Morgunblaðið - 16.11.1983, Page 20

Morgunblaðið - 16.11.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra barna íslenskra lækna Umsóknir um styrk úr sjóðnum óskast sendar til Kjartans Jóhannssonar, Þinghólsbraut 27, Kópavogi, Lárusar Helgasonar, Hvassaleiti 143, Reykjavík eöa Björns Þóröarsonar, Sörlaskjóli 78, Reykjavík. 11. leikvika — leikir 5. nóv. 1983 Vinningsröð: 111 — XXX — 1 1 X — 211 1. vinningur: 12 réttir — kr. 115.300,- 35312(4/11) 36871(4/11) 160980 87095(6/11K' * Or 11. viku. 2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.783,- 1010 35304 54892+ 86826+ 95510 87093+ 3024 39226+ 54911+ 89318 95523 87094+ 8870 40098 57649+ 90124 37644+ 87098+ 9464 42717 59601 90620 56732+* 87104+ 12100 43749+ 61256+ 92238 Úr 11. viku: 87198+ 13711 44868+ 85087 92269 42711 35323 47259+ 86144+ 94056 86437+ 36373 48651 86403* 94804 87068+ 40522+ 52643+ 86433+ 95076+ 87086+ 35301 53430+ 86445+ 95080+ 87092+ * =2/11 Kærufrestur er til 5. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni i Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK Samnlngatækni á erlendum mörkuðum MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að auka hæfni þeirra sem í starfi sínu eiga í samningaviðræðum við erlenda viðskiptaaðila. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að ná betri árangri í samningaviðræðum og geta beitt skipulegum vinnubrögðum við samningaborðið. EFNI: A námskeiðinu verður stuðst við noktun myndbanda, og munu þátttak- endur fá tækifæri til að sjá sjálfan sig við samningaborðið. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeið þetta er einkum ætlað sölu- og innkaupastjórum og þeim aðilum sem ábyrgð bera á framkvæmd markaðsmála í fyrirtækjum. Allir sem þurfa að ná árangri við samningaborðið á erlendum vettvangi eiga erindi á námskeiðið. LEIÐBEINANDI: Charles H. Haukatsala, en hann starfar sem markaðsráð- gjafi í Finnlandi fyrir fyrir- tækið A/B Förhandlingskon- sult. Hann hefur stjórnað jjessu námskeiði bæði í Finn- landi og Bretlandi og hefur haldið þetta námskeið einu sinni hér á landi áður. Nám- skeiðið fer fram á ensku. TÍMI OG STAÐUR: 21.-22. nóvember 1983. Hótel Esja. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS í!mij£gsoo23 m ml H jj n £ 1 Í á hverjum degi! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ALY MAHMOUD Arafat nýtur enn mikils stuðnings á meðal Araba í ÖLLUM ríkjum Araba við Persaflóa eins og svo víða annars staðar í löndum múhameðstrúarmanna hefur stjórnmálamönnum jafnt sem stjórnmálaskýrendum orðið tíðrstt um áskorun Samstarfsbandalags Ar- abaríkjanna við Persaflóa til Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO) um að binda enda á innbyrðis deilur sínar en setjast í þess stað á rökstóla og taka ákvörðun um framtíð Yasser Arafats, leiðtoga PLO. að er ljóst, að Sýrlend- ingar hyggjast ekki draga áf sér fyrr en þeir eru búnir að bola Arafat frá,“ var haft eftir einum Jieirra sendimanna, sem sátu ráðstefnuna í Qatar. „Sú skoðun er líka orðin mjög al- menn i Arabaríkjunum, að tími sé kominn til þess fyrir PLO að losa sig við Arafat. Deilur hans við Sýrlendinga og andstæðinga sína innan PLO gætu falið í sér mikla hættu fyrir einingu Ar- abaríkjanna." Þannig stendur þessi bústni, órakaði leiðtogi frammi fyrir óvissri framtíð, fyrst og fremst vegna deilna sinna við Sýrlend- inga. Þar hefur stjórn Hafez Assads forseta tilkynnt, að hún muni virða að vettugi fyrirhug- aða ráðstefnu 13 Arabaríkja um samvinnu sín í milli, sem miklu máli hefur þótt skipta að nái fram að ganga, ef Arafat heldur áfram að vera leiðtogi PLO. Arafat mátti fyrir skemmstu þola sit versta áfall, er klofning- urinn kom upp innan herstjórn- arinnar í E1 Fatha, lang öflug- ustu skæruliðasamtökunum í PLO. Sýnilegt er hins vegar, að ríkin við Persaflóa leggja mesta áherzlu á eininguna innan PLO, hvort sem hún næst með eða án atbeina Arafats. Við upphaf ráðstefnu Araba- ríkjanna við Persaflóa í síðasta mánuði sendi Arafat fulltrúa slnn til jiess að fara þess á leit við þjóðhöfðingja þessara ríkja, hvort heldur konunga eða emíra, að þeir létu málið