Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Með ört lækkandi verðbólgu á síðustu mánuðum hafa að- stæður breyst á ís- lenskum peninga- markaði og hljóta viðhorf til fjárfest- ingar að taka mið af þessum breytingum. Margir velta því ef- laust fyrir sér hvernig hagkvæmast sé að fjárfesta með tilliti til þeirra aðstæðna á peningamarkaðinum sem nú hafa skapast og hvaða fjárfest- __ ingarleið sé öruggust hvað varðar væntan- lega þróun þessara mála á næstu árum. Blaðamaður Morgun- blaðsins sneri sér til framkvæmdastjóra þriggja fyrirtækja sem öll starfa að því að fjárfesta fyrir al- menning; þ.e. Ávöxtun sf., Fjárfestingarfélag íslands hf. og Kaup- þing hf. í viðtölunum sem hér fara á eftir er fjallað um allar helztu fjárfestingarleiðir sem í boði eru og þær born- ar saman með tilliti til hagkvæmni, öryggis og fyrirhafnar, auk þess sem komið er inn á margt, sem gott er að hafa í huga við fjárfestingu sparifjár. Viðtalsgrein: BragiOskarsson Kristín Steinsen: Menn velja al- mennt ekki hag- kvæmustu ávöxtunar- leiðina Kristín Steinsen framkvæmdastjóri Kaupþings hf. so SAMANUUKDUR A AVÖXTUNAHMÖGULEIKUM — 6 mán. verótr. reikn. . . Spar iski rtc* j ni -- Verótr. veóskulcíabr. 3 ára óvr»rótr. veó- skuldabrél m/20% vöxtum \ — 10 20 30 40 50 VeróbÓlqa i ?. Margir íslendingar vinna mikið og hafa e.t.v. dágóðar tekjur en hafa ekki tíma og jafnvel lítið gaman af því að ávaxta sitt pund. Menn velja því oft ekki hagkvaemustu ávöxtun- arleiðina. Fjárvarsla Kaupþings á því er- indi til margra og geta menn feng- ið upplýsingar um bestu leiðir til ávöxtunar hverju sinni, auk þess sem við önnumst fullkomlega eignir á vörslureikningum. Kaup- þing hf. sér um innheimtu afborg- ana vaxta og verðbóta af verðbréf- um, innlausn þeirra svo og lög- fræðilegar innheimtuaðgerðir ef með þarf. Þá má nefna að fjár- varsla Kaupþings hf. hefur í för með sér aukin og skjótari tengsl milli kaupenda og seljenda á verð- bréfamarkaðnum og hefur t.d. stuðlað að örari umbreytingu skuldabréfa í peninga ef þess er óskað, sagði Kristín Steinsen framkvæmdastjóri Kaupþings hf. Hvernig er hagkvæmast að íjárfesta og hvaða atriði skulu helst höfð i huga við val á fjárfestingu? Gullna reglan er sú að dreifa fjárfestingum sínum á marga þætti og vera þannig búinn undir áhættu af ýmsu tagi. Þessa aug- ljósu og algildu reglu í fjárfesting- um brjóta flestir Islendingar gróflega. Þeir setja margir aleigu sína í íbúðarhúsnæði og eru þann- ig mjög viðkvæmir fyrir alkalí- skemmdum, jarðskjálftum og ás- ælni ríkisvalds sem með sköttum getur lækkað verðmæti eignanna. Dreifing áhættu er meginatriði góðrar fjárfestingar. í öðru lagi þurfa menn að athuga binditím- ann, þegar þeir festa fé sitt, þ.e. hversu lengi féð er fast. Ein- staklingur sem ætlar að kaupa húsnæði eftir 5 ár, kaupir ekki skuldabréf til 10 ára, nema hann búist við að losna við þau án þess að tapa eftir 5 ár. Ekki er heldur ráðlegt fyrir sjötugan mann að binda sitt fé til 30 ára, ef hann ætlar að nota það sem tryggingu í ellinni. Annað atriði sem menn þurfa að hafa í huga er sú vinna sem fjárfestingin hefur í för með sér. Leiguhúsnæði t.d. krefst þess að sífellt sé verið að innheimta leigu, sjá um viðhald, borga skatta og finna leigjendur. Spariskírteini ríkissjóðs krefjast þess eins að menn muni eftir síðasta gjald- daga. Næst komum við að arðsem- inni sem skiptir ekki svo litlu máli, sér í lagi þegar til lengri tíma er litið. Á mynd 1 má sjá áhrif raunvaxta á þróun verð- mæta. En raunvextir er ávöxtun fjármagns umfram verðbólgu. Ef tekið er dæmi um mann sem kaup- ir hús af öðrum manni og borgar fyrir það að fullu með skuldabrefi til 8 ára sem þpr 9% raunvexti, þá hefur hann borgað honum sem svarar tveimur húsum eftir 8 ár. Sveigjanleiki fjárfestingar