Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 47

Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 47 Monsieur Maitre 1951 Dæmi um það er hin vel málaða elsta mynd sýningarinnar „Serv- antur" (I) og til einfaldasta stigs formfræði- og minimallistar átt- unda áratugarins. Milli þessara andstæðu póla liggur þróunar- braut, sem virkar frekar samhengislaus, þótt jafnan sé ein- læglega að verki staðið. Þannig er mikið stökk frá hlutbundnum myndum af fólki og húsum og hinni athyglisverðu myndaröð af Monsieur Maitre og yfir í flatar- málsmálverkið og svo aftur þaðan yfir í umbúðalaus vinnubrögð, er minna á Cobra- og Informa-list- ana. Eftir nokkurt hlé kemur svo fram mynd líkt og „Hrúður" (1970) og skyldar myndir má sjá í hliðarsal frá ýmsum tímaskeiðum ásamt fleiri myndum, sem málað- ar eru út frá þrjóstvitinu einu að manni finnst. Þær myndir þykja mér persónulega sterkasta fram- lag Harðar Agústssonar til ís- lenzkrar myndlistar og spái því, að þær haldi nafni hans lengst á lofti ásamt hinu besta úr mynda- flokknum „Úr formsmiðju". Minna skil ég myndaflokkinn um mannssoninn, þar sem fram kem- ur tilhneiging til skreytilistar, sem getur jafnvel minnt á Gustav Klimt. Það er ógerlegt fyrir mann, sem hefur komið svo víða við, að sameina allan sinn feril í einni samstæðri myndaröð, er ekki telur fleiri myndir, en satt er það, að víða má sjá minni frá fyrri tíma- bilum. Að öllu samanlögðu þykir mér list Harðar Ágústssonar rísa hæst þar sem hann málar út frá upplif- aðri sjónreynslu sinni, t.d. hyll- ingu þess veruleika, sem Heims- ljós Halldórs Laxness lýsir, mynd- unum af Monsieur Maitre og svo sem fyrr segir, myndunum í hlið- arsalnum. Máski þefði Hörður átt að mála fleiri myndir af alkó- hólistum, er honum var í nöp við, því að í myndaröðinni af Monsieur Maitre kemur fram sterk tilfinn- ingaleg dýpt, er hrífur. Þá hefur listamaðurinn verið ágætur teiknari og hefði vissulega mátt leggja meiri áherslu á það svið, sum frumriss hans að mál- verkum eru t.d. jafnvel betur upp byggð en fullgerðu verkin. Sýning- in og þar með innifalin vel hönnuð sýningarskrá gefur sannverðuga heildarmynd af Herði Ágústssyni sem myndlistarmanni og þeim tveim persónuleikum, er hann tel- ur sjálfur að séu ríkjandi í sér, skáldinu og rannsóknaranum, sem sífellt eru að deila innbyrðis í þá veru, að það bitnar á þeim báðum. í þessari opinskáu yfirlýsingu kemur fram nokkur angurværð og eftirsjá þess tíma, er tekið hefur hug þans frá samfelldum vinnu- brögðum við málaratrönurnar. Uppsetning sýningarinnar er gerendunum til sóma. „100 sessur í 100 ár“ HINN 19. november verður synmgm „100 sessur — 100 ár“ opnuð í sýningarsölum Norræna hússins. Sýningin er hingað komin á vegum Listamiðstöðvarinnar á Sveborg og finnska heimilisiðnaðarfélagsins (Handarbetets vánner). Hún er hluti af hátíöarsýningu, sem heimilisiðn- aðarfélagið hélt á aldarafmæli sínu erson-safninu í Helsinki. Sýningin hefur farið víða um Finnland og Svíþjóð og héðan verður hún send til Noregs. — Á sýningunni eru rúml. 100 púða- borð, saumuð út eftir gömlum mynstrum vegna þessarar af- mælissýningar, en þessir gömlu munir voru að sínu leyti árangur þeirrar þjóðarvakningar, sem innblés margan listamanninn á þeim tímum, þegar leitast var við að styrkja þjóðernisvitund- ina með því að vekja með fólki athygli á menningararfleifð sinni. Hönnuðir munanna eru flestir velþekktir á sviði mynd- 1979 og var sett upp í Amos And- listar og listiðnaðar, svo sem Vá- inö Blomstedt og Eva Manner- heim-Sparre frá því um alda- mótin og Eliel Saarinen sem sýndi textílmuni á heimssýning- unni í París 1900, Dora Jung og Kaj Franck frá 3. tug aldarinn- ar, og yngri nöfn svo sem Timo Sarpaneva, Lea Eskola og Irma Kukkasjárvi, öll alþjóðlega við- urkennd. Sýningin verður opin daglega kl. 14—19 til 4. desem- ber. Nýlega var sett upp í anddyri hússins ljósmyndasýning eftir hinn fræga sænska ijósmyndara Hans Hammarskiöld. Eru þetta 22 ljósmyndir, bæði svart-hvítar og í lit, frá Gotlandi. Hans Hammarskiöld hefur hlotið mjög mikla viðurkenningu fyrir ljósmyndir sínar og fengist við flest svið ljósmyndalistar. Hann starfaði m.a. sem tískuljósmynd- ari hjá Vouge um áraþil, hefur tekið ljósmyndir fyrir mörg þekktustu alþjóðlegu tímaritin og fjölda bóka með landslags- myndum, skrifað bækur og ótal greinar um ljósmyndun. Hann hefur mikið fengist við að gera myndleiki (bildspel), þar sém tvær eða fleiri skyggnusýn- ingarvélar „leikast á“, þannig að myndirnar mynda órofaheild. Sýning þessi verður opin til mánaðamóta á venjulegum opnunartíma hússins. niNL EIN4 8\NN4 8KÍDUANDI Sviss er fyrir skíðafólk það sem skíðin eru fyrir skíðaskóna: Rétti staðurinn að vera á. Og áfangastaður skíðaferða Arnarflugs til Sviss er engu líkur. Wallis-dalur- inn er gjarnan nefndur Kalifornía Svisslendinga vegna einstakrar veðursæld- ar, og Anzére er skíðabær sem skíðasnillingarnir svissnesku sækja sjálfir óspart í. Ibúðir farþega Arnarflugs eru nýjar og glæsilegar og í Anzére hefur verið hugsað fyrir öllum hugsanlegum þægindum til handa gestunum - skíða- brekkurnar eru rétt við dyrnar og engar biðraðir við lyfturnar. Þar eru skíðaskólar fyrir byrjendur og lengra komna, barnapössun, glæsileg heilsu- rækt, sundlaugar - og ótal veitingahús og fjörugir næturklúbbar. VCRO mÁ KR.16.599 (miðað við 4 í stúdíóíbúð) Innifalið: Flug þriðjudagsmorgna frá Keflavík til Genfar um Amsterdam, rútuferð til Anzére, íbúðagisting í 13 nætur, þrif á íbúð, fararstjórn og ferðin heim aftur. SKELLUM OKKIJR í „SVISSNESKAI’ SKÍmnÓPINN Flugfélag með ferskan blæ Á n jk j á n TJ'J j Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs, /í/vi \/ÍJ\rLdiJyj umboðsmanna eða ferðaskrifstofanna Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.