skólastjóri og bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Garðabæ. Hann sagði í samtali við Mbl. í gær, að ákvörðun sín byggðist á niðurstöðu undirbúningsfundar flokksins í Garðabæ. „Það er ver- ið að skipta mönnum í einhverja arma, og hefur m.a. örlað á því í fréttaskýringum í Þjóðviljanum. Við hér í Garðabæ könnumst að- eins við einn arm, arm Alþýðu- bandalagsins. Við viljum fá fram- boð í öll embættin og að fólk fái að velja úr og ræða málin áður en til landsfundar kemur. Framboð mitt er til að hvetja til sem flestra framboða," sagði hann. Varðandi kosningarnar sagði Hilmar, að það fyrirkomulag væri viðhaft hjá Alþýðubanda- laginu, að kosin væri kjörnefnd sem kæmi síðan með tillögur á fundinn um frambjóðendur. Yfir- leitt væri það svo, að kjörnefnd næði samkomulagi um að bjóða fram jafnmarga og kjósa ætti, en hann sagðist telja nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri á að átta sig á hverjir væru í boði, áður en kjör- nefnd hæfi störf. Því teldu Garðbæingar að framboð ættu að koma fram fyrir landsfund. Vegna yfirlýsinga Guðmundar J. Guðmundssonar í Mbl. um að hann ætli ekki að mæta á lands- fundinn um helgina og að hann sé kominn í „pólitískt veikindafrí", hafði Mbl. samband við Svavar Gestsson, formann flokksins, og spurði hann hvað hann vildi segja um málið. Hann svaraði: „Það eru mál sem ég ræði við Guðmund og ég veit hvernig á stendur. Ég ætla ekki að ræða það neitt í Morgun- blaðinu." Óánægja kaupfélags- stjóra með Miklagarð Telja samvinnuhreyfinguna vinna gegn eigin hagsmunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.