skiptir einnig miklu máli, þ.e. hversu létt er að losa það fé, sem fest hefur verið. Hér kemur til mat á því hvort auðvelt muni vera að selja t.d. stórt einbýlishús eftir 10 ár. Að síðustu þarf sá, sem ætlar að fjárfesta, að kanna í hvernig ein- ingum hann getur fjárfest. Sá sem Ármann Reynisson: Verðbréfa- markaðurinn einhver besti kosturinn Ármann Reynisson framkvæmdastjóri Ávöxtunar sf. öll verðbréfaviðskipti fyrirtækisins fara í gegnum tölvuna sem sést á myndinni. — Bezta fjárfestingarleiðin sem almenningur hefur átt völ á hefur verið Spariskírteini ríkissjóðs en þau hafa gefið í arð 4—5% meðalávöxtun umfram verðtryggingu, sagði Ár- mann Reynisson framkvæmdastjóri hjá Ávöxtun sf. Þetta var lengi vel eina fjárfestingarleiðin sem skilaði arði og var almenningi aðgengileg. Hinn kosturinn var að liggja með sparifé sitt í banka þar sem það brann upp í verðbólgunni. I mínu starfi hef ég komist að raun um hrikaleg dæmi um rýrnun sparifjár — til Ávöxtunar sf. hef- ur komið fólk sem lagði peninga í banka um áraraðir, en heildar- upphæðin rýrnaði þó stöðugt vegna verðbólgunnar. Þetta kalla ég að kaupa köttinn í sekknum. Þeir sem keyptu hins vegar verð- tryggð spariskírteini koma ágæt- lega út. Vegna þessara aðstæðna byrjaði fólk að fjárfesta í munaðarvöru, einfaldlega til að fá eitthvað fyrir peningana áður en þeir brynnu upp í verðbólgunni, sem hefur svo aftur leitt til mikillar skuldasöfn- unar erlendis. Jafnframt hefur þetta leitt til þess að ekki hefur myndast innlendur fjármagns- markaður sem stendur undir nafni — ef fólk hefði getað fengið eðlilegan arð af innistæðum sín- um í gegn um árin, tel ég að inn- lendi peningamarkaðurinn hefði orðið hagstæðari en sá erlendi og þessi mikla skuldasöfnun ekki komið til. Ég lít svo á að nú séum við á tímamótum hvað þetta varðar. Hingað til hefur fólk fjárfest um- framfé sitt í munaðarvörum og það hefur verið með eindæmum hvernig farið hefur verið með sparifjáreigendur. Að vísu hefur verið hægt að fjárfesta í skulda- bréfum en aðeins fáir aðilar hafa staðið að og skilið þann markað í gegnum árin. En hvað um verðtryggða sparisjóðs- reikninga? — Þeir eru tvímælalaust fram- för en skila sparifjáreigendum þó ekki fullri verðtryggingu. Þessir reikningar eru ekki að fullu verð- tryggðir, vegna þess að séu pen- ingar látnir standa inni á þeim í 6 mánuði er einn mánuður í raun- inni óverðtryggður. Þess vegna eru þessir reikningar því óhag- stæðari sem verðbólgan er meiri. Ég get ekki mælt með fjárfest- ingarleið sem ekki heldur í við verðbólgu. Hver er besta fjárfestingarleiðin núna að þínu áliti? — Ég tel verðbréfamarkaðinn einhvern besta kostinn. Margt bendir til þess að fólk sé farið að verða jákvæðara og skilningsrík- ara gagnvart verðbréfum en verið hefur. Verðbréfamarkaðurinn er í rauninni í örum vexti núna og þar hafa skapast hagkvæm skilyrði til fjárfestingar. Hér á ég að sjálfsögðu við verð- tryggð verðskuldabréf. Óverð- tryggð veðbréf eru áhættuspil, því afföll á þeim eru miðuð við verð- bólguspá. Hækki verðbólga um- fram áætlun er það í óhag kaup- anda en lækki hún er það í hag kaupanda. Þeir menn sem stunda verðbréfaviðskipti af þessu tagi, hafa yfirleitt sérhæft sig í þessu og hafa vakandi auga með fjár- málaþróun í landinu. Ég ráðlegg fólki, sem ekki þekkir þessi mál því betur, að láta viðskipti af þessu tagi eiga sig. Eðlilegast væri að öll verðbréf væru verðtryggð og með mánað- arlegum afborgunum. Þannig vissi kaupandi alltaf sinn hagnað og þyrfti ekki að vera að spá í verð- bólguþróun. Meðalávöxtun á verð- tryggðum veðbréfum er um 9 pró- sent umfram verðtryggingu. Rétt er að taka fram varðandi verðtryggð veðskuldabréf að verð- trygging þeirra er miðuð við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.