Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 21

Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 21 Kasparov og Korchnoi byrja á morgun í London: Ólíkur stíll og mikill aldurs- munur einkenna einvígið Skák Margeir Pétursson Eftir helgina hefst í Lundúna- borg einvígi sem vafalaust á eftir að halda gervöllum skákheiminum hugföngnum næstu vikurnar. Síð- ustu tíu árin hefur Viktor Korchnoi, 52 ára gamall landflótta Sovétmaður, verið áskorandi heimsmeistarans Karpovs, en jafn- an orðið að bíða lægri hlut fyrir honum í einvígjum. Að þessu sinni fær Korchnoi verðugan andstæð- ing í baráttunni um áskorunarrétt- inn þar sem hinn tvítugi Sovétmað- ur frá Bakú, Gary Kasparov, er. Nú fyrir jól munu þeir Korchnoi og Kasparov heyja tólf skáka einvígi sem búist er við að verði æsispenn- andi og marki jafnvel tímamót í skáksögunni, ekki síst fyrir þá sök að skákstfll keppinautanna tveggja er gjörólíkur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kasparov þegar getið sér orð fyrir ómannlega byrjana- þekkingu og glæfralegar sóknir, en Korchnoi lætur hins vegar vel að tefla vörn og ræðst sjaldan beint að kóngi andstæðingsins. Hugvitsemi hans í endatöflum er hins vegar orðlögð. Hápunktur síðasta Ólympíu- skákmóts var æsispennandi skák þeirra Korchnoi og Kasparovs þar sem hinn síðarnefndi bar sigur úr býtum eftir flókna og tvísýna baráttu sem lauk í tíma- hraki. Þessi skák þeirra var svo flókin og skemmtileg að mánuð- um seinna voru skákskýrendur um allan heim enn að velta henni fyrir sér og finna glötuð tækifæri fyrir báða teflendur. Þegar ljóst var að þessir tveir stórmeistarar ættu að mætast í undanúrslitum áskorendakeppn- innar beið gjörvallur skákheim- urinn því í ofvæni því fullvíst er talið að annar af þeim tveimur hreppi áskorunarréttinn á heimsmeistarann. En þegar finna átti stað fyrir einvígið fór allt í bál og brand og það hefur nú verið í heimsfréttunum í sex mánuði án þess að einum einasta leik hafi verið leikið á taflborð- inu sjálfu. Lengst af var allt útlit fyrir að Korchnoi kæmist sjálfkrafa áfram í úrslit áskorendakeppn- innar því Kasparov mætti ekki til leiks í Pasadena í Kaliforníu, þar sem einvíginu var upphaf- lega valinn staður. Svo hat- rammar voru deilur sovéska skáksambandsins við Campo- manes, forseta FIDE, að á tíma- bili hrikti í stoðum alþjóða- skáksambandsins og útlit var fyrir að það myndi klofna í tvennt. En sem betur fór reyndust vera til menn innan FIDE, svo sem stórmeistararnir Raymond Keene í London, og Júgóslavinn Svetozar Gligoric, sem reyndu sitt besta til að bera klæði á vopnin. Öllum skákáhuga- mönnum til mikils léttis reynd- ist síðan unnt að finna lausn sem allir aðilar gátu sætt sig við þótt bæði Rússar og Campomanes yrðu að brjóta odd af oflæti sínu. Endirinn varð síðan sá að Campomanes ákvað nýjan ein- vígisstað, Lundúnaborg, og það er einmitt Raymond Keene sem er aðaidriffjöðurin í mótshald- inu. Tölvufyrirtækið Acorn legg- ur til verðlaunin, sem eru jafn- virði 1,3 milljóna íslenskra króna. Ef engin ný deilumál koma upp á síðustu stundu ætti þetta langþráða einvígi