Morgunblaðið - 16.11.1983, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
Studio Hamburg tekur íslenskar kvikmyndir í umboðssölu:
„Hafa skapað
sinn eigin stíl“
— segir Reinhard Casper um íslenska kvikmyndagerðarmenn
STUDIO Hamburg nefnist fyrirtæki
í Þýskalandi, sem hefur í hyggju að
selja íslenskar kvikmyndir á alþjóð-
legan markað.
Fyrirtækið hefur hingað til ein-
ungis selt kvikmyndir frá v-þýsk-
um sjónvarpsstöðvum og er þetta í
fyrsta sinn, sem það hyggst selja
kvikmyndir sem í fyrsta lagi eru
ekki þýskar og í öðru lagi fram-
leiddar af einkaaðilum, en ekki
sjónvarpsstöðvum. Reinhard
Casper, starfsmaður Studio Ham-
burg, er nú staddur hér á landi, til
viðræðna og samningagerða við ís-
lenska kvikmyndaframleiðendur.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Reinhard nú á dögunum.
„Þetta byrjaði nú þannig," segir
hann, „að Jón Laxdal sendi til
okkar spólur með íslenskum
kvikmyndum. Þær vöktu strax
áhuga okkar, því íslensk kvik-
myndagerð er frábrugðin þeirri,
sem tíðkast annars staðar í heim-
inum. íslenskir kvikmyndagerð-
armenn virðast hafa skapað sér
sinn eigin stíl og sín eigin vinnu-
brögð. Það er mjög athyglisverður
hlutur og fólk vill athyglisverða
hluti og þá sem eru öðruvísi en
þeir, sem það á að venjast.
Studio Hamburg mun verða um-
boðsaðili þeirra íslensku kvik-
myndagerðarmanna, sem undir-
rita samning við fyrirtækið. Ég á
við að við kaupum ekki höfundar-
réttinn, heldur reynum við sem
umboðsaðilar að koma myndunum
á markað erlendis."
Þú segir að kvikmyndagerð hér sé
frábnigðin, því sem gengur og gerist
annars staðar. Hver er þín skoðun á
þeim íslensku myndum sem þú hef-
ur séð?
„Mér fannst þær mjög góðar.
Það hlýtur að vera augljóst, ann-
ars færum við ekki út í að reyna
sölu á þeim. Þetta er í fyrsta
skipti, sem við tökum myndir sem
ekki eru þýskar. Hingað til höfum
við einungis fengist við sölu á
þýskum myndum frá sjónvarps-
stöðvum, en nú er ekki nóg með að
myndirnar séu erlendar, heldur
eru þær einnig framleiddar af
einkaaðilum. Út frá þessum við-
bropðum getur hver og einn nátt-
úrulega dæmt um hver skoðun
okkar sé á íslenskum kvikmynd-
um, ekki satt?
Frábært land til
kvikmyndatöku
Þetta er í þriðja skipti sem ég
kem til íslands. Eg var hérna síð-
ast í sumar og ferðaðist þá tölu-
vert um landið ásamt þýskum
samferðamönnum mínum. Við
vorum öll dolfallin yfir náttúru-
fegurð iandsins. Þetta stórbrotna
landslag er frábærlega gott til
kvikmyndatöku. Alveg hreint
frábært," segir hann og leggur
mikla áherslu á orð sín. „Eins og
ég sagði áðan er þetta mjög sér-
stakt að við skulum taka íslenskar
kvikmyndir til umboðssölu og ég
er nú eiginlega staddur hérna
núna til að geta átt persónuleg
samskipti við þessa íslensku aðila.
Ég kann ekki eins vel við að eiga
viðskipti í gegnum bréf og síma og
ég trúi því staðfastlega að per-
sónuleg samskipti komi báðum að-
ilum til góða.“
Hvernig hafið þið í hyggju að
Keinhard Casper. „Við vorum öll dolfallin yfir nátturufegurð landsins, þetta
stórbrotna landslag er frábæriega gott til kvikmyndatöku. i.jnsm, Mbi. köe
kynna íslensku myndirnar á erlend-
um vettvangi?
Við erum nú með góða umboðs-
aðila hvarvetna í heiminum, ekki
eingöngu í Evrópu, heldur í
Bandaríkjunum, Suður-Afríku og
einnig í nokkrum löndum austan
við Járntjaldið". Við höfum sam-
band við þessa aðila og athugum
hver áhugi þeirra er. Einnig mun-
um við bjóða íslensku myndirnar í
1 svonefndum pökkum, þ.e. þá eru
10 myndir seldar saman og í
hverjum pakka verður ein íslensk
mynd. Það er mjög gott til að
kynna nýja kvikmyndagerð og áð-
ur óþekkta aðila. Síðan ætlum við
að sýna myndirnar á kvikmynda-
hátíð, sem haldin verður í lok nóv-
ember. Mig langar til að geta þess
í leiðinni að fyrir skömmu voru
tvær íslenskar myndir, „Eldsmið-
urinn" og „Húsið“, sýndar á
kvikmyndahátíð í Lúbick og var
þeim mjög vel tekið. Á kvik-
myndahátíðinni, sem ég nefndi áð-
an, má vænta þess að um 300 aðil-
ar komi og því er mikils virði að
íslensku myndirnar verði þar á
dagskrá."
