Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 35

Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 35 „Fullyrða má að sálfræð- ingar hafa almennt ekki þörf fyrir að stimpla eitt barn afbrigðilegt fremur en annað — til þess eru margir aðrir boðnir og búnir — heldur beita sinni fræðilegu þekkingu, þeim aðferðum sem henni fylgja og sínum persónu- legu eiginleikum til þess að leysa vandann, sé til þeirra leitað.“ Hann virðist heldur ekki átta sig á því hvað liggur að baki hugtaka eins og „hversdagsleg íhugun" og „reynsla kynslóðanna". Vitaskuld er mannþekking sem af slíku er sprottin ekki neitt sérstakt fyrir- bæri sem er sálfræðinni framandi. Reynsla kynslóðanna er ekki eitt- hvað sem sálfræðinni er ókunnugt um, heldur hefur hún leitast við að færa þessa reynslu í fræðilegan búning, þannig að hún skili áreið- anlegri niðurstöðum og geti sagt okkur eitthvað um eðli mannsins sem sé hafið yfir hleypidóma og slagsíðu persónulegs mats. Við er- um auðvitað öll á vissan hátt sér- fræðingar í mannlegum samskipt- um og nauðsynlegt og sjálfsagt að þau fræði haldist í hendur við sálfræðina og vinni að sama marki. Hvorugt getur án annars verið. Gott fólk og góðhjartað, áhugamenn um mannleg sam- skipti, velferð skólabarna og geð- vernd hafa miklu hlutverki að gegna. Sálfræðin er ekkí í and- stöðu við verk þeirra, en þau koma ekki í stað hagnýtrar sálarfræði. Þessir tveir þættir vinna saman að sama marki, annar í hvers- dagslífinu, hinn á faglegum grunni. Þetta virðist blm. ekki skilja. Sálfræðiþjónusta í skólum 1974 var lögfest að grunnskólar skyldu eiga rétt á ráðgjafarþjón- ustu. Ætla má að fyrir þessu hafi verið ástæður, aðrar en dyntir sálfræðihollra sjórnmálamanna. Hlutverk skólans hefur breyst á síðustu áratugum og svið hans víkkað. Verkaskipting í þjóðlífinu fer vaxandi og skólinn hefur tekið að sér, auk beinnar fræðslu, það hlutverk að ala börn upp til þess að verða nýtir þjóðfélagsþegnar — eins og það er kallað. Gengi ein- staklingsins í skóla hefur orðið nánast afgerandi þýðingu um það hvaða sess honum hlotnast í sam- félaginu þegar hann vex úr grasi. Við þessu þótti rétt að bregðast meðal annars með ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu. Menn geta verið ósammála því að skólinn taki að sér fyrrgreint uppeldishlutverk og fundið allt til foráttu þeirri þjóð- félagsþróun sem að baki liggur, en þetta ástand er staðreynd og við því verður að bregðast. Eins og fram kemur í títt- nefndri grein er verksvið þjónust- unnar víðfeðmt, svo sem það er skilgreint í lögum. Þar er — í sam- ræmi við framangreint — m.a. gert ráð fyrir að starfið beinist að heildinni og kerfinu, þ.e. skólanum sem stofnun. Reyndin hefur hins vegar orðið að mestur tími fer í aðstoð s.k. „erfiðra" nemenda, greiningu á þeirra vanda, meðferð hans, ráðgjöf við heimili oj; skóla og tilhlutanir um úrbætur fyrir hljóm, svo fjölbreytt áhrif, að endist allan daginn. Við getum nánast ósjálfrátt, en samt af innri hvötum, gefið orðunum sérstakan blæ lífs eða ljóss, gremju eða myrkurs að aldrei gleymist. Þar eru augu og svipbrigði þess, sem talar svo táknræn und- irstrikun orðanna, að ekki sé nú minnzt á raddbrigði og hljóm- blæ. Og svo kemur umræðuefnið. Oftast fyrst blessað veðrið okkar, sem er svo margbreytt og oft svo neikvætt í vitund á vör- um og í veruleika. Þar