Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 45 Haldid af slað inn í akóginn með veiðihunda, riffla, iúðra og vaaapela. erfiðast mað að drepa rágeitur. „Augun í þeim eru helst til mannleg," sagði hann. „Þær líta oft á mann bænaraugum í því sem skotið hleypur af.“ En það er engin miskunn hjá Magnúsi. Flestir veiðimennirnir voru bún- ir að fylla sinn veiðikvóta fyrir haustveiðarnar og höfðu margar sögur að segja af því hvernig þeir felldu fasanann, hérana þrjá og þrjár rágeitur sem þeim var heimilt að drepa. Eftirlit með veiðunum er mjög strangt. Reglurnar eru nokkuð misjafnar eftir kantónum í Sviss og löndum í Evrópu en í Bern þarf að sækja kvöldtíma í „veiði- fræðum" í tvö ár og gangast undir strangt próf áður en veiði- leyfi er gefið. „Lærlingarnir" vinna oft með klúbbunum og hjálpa t.d. við að bjarga rádýrs- kálfum úr grasi á vorin áður en bændur hefja heyskap. Skattar og meðlög þurfa að vera borguð, sakaskráin hrein og ekki þýðir fyrir þekktar fyllibyttur að sækja um veiðileyfi. Hér áður fyrr stundaði bara hefðarfólkið í Bern veiðar en það hefur breyst. Þó þykir enn frekar fínt að vera veiðimaður og það kostar sitt. Sem dæmi má nefna að veiði- Skálað tyrir dauðum ref. leyfi á takmörkuðu svæði í Bern kostar um 15.600 ísl. kr. á ári. Utankantónumenn borga tvisvar sinnum meira en heimamenn og útlendingar þrisvar sinnum meira. Veiðitíminn stendur frá byrjun september og fram í mars og hver má veiða mjög takmarkað magn. Veiðiáhuginn gengur yfirleitt í ættir. André Petermann, forseti Hubertus-klúbbsins, sagðist hafa fengið áhugann frá föður sínum og sonur sinn væri veiði- maður ef hann ætti hann. Fimmtán ára dóttir hans er ekki hrifin af tómstundaiðju föður síns og kallaði hann morðingja þegar ég heyrði hann eitt sinn segja veiðisögu af því hvernig hann hafði elt uppi særða rágeit. Konum er heimilt að veiða en áhuginn er víst ekki mjög mikill hjá þeim. „Þær eru margar góð- ar skyttur en eiga samt oft erfitt með að hitta héra sem stökkva til og frá,“ sagði Petermann og kímdi. Veiðiverðir fylgjast með veið- inni og passa upp á að enginn veiði meira en hann má. Allir verða að merkja dýrin sem þeir fella og skrá þau hjá veiðivörð- um. Þeir ganga um veiðisvæðin á veiðidögum og athuga hvort far- ið sé eftir settum reglum. Lög- regiuþjónn er ávallt í fylgd með þeim en svo illa vildi til fyrir nokkrum árum að veiðimaður gerði sér lítið fyrir og skaut veiðivörð sem fór eitthvað að skipta sér af honum. Veiðiverðir fylgjast með dýrastofnunum og ákveða hversu mikið má veiða á hverju ári án þess að það komi stofninum að sök. Hjartarveiðar voru ekki leyfðar í BÍern í ár en í byrjun veiðitímans mátti hver veiða tvo gemsa og eitt múrm- eldýr. Nú er vetrarveiðitíminn framundan og ótakmarkaðar refa- og greifingjaveiðar heimil- ar á næstu mánuðum. ab Smábitar af rágeit, hára og Itirti í vín- og edikslegi. rauðvíni út í, salta og pipra og krydda með örlitlum cayenne- pipar. Láta sjóða við vægan hita í 45—60 mínútur. Bæta rjómanum út í og láta hitna. Skreyta með brauðteningunum. RÁDÝRSSNITSEL Snitsel-sneiðar 1—2 msk. smjör epli gin 1 msk. smátt skorinn laukur Rágeitin komin i pottinn ... 1 lítil, þurr grein af grenitré 12 einiber 2 dl. rauðvín salt, pipar og worchester-sósa 1 dl. súr rjómi. 12 vínber Steikja snitselsneiðarnar í smjörinu og halda þeim heitum. Léttsteikja eplin. Hita laukinn, trjánálarnar og einiberin í víninu, láta það sjóða niður um svona helming. Krydda það, blanda rjómanum saman við og láta hitna og á borðið. og þykkna. Setja kjötið yfir eplin, skvetta gininu yfir og kveikja í. Hella sósunni yfir og skreyta með vínberjunum. Villibráðin er yfirleitt borin fram með núðlum eða litlum, soðnum hveitikúlum. Rauðkál er vinsælt með og einnig rósakál, blómkál eða gulrætur. Kastaníum í sætum legi má ekki gleyma og einhverju hrásalati. Smátt skorn- ar agúrkur í jógúrt og sinnepsósu eru mjög góðar. Ráhafrarnir missa hornin um mán- aöamótin októ- ber-nóvember. Þessi var sá eini af þeim sem voru veiddir á Hubert- us-veiöunum, sem haföi þau enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.