Morgunblaðið - 16.11.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.11.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Stýriflaugar í Bretlandi Tæp fjögur ár eru síðan utanríkisráðherrar Atl- antshafsbandalagsríkjanna ákváðu að bandarískum eld- flaugum með kjarnaoddum skyldi komið fyrir í Vestur- Evrópu ef ekki tækist sam- komulag við Sovétmenn um að þeir fjarlægðu meðaldrægar kjarnorkueldflaugar sínar. Samningaviðræður við Sovét- menn hafa ekki borið neinn árangur og í fyrradag komu fyrstu bandarísku eldflaugarn- ar til Bretlands en á næstu þremur til fimm árum á að koma 572 eldflaugum fyrir í fimm Vestur-Evrópuríkjum. Annars vegar er um 108 Persh- ing II eldflaugar að ræða, en þær verða allar settar niður í Vestur-Þýskalandi og koma í stað Pershing I flauga þar, hins vegar eru 464 stýriflaugar en auk Vestur-Þýskalands verður þeim komið fyrir í Bretlandi, Italíu, Belgíu og Holl^ndi. Með vísan til ákVörðunar Atlantshafsbandalagsins um eldflaugarnar hljóp kraftur í friðarhreyfingar í Vestur- Evrópu. Þær hafa látið mikið á sér bera undanfarin misseri en í kosningum og á þjóðþingum þeirra landa þar sem hinar nýju eldflaugar eiga að vera hefur meirihluti manna stað- fest ákvörðun utanríkisráð- herra NATO-landanna. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa orðið verst úti vegna Evrópu- eldflauganna eru jafnaðar- mannaflokkarnir í Vest- ur-Þýskalandi, Bretlandi, Danmörku og Noregi. Er ekki enn séð fyrir um lyktir eld- flaugamálsins innan vébanda þeirra, en allir þessir flokkar fóru með stjórn landa sinna þegar ákvörðunin um eldflaug- arnar var tekin og hafa síðan skipt um skoðun að meira eða minna leyti. Hver sá sem lítur hlutlægt á samskipti austurs og vesturs í vígbúnaðarmálum hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu að Sovétmenn hefðu aldrei fengist til að ræða við Bandaríkjamenn um SS-20 kjarnorkueldflaug- arnar ef ekki hefði verið ákveð- ið að svara SS-20 með banda- rískum eldflaugum í Vestur- Evrópu. Því miður hefur ekki orðið mikill árangur í þessum viðræðum. Sovétmenn hafa hingað til svarað öllum tillög- um Bandaríkjamanna neitandi. Þá hafa Sovétmenn sagt að þeir myndu ganga út af fundunum í Genf ef hafist yrði handa við að koma bandarísku eldflaugunum fyrir. Koma fyrstu stýriflauganna til Bretlands markar þáttaskil. Friðarhreyfingarnar hafa ekki það afl sem af er látið á fjöl- mennum fundum. Þar starfa menn í þeim anda að ákvarðan- ir á „alþingi götunnar“ eigi að hafa meira vægi en stefna rétt- kjörinna fulltrúa á þjóðþingum. Nú láta talsmenn bresku frið- arhreyfingarinnar í veðri vaka að beitt verði líkamlegu ofbeldi til að ná fram kröfunni um ein- hliða afvopnun Vesturlanda. Fámennir „friðarhópar" ætla sem sé að efna til ofbeldisverka og ófriðar í löndum sínum. Vesturlond vilja að samninga- viðræðum í Genf verði haldið áfram hvað svo sem hótunum Sovétmanna um útgöngu líður. Það yrði í hróplegu ósamræmi við þá friðarásýnd sem Kreml- verjar vilja bera þegar þeir brosa til Vesturlanda ef full- trúar þeirra færu í fýlu í Genf og skelltu á eftir sér hurðum. Stýriflaugar á Islandi Skömmu eftir að utanríkis- ráðherrar NATO-landanna tóku ákvörðun um Evrópueld- flaugarnar varð hvellur út af því í fréttatíma hljóðvarpsins að á íslandi væru kjarnorku- vopn. Þær staðhæfingar voru þá eins og jafnan endranær rangar. Nú í þann mund sem eldflaugarnar eru að koma til Evrópu verður hvellur út af stýriflaugum á íslandi í frétta- tíma sjónvarpsins. Stýriflaug- arnar sem sjónvarpið sagði fréttir af hafa ekki enn þá verið smíðaðar og skýrslan sem sjón- varpið byggði á í frétt sinni snýst um það, hvort smíða eigi stýriflaugar til að skjóta á herskip frá stöðvum í landi. Greinilegt er af frásögnum frá umræðum á alþingi um stýriflaugafrétt sjónvarpsins að þingmenn hafa skilið hana þannig að um samskonar flaug- ar hafi þar verið að ræða og nú eru að koma til Bretlands. Ónákvæmni af þessu tagi er hvorki nýnæmi í fréttamiðlun íslenskra fjölmiðla um jafn við- kvæm mál og þetta né umræð- um íslenskra stjórnmálamanna um þau. í ræðu sinni í umræð- unum á þingi ítrekaði Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, nauðsyn þess að efla bæri sérþekkingu á þessu sviði hér á landi. Taka verður af skarið í þessu máli sem fyrst og skipuleggja stjórnkerfið þannig að slík sérþekking nýtist stjórnmálamönnum sem best. . - — - Björgun TF-RÁN í Jökulfjörðum Liósrayndir Mbl. Friðbiófw L)Ó8myndir Mbl. Frióþjófur Helgamn og Ragnar Axelsson. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.