Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
16
Ljósmyndir
Gunnars Gunnarssonar
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
í Gallery Lækjartorg hefur
undanfarið staðið yfir sýning á
38 ljósmyndum eftir ungan
mann, Gunnar Gunnarsson að
nafni. Gunnar lauk ljósmynda-
námi í Edinborg sl. vor svo að
hér er um lærðan ljósmyndara
að ræða er nú sýnir verk sín í
fyrsta skipti á sérsýningu hér
heima. Áður hefur hann haldið
einkasýningu í Edinborg ásamt
því að taka þátt í samsýningum
þar. Hann hlaut fyrstu verðiaun
í hinni svonefndu POLAROID-
keppni sem haldin er árlega í
Bretlandi.
Við skoðun sýningarinnar er
auðséð að um er að ræða áhuga-
saman ungan mann á miklu
mótunarskeiði, — áhrif sækja
víða að, t.d. frá hinum fræga
súrrealista Man Ray svo sem í
myndinni er væntanlega fylgir
þessum línum. Svipuð tilfinning
fer um mann við skoðun mynda
úr mannlífinu og þegar maður
flettir í bókinni frægu: „Wee-
gee’s New York“, en það þarf
enganveginn að vera tilkomið
vegna beinna áhrifa. Hér var ég
að vísa til svart-hvítra mynda en
í vel gerðum litmyndum, svo sem
myndaröðinni „án sálar", má
kenna áhrif frá hinum fræga
ljósmyndara erótískra mynda,
David Hamilton, en hjá honum
er allt sviðið umlukið fjarrænni
rómantík.
Allt eru þetta góð og holl áhrif
er bíða frekari úrvinnslu og
persónulegrar mótunar. Gerand-
inn er í upphafi ferils síns og á
væntanlega langa og gifturíka
braut á þessu sérsviði sínu fram-
undan.
Þessi fyrsta sýning Gunnars
Gunnarssonar lofar góðu og trú-
lega á hinn ungi maður eftir að
láta mikið að sér kveða á vett-
vangi íslenzkrar ljósmyndunar í
framtíðinni.
Síminn og Miðillinn
Jón Asgeirsson
Það er ekki mikil dýpt í tónlist
Menottis en hún er leikandi og létt
í gerð sinni, leikræn og feikilega
vel unnin leikhústónlist. Sfminn
er tveggja manna tal og er leik-
verkið byggt utan um bónorðstil-
raun, sem virðist ætla að mis-
heppnast, vegna þess að símhring-
ing er látin grípa þar inn í og
lausnin því sú fyrir manninn, að
hringja sjálfur í sína heittelskuðu
og biðja hennar i gegnum síma.
Það má segja að Síminn sé tákn-
rænn fyrir nýjungagirni manna og
það hversu maðurinn getur orðið
upptekinn af ýmsum tæknileik-
föngum sínum. Þetta er græsku-
laust grín og er mjög vel flutt af
Elínu Sigurvinsdóttur í hlutverki
hinnar símaglöðu stúlku Lucy og
John Speight er leikur biðilinn.
Framburður enska textans var
mjög góður svo og söngur og leik-
ur.
Miðillinn er andstæða Sfmans,
alvarlegur sorgarleikur og fjallar
um fólk, er flækist fast f sinni eig-
in sviksemi. Aðfari morðsins er
ekki nógu vel unninn frá hendi
höfundar, draugahræðsla miðils-
ins ekki orðin nægilega öflug og
sannfærandi til að morðið verði
bæði lausn fyrir draugahræðslu
miðilsins og hámark harmleiks-
ins. Þá var eitt atriði, sem
skemmdi morðsenuna all mikið,
og það var byssan, sem notuð var
til verksins, hvellhettubarna-
byssa, „sem ekki er einu sinni not-
hæf til að drepa með leikara", eins
og einn leikhúsgesta komst að
John Speight og Elfn Sigurvinsdóttir
orði. Allt um það, þá er nokkur
spenna f leikverkinu. Aðalhlut-
verkin eru sungin af Þuríði Páls-
dóttur og Katrínu Sigurðardóttur
og leikhlutverk mállausa drengs-
ins er uppfært ágætlega af Viðari
Eggertssyni. Gestir á miðilsfundi
eru Sigrún V. Gestsdóttir, Snæ-
björg Snæbj arnardóttir og Jón
Hallsson. Þuríður Pálsdóttir leik-
ur frú Flóru, miðilinn, án þess að
yfirdrífa nokkurs staðar. Það
mætti þó leggja meiri áherslu á
hið dulúðuga, einkum þar sem
svikamiðill á í hlut, er vegna
sviksemi sinnar hefur sterka til-
hneigingu til að ofgera. Fyrir
bragðið ætti hræðsla hennar að
standa sem sterkari andstæða, er
næði hámarki í sefasjúkri skot-
hríð konunnar á þau ókunnu öfl,
er ógna sálarheill hennar. Þessar
andstæður í skaphöfn Flóru koma
í Símanum.
einnig fram í meðferð hennar á
mállausa drengnum. Mónika f
meðferð Katrínar Sigurðardóttur
er fallega stúlkan er leikur svika-
leikinn með móður sinni en er þó
ímynd sakleysisins. Bæði í atrið-
inu, þegar hún og Toby eru að
leika sér ein heima og hún huggar
móður sína eru andstæður óhugn-
aðarins, þar sem mannleg hlýja og
elska komu fallega fram, bæði í
leik og söng. í báðum þessum at-
riðum reynir Menotti að spila á
alþýðlegar nótur og er huggunar-
lagið sem Mónika syngur við móð-
ur sína einkar ljúflegt í blæ og
gerð. Gestir á miðilsfundi voru vel
leiknir af Sigrúnu V. Gestsdóttur
og Jóni Hallssyni, er túlka hjón,
sem eru orðin upphafin í sorgar-
dekri og sínu, og Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir lék á sannfærandi
máta nýgræðing á miðilsfundi,
óttaslegna og umkomulausa f
sjálfsvorkunn sinni.
