Morgunblaðið - 16.11.1983, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
Togara-
saga Magn-
úsar Run-
ólfssonar
Örn og Örlygur hafa gefið út bók-
ina Togara.saga Magnúsar Runólfs-
sonar skráða af Guðjóni Friðrikssyni
hlaðamanni.
í frétt frá útgefanda segir:
„Magnús Runólfsson var alinn upp
í litlum steinbæ við Bræðra-
borgarstíginn, fór til sjós á togara
aðeins 15 ára gamall, tók stýri-
mannspróf og vann sig upp í að
verða togaraskipstjóri án þess að
hafa nokkuð á bak við sig annað
en eigin dugnað og harðfylgni.
Hann varð síðan skipstjóri á
breskum og íslenskum togurum og
lenti í mörgum sjávarháska og
ævintýrum. A stríðsárunum sigldi
hann 70 ferðir til Englands og
bjargaði þá mörg hundruð manns
af sökkvandi skipum og úr sjó.
Síðast var hann hafnsögumaður í
•< *•«* **t*"*t>» 09
09 tJKja (iimKi tHMxwxn*
Reykjavík og vann þá ótrúleg
björgunarafrek.
Saga Magnúsar Runólfssonar er
jafnframt saga gömlu síðutogar-
anna um meira en þiggja áratuga
skeið."
Bókin er unnin að öllu leyti í
Prentsmiðjunni Eddu. Kápuhönn-
un annaðist Sigurþór Jakobsson.
Karlmannaföt
kr. 1.995 til 2.975. Stakir jakkar kr. 1.775. Tere-
lynebuxur kr. 575. Flauelsbuxur kr. 490, karlm. og
kvenm.sniö. Gallabuxur kr. 555. Gallabuxur
Kvenm.sniö kr. 490. Skyrtur og fl. ódýrt.
Andrés Skólavörðustíg 22,
sími 18250.
Einbýlishús
viö Bugðutanga
r
Þetta glæsiiega hús er falt í beinni sölu eöa i skiptum
fyrir minni eign í Reykjavík. Húsiö er aö gr.fl. 190 fm
og jaröhæö ca. 85 fm.
Á efri hæö eru m.a. 4 svefnherb., húsbóndaherb., 2
stofur, sjónvarpsskáli, stórt eldhús, þvottahús innaf
eldhúsi.
Á jaröhæö er m.a. rúmgóöur bílskúr, föndurherb.
FASTEICNA
HÖLUN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIOBÆR HÁALEITISBRAUT 58-60
SÍMAR 35300 & 35301
Bladburdarfólk óskast!
h li
Austurbær
Bergstaöastræti Ingólfsstræti og Þingholtsstræti
Uppboðið á stóðhestastöðinni:
Dýrasti folinn fór
á 40 þúsund krónur
ALLS voru tíu hestar boðnir upp á
stóðhestastöðinni í Gunnarsholti
síðastliðinn laugardag. Af þeim
voru fjórir af stöðinni en hinir frá
einstaklingum úr nágrenninu. Vel
var mætt á uppboðið þó að veður
væri leiðinlegt, í það minnsta vest-
an Hellisheiðar, enda var óvenju
fátt fólk úr Reykjavík og ná-
grenni.
Boðin gengu greiðlega fyrir sig
og fór sá dýrasti á 40.000 krónur
en það var Torfi frá Torfastöðum,
fimm vetra foli, töluvert taminn.
Þó má telja verðið á Létti frá
Djúpadal betra, þar er Léttir er
aðeins tveggja vetra, en hann fór á
tuttugu og fimm þúsund. Sigurður
í Kirkjubæ kom með tvo fola og
fór annar þeirra á þrjátíu þúsund.
Var það þriggja vetra foii undan
Hóla-Blesa sem einmitt var seldur
á uppboðinu í fyrra.
Eins og í fyrra stjórnaði Jón Eg-
ilsson, hreppstjóri á Selalæk, upp-
boðinu eins og honum einum er
lagið og var hann óspar á að láta
menn heyra það ef honum fannst
lítið boðið.
Eins og kom fram í fréttum
Morgunblaðsins í gær drapst einn
af stöðvarfolunum úti í haga með-
an á uppboðinu stóð. Var það mik-
ill skaði, því þetta var einn af efni-
legri folum á stöðinni.
Búið er að ráða menn til tamn-
inga á stöðina í vetur. Er annar
Páll B. Pálsson, sem hefur unnið
undanfarin ár á stöðinni, og með
honum verður Sigvaldi Ægisson
úr Reykjavík. Munu þeir hefja
tamningar fljótlega upp úr ára-
mótum.
