Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 2

Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Forseti íslands heimsækir Portúgal FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hélt á (ostudag áleiðis til Portúgal í opinbera heimsókn. Stendur heimsóknin þangað yfir frá mánudegi til fimmtudags, en síðan heldur forsetinn til Vestur-Þýskalands, þar sem hún mun opna „íslenska menningardaga" Hin opinbera heimsókn hefst mánudaginn 21. nóvember í Lissa- bon. Forseti Islands leggur blómsveig á leiði þjóðskálds Portúgala, De Camoes, en fer síð- an til fundar við Antonio Ramalho Eanes, forseta Portúgal. Um kvöldið heldur forseti Portúgal kvöldverðarboð forseta íslands til heiðurs. Þriðjudaginn 22. nóvember kemur forsætisráðherra Portúgal, Mario Soares, til fundar við for- seta íslands í Queluz-höll, þar sem forseti íslands og fylgdarlið munu búa á meðan á hinni opinberu heimsókn stendur. Síðdegis heim- sækir forseti íslands þjóðþingið svo og ráðhús Lissabonborgar. Miðvikudaginn 23. nóvember mun forseti íslands m.a. skoða Gulbenkiam-listasafnið og Bel- em-vagnasafnið. Um kvöldið held- ur svo forseti íslands forseta Portúgal kvöldverðarboð og lýkur þar með hinni opinberu heimsókn til Portúgal. í fylgd með forseta íslands verða Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, og frú Erna Finns- dóttir, Ingvi S. Ingvarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins, og Halldór Reynisson, forseta- ritari. Fimmtudaginn 24. nóvember heldur forseti íslands til Vestur- Þýskalands og mun hún opna ís- lenska menningardaga í Berlín 25. nóvember. I fylgd með forseta íslands í Vestur-Þýskalandi verður Halldór Reynisson forsetaritari. Dæmdur í Þýskalandi fyrir fíkniefnabrot ÞRÍTUGUR Reykvíkingur, Siguröur Þór Sigurðsson, var fyrir nokkru dæmdur í tveggja ára og 9 mánaða fangelsi í V-I>ýskalandi vegna fíkni- efnamisferlis. Hann var tekinn í mars síðastliðnum ásamt vinkonu sinni með rúmt kíló af hassi. Auk þess voru þau með amfetamín og kókaín, en í litlum ma li. I vikunni var málflutningur fyrir Hæstarétti í máli hans, en í desem- ber síðastliðnum var hann dæmdur í 3 lÆ árs fangelsi hér á landi fyrir fíkniefnamisferli, og er það þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi. Jónatan Sveinsson, saksóknari, krafðist við málflutning í Hæstarétti, að dómur undirréttar yrði staðfestur efnis- lega, en fangelsisvist lengd. í undir- rétti var gerð upptökukrafa á fé, sem lagt var hald á þegar Sigurður Þór var handtekinn í gistihúsinu „De Fem Svaner" í Kaupmanna- höfn í mars 1979, en það voru 139 þúsund danskar krónur, 79.900 sænskar krónur og 20 þúsund norskar krónur. Um var að ræða ágóða, sem Sigurður Þór ásamt fleirum hafði af sölu fíkniefna. Danska lögreglan hefur varðveitt féð frá því Sigurður Þór var hand- tekinn. Auk fjárins var lagt hald á um 20 grömm af kókaíni, 30 grömm af hassi, byssu, auk fleiri muna. Sigurður var dæmdur fyrir dreif- ingu og smygl á rúmlega 20 kg. af kannabisefnum auk 200 gramma af kókaíni. Hann var hafður í Vestra- fangelsinu í Danmörku, sem er hið rammgerðasta þar í landi, en strauk á ævintýralegan hátt úr fangelsinu um hálfu ári eftir hand- tökuna. Hann fór lengi huldu höfði en gaf sig fram og kom hingað til lands síðla árs 1981. Snorri Hall- dórsson látinn SNORRI Halldórsson, bygginga- meistari, forstjóri HúsasmiAjunnar hf., lést í Reykjavík aðfaranótt föstudags- ins 18. nóvember, 72 ára að aldri. Snorri var fæddur 31. júlí 1911 í Magnússkógum í Hvammssveit, Dalasýslu. Foreldrar hans voru Halldór Guðmundsson, bóndi þar og kona hans, Ingibjörg Sigríður Jens- dóttir. Snorri lauk prófi frá Iðnskólanum og sveinsprófi í húsasmíði 1932 og fékk meistarabréf 1936. Hann stofnsetti Húsasmiðjuna 1949. Snorri gegndi fjöldamörgum trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík og átti sæti á framboðs- listum flokksins í Reykjavík. Eftirlifandi kona hans er Inga Berg Jóhannsdóttir. Hópurinn í Rammagerðinni. Með á myndinni er Haukur Gunnarsson, verslunarstjóri. Morgunblaðið/KÖE. Bandaríkjamenn í innkaupaferð til Islands „ÞETTA er fyrsti innkaupahópurinn frá Banda- ríkjunum, sem kemur hingað, en eftir viðbrögðum fólksins að dæma, held ég að mikið framhald eigi eftir að verða á þessu," sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í samtali við Mbl. í gær, en í gærmorgun komu tíu Bandaríkjamenn í sérstaka innkaupaferð til íslands. Sveinn Sæmundsson sagði, að fólkið væri frá Lansing í Michican-fylki, en fyrst um sinn yrði áherslan lögð á að auglýsa þessar ferðir þar. Sveinn sagði, að ullarvörurnar hefðu átt mestalla athygli fólksins, en einnig hefði það kynnt sér skinnavörur og fleira. Fólkið eyðir fyrsta deginum í verslunarferð og einnig fer það í