Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 5

Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 5 Sandeyjarslysið: Sjóprófum fram haldið eftir helgi SJÓPRÓF vegna Sandeyj- arslyssins fóru fram í borgar- dómi Reykjavíkur sl. mánu- dag og samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Stein- grími Gauti Kristjánssyni borgardómara var málinu frestað og verður sjóprófun- um framhaldiö í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom það m.a. fram við sjóprófin að tæki það sem notað er við dælingu sands hafi stíflast eða festst í botni. Einnig kom fram að skipið hefði hugsanlega verið ofhlaðið. Þá kom það fram við sjóprófin að hleri sem stjórnar vatns- rennsli úr lestinni hefði verið festur vikuna áður en slysið varð, en skipið hafi farið ferðir eftir að það varð. Vegna þessa er talið að skipið hafi getað tekið meira í lestina en venjulegt var. INNLENT Sfldarfrysting: Möguleikar á sölu 20.000 lesta upp úr sjó af stórri síld — segir Olafur Jónsson, aöstoöarfram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS „ÞAÐ má segja að söluhorfur á frystri sfld séu alla vega. Þær eru bæði góðar, sæmilegar og ómögulegar. Söluhorfur á smásfld og millisfld, hvort sem hún er flökuð eða heilfryst, eru mjög slæm- ar. Allir markaðir í Evrópu eru fullir af slíkri sfld. Hins vegar bindum við vonir við að hafa nokkra sölumöguleika á stóru síldinni. Mögulegt ætti að vera að selja allt að 20.000 lestir af stórri síld upp úr sjó,“ sagði Ólafur Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávar- afurðadeildar SÍS, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Ólafur sagði ennfremur, að mark- aður fyrir heilfrysta stóra síld væri takmarkaður, en þó nokkur. Mestur væri markaðurinn fyrir fryst flök, flök af stórri síld væru allvel seljan- leg vara. Þegar menn væru að tala um síld til frystingar, væri einungis um að ræða stóra síld. Helztu mark- aðslöndin væru Bretland, Þýzkaland, Frakkland, Tékkóslóvakía, Holland, Belgía og loks Japan. Ólafur sagði ennfremur, að hann hefði ekki upplýsingar um það hve mikið af frystri síld hefði verið selt úr landi vegna síðustu vertíðar. Hann ætti því erfitt með að tjá sig um það, hve mikið magn væri hægt að selja, en ef um veiði á stórri síU? yrði að ræða, væru markaðsmögu- leikarnir verulegir. Ef hins vegar yrði áframhaldandi veiði á smásíld og millisíld, mætti búast við að frysting á þeirri síld yrði stöðvuð. Miðað við reynslu fyrri ára ætti að vera möguleiki á að selja 15.000 til 20.000 lestir af síld upp úr sjó, legði hún sig í rétta stærðarflokka. Háskólatón- leikar í dag AÐRIK háskólatónleikar á þessu misseri verða haldnir í Norræna hús- inu, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12.30. Á efnisskránni er Divertimento í Es-dúr fyrir horn, fiðlu og selló eft- ir Franz Joseph Haydn og Kvartett í F-dúr fyrir horn, fiðlu, víólu og selló eftir Johann Andreas Amon. Flytjendur eru: Joseph Ognibene horn, Júlíana E. Kjartansdóttir fiðla, Helga Þórarinsdóttir víóla og Nora Kornblueh selló. VERÐHRUN Á KULDASKÓM í síðustu viku seldust 700 pör Eigum ennþá 350 pör eftir Verö áöur 1.095.- Verd nú 895.- Stæröir 36—45 Sendum í póstkröfu Verö áöur 990.- Verö nú 790.