Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.12.1983, Qupperneq 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 + Hjartkær eiginkona mín og móöir okkar, ODDRÚN J. ÓLAFSDÓTTIR, Nökkvavogi 44, lést á heimili sínu að morgni laugardags 3. desember. Fyrir hönd aöstandenda, Albert Jónasson, Ásgeröur Albertsdóttir, Oddrún Albertsdóttir. t Móðir okkar, ÞÓRHALLA JÓNSDÓTTIR frá Miögeröi, andaöist í Sjúkrahúsinu Stykkishólmi þriöjudaginn 29. nóvember. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskapellu miövikudaginn 7. des- ember kl. 3 e.h. Guöný Aöalbjörnsdóttir, Hannes Aóalbjörnsson, Kristján Aöalbjörnsson. + Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HLÖDVER EINARSSON, vélsmiöur, Njaröargötu 33, lést í Borgarspítalanum 4. desember. Sigurrós Edda Ófeigsdóttir, Þórdís Hlööversdóttir, Ellert Jón Jónsson, Hildur Hlööversdóttir, Gunnlaugur Guömundsson, Sigríöur Hlööversdóttir, Guðmundur Ragnar Ólafsson og barnabörn. + Bróðir okkar og fósturbróöir, JÓHANNES DAVÍD JENSSON, Manitoba, Kanada er látinn. Gunnjóna Jensdóttir, Magnús Jensson, Ólafía Guónadóttir. + Bróöir okkar, SKÚLI ÞÓRDARSON, trésmiöur, lést í Borgarspítalanum 3. desember. Ingibjörg Þóröardóttir, Hjörtur Þóröarson, Ólafur Þóröarson, Þóröur Sigfús Þóröarson. + Móöir okkar, AÐALHEIDUR ALBERTSDÓTTIR, Glaöheimum 14A, Reykjavfk, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 3. desember. Fyrir hönd vandamanna, Hjördís Þórhallsdóttir, Ragnheiöur Þórhallsdóttir Morr. + Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, EGGERTJÓHANNESSON, Skálagerói 3, andaöist 3. desember að Hátúní 10B. Fyrir hönd aöstandenda, Guölaug Tómasdóttir. + Móöir okkar og amma, SVEINLAUG LILJA JÓNSDÓTTIR, lést sunnudaginn 4. desember. Jón Eldon, Sveinn Eldon, Hlín Eldon, Helga Eldon, Einar Eldon og barnabörn. Benedikt Jóharmesson á Saurum — Minning Benedikt Jóhannesson á Saur- um andaðist í Landspítalanum 25. okt. sl. Hann var jarðsettur að Hjarðarholti í Laxárdal föstudag- inn 4. nóvember sl. Þessa mæta manns er skylt að minnast nokkr- um orðum að leiðarlokum. Guðbrandur Bendedikt Jóhann- esson fæddist 4. janúar 1914 á Sauðhúsum í Laxárdal, Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Benediktsson bóndi þar og kona hans, Jófríður Margrét Guð- brandsdóttir. Þau fluttust að Saurum árið 1917 og bjuggu þar til æviloka 1954. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum á Saurum og átti þar heima alla ævi. Hann stundaði nám í Reykjaskóla í Hrútafirði tvo vet- ur, en lagði jafnframt stund á trésmíði. Hann var bóndi á Saur- um frá 1944 til æviloka, en vann jöfnum höndum við iðn sína og stóð fyrir byggingum víðs vegar um héraðið. Benedikt kvæntist 24. október 1943 Steinunni Gunnarsdóttur frá Grænumýrartungu í Hrútafirði. Börn þeirra eru þessi: Melkorka húsfreyja að Víg- holtsstöðum í Laxárdal, gift Sig- urbirni Sigurðssyni, Jóhannes verktaki í Búðardal, kvæntur Vilborgu Eggertsdóttur, og Jófríð- ur húsfreyja í Kópavogi, gift Haf- liða Aðalsteinssyni skipasmið frá Hvallátrum á Breiðafirði. Barna- börnin eru orðin níu. Öll eru börn- in og fjölskyldur þeirra hið mesta myndarfólk. En saga Benedikts er ekki hálf- sögð nema að einhverju sé getið starfa hans að opinberum málum og þátttöku í félagslífi sveitar og sýslu. Hann gekk snemma í Umf. Ólaf Pá í Laxárdal og mun hafa verið gjaldkeri í stjórn þess ágæta félags í fjóra áratugi. Hann lét sér mjög annt um Hjarðarholtskirkju. Þar var hann meðhjálpari í ald- arfjórðung og lengi í sóknarnefnd og sá um viðhald og endurbætur kirkju og kirkjugarðs. Benedikt var kjörinn í hreppsnefnd Laxár- dalshrepps 1958 og sat hann þar samfleytt í tólf ár, þar af oddviti í áratug. Hann var einn af sextán stofnendum Lionsklúbbs Búðar- dals hinn 6. desember 1963. Þá má geta þess, að Benedikt var um- boðsmaður Brunabótafélags ís- lands í Laxárdalshreppi árum saman allt til dauðadags. Þau ár sem Benedikt gegndi oddvitastörfum í Laxárdal voru ár umbrota, vaxtar og mikilla um- svifa í byggðarlaginu. Fólki fjölg- aði. Búðardalur óx úr grasi og stækkaði. Þar þurfti að byggja hús, skipuleggja byggðina og búa í haginn fyrir vaxandi þéttbýli inn- an sveitarfélagsins. Ákveðið var að byggja veglegt félagsheimili í Búðardal. Gamla samkomuhúsið, Sólvangur, var selt og andvirði þess varið til að hefja byggingu hins nýja. Það var fyrsta fjár- framlagið. Ungmennafélagið, kvenfélagið og fleiri félög innan sveitar tóku höndum saman og unnu að þessu verkefni í samvinnu við hreppsfélagið. En byggingin var svo