Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 06.12.1983, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Utanríkisráðherra um tillögu Mexíkó og Svíþjóöar: Afstaða íslands hefur ekki breytzt Stórveldin í sjálfheldu og heimsbyggðin í gíslingu þeirra, sagði Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) Geir Hallgrímsson Guðrún Agnarsdóttir ísland mun hafa óbreytta afstöðu frá fyrra ári til tillögu frá Mexíkó og Svíþjóð um „frystingu kjarnorkuvopna", þ.e. sitja hjá, sagði Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, á Alþingi í gær. Ég mun greiða atkvæði á sama hátt og forveri minn (Ólafur Jóhannesson) á sl. ári, sagði ráðherrann efnislega. Minna má á, þó engu meginmáli skipti, að Alþýðubandalagið átti aðild að þeirri ríkisstjórn, sem þá sat hér á landi. Tillaga Mexfkó og Svíþjóðar GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR (Kvl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis i gær og fjallaði um tillögu um „frystingu kjarnorkuvopna", sem Mexíkó og Svíþjóð flytja á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna og væntanlega afstöðu íslands til hennar. Spurði hún hver sú af- staða yrði og hvort Alþingi fengi að greiða atkvæði um hana. Danir hefðu setið hjá um þessa tillögu í fyrra, en greiði henni atkvæði nú. Guðrún sagði m.a. efnislega, að hafi manni tekizt að höndla hugs- unina um afleiðingar kjarnorku- styrjaldar þá hljóti hver sá, sem hefur skynsemi og tilfinningar til að bera ábyrgð á sinu eigin lífi og annarra, að gera það sem í hans valdi stendur til að slíkum vopn- um verði aldrei beitt. Stórveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, séu í sjálfheldu, og haldi öðrum hlutum heimsbyggðar í gíslingu með ótryggu ógnarjafnvægi. Östöðug- leikinn vaxi eftir því sem tækni hinna nýju vopna verði þróaðri. Yfirlýsing, sem í tillögu af þessu tagi felist, yrði fyrsta skefið að yfirgripsmikilli afvopnunaráætl- un. Forsendur hjásetu GEIR HALLGRÍMSSON, utan- ríkisráðherra, kvaðst sammála fyrirspyrjanda um ógn og eyði- leggingu, sem nútímastyrjöld myndu fylgja, raunar hvort sem kjarnavopn yrðu notuð eða ekki. Þessvegna væri lykilatriði að halda þann veg á málum, að leiddi til raunhæfs árangurs, gagn- kvæmni í afvopnun. Ástæða þess að hann hyggðist taka sömu af- stöðu og utanríkisráðherra fráfar- innar ríkisstjórnar til umspurðar tillögu væri m.a.: • Riki heims hafa ekki verið á eitt sátt um að það sé rétti tíminn að samþykkja tillögu um „fryst- ingu kjarnorkuvopna" meðan ekki liggur fyrir, að sæmilegt jafnvægi ríki milli stórveldanna á þessu sviði. Frysting á þeim tíma, er annað stórvelda hefði verulega yfirburði í þessum vopnabúnaði, gæti boðið hættu heim. • Samþykkt slíkrar tillögu, á þessu stigi mála, þegar stórveldin eru að leita samkomulags, kann að draga úr þrýstingi á samkomulag og árangri í viðræðunum, en á öllu veltur, eins og fyrirspyrjandi vék að, að marktækt samkomulag ná- ist milli stórveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Reynslan sýnir því miður að sam- þykktir Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna hafi takmarkað gildi, ef þessi ríki virða þær ekki. • Meðan við á Vesturlöndum knýjum á stjórnvöld Vesturveld- anna að sýna samningalipurð á þessum vettvangi, um gagnkvæma afvopnun, og umburðarlyndi að vissu marki, þá er engin slík um- ræða leyfð í Varsjárríkjum. Sov- étríkin fara sínu fram í niðursetn- ingu meðaldrægra kjarnaflauga. I kjölfar Helsinkisáttmála, 1975, hófu Sovétmenn undirbún- ing að niðursetningu meðaldrægra kjarnaflauga. Verkið var hafið 1977. í desember 1979, þegar hin tvíþætta NATÓ-samþykkt var gerð, þ.e. um að bregðast við á sama hátt og Sovétmenn, en bjóða