Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 36

Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 >VE\HS Þyrlan komin um borft í Öskju. Vélbáturinn Siggi Sveins, sem híffti þyrluna af rúmlega 80 metra dýpi upp á 10 raetra dýpi, til hliðar. Samvinna allra að- ila varð til þess að þyrlunni var bjargað TF-RÁN, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sem hrapaði í sunnan- verðum Jökulfjörðum, aðfara- nótt miðvikudagsins fyrir viku, var komin í heilu lagi á þyrlu- þilfar varðskipsins Oðins um hálf tvö leytið í gærdag og virtist við fyrstu sýn fremur heilleg. Þyrlan hafði þá verið hífð upp af rúmlega 80 metra dýpi í áföng- um og að lokum var það Askja, strandferðaskip Ríkisskips, sem hífði þyrluna um borð til sín og sigldi síðan að síðunni á Óðni og hífði hana yfir á þilfar hans. Ekkert hægt að segja um ástand þvrlunnar að svo komnu máli „Ég get ekkert sagt um ástand þyrlunnar að svo komnu máli. Björgunaraðgerðum er nú lokið og rannsókn getur hafist," sagði Skúli Jón Sigurðarson í samtali við Morgunblaðið eftir að þyrlan var komin á þilfar óðins. Skúli Jón sagði að von væri á manni frá NTSB (National Tourist Safety Board) í Bandaríkjunum til ís- lands til að aðstoða við rannsókn- ina á orsökum þyrluslyssins. Aðstoðar íslensk yfirvöld „Ég er hér til að aðstoða íslensk yfirvöld við rannsóknina á þyrlu- slysinu," var það eina sem Matth- ew Ellis, öryggisráðgjafi og sér- fræðingur frá Sikorsky-verk- smiðjunum, vildi láta hafa eftir sér, eftir að þyrlan var komin um borð í óðin. Þegar blm. Morgunblaðsins kom á staðinn um klukkan hálf tólf í gærdag var strandferðaskipið Áskja þar fyrir. Talsvert bil var á milli hennar annars vegar og Óðins og vélbátsins Sigga Sveins hins vegar, sem voru norðan undir rauðu, sem reyndist þegar til kom vera nef þyrlunnar. Þyrlan kom þó á réttum kili úr sjó og sást þegar hún var komin upp úr að taugarn- ar voru festar í aðalþyrlublað hennar, en þar er þyrlan sterkust. Gert var hlé á hífingum öðru hverju, en annars gekk mjög fljótt og vel að hífa hana um borð í Öskju og um eitt leytið var þyrlan komin um borð í hana heilu og höldnu. Askja hélt þegar til móts við óðinn, sem fjarlægst hafði meðan á þessu stóð, vegna þess að skipin hafði rekið talsvert á með- an á hífingum stóð. Askja lagði að síðu Óðins og mjög vel gekk að hífa hana á milli skipanna og þangað var hún komin um hálf tvö leytið. Björgun þyrlunnar engum einum að þakka fremur en öörum Björgunaraðgerðir gengu mjög fljótt og fumlaust fyrir sig, og aldrei var að sjá að neitt varhuga- vert ástand skapaðist meðan á híf- ingunum stóð. Skúli Jón sagði að björgun þyrl- unnar væri engum einum að þakka fremur en öðrum, allir hefðu lagst á eitt við björgunina og ekki væri hægt að taka neinn einn út úr fremur en annan. Það hefði verið samvinna allra aðila sem hefði gert útslagið að það hefði tekist að bjarga þyrlunni. Þetta hefði verið mikil og erfið vinna og allir lagt nótt við dag til þess að björgun þyrlunnar gæti tekist. „Hér hafa allir staðið sig svo ótrúlega vel og nánast enginn sof- ið nema hænublund, sem unnið hefur við björgunaraðgerðirnar, frá því í síðustu viku,“ sagði Karl Eiríksson, formaður flugslysa- nefndar, sem eftirlit hefur með rannsókn slyssins. HJ Þyrlan hífft úr strandferðaskipinu Öskju yfír á þyrlupall varðskipsins Óftins. Skúli Jón Sigurðarson, hjá rannsóknanefnd flugslysa, athugar mæla þyrlunn- ar eftir aft hún var komin um borð í Óftin. Höfðaströndinni að leggja síðustu hönd á undirbúninginn að því að hífa þyrluna upp á yfirborðið. Tíu ‘mínútum fyrir tólf lagði Askja af stað og lagði að vélbátnum Sigga Sveins, en í toggálga hans hékk þyrlan á u.þ.b. 10 metra dýpi. Löndunarkrana Óskju átti að nota til þess að hífa þyrluna upp á yfir- borðið. Þokkalegt veður Sjór var tiltölulega sléttur og suðvestan eða vestan kaldi, þegar björgunaraðgerðir hófust. Eftir að Askja hafði lagt að fiskibátnum, var hafist handa um að tengja taugarnar, sem tengdar höfðu ver- ið þyrlunni, við krana Öskju. Ekki færri en þrír gúmmíbátar voru viðstaddir og fór vinnan við að tengja kranann fram í þeim. Nef þyrlunnar sást fyrst Það var upp úr klukkan hálfeitt sem fyrst sást örla á einhverju Þyrlan. Fyrir framan sést aftari þyrluspaftinn en hann kom upp með þyrlunni, en var tekinn og látinn í tunnuna um borft í Öskju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.