verslanir fyrir hádegi í dag. Eftir hádegi er svo skoðunarferð og heim fer fólkið aftur á morgun, sunnudag. Sjónvarpsmóttökuloftnet sovéska sendiráðsins: Á sama tíðnisviði og flestir gervihnettir — en allt öðru en jarðstöðvar varnarliðsins hér „ÁSTÆÐAN fyrir því að loftnetsskerminum er beint í suðurátt er sú sama og ástæða þess að Skyggni er beint í suðurátt, í þeirri átt eru sjónvarpshnett- irnir, sem þessar jarðstöðvar taka við merkjum frá,“ sagði Gústav Arnár, yfirverkfræðingur Pósts og síma, er Mbl. spurði hann nánar út í möguleika á notkun sjónvarpsmóttökuloftnetsins, sem sovéska sendiráðið hefur keypt af Hljómbæ hf. og sett upp á einni byggingu sinni í Reykjavík. tengdur sendir við loftnetið gætu íslensk póst- og símamálayfirvöld komist að því fyrirhafnarlítið, að sögn Gústavs Arnar. Loftnetið nær yfir tíðnisvið frá 3600—4200 MHz, eða það sama og vel flestir fjarskiptahnettir, sem nú eru á lofti. Jarðstöð bandaríska hersins við Keflavík tekur á móti og sendir á allt annarri tíðni, að sögn Gústavs. Mbl. spurði hann hvort hægt væri að beina loftneti sendiráðsins að jarðstöðinni Skyggni og komast þannig inn í fjarskipti, t.d. símtöl milli Islands og annarra landa. „Það er til- gangslaust að beina þessu loftneti Atriði dönsku dansmeyjanna kært: Þykir lostugt athæfi er særir blygðunarsemina KONA nokkur sem fór í veitingahúsið Glæsibæ og fylgdist þar með atriði tveggja danskra fatafella, hefur kært Halldór Júlíusson, framkvæmda- stjóra veitingahússins Glæsibæjar, fyrir að bjóða upp skemmtiatriðið, sem henni þykir ósiðlegt. Þykja skemmtiatriðin brjóta í bága við 209. grein og 210. grein hegningarlaganna. 209. greinin hljóðar svo: „Hver sem með lostugu athæfi særir blyðgunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis, skal sæta fangelsi allt að 3 árum, varð- haldi eða sektum.“ og 210. grein- in hljóðar svo: „Ef klám birtist á prenti, skal sá sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í út- breiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámrit- um, eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrir- lestrar eða leiks, sem er ósiðleg- ur á sama hátt. Það varðar enn fremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klám- rit, klámmyndir eða aðra slíka hluti." „Ég er ákaflega undrandi yfir þessari kæru. Mér var tjáð að dansmeyjarnar hefðu listrænt skemmtiatriði á boðstólum þeg- ar ég tók þær hingað til lands og ekkert hefur breytt þeirri skoð- un minni," sagði Halldór Júlí- usson í samtali við Mbl. að Skyggni, því loftnet stöðvarinn- ar snýr upp á við þótt stefnan sé í suður," sagði Gústav Arnar. „Það væri hins vegar hægt að komast inn í merkjasendingarnar frá fjar- skiptahnettinum, sem við höfum aðgang að, en mynd- eða talgæðin í gegnum loftnet af þeirri stærð, sem hér um ræðir, væru mjög lítil. Stórveldin hafa miklu betri mögu- leika en þetta loftnet býður upp á, enda er það aðeins þrír metrar í þvermál, en t.d. Skyggnir er með loftnet sem er tíu sinnum stærra, eða þrjátíu metrar." Fjarskiptahnötturinn, sem sov- éska sendiráðið tekur á móti sjón- varpssendingum frá, er einnig ætlaður fyrir flutning á töluðu máli, til ritsímanotkunar og fleira, skv. upplýsingum, sem liggja hjá Alþjóða póst- og símamálastofn- uninni. Án yfirþyrmandi kostnað- ar væri hægt að tengja sendi við loftnetið. Þá væri hins vegar leyf- isskylda tvímælalaus og væri Einvígi Korschnoi og Kasparovs: Leikirnir á telex og skákir skýrðar í TILEFNI áskorendaeinvígis í skák milli Gary Kasparovs frá Sov- étríkjunum og Viktors Korschnoi, hins landflótta Sovétmanns, í Lundúnum, hefur Skáksamband íslands ákveðið að gefa skák- áhugamönnum kost á að sjá skák- irnar um leið og þær verða tefldar. Skákirnar verða sýndar í húsnæði Skáksambandsins að Laugavegi 71 og munu leikirnir berast á telexi mjög flótlega eftir að þeim er leikið þar ytra. Kunnir skákmenn munu annast skákskýringar. Fyrsta einvígisskákin verður annað kvöld og hefjast skákskýr- ingarnar klukkan 20. Nýr skemmtistaður í Keflavík B/EJARSTJÓRN Keflavíkur samþykkti sl. þriðjudag vínveitingaleyfi til fyrirtækisins Veislu hf„ en aðal hluthafar þess eru framreiðslumennirnir Björn Vífill Þorleifsson og Ragnar Örn Pétursson. Þeir hafa gert samning við Karlakór Keflavíkur um leigu á efri hæð hins nýja húss karlakórs- ins við Vesturbraut 17 í Keflavík. Þar er ætlunin að hafa sal til leigu fyrir árshátíðir, dansleiki og fleira. Unnið er af fullum krafti við innréttingar og er ætlunin að opna staðinn í byrjun desember nk. Salurinn tekur 150 manns í sæti. Á miðju næsta ári er áformað að taka neðri hæð hússins í notk- un, sem mun rúma 350 manns í sæti. Sú hæð verður rekin sem al- mennt veitingahús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.