Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
21
Ný arðbær búgrein:
Risarækja
— eftir Þorvald
Friðriksson
Ein mesta nýjung innan fiski-
ræktar er austurlenska risarækj-
an, sem farið er að rækta víða um
heim, m.a. í Svíþjóð þar sem hún
er þegar orðin verðmæt útflutn-
ingsvara.
Latneska nafn rækjunnar er
Machrobrachium rosenbergii, og
náttúruleg heimkynni hennar eru
í fljótum Suð-austur-Asíu. Hún er
risi meðal rækja, karldýrið getur
orðið 32 sentimetrar á lengd og
kvendýrið 25 sentimetrar á lengd.
Pilluð vegur rækjan um 50
grömm. Bragðgæði rækjunnar eru
mikil og þykir hún í því efni taka
öllum öðrum rækjutegundum
fram.
í fljótunum, þar sem risarækjan
lifir, ferðast kvendýrið á hrygn-
ingartímanum til árósanna og
eggin klekjast síðan í sjónum. Egg
risarækjunnar eru lítil, bara einn
tíundi hluti úr millimetra og
fyrsta lirfan, zeolirfan, er hálfur
millimetri á lengd. Eftir nokkrar
vikur í söltu vatni er lirfan orðin
nógu stór til þess að geta synt mót
„Ljóst er að æ fleiri gera
sér grein fyrir framtíðar-
möguieikum rækjurækt-
unar sem búgreinar, og
taiið er að enn um langa
framtíð verði minna af
risarækju en eftirspurn og
því muni markaðsverðið
haldast hátt.“
straumnum, til þess að vaxa og
þroskast upp í fljótunum.
Verðmeiri en áll og lax
Rækjan er ræktuð í 31 gráðu
heitu vatni og við þau skilyrði vex
hún hratt.
Kostir risarækju fyrir fiskirækt
eru margir. Heildsöluverð risa-
rækju á heimsmarkaðnum er 10
dollarar kílóið, en það er meira en
nokkur borgar fyrir t.d. lax eða ál.
Rækjan er og verðmæt þegar sem
seiði og er mikil eftirspurn eftir
rækjuseiðum í Evrópu og í öðrum
heimshlutum.
Rækjan vex geysihratt í heitu
vatni og það tekur minna en 6
Þær heita Anna Guðrún Stefánsdóttir, Guðrún Elísabet Stefánsdóttir
og Brynja Dögg Ingólfsdóttir. Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir
Rauða kross íslands og söfnuðu 256 krónum.
Þessar stöllur héldu hlutaveltu í Akraseli 7, Breiðholtshverfi, fyrir
nokkru til ágóða fyrir Styrktarsfél. lamaðra og fatlaðra. Þær heita Iris
Ósk Albertsdóttir og Gunnlaug Gissurardóttir og söfnuðu þær rúmlega
600 kr. til félagsins.
Þessir ungu sveinar eiga heima í Kópavogi og efndu þar til hlutaveltu til
ágóða fyrir Hjálparstofnun Þjóðkirkjunnar til hjálpar hungruðum. Þeir
söfnuðu rúmlega 440 kr. til málefnisins. Drengirnir heita Reginn Harð-
arson og Kúnar Guðleifsson.
Risarækjan (Machrobrachium rosenbergii) getur orðið 32 sm löng og gæti orðið ein verðmætasta útflutningsvara
íslendinga.
mánuði að rækta lirfu upp í full-
vaxið dýr, þannig að á ári er hægt
að rækta tvær kynslóðir dýra í
fulla vinnslustærð.
Ræktun risarækju í Svíþjóð er
nýlega hafin, og hefur þegar gefið
stórgóðan árangur, en það er
ræktunarstöðin Akvatiska avels-
laboratoriet í Simontorp á Skáni,
sem þar hefur riðið á vaðið. í Sim-
ontorp hafa verið ræktaðar um 20
kynslóðir af risarækju, í lokuðu
ferskvatnskerfi og nú eru þaðan
flutt út seiði til allrar Evrópu.
