Morgunblaðið - 16.11.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 1 5
Kreppa og heilsa
— eftir dr. Jón
Öttar Ragnarsson
ÞjóA í kreppu kallast ráðstefna
sem Líf og land stendur fyrir um
næstu helgi á Hótel Borg.
En þegar rætt er um þá
kreppu sem íslenskt samfélag er
í er ekki úr vegi að reyna að átta
sig á í hverju hún er fólgin og
hvaða áhrif hún hefur á neyslu-
venjur og heilsufar.
Hvað er kreppa?
Sú kreppa sem hagfrsðingar
einblína á er einskorðuð við
harkalegan samdrátt í efnahags-
málum. Er vonandi að íslend-
ingar fái aldrei að kynnast
kreppu af því tagi.
En hugtakið „kreppa" er
venjulega notað í mun almenn-
ari merkingu sem sé þeirri að þá
hafi ástand á tilteknu sviði versn-
að til muna miðað við árin eða ára-
tugina á undan.
Þegar kreppuhugtakið er
skilgreint á þennan hátt kemur
fljótt í ljós að það er víðar
kreppa á íslandi en í efnahags-
málum. Það er t.d. kreppa í fé-
lagsmálum svo dæmi sé nefnt.
Undirrót þeirrar kreppu sem
íslenskt samfélag er í á ýmsum
sviðum er sumpart angi þeirrar
alþjóðlegu kreppu sem mannkyn
allt glímir við og sumpart heima-
tilbúinn vandi.
Orsakir þessarar alþjóðlegu
kreppu eru margar og saman-
FÆDA
OG_______
HEILSUFAR
tvinnaðar, en ég vil nefna fjórar:
fjölgun jarðarbúa, tilvist hel-
sprengjunnar, öra þjóðfélagsþróun
og ofþenshi ríkisbáknsins.
Sálarkreppa
Sálarkreppa nútímans á sér
margar orsakir, en sú mikilvæg-
asta er vafalaust sú stæka efnis-
hyggja sem er aðalsmerki ríkjandi
stjórnmálakenninga og hefur veg-
ið að rótum menningar smáþjóð-
anna.
Ekki bætir úr skák að í iðn-
ríkjunum hefur þjóðfélagsþróun
orðið mun örari en aðlögunar-
hæfni mannsins nemur svo hann
greinir ekki lengur milli æski-
legra breytinga og óæskilegra.
Hvort tveggja hefur valdið því
að æ fleiri slitna úr tengslum við
eigin menningu og trú og ánetj-
ast þess í stað neonmenningunni
og upphafningu sjálfsins.
Þessi víðtæka firring hefur
magnast því meira sem fleiri
átta sig á því að þeir eru orðnir
leiksoppar hrokafullra skriffinna
sem hefta frumkvæði þeirra og
frelsi.
Og ekki vex sjálfstraustið og
trúin á framtíðina við að verða
daglega að horfast í augu við
offjölgun, hungur og stríð að ekki
sé minnst á ógnarjafnvægi risa-
veldanna.
Félagskreppa
En ekki einasta er efnishyggja
nútímans að ganga að menningu
og trú smáþjóðanna dauðri,
heldur hefur hún líka kippt stoð-
unum undan hornsteini þjóðfé-
lagsins: fjölskyldunni.
Þegar tilgangur lífsins mælist
í krónum og aurum þolir konan
ekki lengur við á heimilinu, enda
fátt orðið um bitastæð verkefni
og ábyrgðarstörf innanstokks.
Oft hefur maðurinn ekki tekið
tillit til þessara eðlilegu við-
bragða. Afleiðingin hefur oft og
tíðum orðið sviptingar sem hafa
lagt hvert heimili á fætur öðru í
rúst.
Kreppa og lífsvenjur
Þessi margþætta kreppa hefur
ekki aðeins haft djúptæk áhrif á
mataræði, heldur á marga aðra
þætti sem heilsa okkar og heil-
brigði byggist á.
f kjölfar þessarar kreppu hef-
ur fæðuvenjum íslendinga hrak-
að til muna með því að mörg
heimili geta ekki lengur gegnt
þeim frumskyldum sem samfé-
lagið gerir ráð fyrir.
Mataræði hefur farið úr
skorðum með því að matreiðsla í
heimahúsum er á undanhaldi og
skyndibitar og draslmatur verða
æ stærri þáttur í neyslu fólks.
Verra er að máltíðir hafa víða
gengið úr böndum. Börn fá oft
ólfullnægjandi morgunverð og
stundum jafnvel engan og enn er
ekki farið að taka upp heitar
máltíðir í skólum.
Verra er hitt að þjóðfélag sem
svona er ástatt fyrir er óvarið
gagnvart eiturlyfjasölum og öðr-
um þeim sem færa þjóðum
heims óhollustu og óhamingju á
silfurfati.
Það er af þessum ástæðum —
og hafa þó aðeins fáeinar verið
tilnefndar — sem það er svo
brýnt að þjóðfélagið allt hefji
umræður um þessi mál og snúist
til varnar.
A SLANLfl
ASSAiyKILLAÐ
ÖfíUGGRI FRAMTÍÐ
wnn
USSÁ)
iur