Gísli Jón Hermannsson, framkvæmdastjóri Ögurvíkur:
Skipafélögin blómstra á
kostnað útgerðarinnar
— hefur ekki þurft stórátakamenn til þess aÖ selja bezta fiskinn
„ÉG NÆ nú ekki því, sem þessir menn hjá Hafskip eru að segja og ennþá
síður, sem þessi Pétur Kjartansson er að skrifa. Hann segir að hann eigi að
fá kúfinn af bezta fiskinum og senda hann út með farskipum. Hitt eigi svo
einhverjir aðrir að taka hér heima, allt, sem er eldra en tveggja daga gamalt.
Það hefur nú ekki hingað til þurft neina stórátakamenn til þess að selja
bezta fiskinn, hvorki á íslandi né í öðrum löndum, það hefur bara tekizt
ágætlega,“ sagði Gísli Jón Hermannsson hjá Ögurvík, er bim. Morgunblaðs-
ins innti hann álits á því hvernig hagkvæmast væri að flytja ferskan fisk úr
landi.
„Það, sem hann sagði á lands-
fundinum, þessi stjórnarformaður
Hafskips, Ragnar Kjartansson, að
hann ætti að flytja allan fiskinn,
þá held ég nú, að ég nái því ekki
heldur. Ég veit ekki á hverju þeir
hafa lifað eða byggt sig upp nema
á því að flytja fiskinn frá okkur.
Þeir geta endurnýjað skipaflota
sinn þegar þeim sýnist. Þeir geta
keypt fyrirtæki úti í löndum af því
þeir hafa getað flutt frá okkur
fiskinn, eins dýrt og sést á upp-
byggingunni og umsvifunum á
sama tíma og við erum að drepast.
Það, sem þá langar til að gera er
að drepa okkur fiskimennina al-
gjörlega með því að taka af okkur
flutningana. Við höfum þó stund-
um bjargað okkur með því að sigla
með aflann sjálfir. Þá höfum við
verið að sigla með lakari fiskinn,
ekki valinn fisk.
Ég ætlaði einu sinni að kaupa
rafsuðuvír í Belgíu. Ég náði sam-
bandi við mann þar og allt var í
lagi, við gátum fengið það, sem við
báðum um. Ég bað hann síðan að
senda mér þetta heim með eins
ódýrri fragt og hann gæti. Nokkru
seinna hringir hann í mig og segir
að illa líti út með ódýra fragt til
íslands. Hann hefði komizt að því,
að það væri ódýrara að senda vír-
inn til Ríó í Brasilíu en til Islands.
Það er sem sagt ódýrara að senda
fragtina þvert yfir Altlantshafið
frá Belgíu en til íslands vegna
þess, að innlendu fragtskipin
leggja svona rosalega á flutninga
hingað. Hvernig á það líka að vera
að öll þessi súpa geti lifað hönd í
hönd og skipin siglt tóm aftur og
fram, eins og fram hefur komið,
nema af því að þeir svindla svona
rosaiega á okkur í fragtinni. Það
er alveg yfirgengilegt hvernig
þessi óskabörn þjóðarinnar hafa
fengið að fara með okkur. Það er
ískyggilegt, að á sama tíma og all-
ur sjávarútvegur er að drepast,
skuli skipafélögin blómstra við að
flytja frá okkur og fyrir gjaldeyri,
sem við öflum. Síðan komi þeir
upp úr kafinu og segi að við skul-
um beita flotanum af enn meiri
þunga á fiskistofna, sem eru of-
veiddir. Það eina, sem gæti bjarg-
að okkur væri að vera með helm-
inginn af flotanum í siglingum til
þess að létta af okkur fragtinni.
Mér hefur ofboðið þetta í mörg ár,
en hef ekki séð ástæðu til að minn-
ast á það fyrr en þeir ætla að fara
að höggva svona nálægt mér.
