Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.11.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 37 Samband iönfræösluskóla: Nefnd fjalli um flutn- ing nemenda milli skóla AÐALFUNDUR Sambands iðn- fræðsluskóla var haldinn í síðasta mánuði og var þar meðal annars samþykkt að kjósa milliþinganefnd til að fjalla um skipulag iðnfræðslu- skóla með tilliti til flutningsnem- enda milli skóla. Á fundinum voru samankomnir um 40 fulltrúar 12 iðn- og fjölbrautaskóla ásamt nokkr- um gestum og áheyrnarfulltrúum. Fluttar voru skýrslur sambandsins og Iðnskólaútgáfu og gerð grein fyrir því helzta, sem unnið hefur ver- ið á síðasta starfsári. Samband iðnfræðsluskóla eru samtök iðn- og tæknimenntaskóla á íslandi. í samtökunum eru nú 12 iðn- og fjölbrautaskólar. Sam- bandið rekur Iðnskólaútgáfuna, sem er eina fyrirtæki landsins, er helgar sig útgáfu kennslubóka fyrir iðnfræðslustigið og er að verða hliðstæð stofnun og Náms- gagnastofnun er fyrir Grunnskól- ann. Stjórn Sambandsins skipa nú Ingvar Ásmundsson, formaður Sam- bands iönfræðsluskóla. Ingvar Ásmundsson formaður, Þór Vigfússon ritari og Pálmar ólason gjaldkeri. Formaður stjórnar Iðnskólaútgáfunnar er ólafur Ásgeirsson. Fréttatilkynning Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! i t» KOMDU KRÖKKUNUMÁOVART! Fcmki til þejrrg umjólin Mömmur, pabbar, systur, bræöur, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðiö undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug- leiðir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn kr. 8.430.00 Osló kr. 7.688.00 Stokkhólmur kr. 9.611.00 Að auki er í boði sérstök jólaferð til Gautaborgar. Bjóðum við einnig jólafargjald til Gautaborgar í þessa ferð, kr. 8.333.- Brottför frá Reykjavík er 18. og 21. des. og heimkoma 4. eða 8. janúar. Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.