Söngur og flutningur hljóm-
sveitar var með ágætum undir
stjórn Marc Tardue. Leikmynd,
búningar og lýsing ágæt, en þar
unnu að Steindór Sigurðsson,
Hulda Kristín Magnúsdóttir og
Sigurbjarni Þórmundsson. Hall-
mar Sigurðsson leikstýrði verkinu.
Menotti leikur oft með andstæður,
sem ef jafnaðar eru um of, verða
marklausar. Skerpa andstæðn-
anna hefði mátt vera meiri f Miðl-
inum og sú málamiðlun, sem Hall-
mar virðist leggja áherslu á, deyf-
ir verkið að nokkru. í Símanum
eru andstæðurnar fólgnar í yfir-
drifinni mynd, sem stendur eins
og andstæða þeirrar tilveru er við
öll þekkjum heima við símann
okkar. í Símanum tókst að leika
með þessar andstæður en ekki eins
vel í Miðlinum.
Viðar Eggertsson og Katrín Sigurð ardóttir ein heima að leika sér.
Tónlist
Engin stórtíðindi, en tíðindi samt
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Guðmundur Daníelsson:
Á VINA FUNDI.
Sautján samtöl.
Setberg 1983.
Nú hefur sautján viðtölum
Guðmundar verið safnað sam-
an I bók sem nefnist Á vina
fundi. Ég drep niður í viðtal við
Vigdísi Magnúsdóttur sem hef-
ur lifað 99 jólanætur þegar við-
talið er skráð 1964, en lést 102
ára 1968 eftir legu vegna
lærbrots og hafði aldrei fyrr
komið á spítala. Guðmundur
segist sjá það á Vigdísi að
henni líði vel í ellinni:
Guðmundur Daníelsson hef-
ur lengi fengist við blaða- „Já, það er rétt, mér líður
mennsku með góðum árangri vel, og ég má vera þakklát og
og birt margt eftirminnilegt hamingjusöm. Fólkið hérna er
eftir sig í Suðurlandi. Guð- mér frábærlega gott. Þar að
mundur hefur ekki síst fengist auki finn ég, að það er yfir mér
við að skrá viðtöl, hlýr og ein- vakað. Ég finn nálægð horf-
lægur við samferðafólk sitt og inna ástvina, helst þegar ég er
hefur með viðmóti sínu fengið milli svefns og vöku á morgn-
margan manninn til að opna ana. Það er faðir minn sem
hug sinn. Viðtöl Guðmundar stendur mér næstur, að mér
eru yfirleitt ekki löng, en segja finnst. En við skulum ekki orð-
oft mikla sögu í fáum orðum. lengja um það, margur er sá
sem ekki er trúaður á slíkt. Það
er mér nóg, að sjálf er ég
sannfærð."
Það er einmitt þessi þægilegi
rabbtónn sem gerir viðtöl Guð-
mundar Daníelssonar trúverð-
ug, spyrillinn er ekki fyrir-
ferðarmikill, leitar ekki bein-
línis stórtíðinda, en leggur
áherslu á að draga upp heillega
mynd af þeim sem hann ræðir
við.
Það er einkum alþýðufólk
sem Guðmundur Daníelsson
ræðir við í Á vina fundi. Meðal
undantekninga er samtal við
nýlátið skáld, Kristmann Guð-
mundsson, skrifað 1953.
Þetta er örstutt samtal, en
lýsir Kristmanni vel. Mest
áhersla er lögð á að skýra frá
frægð Kristmanns erlendis, en
minna fer fyrir því að meta
stöðu hans í samtímanum. Það
Guómundur Daníelsson
verður að segja eins og er að
fortíð Kristmanns skyggði allt-
af á það sem hann var að fást
við eftir að hann kom heim.
Menn einblíndu á það sem
hann hafði skrifað, en ekki á
það sem hann var að skrifa. En
nú er tækifæri til að horfast í
augu við skáldskap Krist-
manns og láta deilur um hann
niður falla. Ágætir bók-
menntamenn eins og Erlendur
Jónsson hafa lagt drög að því
að við sjáum Kristmann eins
og hann var, en ekki með aug-
um annarra.
Á vina fundi er hollur lestur.
Við kynnumst lífsbaráttu
margra íslendinga og einnig
útlendinga sem hér hafa sest
að og orðið góðir íslendingar.
Meðal þátta sem ég las af mik-
illi athygli er frásögn Jónasar
Magnússonar í Stardal af ver-
tíð í Þorlákshöfn 1916. Þannig
mætti lengi telja. Ég get ekki
ímyndað mér að aðrar þjóðir
geti státað af alþýðlegum frá-
sögnum af því tagi sem finna
má í Á vina fundi.