Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 35

Morgunblaðið - 06.12.1983, Page 35
Minning: Guðjón Guðmunds- son verslunarstjóri Skjótt skipast veður í lofti segir máltækið, og á það ekki síst við um örlög manna og æviskeið. Eng- um okkar, sem störfuðum með Guðjóni Guðmundssyni hjá Olíu- félaginu Skeljungi og umgeng- umst hann daglega, hefði komið til hugar í upphafi þessa árs, að það yrði hans síðasta. Þess sáust engin merki, og ekki virtist hann kenna sér nokkurs meins. En þá dundi reiðarslagið yfir, sem fátt fær staðist, og þar kom, að við gátum aðeins vonað, að endalokin yrðu ekki þungbær um of. Það kom í minn hlut fyrir 32 árum, í nóvember 1951, að ganga frá ráðningu Guðjóns til starfa hjá hf. Shell á íslandi, sem félag okkar hét fram til ársloka 1955. Hafði hann áður starfað sem bif- vélavirki á verkstæði Egils Vil- hjálmssonar, en var nú valinn úr allstórum hópi umsækjenda til nýrra verkefna, sem þá voru lítt skipulögð, en í örum vexti, og þurfti því að taka traustum tök- um. Hér var um að ræða sölu á olíu til húsahitunar, en hún tók að leysa kolin af hólmi eftir stríðslok og varð brátt stærsti orkugjafinn til slíkra nota, þar til hinum inn- lendu tók að vaxa ásmegin. Jafn- hliða fylgdi umfangsmikil aðstoð og þjónusta við viðskiptamenn, svo og umboðsmenn félagsins um allt land. Reyndist brátt nauðsyn- legt að koma á fót verslun, þar sem þjónustutækin sátu í fyrir- rúmi. Þessu starfssviði og öðrum skyldum verkefnum veitti Guðjón forstöðu frá upphafi, og á honum hvíldi meginþunginn við fram- kvæmd þeirra. Er að því kom, að umræddur þáttur í stafsemi Skelj- ungs lét undan síga, breyttust störfin sjálfkrafa og færðust inn á nýjar brautir enda af mörgu að taka. Störf Guðjóns Guðmundssonar hjá Skeljungi verða ekki frekar rædd, enda í eðli sínu hliðstæð mörgum öðrum í stóru fyrirtæki. Hvert um sig eru þau þýðingar- mikill hlekkur i heildar uppbygg- ingu, sem mikils er um vert að ekki bresti. Þessvegna eru þau tengd og jafnframt háð hvert öðru og ekki síður starfsfólkið, á sinn hátt sem fjölskylda, sem stendur saman í blíðu og stríðu. Af þeirri ástæðu fyllumst við söknuði við fráfall vinar og starfsfélaga, mörg eftir áratuga samvistir, og vottum konu hans, Pauline, systkinum og öðru venslafólki innilega samúð í sorg þeirra. Böðvar Kvaran. 27. nóvember sl. andaðist Guð- jón Guðmundsson á heimili sínu, Miklubraut 16, Reykjavík, eftir all löng veikindi. Guðjón var fæddur í Reykjavík 21. júní 1923 og því rétt sextugur að aldri er hann lést. Hann var sonur hjónanna Kristín- ar Brynjólfsdóttur og Guðmundar Guðjónssonar, er lengst áf var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni hf., en fjölskylduheimilið var á Karlagötu 21, Reykjavík, en þar á undan að Laugavegi 86A. Kynni okkar Guðjóns hófust ár- ið 1944 í Winnipeg, Canada, er báðir stunduðu nám við flugskóla Konna Johanessonar, en þá var þar all stór hópur íslendinga við flugnám, eins voru fleiri íslend- ingar þá við annað nám í Winni- peg. Var stofnað til þess vinskapar er árið 1944 entist til dauðadags, enda Guðjón trygglyndur og skemmtilegur félagi, er var vel að sér í mörgum málefnum sem gam- an var að ræða við hann, þó var hann ekki síst vel að sér á því sviði er hann haslaði sér einna mest völl á, en það voru olíukynditæki og stillitæki fyrir kyndingar, enda skipti ég nær eingöngu við hann og leitaði alltaf ráða hjá honum er ég var að setja upp kynditæki, breyta eða gera við, og fann hann alltaf góðar og einfaldar lausnir, og