næst kemur dægurþrasið, stjórnmálaerjurnar og bæjar- slúðrið, kitlandi kjaftæði um náungann og kunningjana. En einnig það ber svip af okkar innra manni í orðaspegli — skuggsjá orðavalsins. Sumir kunna að gera gott úr öllu, meira að segja að slökkva blossandi eiturloga baktals og níðs, sem verið er að tendra. Aðrir æsa allt slíkt unz ein fjöður er orðin að fimm myndarlegum hænum. Svo misjöfn er meðhöndlun málsins töfrasprota, að mönnum tekzt að beina þessu bulli, sem á að sverta samferðafólkið, í allt aðra átt, varpa nýju ljósi yfir hversdagsleikann og opna sjón út og „upp yfir hringinn þröngva", skapa ný viðhorf, áður óþekkt, opna hlið sannleikans til hærri lífslista og manngöfgi. Allt í einu getur einskisvert eða illt slúður, sem átti að ræna heiðri og heillum, orðið vanda- samt og merkilegt viðfangsefni, sem kallar á hugsun og mann- gildi þeirra, sem tala og dæma, og horfið þannig úr sögunni eða bjargað frá áframhaldandi ill- girni, fordæmingin horfið fyrir skilningi og afsökunum. Sem sagt, rétt valin orð í tíma töluð hafa bætt um á vegum samfélagsins, opnað ný viðhorf yfir áður óþekkt svæði í sam- skiptum manna. Því mætti líkja við, að lostið hefði niður eldingu frá himni hins eilífa orðs hins sanna, fagra og góða í senn. Ljóma frá lykli sannleikans í höndu Alföður. Og gegnum ys hversdagsins á stræti eða í vagni fara ljúf orð Meistarans mikla, sem sagði um mátt slíkra orða: „Sá, sem er sannleikans meg- in, hlýðir minni röddu." Þeir eða þær, sem þannig varpa ljósi sannleikans og yl elskunnar með orði, svip eða leyndardómsfullri þögn yfir viðfangsefni hversdagsins, eru hinir sönnu, kristnu prestar og predikarar, þótt aldrei hafi í há- skóla né „kirkjupontu" komið. Um slík orð af vörum vinar er sagt: „Hann hóf mitt líf upp í hærra veldi." t þeirri vissu, að orð eiga aldrei að vera „innantóm" og fylla stærð fölskum rómi, skulum við hefja hvern dag með þeirri hugs- un, að nota vel þennan spegil okkar eigin sálar, sem um leið er töfrasproti tilverunnar úr afl- brunni alheims. Látum umræðuefnið eignast lit af hugsun og varma frá hlýju hjarta um leið og við gefum orð- unum sem fegurstan búning og framsetningu. Verum fáorð og gagnorð en samt brosljúf og blátt áfram — sönn. Samt er bezt að vera viðbúinn misskilningi og rangfærslum. Aðalsmerki sannleikans hafa mótast í deiglu andmæla, mis- skilnings, ofsókna og fordóma. Veljum samt sjónarhól sann- leikans, hvað sem það kostar. Njótum þaðan útsýnis vizkunn- ar. Þannig munu hinir beztu og göfugustu á vegi þínum, ekki slzt börn, læra að meta orð þín, og leiðsögn og sæti þitt verða pre- dikunarstóll þess boðskapar, sem án fordóma og bókstafs- fjötra er hinn eini og sanni kristindómur. Rvík, 29. ág. 1983, einstaka nemendur. Ástæðan er sú að þetta verkefni hefur virst mest aðkallandi i bráð og mikið eftir slíkri aðstoð leitað. Ef vel er að staðið skilar þetta starf ótví- ræðum árangri, en ástæða þess að „sumum finnst að við getum raun- ar lítið gert", eins og haft er eftir Kristni Björnssyni í viðtali, er ekki síst sú að sálfræðideildirnar hafa lengst af verið notaðar sem eins konar slökkvilið sem ekki er kallað til fyrr en húsið er orðið alelda, en sjaldnar til þess að at- huga eldvarnir áður en bálið kviknar. Árangur af starfi sál- fræðideilda ræðst því ekki ein- göngu af þeirri vinnu sem þar er