Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 45
:#»§ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 25 • Hinn kunni knattspyrnu- madur úr Fram, Jón Péturs- son, mun þjálfa lið Hauka næsta sumar. Jón með Hauka HAUKAR hafa ráðið Jón Pét- ursson, Framara, sem þjálf- ara fyrir meistaraflokk fé- lagsins í knattspyrnu næsta sumar. Jón mun að óllum líkindum ekki leika með lið- inu. Staðan NÚ eru átta umferöir búnar í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik 1. deild karla og er staöan þessi eftir síð- ustu leiki: Stjarnan — Þróttur 18—22 Valur — Víkingur 21—20 Haukar — FH 20—38 Staöan er nú þannig: FH 8 8 0 0 256—158 16 Valur 8 5 1 2 172—166 11 Víkingur 8 5 0 3 183—168 10 KR 8 4 1 3 142—133 9 Þróttur 8 3 1 4 172—188 7 Stjarnan 8 3 1 4 150—179 7 Haukar 8 1 1 6 156—194 3 KA 8 0 1 7 139—184 1 Markahæstu leikmenn eru nú: Kristján Arason, FH 82/37 Páll Olafsson, Þrótti 55/9 ÚRSLIT í leikjum 1. deildar kvenna í handknattleik um helgina urðu þessi: Valur — Víkingur 20—16 ÍR — FH 15—15 KR — Fyjkir 17—14 Fram — ÍA 23—11 Staöan í 1. deild: Fram 6 5 0 1 117—88 10 ÍR 5 3 2 0 94—68 8 FH 5 4 1 1 101—88 8 Fylkir 5 2 0 3 85—91 4 KR 6 1 2 3 89—105 4 Valur 5 2 0 3 83—98 4 Víkingur5 1 1 3 82—81 4 Akranes5 1 0 4 61—93 2 Naumur Valssigur VALSMENN unnu nauman sigur á liði Víkíngs í 1. deildinni í hand- knattleik um helgina. Valur sigr- aöi með einu marki 21—20 eftir hörkuspennandi leik. í hálfleik höfðu Víkingar hinsvegar foryst- una í leiknum 13—12. Og þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var allt útlit fyrir að Víkingar myndu sigra. Þá höfðu þeir náð öruggri forystu 17—13 og spiluöu vel. En Valsmenn gáf- ust ekki upp, þeir sóttu í sig veör- iö og skoruðu næstu fimm mörk gegn aöeins einu Víkingsmarki og staöan var þá jöfn 18—18. Síöustu 10 mínútur leiksins var hart barist og vart mátti á milli sjá hvort liöiö myndi sigra. Víkingar náöu að komast í 19—18 og 10—19. En meö mikilli seiglu og jafnframt mjög sterkri markvörslu Einars Þorvarðarsonar tókst Vals- mönnum aö knýja fram sigur meö því aö skora tvö síðustu mörk leiksins. Víkingar áttu tvö mjög góð marktækifæri undir lok leiksins en Einar sem var meö mjög góöar staðsetningar í markinu varöi vel. Oft á tíöum sást góöur hand- knattleikur í leiknum en leikmenn geröu sig Ifka seka um slæmar vill- ur. Ljóst er þó aö bæöi liöin eru í sókn og framför. Bestu menn í liöi Vals voru Einar í markinu, Jón Pétur Jónsson sem lék vel bæði í vörn og sókn. Þá voru ungu mennirnir sprækir þeir Geir, Guðni, Björn og Valdimar. Þaö munaöi miklu fyrir Víking aö Viggó stórskytta Sigurðsson meiddist á hné og gat ekki leikið i síðari hálfleik. Siguröur Gunnars- son var góöur þrátt fyrir aö hann væri í strangri gæslu. Þá stendur Steinar fyrir sínu svo og þeir Hilm- ar og Guömundur. Mörk Vals: Brynjar 6/4, Jón P. 6, Valdimar, Steindór, Guöni, Geir og Björn 2 mörk hver. Mörk Víkings: Siguröur 8/1, Guömundur 3, Hilmar 3, Steinar 2, Karl 2, Höröur 1 og Viggó 1. með Val gegn UMFN, hór er hann undir ssyni. ur liðið áfram og hann skorar mik- iö. Staöan í hálfleik var 50—36 og haföi Torfi skorað mest eöa 11 stig en hann lék að þessu sinni í búning númer niu en ekki númer sex eins og hann er vanur. í upphafi síðari hálfleiks var mik- ill hraöi í leik liöanna og virtist sem hvort liö ætlaöi sér aö skora tíu | stig í hverri sókn, slík voru lætin. En liöunum gekk illa aö skora og klúðruðu hverri sókninni á fætur annarri. Þaö eina sem gladdi aug- að voru frábærar sendingar frá Stefáni Kristjánssyni hjá ÍR en hann stóö sig mjög vel í þessum fyrsta leik sem hann fær aö leika með liöinu í vetur. Leikurinn róaöist talsvert og ÍR-ingar sóttu á en létu þá dómar- ana fara mjög í taugarnar á sér og fengu dæmd á sig fjögur tæknivíti á stuttum tíma sem Valsmenn skoruðu úr og nægöi þaö þeim til : sigurs. Bestir í liði IR voru þeir bræður Hreinn og Gylfi auk Stefáns, en Hreinn skoraði 27 stig þrátt fyrir aö hann léki ekki, aö mínum domi, nógu mikið meö. Hjá Val var Torfi góöur, lék sinn besta leik í langan tíma, einnig var Kristján góöur. Tómas og Jón áttu góöan dag og eru sendingar Tómasar hreint frá- bærar en hann hefði mátt skjóta meira i fyrri hálfleik. Dómarar i leiknum voru Gunnar Valgeirsson og Björn Ólafsson. Gunnar hefur oft dæmt betur og Björn virkaöi mjög