Starfshópur kannar áhrif
nýrrar tækni á atvinnulíf
NÝLEGA skipaði félagsmálaráð-
herra starfshóp, sem ætlað er það
verkefni að framkvæma könnun á
áhrifum nýrrar tækni á íslenska at-
vinnuvegi í næstu framtíð. Með
könnun þessari er stefnt að því að
leiða í Ijós, eftir því sem unnt er,
líkleg áhrif þeirrar nýju tækni sem
nú ryður sér til rúms, á mannafla-
þróun á vinnumarkaði, framleiðni og
samkeppnishæfni núverandi at-
vinnuvega svo og á stofnun og við-
gang nýrra atvinnugreina.
Starfshópinn skipa: Ingvar
Ásmundsson skólastjóri, formað-
ur. Haukur Helgason og Hilmar
Jónasson, tilnefndir af launþega-
samtökum, Magnús Gústafsson og
Þorsteinn Geirsson, tilnefndir af
Saumakassar
þrjár stærðir
. STOFNAO 1903
ÁRMÚLA 42 • HAFNARSTRÆTI 21
HITAMÆLAR
SöiiíiföaKyigjyií1
Vesturgötu 16,
sími 13280.
samtökum atvinnurekenda, Gylfi
Kristinsson, fulltrúi í félagsmála-
ráðuneytinu, er ritari starfshóps-
ins.
Aðdragandi að skipun starfs-
hópsins er sá að ýmsir aðilar hafa
látið í ljós áhuga á að ríkisstjórnin
hefði frumkvæði að því að fram
færi könnun á hugsanlegum áhrif-
um aukningu tölvuvæðingar og
sjálfvirkni á íslenskt atvinnulíf.
Ríkisstjórnin fól félagsmálaráð-
herra að kanna undirtektir helstu
samtaka launafólks og atvinnu-
rekenda og boðaði hann til fundar
með aðilum 5. september sl. Und-
irtektir samtakanna voru jákvæð-
ar og í framhaldi af því hefur
framangreindur starfshópur nú
verið skipaður, en i hópnum eru
tveir fulltrúar tilnefndir af laun-
þegasamtökum og tveir eftir til-
nefningu atvinnurekenda, enda er
þess vænst að gott samstarf náist
um framkvæmd könnunarinnar
við aðila vinnumarkaðarins.
(Frélt frá félaKsmálaráóuneytinu.)
Sól ég sá
Síðara bindi sjálfsævisögu Stein-
dórs Steindórssonar frá Hlöðum
ÚT ER komið hjá Erni og Örlygi
síðara bindi sjálfsævisögu Steindórs
Steindórssonar, náttúrufræðings og
fyrrverandi skólameistara frá Hlöð-
um. Nefnist bókin Sól ég sá sem hin
fyrri.
Þetta bindi fjallar um það sem
kalla má tómstundastörf hans og
hliðarhopp frá hinni troðnu braut
embættismanna, eins og hann
kallar það sjálfur. Hér segir
Steindór frá afskiptum sínum af
pólitík, bæði bæjarpólitíkinni á
Akureyri og landsmálapólitík og
baráttu fyrir Alþingiskosningarn-
ar bæði á Akureyri og Isafirði.
Steindór segir einnig frá stuttri
setu sinni á Alþingi og segir frá
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir
SflyiíjfljoaiigjQJF
d&xroðSGffii &
Vesturgötu 16, sími 13280
hinum umdeildu Laxármálum sem
hann hafði töluverð afskipti af á
sínum tíma.
f bókinni segir Steindór einnig
frá ferðalögum sínum, ritstörfum
og rannsóknum heima og erlendis.
Loks segir Steindór frá því hvern-
ig hann hefur eytt síðustu árun-
um, eftir að landslög skipuðu hon-
um í ruslakompuna þegar náð var
eftirlaunaaldri, en þarna í „rusla-
kompunni" hefur hann unað sér
við skrifborðið í samfélagi við inn-
lenda og erlenda fræðimenn og
ferðalanga.
Eins og í fyrri hluta æviminn-
inga sinna fjallar Steindór hisp-
urslaust um menn og málefni og
dregur ekkert undan þegar hann
segir skoðun sína og kynnir við-
horf sín. Að bókarlokum lítur
hann til baka, áttræður, eftir
langa og merkilega vegferð og ger-
ir upp reikningana með orðunum
„Sól ég sá“ og eru þau kjarninn úr
lífsskoðunum hans.
Bókin Sól ég sá er sett, umbrot-
in, filmuunnin, prentuð og bundin
hjá Prentsmiðjunni Eddu hf.
Kápu hannaði Sigurþór Jakobs-
son.