Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 21

Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 69 Heildarútflutningur jókst um 10% á fyrstu níu mánuðum ársins: Liðlega 93% aukning á út- flutningi áls og álmelmis — Samdráttur útflutnings á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum HEILDARÚTFLUTNINGUR landsmanna jókst um 10% fyrstu níu mánuði ársins, í magni talið, þegar samtals voru flutt út um 447.114,7 tonn, borið saman við 405.997,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmctaaukningin milli ára er um 136%, eða liðlega 13.329,5 milljónir króna í ár borið saman við 5.656,9 milljónir króna í fyrra. f þessu sambandi er vert að hafa í huga, að meðal- gengi dollars hækkaði á sama tímabili um 113%, eða úr 11,25 krónum í 23,96 krónur. Samdráttur í sjávarafurðum Ef litið er á skiptingu útflutn- ingsins milli frumvinnslugrein- anna kemur fram, að um 9% sam- dráttur varð í útflutningi sjávar- afurða, í magni talið, þegar út voru flutt 250.323,4 tonn, borið saman við 274.763,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin varð eigi að síður um 131%, eða 9.246,4 milljónir króna á móti 4.337,7 milljónum króna. Samdráttur í land bú naðarafu rðu m Útflutningur landbúnaðaraf- urða dróst saman um 5%, í magni talið, þegar út voru flutt 3.733,4 tonn, borið saman við 3.948,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára varð aðeins um 74%, eða 112,7 milljónir króna á móti liðlega 64,7 milljónum króna á sama tíma í fyrra. löndum Efnahagsbandalags Evr- ópu, þar sem innflutningshamlan- ir hafa verið við lýði að undan- förnu. Það má nefna það, að um þriðjungur af útflutningi fer á Evrópumarkað. Stærstu markaðir okkar þar fyrir utan eru í Indó- nesíu og í Saudi-Arabíu, en í þess- um löndum hefur okkur gengið sérstaklega vel á liðnum misser- um.“ Aðspurður um fjárhagsstöðu Daihatsu sagði Sakea Ohara hana vera góða, sem sæist bezt á því, að á síðasta ári hefði verið greiddur 10% arður til hluthafa og afkom- an á þessu ári væri sizt lakari. Að vísu hefði verið lagt í miklar fjár- festingar á síðustu misserum vegna hönnunar nýrra bíla. Dai- hatsu Charade var kynntur nýr á dögunum eins og áður sagði og í ársbyrjun 1984 yrði kynntur enn einn nýr frá Daihatsu. „Ég tel stefnu okkar vera rétta og því er ég sannfærður um að framtíðin er björt fyrir fyrirtækið. Ég vil reyndar taka sérstaklega fram, að við erum mjög ánægðir með þann góða árangur, sem náðst hefur á Islandi. Okkar menn hér eiga sér- stakan heiður skilið," sagði Sakea Ohara, aðalforstjóri Daihatsu Motor Co. að síðustu." Veruleg aukning í iðnaðarvöruútflutningi Iðnaðarvöruútflutningur jókst um hvorki meira né minna en 60% á fyrstu níu mánuðum ársins, í magni talið, þegar út voru flutt samtals 184.046,1 tonn, borið sam- an við 114.810,8 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 217%, eða 3.843,2 millj- ónir króna á móti 1.213,4 milljón- um króna á sama tíma í fyrra. Ál og álmelmi Útflutningur á áli og álmelmi jókst á fyrstu níu mánuðum árs- ins, í magni talið, um 93%, þegar alls voru flutt út 82.492,1 tonn, borið saman við 42.811,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 330%, eða 2.327,7 milljónir króna, borið saman við 541,7 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Kísiljárn Útflutningur á kísiljárni jókst um 38% á umræddu tímabili, í magni talið, þegar alls voru flutt út 36.353,0 tonn, borið saman við 26.357,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 202%, eða 424,1 milljón króna á móti 140,3 milljónum króna. llllarútflutningur Ullarútflutningur dróst saman um 5%, í magni talið, fyrsti níu mánuði ársins, þegar samtals voru flutt út 997,2 tonn, borið saman við 1.049,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 93%, eða 499,3 milljónir króna á móti samtals 259 milljón- um