Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 38

Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Úr greinargerð Þorvalds Búasonar: Niðurgreiðslur vaxta- gjalda hreinar tekjur — gjöld til sjóðanna rýrna HÉR FER á eftir þriðji kaflinn, sem Morgunblað- ið birtir úr greinargerð Þorvalds Búasonar, eðlis- fræðings, um rekstrar- kostnað vinnslustöðva landbúnaðarins, afurða- lán, niðurgreiðlsur o.fl. Krónutölur eru í gömlum krónum og á verðlagi september 1980. (1000 gkr. svara til 47 kr. í nóv- ember 1983). Tekið skal fram, að á stöku stað hef- ur orðalagi verið hnikað til þannig að betur færi í birt- ingu í dagblaði, en það hefur enga efnislega þýð- ingu. f greinargerðinni er ávallt miðað við 1000 kg af dilkakjöti (1. flokkur). Til að fá mynd af heildarupphæðum fyrir heild- ardilkakjötsframleiðslu haustið 1980 er nauðsynlegt að marg- falda tölur í töflum með u.þ.b. 10500. Tekur vinnslustöðva af niður- greiðslum svokallaðs vaxta- kostnaðar hefur því árið 1980—1981 verið sem næst 3,2 milljarðar á verðlagi september 1980 eða u.þ.b. 152 milljónir á verðlagi nóv. 1983. Þar sem um engan raunverulegan vaxta- kostnað vinnslustöðva er að ræða vegna hinna vægast sagt hagstæðu lánskjara sem vinnslustöðvarnar njóta, er hér hreinlega um fundið fé að ræða. Þessi liður er langmikilvægasti „tekjuliður" vinnslustöðva. Tekjur sjóða, sem vinnslustöðv- ar eiga að skila skatti til, rýrna um nær 175 milljónir í gömlum krónum, eða um 8 milljónir á verðlagi í dag. Niðurgreiðslur Dilkakjöt er niðurgreitt með tvennum hætti; beinum niður- greiðslum og niðurgreiðslum á vaxta- og geymslukostnaði. Beinar niðurgreiðslur greiðast vinnslustöð í næsta mánuði eftir sölu. í töflu V er í 1. dálk færðar tekjur af beinum niðurgreiðsl- um eftir mánuðum, sem þær eru greiddar. Vaxta- og geymslugjald er greitt á hvert kg, sem er geymt allan mánuðinn næstan á und- an. Tekjur af niðurgreiðslum á vaxta- og geymslugjaldi (birgðir í lok næsta mánaðar á undan x vaxta- og geymslugjald í þeim mánuði) eru færðar í 2. dálk. í 3. dálk eru færðar heildartekjur af niðurgreiðslum eftir mánuðum. Loks eru allar upphæðir í 1,—3. dálki færðar á föstu verð- lagi í 4.-6. dálk í töflu V. Miðað við fast verðlag hafa heildartekjur af beinum niður- greiðslum orðið 759.858 kr. (mið- að við 1000 kg) en áttu sam- kvæmt áætlun að verða 919.000 kr. Tekjur af beinum niður- greiðslum hafa því orðið 159.142 kr. minni en áætlað í sept. 1980. Á móti koma niðurgreiðslur á vaxta- og geymslugjaldi, sem fyrst og fremst stafar af ákvörðun stjórnvalda á þeim tíma um hlutfallslega minnk- andi niðurgreiðslur. fþeim köfl- um sem birtust hér í gær eru leidd rök að því, að vinnslu- stöðvar greiða ávallt minna til baka en þær fá að láni svo raunverulegur vaxtakostnaður er enginn. Hluti niðurgreiðslu á vöxtum í vaxta- og geymslu- gjaldi er u.þ.b. 80% (skv. áætlun sexmannanefndar). Geymslukostnaður er u.þ.b. 20% af vaxta- og geymslugjaldi skv. áætlun sexmannanefndar). þeim köflum sem birtust sl. fimmtudag eru færð rök fyrir því, að sexmannanefnd áætli frystikostnað svo ríflega, að hann mæti öllum hugsanlegum geymslukostnaði allt árið. Við heildsöluálagningu er enda yfir- leitt reiknað með geymslu- og lagerkostnaði. Á föstu verðlagi reiknast tekj- ur af niðurgreiðslum á vaxta- og geymslukostnaði vegna 1000 kg framleiðslu samtals 384.829 kr. Sjóðagjöld; neytenda- og jöfnunargjöld Vinnslustöðvar afurða eiga að skila svokölluðum neytenda- og jöfnunargjöldum af allri fram- leiðslu (1+1=2% af óniður- greiddu heildsöluverði, sem leggjast við hreint heildsölu- verð). Framleiðsluráð landbún- aðarins annast innheimtu gjald- anna. Reglugerð mælir svo fyrir, að í janúar (hér reiknað með des.) skuli greidd innheimt gjöld af sölu í mánuðunum júní til nóvember og í júlí af sölu á mánuðunum desember til maí. Samkvæmt upplýsingum um dreifingu sölu má reikna út hlut sjóðagjalda í sölutekjum vinnslustöðvar eftir mánuðum (sala í hverjum mánuði x neyt- enda- og