Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Stjörnur í Um bókina Fingramál Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Joanne Greenberg: Fingramál. Þýðandi: Bryndís Víglundsdóttir. Útg. Bjallan 1983. Málefni heyrnarskertra/- heyrnarlausra hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu, minna má á ágæta sýningu í Iðnó á leikritinu Guð gaf mér eyra, hvar fjallað er um heim og stöðu heyrnarlausra í samfélagi heyrandi. Bókin Fingramál eftir Joanne Greenberg er merkt og þarft innlegg í þessar umræður. Hins vegar ber þess fyrst að geta að ég er afar ósátt við titil bókarinnar, hann er villandi í meira lagi. Að minnsta kosti hélt ég í fyrstu, að hér væri á ferðinni kennslubók í fingra- máli, en þetta reyndist vera saga þeirra Jennu og Abels, sem eru bæði heyrnarlaus. í upphafi bókar eru þau stödd í réttar- salnum, þeim hefur orðið á að kaupa bíl án þess að athuga að lesa kaupsamninginn og niður- girðingu staðan verður sú að þau sitja uppi með tuttugu ára skulda- byrði á bakinu. Þau Jenna og Abel hafa náð saman í skóla og heyrnarleysið sameinar þau. Þau stofna heimili við erfiðar aðstæður, berjast áfram í vinnu af kraftti og dugnaði, eignast tvö börn, Bradley og Margréti, og missa Bradley ungan af slys- förum. Margrét er heyrandi og þegar fram í sækir kemur upp togstreita milli hennar og for- eldranna, þau sætta sig aldrei við heyrandi heiminn, eru af- brýðisöm út í það sem hann ger- ir eða breytir Margréti og finnst hann taka dótturina frá þeim. Þegar þaueru að stofna heimili er kreppan mikla á næsta leiti, en þeim tekst að komast í gegn- um hana vegna seiglu og þrjósku og þegar sögunni lýkur eru bæði komin á efri ár og mik- il saga hefur verið sögð af ævi þeirra. Joanne Greenberg hlýtur að þekkja vel til heyrnarleysingja og myndin sem hún dregur upp af þeim Jennu og Abel virðist í senn áhrifamikil, átakanleg og sönn. þau stíga fram af síðum bókarinnar ljóslifandi, það eina sem mætti finna að er ákveðin einfeldni sem er í fari þeirra, einkum framan af. Kannski stafar sú einfeldni, sem að vísu jaðrar við kjánaskap, af því að þau eru að byrja að feta sig áfram í lífsbaráttuheimi hinna Bryndís Víglundsdóttir heyrandi — og verða að viður- kenna hann þó að hann sé þeim um margt ömurlegur og fram- andi — heillandi og margslung- inn. Dóttirin Margrét er vel gerð persóna af hendi höfundar og eins og sagði í upphafi er þessi bók verulega þarft innlegg í þær umræður sem hafa orðið um þessi mál hér. Og þessi bók ætti að verða til að auka skilning á þessum heimi. Þó að hann virð- ist tómur og fráhrindandi á köflum er margt fólk sem verð- ur að hafast við í honum. Það er því hollt að kynnast honum i persónunum og viðhorfum þeirra og umhverfisins í þessari bók. Þýðing Bryndísar Víg- lundsdóttur er mjög eðlileg og þjál og á örugglega sinn þátt í að auka gildi frásagnarinnar. 17 Eftir reglum kúnstarinnar Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Þór Sandholt: Hanastél hugsana minna Ljóð, 45 bls. Bóksala MH. Bóksala Menntaskólans við Hamrahlíð hefur með þessari bók, byrjað útgáfu á flokki bóka sem á að innihalda skáldverk eftir nem- endur skólans. Þetta er þarft og gott framtak og yljar manni sem fyrrverandi menntaskólaljóðara um hjartarætur. Vonandi fellur þessi útgáfa í góðan jarðveg. Hún ætti að geta gert það, ef jafn vel tekst til í framtíðinni og með þessa fyrstu bók. Þór Sandholt er nítján ára gam- all og mun hafa fiktað við orðlist um nokkurt skeið. Ljóð hans sem birtast í þessari bók bera þess vott að hann nálgast orðlistina af al- vöru og einlægni. Það er ekki að- eins heillavænlegt. Það er nauð- syn. Það vill hins vegar oft brenna við í menntaskólakveðskap að orðaleikir og misjafnlega hallær- islegir brandarar séu þar í aðal- hlutverki. Flestir höfundar þeirra fara eftir menntó í félagsfræði, lögfræði eða verkfræði og hætta að skrifa, guði sé lof. Það er auðvitað of snemmt að segja til um það hvort Þór Sand- holt haldi áfram að skrifa eftir menntó. Ég vona það. Ljóðin í þessari bók eru vissulega nokkuð misjöfn, og eins og eðlilegt er eru hér ýmsar kunnuglegar líkingar og setningar. En það breytir því ekki, að víða er vel að orði komist. Til dæmis má taka ljóðið „Stað- reynd“, sem er hnyttið án þess að vera eitthvert skop: Þegar Bítlarnir létu það vera kom ég organdi inn í geðveikina. Og ég er þar enn pískaður áfram eftir reglum kúnstarinnar. Án þess að fá að gert er ég að falla eins og flís við rass. Sú lífstragedía allra manna sem hér er til umfjöllunar kemst vel til skila og á hæfilega hátíðlegan máta. Ég sé ekki ástæðu til að skrifa langt mál um þessa bók. Hún er eins og fyrstu ljóðabækur höfunda eiga að vera, full af spurn og leit og með dálítið af bergmáli ann- arra ljóða inn á milli. Það er ein- mitt þessi spurn og þessi leit sem skiptir öllu. Um leið og listamað- urinn, eða verðandi listamaður- inn, er orðinn viss um hlutina, til- veruna, ástand heimsmála, þá er hann á hálum ís. Þá er hann staddur þar sem engin ljóð búa, aðeins orð. Engar tilfinningar, að- eins skoðanir. Enginn skáldskap- ur, aðeins yfirlýsingar. Að lokum óska ég höfundinum og útgáfunni til hamingju með bókina. Teikningar Guðmundar Pálssonar eru margar ágætar. Vonandi fer Bóksala MH ekki á hausinn og vonandi fer Þór Sandholt ekki í félagsfræði. 199.- 239 Höfum einnig Swegmark leikfimisbúninga. Swegmark Nærföt í háum gæðaflokki enlágum veróflokki Vorum að fá nýja sendingu af vinsæla kvenundirfatnaðinum frá Swegmark. Brjóstahöld með A,B,C og D skálum. Geysilegtúrval. Sími póstverslunarer 30980. KREDITKOWT 139,- Brjóstahöld 219,- Buxur 159,- 279,- HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.