Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 4

Morgunblaðið - 17.11.1983, Side 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Milli sprungna og hengiflugs Tveir félagar úr Björgunarsveit Ing- ólfs segja frá ferð á tind Mont Blanc Fjallgöngumenn í hlíöum Mont Blanc. I’ann 29. sept. sl. lögðu tveir félag- ar, Björn Guðmundur Markússon og Þorkell Þorkelsson, úr Björgunar- sveit Ingólfs (sem er Björgunarsveit Slysavarnafélags íslands í Reykja- vík) upp í ferð á „Mont Blanc“ sem er ha sta fjall Evrópu, 4807 m hátt. Aðdragandi Ég og félagi minn, Björn, höfð- um talað um það áður en við fór- um frá íslandi að gaman væri að reyna sig við „Mont Blanc" og sjá hvort við ættum eitthvað í það. Skömmu síðar fer Björn til Frakklands, en við bindumst fast- mælum um það að ég reyni að afla upplýsinga um fjallið hér heima, en hitti hann síðan í Strasbourg mánuði síðar. Tíminn leið en mér gekk illa að afla upplýsinga um fjallið, þar til einn daginn að ég hitti gamlan bekkjarfélaga, Tóm- as Guðbjartsson að nafni, en hann hafði verið þá fyrir stuttu í Cham- onix sem er bær mjög skammt frá „Mont Blanc". Hann sagði mér margt sem kom sér vel að vita. Einnig fann ég í bók „Montanev- ing Enceklopetika" smáklausu sem kom sér einnig vel. Þann 7. sept. fór ég síðan með ms. Eddu til Bremerhaven í Þýskalandi og það- an með litlum stoppum til Stras- bourg þar sem ég hitti Björn þann 13. sept. Þar dvöldum við síðan í góðu yfirlæti í viku hjá vini Björns, en þann 20. sept. lögðum við síðan af stað til Chamonix á puttanum, en það ferðalag tók tvo daga, og komum því til Chamonix að kvöldi þess 22. sept. Daginn eft- ir fórum við að athuga með að láta Fjallgöngumennirnir í akála f 3.800 metra hæö, Björn Guö- mundur Markúaaon (t.v.) og Þorkell Þorkelason. senda okkur fjallabúnað frá ís- landi. Þar sem erfitt er að þvælast með slíkt dót í gegnum þvera Evr- ópu á puttanum. En við nána at- hugun á máli þessu varð okkur ljóst að slík sending væri að minnsta kosti tvær vikur á leið- inni og jafnvel lengur og þar að auki væri mjög dýrt að senda þá þyngd sem sendingin kæmi til með að verða. Voru nú góð ráð dýr því við höfðum lofað bæði sjálfum okkur og öðrum að fara fyrr á fyrrnefnt fja.ll. Næstu dagar fóru í að reyna að fá lánaðar græjur til Björn Guömundur á tindinum meö úlpu Þorkela Þorkelaaonar, aem tók myndina. Björn Guömundur Markúaaon viö minningarkroaa um fjallgöngu- mann, aem fórat í hlíöum fjalla- ina. fararinnar, en það gekk ekki sem best þó bæði ritari Alpaklúbbsins á staðnum og félagi úr frönsku fjallaherlögreglunni, sem gegnir hlutverki björgunarsveitar, vildu allt fyrir okkur gera. Dagarnir liðu en við komumst hvergi. Á næturnar sváfum við undir brú á brautarstöðinni á staðnum. Var okkur nú sagt að innan skamms tíma myndi veturinn byrja fyrir alvöru á „Mont Blanc". Þetta var 26. sept. og ákváðum við þá að fara með þann búnað er við gætum fengið fyrir kvöld þess 28. N óvemberkaktus — eftir Axel V. Magnússon Meðal þeirra plantna sem náð hafa miklum vinsældum víða um lönd hin síðari ár er svonefndur nóvemberkaktus. Hann er upprunninn í hita- beltislöndum Mið- og Suður- Ameríku. Þessi tegund og aðrar henni náskyldar vaxa oftast í regnskóg- um og er algengt að finna þær á trjám, þar sem þær hafa fest ræt- ur og vaxa nánast sem hálfsníkju- jurtir (epifyt). Þessar tegundir eru jurtkennd- ar og stönglar flatstrendir og oftast drúpandi að meira eða minna leyti. Um eiginleg blöð er ekki að ræða en stönglar gegna svipuðu hlutverki og laufblöð hjá öðrum plöntum. Blóm eru á stöngulendum og eru mjög litskrúðug og fögur. Þau geta verið í ýmsum litum eftir af- brigðum, en algengustu litir eru hvítur, rauður, bleikur og svo ýmsir millilitir. Tegundin getur blómstrað að vori eða hausti eftir atvikum, en yfirleitt er algengast að stíla upp á ræktun þannig að plöntur blómstri að hausti. Nóvemberkaktus blómstrar mikið ef plöntur eru í góðri rækt- un og stendur blómgun lengir eða svo mörgum vikum skiptir ef ræktun og umhirða er í lagi. Sumir halda að þurrt loft eigi vel við alla kaktusa, en það er hinn mesti misskilningur og nóvem- berkaktus og skyldar tegundir þrífast best í hæfilegum raka og á sumrin þurfa þær mikið vatn í bjartviðri, en þess skal þó ætíð gætt að vatn standi aldrei í potti eða skál sem planta kann að standa á. Yfir veturinn er dregið verulega úr vökvun en þess þó ætíð gætt að láta plöntur ekki ofþorna. Venjulegur stofuhiti á vel við nóvemberkaktus og ekki er æski- legt að hiti fari undir 10—12°C. Gæta skal þess að láta plöntur ekki standa í sterkri sól að sumar- lagi, en að vetri mega plöntur gjarnan vera á björtum vaxtar- „Sumir halda að þurrt loft eigi vel við alla kaktusa, en það er hinn mesti misskilningur og nóvemberkaktus og skyldar tegundir þrífast best í hæfilegum raka og á sumrin þurfa þær mikið vatn í bjartviðri, en þess skal þó ætíð gætt að vatn standi aldr- ei í potti eða skál sem planta kann að standa á.“ stað. Meðan plöntur eru í örum vexti er þeim gefin áburðarlausn reglulega t.d. á 7—10 daga fresti sem svarar til 1 g af alhliða áburði í hvern lítra vatns. Yfir veturinn er dregið mjög úr gjöf og hætt alveg í svartasta skammdeginu. Plöntur hafa að jafnaði tals- verðan vaxtarþrótt og þegar vorar er oft nauðsyn að umpotta í stærri potta. Er best að nota vel rotna torfmold, sem gjarnan má vera blönduð nokkru af sandi eða vikri. Ef fólk hefur áhuga á að fjölga nóvemberkaktus er einfaldast að gera það að vori t.d. í apríl — maí. Eru þá skornir hæfilega langir sprotar (8—10 sm) og þess gætt að sár sé hreint. Síðan eru þeir látnir liggja í 1 sólarhring til að sár þorni. Síðan er græðling stungið í vikursand eða létta sandblandna mold. Yfir pottinn er breitt plast eða annað efni til að halda háum loftraka á meðan rætur eru að myndast. í 8—9 sm pott eru settir 3 græðlingar. Nóvemberkaktus er mjög þægileg planta við að eiga og blómstrar lengi til ánægju og gleði. Axel V. Magnússon er ylræktar- riðunautur hjá Búnaðaríélagi ís- landa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.