Pétur Kjartansson er að tala
um það, að hafa selt 200 til 300
lestir af fiski síðan í júní. Við út-
gerðarmenn löndum að meðaltali
allt öðrum fiski en gæðafiskinum
hans, 600 til 900 lestum í viku í
Þýzkalandi og fáum ekki að landa
meiru. Það er allt saman karfi,
blálanga, dót og drasl, það er eng-
inn valinn koli eða ýsa. Það er ekki
tveggja daga gamait, það hálfs-
mánaðar gamalt og jafnvel eldra,
en það er samt sem áður hag-
kvæmara fyrir alla aðila og við
höfum bjargað okkur á þessu. Það
er búið að stunda þetta öldum
saman, að togarar flytji fisk út
sjálfir og það er stór hagnaður að
því að nota ekki þessi dýru
fragtskip, sem eru dýrasti flutn-
ingsmáti, sem þú getur til að
flytja notað til og frá íslandi.
Það er fulllangt gengið þegar
þessir menn eru komnir með áróð-
ur inn á landsfund Sjálfstæðis-
flokksins og víðar, um það að þeir
geti reddað íslenzkri útgerð með
því að flytja frá okkur ferska
fiskinn til þess að hirða allan
gróðann. Við höfum grætt á fragt-
mni og þeir hafa stórgrætt á
fragtinni, annars væru hvorki við
né þeir að þessu. Maður er logandi
hræddur við það, að misheppnaðir
pólitíkusar taki þetta upp til þess
sýna að þeir séu að gera eitthvað.
Við erum með allt of stóran kaup-
skipaflota og eitt það skásta, sem
við gætum gert, væri að leggja
honum. Það er svo miklu miklu
ódýrara að láta útlendinga flytja
þetta fyrir okkur. Okkur fiski-
mönnunum gengi þá kannski bet-
ur að skila arði ef við fengjum út-
lendinga til að flytja þetta fyrir
okkur. Ég tala nú ekki um frystu
afurðirnar, þar kastar nú fyrst
tólfunum. Er það ekki á útgerð-
inni, sem þeir græða svona mikið,
útgerðinni, sem skapar gjaldeyri
til þess að menn geti verzlað. Ekki
geri ég ráð fyrir því, að kaup-
mennirnir skapi mikinn gjaldeyri
og svo hafa þeir ekki vit á því að
láta okkur í friði," sagði Gísli Jón
Hermannsson.
Steinar J. Lúðvíksson
Árbók íslands 1982
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hf. hefur sent frá sér bókina Hvað
gerðist á íslandi 1982 — Árbók fs-
lands eftir Steinar J. Lúðvíksson og
er þetta fjóröa bindið í þessum ár-
bókaflokki.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Hvaö geröist á íslandi 1982 er
samtímasaga innlendra atburða
rakin í máli og myndum. Myndir
skipa verulegan sess i bókinni
enda eiga fle^stir kunnustu frétta-
ljósmyndarar landsins ljósmyndir
í bókinni, en myndaritstjóri bók-
arinnar er Gunnar V. Andrésson.
Þá eru í bókinni myndskreytingar
eftir Gísla J. Ástþórsson sem túlk-
ar með þeim skoplegu hliðina á
ýmsum atburðum sem fjallað er
um í bókinni.
f bókinni er efninu skipt niður í
flokka eftir eðli atburða og gangur
mála rakin í yfirlitsgreinum,
þannig að lesendur eiga að fá
JNNLEN-T
glögga yfirsýn yfir hvernig mál
hófust, hvernig þau þróuðust og
hver málalok urðu, svo fremi að
þau hafi þá legið fyrir."
Aðalflokkar bókarinnar eru eft-
irtaldir: „Alþingi — stjórnmál;
Atvinnuvegirnir: Bjarganir —
slysfarir; Bókmenntir — listir;
Dóms- og sakamál; Efnahags- og
viðskiptamál; Eldsvoðar; Fjöl-
miðlar; íþróttir; Kjara- og at-
vinnumál; Menn og málefni; Nátt-
úra landsins og veðurfar; Orku-
mál; Skák og bridge; Skóla- og
menntamál; Úr ýmsum áttum.
Flestir kaflarnir bera síðan undir-
fyrirsagnir eða eru enn frekar
flokkaðir.
Bókin Hvaö geröist á íslandi
1982 er í stóru broti um 340 blað-
síður. Á bókarkápu er vitnað í um-
mæli Erlends Jónssonar ritdóm-
ara um þennan bókaflokk, þar sem
hann segir að bókin sé þjóðaral-
búm sem fólk vilji geyma við hlið-
ina á fjölskyldualbúminu til minn-
ingar um gömlu góðu dagana.
Bókin Hvaö geröist á íslandi
1982 er sett, umbrotin, filmuunnin
og prentuð hjá Prentstofu Guð-
mundar Benediktssonar, en bund-
in hjá Arnarfelli. Kápuhönnun
annaðist Sigurþór Jakobsson.