því að geta hafist á morgun. Sundur- lyndið og baktjaldamakkið í FIDE mun þá fljótt falla í skuggann af því sem skiptir raunverulega máli, tvísýnni og drengilegri keppni tveggja stórkostlegra skáksnillinga. Flestir spá Kasparov sigri Þrátt fyrir áratuga setu Korchnois á toppnum eru flestir stórmeistarar og skákskýrendur á því að Sovétmaðurinn ungi sé líklegri til að bera sigur úr být- um. Þessi afstaða þeirra kann að nokkru leyti að ráðast af ósk- hyggju, því marga er nú farið að þyrsta í að sjá heimsmeistarann mæta nýjum andstæðingi. Þeir Karpov og Korchnoi hafa háð þrjú einvígi og hinn fyrrnefndi hefur jafnan borið sigur úr být- um þótt hafi orðið mjótt á mun- unum 1974 og 1978. Þykir því all- mörgum sem fullreynt sé með þeim tveimur og Kasparov sé eini núlifandi skákmeistarinn, e.t.v. að Bobby Fischer undan- skildum, sem möguleika eigi á því að hrifsa titilinn úr höndum Karpovs. Hlutlægt séð eru samt margar ástæður fyrir því að telja megi Kasparov líklegri sigurvegara. Skákstigin segja t.d. sína sögu um árangur þeirra síðustu árin. Á nýjasta listanum hefur Korchnoi 2610 stig en Kasparov 2690. Báðir verða vafalaust hærri á næsta lista, en til sam- anburðar má geta þess að Kar- pov hefur nú 2710 stig. Eftir frábæran árangur Kasparovs á stórmótinu í Niksic í haust er hins vegar líklegt að á listanum sem gefinn verður út 1. janúar næstkomandi verði hann orðinn hærri en Karpov. Síðan á stórmótinu í Tilburg 1981 hefur Kasparov sigrað á öll- um þeim stórmótum sem hann hefur tekið þátt í, en frammi- staða Korchnois á mótum und- anfarin ár hefur verið í meira lagi skrykkjótt. Hann var t.d. undir 50% mörkunum á alþjóð- lega mótinu í Wijk aan Zee í janúar og í fyrra var hann í vandræðum með að vinna svissneska meistaramótið þótt hann væri eini stórmeistarinn á þátttakendalistanum. 32ja ára aldursmunur Það sem vegur þó þyngst er hinn mikli aldurmunur kepp- enda. Kasparov er aðeins tvítug- ur en Korchnoi hvorki meira né minna en þrjátíu og tveimur ár- um eldri. Því er um að ræða ein- vígi tveggja fjarlægra kynslóða. Kasparov er fulitrúi hinnar allra yngstu, þeirrar, sem trúir á þrotlausar byrjanarannsóknir, en Korchnoi náði hins vegar mest öllum styrk sínum á sjötta áratugnum, þegar þeir Botvinnik og Bronstein voru upp á sitt besta. Kasparov er því enn í mikilli framför en hæfni Korchnois hef- ur hins vegar náð sínum eðlilega hápunkti. Stórmeistarinn land- flótta hefur heldur ekki eins mikið að keppa að, því eftir síð- ustu vopnaviðskipti hans við Karpov getur hann vart búist við að ríða feitum hesti frá enn einu heimsmeistaraeinvígi. Kasparov er hins vegar ungur og kapps- fullur og glæsilegur árangur hans til þessa gerir það afar lík- legt að hann eigi fyrr eða síðar eftir að hreppa titilinn eftir- sótta. Enginn skyldi þó láta sér detta í hug að afskrifa Korchnoi fyrir- fram. Hann hefur margoft sýnt það að þegar aðstaða hans virð- ist hvað vonlausust er kraftur hans mestur. Fyrir einvígi hans við Portisch í vor spáðu t.d. fleiri Ungverjanum sigri en niðurstað- an varð yfirburðasigur Korch- nois. Hann hefur síðan haft