ef hann hafði ekki það sem vantaði vísaði hann mér á það eða útvegaði. Við heimkomuna að loknu námi var flugið á Islandi í öldudal og réðist Guðjón til Shell á íslandi er síðar varð Skeljungur hf. og starfaði hjá þeim eins lengi og kraftar entust, lengst af sem verslunarstjóri í kynditækjadeild, en síðustu árin nær eingöngu við sölu og kaup á olíu til skipa er- lendis, enda tungumálamaður góð- ur. Guðjón var tvígiftur. Fyrri kona hans var María Sigurðardóttir. Þau skildu. Seinni kona hans er Pauline Karlsdóttir sem að ég veit að Guðjón mat mikils, en hún var stoð hans og stytta og annaðist hann til hins síðasta í hans erfiðu veikindum. Þau hjónin voru mjög samrýnd og höfðu mikla ánægju af að ferð- ast. Þau fóru t.d. til Grikklands í fyrra, þar áður til Thailands, einn- ig við og við til Englands og víðar. í ár var ferðinni heitið til Portú- gal, en af því gat ekki orðið. Er ég nú kveð góðan og hjálp- saman vin og skólabróður, vil ég votta Pauline, ættingjum og öðr- um vandamönnum mina innileg- ustu samúð við fráfall Guðjóns. Hörður Jónsson Leiðir okkar Guðjóns lágu fyrst saman í kringum árið 1950, en þá vann hann hjá Olíufélaginu Skelj- ungi, en ég hjá opinberum aðila. Voru mikil samskipti á milli vegna efniskaupa og ráðlegginga frá þeim til okkar. Samskipti þessi urðu efni til ævilangrar vináttu okkar, og á þessum lokapunkti í lífi hans þyk- ir mér hlíða að rekja nokkur þau atriði, sem mér fannst eftirtak- anleg í fari hans, og verð þó mörgu að sleppa. Guðjón var oft kenndur við fé- lag sitt og kallaður Guðjón í Shell. Ekki fór á milli mála, hvern þar var um rætt. Hann var lengst af verslunarstjóri á Suðurlandsbraut 4, og var vakinn og sofinn í því starfi. Hann var fæddur sölumað- ur og aldrei gleymi ég því, hve snöggur hann var að grípa tæki- færið. Þegar erlend timburhús voru flutt hingað til landsins fyrir áratug í sambandi við gosið í Eyj- um. Stóð þá til að flytja inn heilu hita- og hreinlætiskerfin frá Norðurlöndum. Það var hans verk og hans eins, að það skyldi takast að setja íslenskt vit, verslunar- þekkingu og handverk í hluta þeirra húsa, og það aðeins vegna þess, að erlendur maður, sem hafði með málið að gera, rakst inn í verslun hans til að afla upplýs- inga um olíubrennara og katla, sem hann að sjálfsögðu seldi hon- um. Ekki var spöruð eftirvinnan við það og mér er til efs, að allir þeir tímar hafi komið til reikn- ings. Það er stundum gaman að gefa því auga, hve lítil en hugulsöm að- gerð forstjóra getur glatt starfs- mann, og það lengi. Guðjón hafði R-125 sem númer á bílnum sínum og hafði haft í áratugi. Þótti hon- um vænt um þetta númer, en þeg- ar hann var verslunarstjóri á Suð- urlandsbraut, lét forstjóri hans hann fá símanúmer, sem endaði á 125. Þetta kunni Guðjón að meta að verðleikum. Rétt er að taka fram, að kerfisþræl nokkrum í ríkisapparatinu finnst ekki fal- legt, að menn hafi falleg númer. Guðjón var mikill bílisti og það ekki af minnstu gerð. Eitt sinn átti hann Benza, en síðustu árin átti hann bíla af Peugeot gerð, fyrst 504, en síðan 604. A 504 bíln- um tók hann þátt í þrem rall- keppnum og hafði mig sem kóara eins og það heitir á guilaldarmál- inu, og gekk okkur heldur þokka- lega. Ekki notuðum við tölvur né önnur sjálfstýritæki, heldur reiknuðum okkur út hverju sinni. Kom þá til gagns yfirburða bíl- stjórareynsla Guðjóns, en hann hafði gaman af að aka greitt. Eins og allir aðrir en músagildruhugs- unarháttarpóliti vita, er greiður hraði ekki hættulegur, heldur