fyrst samninga um gagnkvæma afvopnun á þessu sviði, þá höfðu Sovétmenn þegar sett niður í Evr- ópu 140 meðaldrægar eldflaugar, sem öllum var beitt gegn V-Evr- ópu. Þá vóru ekki hávær mótmæli viðhöfð á Vesturlöndum; þau komu ekki til sögu fyrr en At- lantshafsbandalagið tók ákvörðun um viðbrögð gegn þessari nýju vá. Utanríkisráðherra kvaðst ekki efast um góðan vilja flestra, er þessum mótmælum stæðu, en sú viðleitni væri einnig auðsæ hjá Sovétmönnum, að reyna að koma fleyg á milli Bandaríkjanna og V-Evrópu í varnarsamstarfi Vest- urlanda og iáta V-Evrópu sitja uppi með þá ógn, sem í SS-flaug- unum fælist. NATÓ-ríkin fóru þó ekki hraðar fram 1979 en svo að þau gáfu Sovétríkjunum fjögurra ára frest til draga þessa nýju ógn til baka og raunar spannar mótað- gerðin fimm ára áætlun að auki, svo enn er hægt að semja, ef gagn- kvæmur vilji stendur til. Þrátt fyrir þetta hafa Sovétrík- in haldið áfram niðursetningu meðaldrægra kjarnaflauga, sett niður að meðaltali eina eldflaug með þremur kjarnaoddum á viku, frá því settust þó að samninga- borði 1981. Þeir hafa nú yfir að ráða milli 360—380 slíkum eld- flaugum í Evrópu. Ráðherrann minnti á að Atl- antshafsbandalagið hefði tekið ákvörðun um verulega fækkun kjarnavopna þann veg að þrátt fyrir uppsetningu meðaldrægra eldflauga af þess hálfu í Evrópu, sem gagnkvæmir samningar gætu enn stöðvað, myndu kjarnavopn þess verða einum þriðja færri eft- ir en áður. Hitnar í kolum SVAVAR GESTSSON (Abl.) sagði Alþýðubandalag ekki hafa verið sátt við atkvæði utanríkis- ráðherra fyrri ríkisstjórnar, en hjáseta hafi þó verið illskárri en annað verra. Einnig tók til máls ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON (Abl.), sem spurði hvort ríkis- stjórnin væri einhuga í þessu máli. GUÐRÚN AGNARSDÓTT- IR (Kvl.) taldi ósvarað, hvort Al- þingi fengi að taka afstöðu til málsins. GEIR HALLGRÍMSSON, utan- ríkisráðherra, sagði að hverjum þingmanni hefði verið í lófa lagið frá því þing kom saman, að leggja fram tillögu til þingsáiyktunar um afstöðu Islands. Meirihlutasam- þykkt Alþingis bæri að virða. Það hafi hinsvegar ekki verið gert. Hann færi því með atkvæði ís- lands, á sama hátt og forveri hans hafi gert, og ástæður þess hafi hann skýrt nú, í tilefni fyrirspurn- ar, og raunar margoft áður í hliðstæðum umræðum. Ég vonað- ast hinsvegar til að við getum smíða úr þremur afvopnunartil- lögum, sem hér liggja formlega fyrir, sameiginlega afstöðu Al- þingis til þessara mála. Að því vil ég vinna. Stjórnarfrumvarp um húsnæðislánakerfið: Fjárlagaframlög 40% af áætluðum útlánum FRAM hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins. í frumvarpi þessu eru gerðar þrenns konar tillögur, sem varða lánskjör. í fyrsta lagi er lagt til að vextir veittra lána verði ákvarðað- ir af ríkisstjórn en ekki fast- bundnir í lögum eins og nú er, og jafnframt verði vextir á skulda- bréfum breytilegir. í öðru lagi verði lánstími lengdur, úr 26 árum í 31 ár hvað varðar nýbyggingar- lán, en úr 16 árum í 21 ár hvað varðar flest önnur lán. í þriðja lagi er lagt til, að lán verði afborg- unarlaus í tvö ár í stað eins árs nú. f tveimur síðari liðunum, sem hér um ræðir, felst að lánskjör verði rýmkuð fyrir lántakendur en það hefur í för með sér skerðingu á árlegum tekjum sjóðsins af eigin fé. Sem dæmi má taka ársgreiðslu af 620 þúsund króna nýbygg- ingarláni, en það er núverandi lánsfjárhæð samkvæmt öðrum staðli húsnæðismálastjórnar að viðbættri 50% hækkun, sem ríkis- Viðamestu afgreiðslur þings fyrir áramót: Fjárlög 1984 og frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelginni Þinghlé öðru hvoru megin við þriðju helgi í desember Forseti Sameinaðs þings, Þor- valdur (iarðar Kristjánsson, sagði björtustu vonir um þingstörf í des- emher standa til að þinghlé hæfist að kvöldi laugardagsins 17. des- ember nk. Þá væri við það miðað að önnur umræða fjárlaga færi fram 13. desember nk. og atkvæðagreiðsla á kvöldfundi þann dag. Allt eins væri þó líklegt að þing starfaði 19. og 20. desem- ber og þingstörfum á þessu ári lyki þann dag. Auk fjárlaga 1984, sem væri viðamest mál er stefnt væri að að ljúka fyrir þinghlé, myndi hæst bera frumvarp frá sjávar- útvegsráðherra, enn óframkom- ið, til breytinga á lögum um fisk- veiðar í fiskveiðilandhelgi fs- lands. Ekki fór þingforseti nánar út í efnisatriði þess, en væntan- lega mun þar sett fram fiskveiði- stefna og jafnvel tekin afstaða til takmarkaðra veiðiheimilda erlendra ríkja, sem enn gilda. Fjármálaráðherra hefur sett fram lista yfir mál sem hann leggur áherzlu á að fá afgreidd fyrir áramót. Þar skal fyrst telja frumvarp að fjárlögum 1984 (væntanlega ásamt lánsfjárlög- um), frumvarp að tollskrárlög- um, frumvarp um framlengingu tímabundins vörugjalds, frum- varp um lánsfjáröflun og frum- varp til breytinga á tekjuskatts- og eignaskattslögum. Heilbrigðisráðherra leggur áherzlu að fá samþykkt frum- varp um sjúkratryggingargjald; iðnaðarráðherra á frumvarp um verðjöfnunargjald og frumvarp um Sölustofnun lagmetis; menntamálaráðuneytið hefur fyrirvara um frumvörp um grunnskólalög og skemmtana- skatt, sem enn eru í skoðun rík- isstjórnar, en hugsanlega þurfi að afgreiða fyrir áramót. Aðrir fagráðherrar hafa ekki tímasett afgreiðslu mála fyrir áramót. Stjórn og stjórnarandstaða hafa rætt um vinnuálag þingsins í desembermánuði, eins og venja hefur verið. Forseti sameinaðs þings sagði ekkert formlegt sam- komulag liggja fyrir, en í aðal- atriðum mætti þó búast við að mál gengju fram með umrædd- um hætti. Stjórnarandstaða legði áherzlu á að fá tillögur um af- vopnun og kjarnorkuvopn til af- greiðslu. Þrjár slíkar tillögur væru komnar fram og æskilegt að koma þeim nokkuð samtímis til þingnefndar. stjórnin hefur ákveðið að taki gildi frá áramótum. Árgreiðsla af því láni (að frátalinni 0,25% þókn- un) nemur samkvæmt gildandi lögum um 31.750 krónum en lækk- aði í um það bil 28.400 krónur eða um 10% við það að lánstími væri lengdur um 5 ár, en vextir þéldust óbreyttir. Munurinn yrði mestur á öðru ári hvers láns, eftir tillögum frumvarpsins um tveggja ára af- borgunarlaust tímabil, því í stað venjulegrar árgreiðslu koma 12.400 króna vextir. Væru vextir hins vegar hækkaðir. í 3% á ári, svo dæmi sé tekið, næmi vaxta- greiðsla af þessu láni 18.600 krón- um fyrstu tvö árin en eftir það yrði árgreiðsla af láninu um 32.300 krónur. Ýmis rök hníga að því að lengja þann tíma eftir lán- veitingu sem lán eru afborgunar- laus, svo og því að æskilegt sé að dreifa afborgunum yfir langt tímabil. Á hinn bóginn má sú rýmkun lánskjara, sem felst í til- lögum frumvarpsins um þetta efni, ekki verða til þess að rýra tekjur Byggingarsjóðs óhóflega og tefja þannig fyrir nauðsynlegri uppbyggingu hans. Því kann að vera nauðsynlegt að hækka vexti af lánum sjóðsins, að minnsta kosti um sinn, meðan á þeirri upp- byggingu stendur. Áhersla skal á það lögð að í þeirri könnun á fjár- hag Byggingarsjóðs ríkisins, sem lokið verður við á næstunni, verð- ur meðal annars fjallað um áhrif þeirra tillagna um breytingar á lánskjörum svo og um áhrif mis- hárra vaxta á fjárhag Bygg- ingarsjóðs. Áhrif lánskjarabreytinganna á hag lántakenda má sjá af eftirfar- andi yfirliti um vaxtagreiðslur og árgreiðslur af 620 þúsund króna láni eftir gildandi lögum og eftir tillögum frumvarpsins miðað við mismunandi ársvexti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.