unnin út af fyrir sig, heldur þeim forsendum sem fyrir eru, áður en máli er vísað og til þess að fylgja aðgerðum eftir. Blm. virðist álíta að ráðgjöf í skólum sé að mestu einokuð af sálfræðingum, sem er mikill mis- skiiningur. Hins vegar vill svo til að þær starfsstéttir aðrar sem ráðgjöf sinna, s.s. sérkennarar og sérmenntaðir kennarar, félags- ráðgjafar og uppeldisfræðingar, sækja stóran hluta af sínu námi í þau „vafasömu vísindi", sálfræð- ina og greinar henni skyldar. Þeg- ar blm. óskar eftir „fjölskrúðugri hópi“, ætlast hann kannski til þess að við þessum störfum taki fólk sem ekki hafi menntun sem þessa, „venjulegt fólk“ sem byggi sínar aðferðir á „hversdagslegri íhug- un“? Gaman væri að sjá þessar hugmyndir nánar útfærðar. Það er mín skoðun að vafasamt sé að hópa santan á sálfræðideildir skóla fólki úr miklum fjölda starfsstétta með starfssvið sem e.t.v. er illa skýrgreint, þótt það hafi góða menntun og sé „góð- hjartað". Æskilegra væri að búa betur að skólunum sjálfum í þessu efni, þannig að þeir starfsliðs vegna, aðstöðu og tíma, geti hlúð betur að hverju einstöku barni. Markmiðið með öllu þessu starfi er að sjálfsögðu betri skólar og betri þroskamöguleikar fyrir upp- vaxandi kynslóð. Ég hef hér að framan drepið á nokkur atriði sem fram komu í grein Guðmundar Magnússonar um sálfræðiþjónustu í skólum, reynt að svara nokkrum af þeim spurningum sem þar voru settar fram og sett fram vangaveltur um meinta vanþekkingu blm. og yfir- borðskenndar staðhæfingar. Um- ræðuefnið er vitaskuld ekki tæmt, en ef tilskrif þetta verður til þess að einhverjir (GM meðtalinn!) velta því fyrir sér hleypidóma- laust og með opnun huga, er til- ganginum náð. Askell Örn Kárason er silfræding- ur og rar um fjögurra ára skeid forstöðumaður Ráðgjafar- og sál- fræðideildar Fræðsluskrifstofu i\orðurlands eystra, en starfar nú rið Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Æskulýðs- leiðtogi Hjálpræðis- hersins heimsækir * Island MAJÓRARNIR Svend og Sólveig Björndal, sem veita forstöðu æsku- lýðsstarfi Hjálpræðishersins í Nor- egi, Færeyjum og íslandi, koma nú „ til íslands í fyrsta sinn. Þau munu dveljast hér á landi frá 14. til 27. nóvember. Fyrsta samkoman verður í Reykjavík þriðjudaginn 15. nóv- ember. Þann 16. og 17. verða sam- komur á ísafirði, þann 18., 19. og 20. á Akureyri og síðan verða samkom- ur í Reykjavík auk þess sem sam- koma verður í Hveragerðiskirkju 23. nóvember. Sólveig og Svend Björndal eru norsk. Þau hafa í rúmlega tuttugu ár starfað sem trúboðar í Afríku, nánar tiltekið í Zimbabwe auk þess sem þau störfuðu um skeið í Suður-Afríku. Meðan á heimsókn þeirra stendur hér mun efnt til sérstakra kristniboðskvölda þar sem þau hjónin munu segja frá starfi sínu í Afríku í máli og myndum. KOMDU KRÖKKUNUM Á OVART! Rtrðutilþejrraumjolin Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug- leiðir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn kr. 8.430.00 Osló kr. 7.688.00 Stokkhólmur kr. 9.611.00 Að auki er í boði sérstök jólaferð til Gautaborgar. Bjóðum við einnig jólafargjald til Gautaborgar í þessa ferð, kr. 8.333.- Brottför frá Reykjavík er 18. og 21. des. og heimkoma 4. eða 8. janúar. Ðarnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR ágV Gott fólk hjó traustu télagi M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.