króna. Samdrátturinn í ullinni er mestur á Vestur-Evrópumark- aði. Skinnavara Útflutningur á skinnavörum dróst saman um 41%, í magni tal- ið, fyrstu níu mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 227,1 tonn, borið saman við 383,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 33%, eða 96,5 milljónir króna á móti tæplega 72,6 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Vörur til sjávarútvegs Útflutningur á vörum til sjávar- útvegs jókst um 9% á fyrstu níu mánuðum ársins, í magni talið, þegar út voru flutt samtals 1.366,4 tonn, borið saman við 1.256,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 102%, eða 66,6 milljónir króna á móti 32,9 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Niðurlagðar sjávarafurðir Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum jókst um 6%, í magni talið, fyrstu níu mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 1.741,8 tonn, borið saman við 1.640,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 147%, eða 227,1 milljón króna á móti 92 milljónum króna. Kísilgúr Útflutningur á kisilgúr dróst saman um 2% á fyrstu níu mánuð- um ársins, þegar út voru flutt samtals 18.303,3 tonn, borið sam- an við 18.699,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 108%, eða tæplega 99 milljónir króna á móti liðlega 47,5 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Vikur og gjall Útflutningur á vikri og gjalli jókst fyrstu níu mánuði ársins, í magni talið, um 102%, þegar út voru flutt samtals 33.123,7 tonn, borið saman við 16.392,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 362%, eða 22,1 milljón króna, borið sam- an við tæplega 4,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þangmjöl Útflutningur á þangmjöli jókst um 59%, í magni talið, á fyrstu níu mánuðum ársins, þegar út voru flutt samtals 2.291,7 tonn, borið saman við 1.442,4 tonn á sama tíma i fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 227%, eða 14,5 milljónir króna, borið saman við liðlega 4,4 milljónir króna í fyrra. Brotajárn Útflutningur á brotajárni jókst um 32%, í magni talið, á fyrstu níu mánuðum, þegar út voru fiutt samtals liðlega 5.054,6 tonn, borið saman 3.823,7 tonn. Verðmæta- aukningin milli ára er um 130%, eða tæplega 11,6 milljónir króna, borið saman við liðlega 5 milljónir krónur á sama tíma í fyrra. FURUHILLUR Útsölustaðir: REYKJAVlK: JL-Húsið húsgagnadeild, Liturinn Siðumúla 15, KÓPAVOGUR: Byko Nýbýlavegi 6, HAFNARFJÖRÐUR: Málur Reykjavfkurvegi 10, KEFLAVlK: Dropinn, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: K.B. Borgarnesi, HELLISSANDUR: K.B., ÓLAFSVlK: Verslunin Lára, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar. BOLUNGARVÍK: Jón Fr Einarsson, ISAFJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmas., BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, SAUÐARKRÓKUR: Hátún, SIGLUFJÖRÐUR: Bólsturgerðin, ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, DALVlK: Versl. Sogn, AKUREYRI: Grýtan Sunnuhlfð, HÚSAVlK: Kaupfeiag Þingeyinga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurtands, SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn NESKAUPSTAÐUR: Nesval, REYÐARFJÖRÐUR: Lykill, FASKRÚÐSFJÖRÐUR: Versl. Þór, VlK, Kaupfélag V-Skaftfelling, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.A. PLflNTERS HNETUR í nýjum og ódýrum umbúðum. 50 gr., 80 gr., 100 gr., 200 gr. álpokar. Heildsölubirgðir: Agnar Ludvigsson hf., Nýlendugata 21, sími 12134. Vesturþýskar alvöru-hrærivélar á br®sandi verði! 2 stærðir IUL Lokuð skál - engar siettur Hræra - þeyta - hnoða - mixa - sjeika - mauka - mylja - hakka - móta - mala - rífa - sneiða - skilja - pressa - og fara létt með það! Qóð kjör! jFonixi Hátúni 6a - Sími 24420 Raftækjaúrval Hæg bílastæði!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.