- Stæröir 36—45 Leifur Þórarinsson Frumflutningur á verki eftir Leif Þórarinsson Manuela Wiesler leikur einleik á tónleikunum Austurstræti : 27211 NÆSTU áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða í Iláskóla- bíói á morgun, flmmtudaginn 17. nóv- ember, og hefjast þeir að venju kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna verður sem hér segir: Leifur Þórarinsson: Haustspil (frumflutningur). Jacques Ibert: Flautukonsert. Mendelssohn: Sin- fónía nr. 5 í d-moll op. 107 (re- formation). Stjórnandi tónleikanna verður Páll P. Pálsson. Hann er óþarfi að kynna íslenskum tónleikagestum eftir rúmlega þrjátíu ára starf hans hér á landi, sem hljóðfæra- leikari, kórstjóri, tónskáld og ekki síst hljómsveitarstjóri. Manuela Wiesler fluttist til ís- Talsverð sfldveiði TALSVERÐ sfldveiði hefur verið síð- ustu daga og er sfldin fryst til útflutn- ings í Vestmannaeyjum og Suðurnesj- um að mestu. Að sögn Veiðieftirlits sjávarút- vegsráðuneytisins er frystigeta mest í Vestmannaeyjum og á Suð- urnesjum, en mjög takmörkuð á Austfjörðum. Síldin veiðist enn út af sunnanverðum Austfjörðum þannig að talsverð sigling er með hana suður og vestur um. Síldin, sem nú veiðist, er nokkru stærri en verið hefur og hæfir því betur til frystingar en áður. Ekki er talið ráðlegt að frysta minni síld en 30 sentimetra og þar yfir til útflutn- ings en nokkuð af smærri síldinni er fryst í beitu. lands 1973 og var búsett hér um nærri 10 ára skeið. Hún hefur verið mikill aflvaki í íslensku tónlistar- lífi, frábær einleikari á ótal tón- leikum og fyrir hana hafa íslenskir höfundar samið mikinn fjölda tón- verka, sem hún hefur kynnt með hinum mestu ágætum innan lands og utan. Erlendis hefur hróður hennar farið sívaxandi. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir íslands hönd, m.a. í keppni norrænna ein- leikara í Kaupmannahöfn haustið 1980, en þar var hún, eins og oft endranær, talin „í sérflokki". Þá um leið hlaut hún dönsku Sonn- ing-verðlaunin sem veitt eru ung- um hljóðfæraleikurum. Manuela er nú búsett í Svíþjóð og er mjög eft- irsóttur einleikari víða um lönd. Leifur Þórarinsson á að baki langan og litríkan feril sem tón- skáld. Um það verk sem hér er frumflutt hefur hann þetta að segja m.a.: „Haustspil 83 var byrj- að í Verona á Ítalíu sl. sumar og lokið hér heima í haustnepjunni um daginn. Þetta er „sinfonískur" þáttur fyrir allstóra hljómsveit með einu „aðalstefi" (í fiðlum fyrst) sem á til að skipta sér í nokkur undirstef af misjöfnum karakter og tekur þannig ýmsum myndbreytingum. Verkið er til- einkað minningu Valdimars Páls- sonar, vinar míns að norðan ...“ Mendelssohn hefur gert kristn- inni og trúarbrögðum mótmælenda sérstaklega ærinn greiða með því að grafa úr gleymsku Mattheusar- passíu Bachs. Um sama leyti og hann stóð fyrir flutningi „passí- unnar" hefst hann handa um að semja „Siðbótarsinfóníu" sína (hún var samin í tilefni af því að 300 ár voru liðin frá „Augsburg-játning- unni svokölluðu) og lauk henni á næsta ári (1830). Er hún því í raun eldri en báðar kunnustu sinfóníur Mendelssohns, hin „skoska" talin nr. 3, op. 56 (lokið 1842) og hin „ítalska", talin nr. 4, op. 90 (lokið 1833). Tölusetning og aldursröð er hér allt í ruglingi. (Frétt frá Sinfóníuhljóm.sveit íslnnds) Páll P. Pálsson Manuela Wiesler Sinfóníutónleikar annað kvöld:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.