að- eins óvarlegur hraði. Þetta kunni Guðjón til hlítar og varð aldrei fyrir neinu óhappi út á vegum, ef frá eru talin rúðubrot, en þau eru eins og allir vita framleidd að fyrirmælum kerfisins, sem krefst þess að menn hafi þar til gerðar aurhlífar, gagnslausar og skaðleg- ar. Guðjón kunni með fleiri farar- tæki að fara en bíla. Hann var í stríðinu- og um stríðslokin í flugskóla í Kanada og Bandaríkj- unum. Ég kann lítið frá þeirri dvöl hans að segja, en hann minntist hennar ætíð ánægju. Guðjón var frábær málamaður. Ekki var það vegna lærdóms í skóla, en hann virtist ráða yfir þeim magnaða eiginleika að geta tileinkað sér hvort sem var mál eða annað með furðu lítill fyrir- höfn. Mér er það minnisstætt, hvernig honum var við, þegar hann kom fyrst til Þýskalands. Við vorum þá að fara á hitunar- tækjasýningu í Frankfurt, en hann hafði alltaf verið hrifinn af Þjóðverjum og þýskri menningu, og reyndar einum Austurríkis- manni líka. Svo brá við, að hann greip málið með sama og var far- inn að bjarga sér á því eftir 2 daga. Sama var með dönskuna, sem er af mörgum talið erfiðasta mál á hnettinum öllum. í vor varð Guðjón var ólækn- andi lungnaveiki. Þegar læknir hans spurði hann, hvort hann þyrfti á læknisvottorði að halda vegna fyrirsjáanlegra fjarvista, sagði hann það ekki vera nauð- synlegt, því að fyrirtækið treysti honum fullkomlega. Kom þar enn á ný í ljós hlýja hans til vinnuveit- anda síns og var hann heldur stoltur vegna þess að hann gat viðstöðulaust gefið slíka yfirlýs- ingu. Hann gerði sér vonir um að geta haldið heilsu fram yfir af- mæli sitt (hann varð sextugur í júní) og lífi fram yfir áramót. Gangur veikinnar var hraðari en hann reiknaði með, þannig að í þeirri rallkeppni gat hann ekki unnið sigur, og það sama þótt far- kosturinn væri besti Peugeot bíll í heimi. Hann æðraðist ekki, hann fékk mikinn og góðan stuðning frá góðri konu sinni og tók örlögum sínum eins og hann hafði efni til af skynsemi, karlmennsku og dugnaði. Mér er eftirsjá að Guðjóni og árna honum allra heilla á nýjum leiðum, sem okkur hinum er ókunnugt um, hvernig færar eru. 1 því ralli mun honum vafalaust vegna vel, og fararnestið eru góðar hugsanir þeirra, sem samskipti hafa haft við hann. Þær hugsanir eru fyrirferðamiklar og væntan- lega ekki alveg gagnslausar. Sveinn Torfi Sveinsson. Petei Freuchen Larion Heillandi írásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og ímmstœtt lít Indíánanna, sem landid byggðu, er íyrstu skinnakaupmennirnir komu þangað með byssur sínar og brennivín. Laríon var ókrýndur konungur þessara miklu óbyggða. Orð hans vom lög, honum var hlýtt í blindni, ákvörðunum hans varð ekki breytt. Síðustu heríör hans, heríörinni gegn hvítu mönnunum, lauk með blóðbaðinu mikla við Núlató. Að henni lokinni hvarí Laríon aítur á vit skóganna miklu, liíði þar til hárrar elli, virtur og dáður, — hann haíði aírekað svo miklu. Og enn sem íyrr vom orð hans lög... Peter Freuchen er íslendingum að góðu kunnur vegna margra og skemmtilegra bóka. Ævintýralega atburði, sem oít gerast í raunvem- leikanum, leitaði hann uppi og skráði á bœkur. Þannig varð til þessi spennandi saga um Laríon, síðasta mikla indíánahöíðingjann í Alaska SKUGGSJÁ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBE MICROMAj | er framtíðarúrið þitt § | - því getur þú treyst. | | Þetta er aöeins hluti 1 af úrvalinu. VISA EUROCARD FRANCEf MICHELSEN 1 URSMlOAMEtSTARI LAUGAVEGI39 SÍMI 28355

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.