drjúgan tíma til að rannsaka stíl tilvonandi andstæðings síns og hver veit nema hann hafi fundið leiðina til að draga broddinn úr beittum sóknum Kasparovs. Ferill Kasparovs minnir á Fischer og Tal Frami skáksnillingsins tví- tuga frá Kaspíahafi hefur verið svo skjótur að samanburður við aðra en allra mestu hæfileika- menn sem skáklistin hefur átt er útilokaður. Gary Kimovich Kasparov er fæddur 13. apríl 1963 í Bakú og lærði að tefla sex ára gamall. Eins og er um fleiri skáksnill- inga er til skemmtileg saga, væntanlega sönn, um það hvern- ig hann lærði mannganginn. Foreldrar hans höfðu rétt ákveðið að hann skyldi byrja að leika á hljóðfæri er þau sama kvöld reyndu árangurslaust að leysa skákdæmi sem þau sáu í dagblaði. Gary litli tók ekki aug- un af stöðunni á taflborðinu allt kvöldið og við morgunverðar- borðið daginn eftir kom hann öllum á óvart með því að stinga upp á lausn á dæminu sem for- eldrum hans hafði ekki tekist að leysa. Það vissi jú enginn að hann kynni reglurnar, hvað þá meira. Eftir þetta tók hann skjótum framförum og fór snemma að vekja athygli. Níu ára var hann kominn í 1. flokk (ca. 2000 Elo- stig) og strax árið eftir fékk hann inngöngu í skákskóla Bot- vinniks þar sem hann varð fljót- lega uppáhaldsnemandi heims- meistarans fyrrverandi. Sá meistari sem hann hafði mest dálæti á á þessum árum var sóknarskákmaðurinn frægi, Al- exander Aljekín. Snemma beyg- ist krókurinn. Breytt um nafn Fram til tólf ára aldurs bar Kasparov nafnið Weinstein, en faðir hans var af gyðingaættum en móðirin armensk. Þessi nafn- breyting mun hafa komið til af því að faðir Kasparovs lést þegar hann var ungur og hann vildi taka upp nafn móður sinnar og móðurforeldra sem hann ólst síðan upp hjá. Fyrsti stórsigur Kasparovs kom árið 1976 þegar hann varð unglingameistari Sovétríkjanna aðeins tólf ára gamall. Tvö næstu árin var hann síðan send- ur á heimsmeistaramót 16 ára og yngri í Frakklandi. Á fyrra mót- inu virtust taugarnar ekki alveg í lagi og hann var úr leik í topp- baráttunni eftir töp í fyrstu tveimur skákunum. En undir lokin var hann farinn að tefla mjög vel og varð að lokum í 3.-6. sæti ásamt undirrituðum. Hann varð síðan þriðji á þessu móti 1977, en það var árið sem Jón L. Árnason sigraði. Þessi ár var Kasparov því að- eins efnilegur en 1978 kom stóra stökkið er hann sigraði á sam- sovéska úrtökumótinu sem er gífurlega sterkt og það fleytti honum alla leið upp í úrslitin á sjálfu meistaramótinu. Þrátt fyrir hrakspár stóð hann fyrir sínu gegn sextán stórmeisturum og náði 50% vinningshlutfalli. Næsta vor leyfðu mótshaldar- arnir í Banja Luka í Júgóslavíu Kasparov af rælni að vera með þótt hann hefði engin alþjóðleg stig. Hann þakkaði fyrir sig með því að sigra með miklum yfir- burðum og hlaut fyrri áfanga sinn að stórmeistaratitili. Sama ár varð hann í þriðja til fjórða sæti á sovéska meistaramótinu og eftir öruggan sigur á móti í heimaborg sinni, Bakú, var hann orðinn langyngsti stórmeistari heims, þá nýorðinn sautján ára. Sumarið 1980 sigraði hann síðan án erfiðleika á heimsmeistara- móti unglinga í Dortmund. Hann var