Vegna hins gífurlega háa mark-
aðsverðs og eftirspurnar, hefur
risarækjan verið ofveidd í nátt-
úrulegum heimkynnum sínum og
hefur nær því verið útrýmt þar,
því selur nú eldisstöðin í Simon-
torp seiði til landanna í Suð-
austur-Asíu. í ár er reiknað með
að ræktuð verði 250.000 seiði í
Simontorp til útflutnings til Asíu.
Sem dæmi um stórhug í fiski-
rækt má nefna hér að í ár mun
ræktunarstöðin í Simontorp
ásamt orkufyrirtækinu Sydkraft
leggja 10 milljónir skr. í fiskirækt
við kjarnorkuverið Barsebáck á
Skáni. Nota á heitt kælivatn, sem
kjarnorkuverið sleppir út í Eyr-
arsund.
Við kjarnorkuverið verða byggð
kerfi eldiskerja. í fyrstu kerjunum
verða ræktaðar risarækjur í 31
gráðu heitu vatni. Vatnið er síðan
leitt í önnur ker, þar sem það
kólnar nokkuð, þar verður ræktað-
ur vatnahumar. Þá koma ker með
kola og urriða og í síðustu kerjun-
um hefur vatnið kólnað niður í 6
gráður og þar verður klakið laxa-
hrognum.
Ljóst er að æ fleiri gera sér
grein fyrir framtíðarmöguleikum
rækjuræktunar sem búgreinar og
talið er að enn um langa framtíð
verði framboðið minna af risa-
rækju en eftirspurn og því muni
markaðsverðið haldast hátt.
Framleiðsla á risarækju
grundvallast að miklu leyti á
ræktun í heitu vatni. Óvíða í
heiminum er völ á jafngóðu og
jafn ódýru heitu vatni og á ís-
landi, því gæti ræktun risarækju
orðið sérlega arðbær búgrein hér á
landi. Markaðsverð rækjunnar
bendir ótvírætt til þess að hægt
væri að fljúga með rækjuna ferska
frá íslandi á markað í Evrópu.
Heppilegir ræktunarstaðir væru
því allar þær jarðir og staðir á
Islandi, þar sem jarðhiti er fyrir
hendi og þar sem flugvellir eru,
sem borið geta meðalstórar flug-
vélar. Sem dæmi um slíka staði
mætti nefna Laugar í Dalasýslu,
svæðið kringum Reykhóla á
Barðaströnd, Eyjafjörð, Skaga-
fjörð, Reykjavíkursvæðið og Suð-
urnes, svo eitthvað sé nefnt.
Sé gert ráð fyrir að afurðirnar
verði fluttar út frystar, mætti
rækta risarækju á hverju sveita-
býli landsins, sem hefur aðgang að
jarðhita.
Eftirspurn eftir risarækju er
gífurleg í heiminum í dag og fram-
leiðslan fullnægir engan veginn
eftirspurn.
íslenskum fiskiræktarmönnum,
bændum og öðrum framsýnum
mönnum, sem hug hafa á ræktun
hinnar arðbæru risarækju er hér
með bent á að setja sig í samband
við Akvatiska avelslaboratoriet,
Simontorp, Skáne, Sverige, skrifa
mætti t.d. til Stellan Karlsson,
sem þar vinnur og hefur aðallega
séð um ræktunina á risarækjum í
eldisstöðinni. Þar er hægt að fá
upplýsingar um kaup á rækjuseið-
um og ræktun þeirra.
Þorvaldur Friðriksson er fornleifa-
fræðingur að mennt og starfar í
Svíþjóð.
Góð mynd
er vinsæl
jolagjof
Myndatökur
verö frá
kr.
1.670,-
Kredit-
kortaþjónusta
Studio Mats hefur veriö opnaö aftur eftir breytingar (á
sama staö — Laugavegi 178).
Starfar nú eingöngu viö Ijósmyndun: — barna- og
brúökaupsmyndatökur, iönaöar-, tækifæris- og loftljós-
myndun.
Athugið nýtt símanúmer 81919
Verid velkomin.
tUi
Ha
’gefurrétta mynd
Sími 81919
Laugavegi 178