viðamikil og dýr, að meg- inþunginn og fjáröflunin lenti fljótlega á sveitarfélaginu sjálfu. Þó var unnið að þessu máli af hyggindum og festu og margir lögðu lið sitt fram. Húsið var reist í áföngum og tekið til afnota stig af stigi ár frá ári. Formaður bygg- ingarnefndar frá byrjun til loka var Benedikt oddviti. Þar vann hann sem oftar mikið og óeigin- gjarnt starf og lagði nótt við dag. Félagsheimilið var vígt á Jóns- messu 1967 og hlaut nafnið Dala- búð. Yfir dyrum að samkomusal standa þessi orð: Hér ríki víðsýni og drengskapur. Margs er að minnast frá þessum árum, þó að hér verði fátt eitt tal- ið. Og fullyrða má, að oddviti Lax- árdalshrepps var störfum hlaðinn á þeim tíma. Margir leituðu til hans með erindi sín stór og smá. Hann vildi allra vanda leysa. Mér vitanlega lagði hann aldrei illt til nokkurs manns, hvorki í orði né verki. Hann var gæddur miklu jafnaðargeði, en gat verið glettinn og spaugsamur á vinafundum. Háustið 1967 gerðist Benedikt smíðakennari við héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði og hafði það starf á hendi samfleytt í átta vet- ur. Fór hann þá flestar helgar að Laxárdalsheiði heim og heiman, þegar færð og veður leyfði. Þó að Benedikt væri maður mjög vinnusamur, átti hann öðru hvoru við vanheilsu að stríða og þjáðist af höfuðverk, sem dró úr kröftum hans, einkum þegar á ævina leið. En Steinunn kona hans stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Daginn áður en hann dó áttu þau hjónin fjörutíu ára brúðkaups- afmæli. Benedikt bauð í grun, að allmargir myndu koma að jarðar- förinni, þegar hann yrði borinn til grafar. Hann vissi, að Hjarðar- holtskirkja er ekki nógu stór, þeg- ar margir koma til kirkju. Ef til vill þyrfti fólk að standa utan dyra og gæti því orðið kalt. Hann lagði því svo fyrir, að athöfnin skyldi fara fram í Dalabúð, Var svo gert. Jarðarförin var mjög fjölmenn, svo sem vænta mátti. Benedikt var borinn til hinztu hvíldar að Hjarð- arholti í Dölum. Að leiðarlokum þökkum við hjónin hinum látna góð kynni og vináttu frá liðnum árum og send- um innilegar samúðarkveðjur til Steinunnar og allrar fjölskyldu þeirra hjóna. Friðjón Þórðarson Minning: Matthías Helga- son frá Grímsey Fæddur 31. desember 1910. Dáinn 28. nóvember 1983. Mánudaginn 28. nóvember síð- astliðinn lést Matthías Helgason, frá Grímsey, Grýtubakka 32, Reykjavík. Nú þegar hann er allur verður okkur, sem eftir honum horfum, ljóst hvað þessi fyrirferð- arlitli maður skilur eftir sig stórt skarð í umhverfi sínu. Og þrátt fyrir erfiðleika og veikindi var hann einmitt mikill gleðigjafi, sem lífgaði og hressti allt í kring- um sig. Hlutirnir sjást oft í skýr- ari mynd þegar horft er til baka. Nú finnst það glöggt að okkur hef- ur sést yfir margt meðan Matthías var á meðal okkar, sem gert hefur okkur, sem næst honum stóðum ríkari. Hann var hjartahlýr mað- ur og hlýleiki hans náði til alls umhverfis hans og ekki síst þess sem öðrum sást yfir. Hann var mikill fjölskyldumaður og var aldrei eins stoltur og stór og þegar hann ræddi um fjölskyldu sína. Hann lagði stundum mikið á sig til að njóta samvista barna sinna. + stefanIa g. JÓNSDÓTTIR (ró Kirkjubóli, Norðfiröi, Heiðargeröi 51, Reykjavík, er látin. Fyrir hönd vandamanna, Stefanía Hrönn Guömundsdóttir. + VALGERÐUR VAGNSDÓTTIR, Höföatúni, Féskrúösfirói, lést 3. desember í Sjúkrahúsi Akureyrar. Vilborg Ákadóttir, Sigmundur Eiríksson. Hann lagði til dæmis upp í ferða- lag til Þýskalands nú fyrir þremur árum til að heimsækja dóttur sína, sem þar var við nám. Hann hafði lítil efni og lélega heilsu í fararnesti, en sú ferð fannst hon- um hafa ríkulega borgað sig. Matthías var maður friðar og góð- leika og heyrðist aldrei hnýta f náungann, en hélt málefnalega á því efni sem til umræðu var á hverjum tíma. Hann hafði tals- verðan áhuga á þjóðmálum og skýra skoðun á þeim. Hann var virkur í félagsmálum á árum áður, vafalaust með jákvæðum árangri. Þessi fáu orð verða hvorki ætt- artala né úttekt á lífshlaupi tengdaföður míns, aðeins örfá kveðjuorð að leiðarlokum, sem vottur um þakklæti mitt og fjöl- skyldu minnar fyrir góðleika og alúð sem hann miðlaði okkur af miklu örlæti. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að annast hann um nokkurra vikna skeið á síðastliðnu sumri. Það voru góðir dagar fyrir litlu systkinin Matthí- as og Auði, sem minnast afa síns með hlýju og kærleika. Að lokum óska ég honum fararheilla tl hins óþekkta. Friður sé með honum. Olafur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.