taugaóstyrkur enda var þetta fyrsti leikurinn hans í úrvalsdeildinni á þessu ári. Stigin: Valur: Kristján 17, Jón 14, Torfi 14, Björn 10, Tómas 10, Valdimar 8, Leifur 9, Hannes 4, Jó- hannes 4, Helgi 1. IR: Hreinn 27, Gylfi 18, Stefán 13, Ragnar 8, Kristján Oddsson 7, Hjörtur 5, Bragi 5, Jón 2. SUS Allir Valsmennirnir skoruðu — þegar Valur sigraði ÍR í úrvalsdeildinni VALSMENN sigruöu ÍR í úrvals- deildinni í körfuknattleik meö sex stiga mun þegar liöin mættust í Seljaskóla um helgina. Valsmenn leiddu allan tímann og var ekki óalgengt aö þeir heföu um 10—15 stiga forystu en þegar upp var staðið var staöan 91—85. Valsarar voru yfir allan fyrri hálf- leikinn og notuöu þeir alla tíu leikmenn sína að þessu sinni og skoruöu þeir allir stig fyrir liö sitt. Þegar um fimm m/nútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staöan 38—28 fyrir Val og settu þeir þá leikmenn sem lítiö hafa leikiö meö í vetur inná og léku þeir þaö sem eftir var hálfleiksins. Athygli vakti aö ÍR-ingar nýttu sér þetta ekki sem skyldi og voru þeir bræöur Hreinn og Gylfi útaf á meöan, en þeir höföu skoraö mest fyrir liö sitt. Yfir höfuö má segja aö undrun vekji aö Hreinn skuli ekki leika meira meö því hann er sá sem dríf- hefur brotist i gegnum vórn Vlkinga og skorar. Ljósm./ Friöþjófur Helgason. Enn einn stórsigur sterkra FH- ENN einn stórsigur FH-inga á ís- landsmótinu leit dagsins Ijós á laugardaginn þegar liðiö lagöi Hauka aö velli meö 18 marka mun í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi. Úr- slitin uröu 38—20, en í hálfleik var staöan 17—9. Þaö gefur augaleið að þegar skoruö eru 58 mörk í handboltaleik, eru gæðin ekki ýkja mikil. Oft á tíðum var um hreina vitleysu aö ræöa þar sem menn spiluöu meira af kappi en forsjá. Það er vissulega kominn tími til, bæöi fyrir leikmenn og áhorfendur, aö FH mæti liði sem getur reglulega staöiö í þeim, en hafi Haukarnir haldiö sig vera í þeim flokki þegar þeir gengu inn á völlinn á laugardaginn voru þeir fljótir aö skipta um skoöun. Þaö tók FH-ingana reyndar tals- veröan tíma aö hrista andstæö- ingana af sér og má þar fyrst og fremst kenna um slökum varnar- leik þeirra. Engu aö síður höföu þeir forystuna allt frá upphafi leiks- ins en aldrei skildu fleiri en eitt til tvö mörk á milli. Þegar um 10 mín- útur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staöan 10—8, og þá tóku FH-ingar fyrst aö sýna sitt rétta andlit, bundu vörnina vel saman og skoruöu 7 mörk á þeim mínút- um sem eftir voru af hálfleiknum. FH-Haukar 38-20 Haukarnir skoruöu hins vegar að- eins eitt mark á þessum kafla og því skildu 8 mörk í hálfleik, staöan 17—9. FH-ingar þurftu ekki aö sýna mikla festu til að fylgja þessari for- ystu eftir og segja má aö eftirleik- urinn hafi komiö af sjálfu sér. Haukarnír stóöu oftast aftarlega í vörninni og gættu línuspilara vel sem geröi það aö verkum aö Kristján og Hans voru óáreittir fyrir utan og meö samanlegt 23 mörk, þar af 6 víti, áttu þeir stærstan hlut í sigri FH. Á fyrstu 15 mínútum síöari hálf- leiksins geröu FH-ingar 11 mörk en Haukar 2 og staðan 28—11. Þegar liö hefur náð 17 marka for- ystu eftir 45 mínútna leik þarf ekki mörg orö til aö lýsa því sem fram fer inni á vellinum. FH-ingar hóldu inga sínu striki eins og viö var aö búast og stórsigur var þeirra, 38—20. Eins og fyrr segir voru þeir Kristján og Hans atkvæðamestir hjá FH en aðrir virtust frekar dauf- ir, nema þá Haraldur markvöröur Ragnarsson, sem kom í markiö í síöari hálfleiknum. Varöi hann oft á tíöum ævintýralega, þar á meöal tvö vítaköst. Haukaliöiö var ekki upp á marga fiska í leiknum og sá sem átti einna skástan leik var Jón Hauksson. Mörk FH: Kristján Arason 13 (4 v.), Hans Guðmundsson 10 (2 v.), Atli Hilmarsson 4, Pálmi Jónsson og Valgarð Valgarösson 3 hvor, Þorgils Óttar 2, Guöjón Arnason, Sveinn Bragason og Guömundur Óskarsson eitt mark hver. Mörk Hauka: Jón Hauksson og Sigurjón Siguörsson 5 hvor, Snorri Leifsson og Höröur Sigmarsson 2 hvor, Ingimar Haraldsson, Sigur- geir Marteisson, Þórir Gíslason, Lárus K. Ingason, Helgi Haröarson og Pétur Guönason eitt mark hver. Harldur varöi tvö víti, annaö frá Jóni Haukssyni en hitt frá Þóri Gíslasyni. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvaldur. Dæmdu þeir þokka- lega. — BJ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.