síðan valinn í sov- ésku sveitina á Ólympíumótinu á Möltu og reyndist traustsins verður því hann átti stóran þátt í naumum sigri sveitarinnar. Hann varð að sleppa sovéska meistaramótinu þetta ár, en um vorið fékk hann að spreyta sig þrisvar gegn Karpov á skömm- um tíma. Öllum skákunum lauk með jafntefli, en í tveimur þeirra hékk staða heimsmeistar- ans á bláþræði. Á stórmótinu í Moskvu þetta vor varð hann síð- an í öðru til fjórða sæti á eftir Karpov sem sigraði. í Tilburg haustið 1981 olli hann mörgum skákunnendum vonbrigðum þó hann næði 50% gegn sterkustu skákmönnum heims. Hann var enn ekki í stakk búinn til að skara fram úr í slík- um hópi, en það átti eftir að breytast. Síðan á því móti hefur sigurganga hans verið óslitin ef undan er skilin sovéska flokka- keppnin í fyrrasumar, en þá var hann með tilraunastarfsemi og tefldi undir styrkleika. Leiðin í áskorendakeppnina Um áramótin 1981—82 varð hann loksins skákmeistari Sov- étríkjanna ásamt Lev Psakhis. í Bugojno næsta vor tókst honum síðan að bæta fyrir bakslagið í Tilburg og varð langefstur. Um haustið var tími alvörunnar runninn upp er Kasparov tók í fyrsta sinn þátt í heimsmeist- arakeppninni. Hann fór rólega af stað á millisvæðamótinu í Moskvu en stóð að lokum uppi sem yfirburðasigurvegari. Það var orðið greinilegt að jafnvel reyndustu stórmeistarar báru óttablandna virðingu fyrir hár- beittum skákstíl hans. þannig féllust þeir Ulf Andersson og Mikhail Tal á jafntefli gegn hon- um í stöðum sem þeir hefðu áreiðanlega teflt áfram gegn flestum öðrum. Með þessum sigri var sæti í áskorendakeppn- inni tryggt. Á Ólympíuskákmótinu í Luz- ern var engihn vafi á því að Kasparov átti heima á öðru borði í sovésku sveitinni. Honum tókst síðan að stela senunni frá Karpov með glæsilegri tafl- mennsku. Hápunkturinn var í viðureign Sovétríkjanna og Sviss. „Ég þarf ekki að sanna neitt gegn Korchnoi," sagði Karpov og tók sér frí. Kasparov fékk því að tefla við áskorand- ann á fyrsta borði og nýtti sér tækifærið til fullnustu með sigri í æsispennandi skák. í fyrstu umferð áskorenda- keppninnar mætti Kasparov landa sínum Alexander Belj- avsky í Moskvu. Framan af var einvígið í járnum, en undir lokin reyndist ekki nokkur vafi á því hvor væri sterkari, og lokatöl- urnar urðu 6—3, Kasparov í vil. í haust þegar útséð virtist um að einvígi hans við Korchnoi myndi fara fram bætti hann enn einni fjöður í hatt sinn og vann yfirburðasigur á stórmótinu í Niksic. Þar með sannaðist að hann er besti mótaskákmaður heims, a.m.k. í ár. Hvass skák- stíll Kasparov hentar frábær- lega vel á mótum þar sem nýjum andstæðingi er mætt í hverri umferð, en hefur ekki fyllilega sannað gildi sitt í einvígjum. Líklegt er því að Kasparov fari rólega af stað í London, því mik- ið er í húfi. Sigur yfir Korchnoi er óhjákvæmilegur áfangi á leið hans að heimsmeistaratitlinum. Ef þessi tvítugi undramaður kemst á leiðarenda verður hann yngsti heimsmeistari skáksög- unnar. Líkurnar eru góðar, en það má ekki mikið út af bregða... Spá: Kasparov 6% v. Korchnoi 4% v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.