til sín taka gagnvart Sýrlendingum og reyndu að bjarga Arafat úr ógöngunum. Tveir af utanríkisráðherrum þessara ríkja, þeir Sabah Al- Ahmed frá Kuwait og Ahmed Bin Seif frá Qatar, gripu til sinna ráða og fengu utan- ríkisráðherra Alsír og Túnis til þess að ganga i lið með sér um aðgerðir til að koma á vopnahléi milli hinna stríðandi aðila innan PLO. Ahmed Bin Seif sagði sfðan á fundi með fréttamönnum, að vopnahléð ætti að gera deiluaðil- um kleift að hefja viðræður um að kalla saman skyndiráðstefnu í Þjóðarráði (útlagaþingi) Pal- estínumanna. f Þjóðarráðinu og hvergi annars staðar væri hinn rétti vettvangur fyrir PLO til þess að leysa úr innri vandamál- um sínum og það ætti að gera án afskipta utan að komandi aðila. Samstarfsbandalag Araba- ríkjanna við Persaflóa er svæð- isbundið efnahags- og varnar- bandalag og eiga Saudi-Arabía , Kuwait, Oman, Bahrain, Qatar og Sameinuðu furstadæmin að- ild að því. Leiðtogar þessara ríkja stofnuðu þessi samtök sitt í maí 1981 fyrst og fremst í því skyni að komast hjá því að sog- ast inn í deilur Arababandalags- ins. Þeir hafa reynt að fara vandrataða leið með því að freista þess að miðla málum í deilum Arabaríkjanna án þess þó að flækjast í þær. Þeir hafa lagt sig fram við að fá Sýrlands- stjórn til þess að taka upp mild- ari afstöðu, en hún hefur veitt andstæðingum Arafats innan PLO mjög virkan stuðning í árás þeirra nú á þann síðarnefnda og stuðningsmenn hans 1 borginni Tripoli f norðurhluta Líbanons. A nýloknum fundi þessara leiðtoga kom sú skoðun skýrt fram, að jieir kysu helzt að sjá PLO sameinaða undir forystu Arafats, sem yrði að fá að njóta þess sannmælis, að hann væri hófsamur leiðtogi i innbyrðis samskiptum Araba. Þetta breytti þó engu um þá afstöðu þeirra, að Palestínumenn ættu sjálfir að ákveða, hvort þeir vildu hafa Arafat áfram fyrir leiðtoga sinn eða einhvern annan. Sá ótti er útbreiddur á meðal Araba, að eigi Arafat eftir sæta þeim örlögum að hrekjast frá völdum við illan leik, þá kunni það jafnframt að skapa mikla sundrungu á meðal þeirra 600.000 palestínskra verka- manna, sem nú eru starfandi í ríkjunum við Persaflóa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Svo gæti vel farið, að upp kæmu á meðal þeirra einstakir hópar, sem ekki yrði unnt að hafa hemil á með nokkrum viðunandi hætti. Leiðtogar Arabaríkjanna við Persaflóa geta ekki tekið afstöðu með Arafat opinberlega, án þess að eiga á hættu fjandskap Sýr- landsstjórnar. Þá geta þeir ekki heldur snúið baki við Arafat, því að slíkt gæti hæglega leitt til harkalegra árekstra við þá hópa palestínskra flóttamanna, sem búa á við og dreif í ríkjunum við Persaflóa. Sökum olíuauðsins hafa ríkin við Persaflóa mikil áhrif á meðal Arabaþjóðanna. Leiðtogar þeirra geta j>ó vart gert annað að sinni en að bíða átekta og sjá hvort Arafat tekst að komast burt úr herkvínni við Tripoli. Hann hefur verið réttilega kjör- inn leiðtogi Palestínumanna frá árinu 1969. Hann þekkir þjóð sína betur en nokkur annar og ítök hans í hugum Palestínu- manna eru meiri og varanlegri en svo, að þau verði afmáð í einni svipan. Hann hefur verið leiðtogi skæruliðahreyfingar PLO í þrengingum, sem hefðu brotið á bak aftur hvaða leiðtoga annan, er ekki hefði verið gædd- ur þeirri þolgæði og einurð, sem Arafat hefur sýnt, að hann býr yfir. Arafat — Abu Ammar, eins og hann er kallaður af stuðnings- mönnum sínum — stofnaði E1 Fatah 1959 og hefur æ síðan not- ið stuðnings þeirra 3 millj. Pal- estínumanna, sem ýmist búa á jieim svæðum Araba, er ísra- elsmenn hafa hertekið eða dreifzt um önnur lönd. „Vesal- ings Abu Ammar. Hann er á milli tveggja elda — milli óvina sinna (Israelsmanna) annars vegar og vina sinna (Araba) hins vegar," sagði einn palestínskur flóttamaður fyrir skömmu, sem starfar í þágu stjórnarinnar í Qatar. „En takið eftir. Þau sár, sem Arafat svíða sárast, eru þau, sem Arabar hafa veitt hon- um. Þau svíða miklu sárar en þau sár, sem hann hefur hlotið af völdum ísaraelsmanna." Aly Mahmoud er frétíaskýrandi rið fréttastofuna Associated Press.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.