jöfnunargjald). Þessar upplýsingar eru færðar í 1,—3. dálk í töflu VI. f 4. dálk eru færð skil vinnnslustöðvar til fram- leiðsluráðs á sjóðagjöldunum og í 5. dálk sömu upplýsingar á föstu verðlagi. Miðað við fast verðlag fá sjóðirnir samtals 51.438 kr. en áætlun gerði ráð fyrir 62.000 kr. Tekjur sjóðanna rýrna því um hvorki meira né minna en -r 10.562 kr. (miðað við 1.000 kg 1)1) eða um 17,0% miðað við áætl- un. Þessi liður er ekki stór eða afgerandi fyrir afkomu vinnslu- stöðvar, en skiptir þá sjóði, sem gjöldin eiga að renna til, þeim mun meira máli. Sjóðagjöld til: Stofnlándcildar landbúnað- arins, Bjargráöasjóðs og Búnaðarmálasjóðs Samkvæmt reglugerðum er innheimt 1,85% gjald af fram- leiðsluverðmæti landbúnaðaraf- urða (grundvallarverði) og renn- ur gjaldið til: Stofnlánadeildar iandbúnaðarins (1%), Bjarg- ráðasjóðs (0,35%) og Búnaðarmálasjóðs (0,5%) en þessi gjöld skerða að sama skapi greiðslu til bænda. Framleiðslu- ráð landbúnaðarins annast inn- heimtu og skulu gjöld innt af hendi einu sinni á ári fyrir allt árið í nóv. og des. eftir því hvaða sjóðir eiga hlut að máli. Hér er til einföldunar gert ráð fyrir að vinnslustöð geri skil á öllum gjöldum í nóvember. í töflu VII getur að líta yfirlit yfir inn- heimtu og skil gjaldanna. í 3. dálk er færður hluti þessara gjalda í tekjum vinnslustöðvar, í 4. dálk greiðsla til framleiðslu- ráðs og í 5. dálk hefur sú upp- hæð verið færð á fast verðlag og nemur hún þá 37.929 kr. Áætlun gerði ráð fyrir 44.000 kr. svo verðbólga og greiðslumáti hefur valdið 6.071 kr. rýrnum. Þar á einnig við um þessi gjöld, að þau hafa óveruleg áhrif á afkomu vinnslustöðvar, en 13,8% rýrnun tekna sjóðanna getur skipt máli, þegar verkefni þeirra eru höfð í huga. TAFLA V Yfirlit vfir tekjur af niðurRreiðslum árið sept. 1980 til ág. 1981 miðað við 1.000 kR (Dl). i 2 3 4 5 6 Beinar Niðurgr Tekjur Beinar Niðurgr. Tekjur af niðurgr. á vaxta- af niðurgr. vaxtagj. niðurgr. gj- niðurgr. f ast f ast f ast verðlag. verðlag. verðlag. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 1980 sept. okt. 101.090 101.090 98.330 98.330 nóv. 91.900 73.739 165.639 85.642 68.717 154.359 des. 67.087 66.925 134.012 60.620 60.473 121.093 1981 j an. 70.763 68.704 139.467 61.146 59.367 120.513 febr. 62.492 61.404 123.896 51.737 50.836 102.573 marz 76.277 52.494 128.771 60.076 41.344 101.420 apr í 1 71.592 46.669 118.261 54.925 35.804 90.729 maí 64.998 38.872 103.870 48.410 28.952 77.362 juní 108.330 25.877 134.207 78.701 18.800 97.501 júll 75.332 18.755 94.087 53.425 13.301 66.726 ág- 69.224 10.527 79.751 47.578 7.235 54.813 sept. 88.566 88.566 59.268 59.268 759.858 384.829 1.144.687 Aætlaðar niðurgr. -919.000 -919.000 -159.142 384.829 225.687 Yfirlit yfir innheimtu og skil TAFLA VI vinnslustöðvar á neytenda- og jöfnunargjaldi (miðað við 1 000 kg Dl) fyrir sept. 1980 - áR. 1981 . 1 2 ' 3 4 5 Sala Hlutur Hlutur Skil til Skil á gjalda í gjalda 1 framl.r. gjöldum verði tekjum fast verðl. kg kr/kg kr. kr. kr. 1980 sept. 110 62 6.820 okt. 100 " 6.200 nóv. 73 " 4.526 des . 77 70 5.390 1981 j an. 68 " 4.760 17.546 15.161 febr. 83 " 5.810 marz 76 75 5.700 apr í 1 69 " 5.175 maí 115 " 8.625 júní 74 83 6.142 júlí 68 " 5.644 35.460 25.148 ág. 87 " 7.221 sept. okt. nóv. des. 1982 j an. 19.007 11.129 Samt. 51.438 Aæt 1. -62.000 Rýrnun -10.562 Yfirlit yfir innheimtu og skil TAFLA VII vinnslustöðvar á sjóðagjöldum af framleiðsluverðmæti (miðað við 1 000 kg Dl) fyrir árið sept. 1980 til ág. 1981. 1 2 3 4 5 Sala Hlutur Hlutur Greiðsla Greiðsla gjalda í gjalda I til til framl.r. verði tekjum framl.r. fast verð. kg kr. kr. kr. kr. 1980 sept. 110 44 4.840 okt. 100 " 4.400 nóv. 73 " 3.212 des . 77 50 3.850 1981 j an. 68 " 3.400 febr. 83 " 4.150 marz 76 54 4.104 apr 11 69 " 3.726 maí 115 6.210 júní 74 62 4.588 júlí 68 " 4.216 ág- 87 " 5.394 sept. okt. nóv. (52) 8.000 60.090 37.929 37.929 1.000 Aætlun: -44.000 -6.071

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.